Morgunblaðið - 22.04.1970, Page 11
MORGITNBLA DIÐ, MIÐVIKUDAGt! R 22. APRtL 1S70'.
11
Það var mikið um að vera
í húsi Slysavamafélags ís-
lands á Grandagrarði s.l.
sunnudag, því þá var síðasti
dagur landsþings S.V.F.Í.,
sem hófst á fimmtudag. Þó
tókst okkur að ná stutta
stund tali af nokkrum þing-
fulltrúum utan af landi og
spurðum þá fregna af slysa-
varnamálum í heimahögum
þeirra.
Áhuginn hlýtur
að aukast hér
Meðal fulltrúa frá slysa-
varnadeildinni Vörn á Siglu-
firði er Þórhalla Hjálmars-
dóttir. Vörn hefur aðeins
vinninginn yfir ísafjarðar-
deildina að því er varðar ár-
in, því hún hefur starfað í
37 ár.
— í Vörn eru nú 265 kon-
ur á öllum aldri, sagði Þór-
halla, en driffjöðrin er for-
maðurinn, Guðrún Rögnvalds
dóttir, sem stanfar af lifi og
sál og reynum við hinar að
fylgj a henni.
-
Það er i
i qó flao
Á bryggjunni, úti fyrir Slysavamahúsinu: Elías frá Homaf irði, Iðunn frá ísafirði, Ásdís úr
Garði og Sigmar frá Svalb arðsströnd. (Ljósm. ÞÁ..)
Með slysavamafólki
utan af landi
— Vörn hefur jafnan haft
mörg mál á dagskrá. M.a.
beitti deildin sér fyrir því að
skýlið á Siglufjarðarskarði
var reist svo og skýlið í Héð-
insfirði, eftir að hann lagð-
ist í eyði. Skýlið í Siglufjarð-
arskarði kemur nú reyndar
ekki að eins miklum notum
nú og meðan vegurinn lá
þar yfir. En það kemur sér
þó vei, þegar ófærð er >g
farið er yfir skarðið á skíð-
um og einnig þegar Skarðs-
mótin eru haldin þar um
hvítasunnuna. Ef eitthvað út
af ber er hægt að grípa til
Þórhalla Hjálmarsdóttir frá
Siglufirði.
talstöðvarinnar, sem er í
skýiinu.
— Deildin hefur beitt sér
fyrir ýmsum öryggismáium
innanbæjar á Sighifirði. Hún
setti t.d. upp björgunarhringi
á bryggjur og hefur beitt sér
fyrir umferðarkennsiu og
staðið fyrir því að SVFÍ hef
ur sett upp umferðarmerki
við innkeyrsluna í bæinn.
Veitir ekki af að gera það,
sem hægt er, til að koma í
veg fyrir umferðarslys, því
uimferðin er orðin mesti
slysavaldurinn.
— Þegar Vörn átti 35 ára
afmæli gaf hún utanborðsmót
or í plastbát, sem björgun-
arsveitin hefur til afnota.
Björgunarsveit Slysavarna-
félagsins er ávailt til reiðu
ef eitthvað út af ber, annað
hvort á sjó eða landi, og á
hún þá vísa aðstoð bæjarbúa.
Liggur nú fyrir að fá góð lít
il fjarskiptatæki („labb-
rabb“) handa björgunarsveit
inni, því það eru nauðsyn-
leg hjálpartæki, þegar verið
er að leita að týndu fólki í
fjöllunum umhverfis Siglu-
fjörð.
Þórhalla hefur ekki áður
setið landsþing SVFÍ og sagði
hún að fyrir sig væri þetta
mikið ævintýri. „Ef það er
hægt að auka áhuga manns á
slysavarnatmálum þá hlýtur
hann að aukast hér,“ sagði
hún að lokum.
Misbrestur á að
vistum sé skilað
Iðunn Eiríksdóttir er for-
maður kvennadeildarinnar á
ísatfirði, en kvennadeiildin
minntist 35 ára afmælis síns
í fyrra.
— Á afmælinu var okkur
afhent nýtt skýld á Sléttu,
sagði Iðunn, og var því gefið
nafnið Sigríðarbúð í höfuðið
á Sigríði Jónsdóttur, en hún
lét nýleg.a aá formennsku eft-
ir 30 ára starf.
— í kvennadeildinni eru
n,ú um 300 konur og er fé-
lagsstarfið mjög líflegt og
mæta að meðaltali 70—90
konur á fundi, og má það telj
ast góð fundarsókn. Við störf
um mjög svipað og aðrar
deildir, reynum að afla fjár
með því að halda basar og
selja meriki og einnig höfðum
við skyndihappdrætti, sem
gekk mjög vel. Þrír fjórðu
þess fjár sem við öflum fer
til höfuðstöðvanna í Reykja-
vík, en fjórðungi höldum við
eftir eins og aðrar deildir.
— Kvennadeildin gaf skýl
ið á Breiðdalsheiði og sér nú
um rekstur þess — býr það
fatnaði og vistum. Því miður
þurfum við að endurnýja vist
irnar árlega því það vill
verða misbrestur á því að
þeir, sem nota þær skili þeim
aftur. En þetta er ekki eins-
dæmi og er sömu sögu að
segja af öðrum skýlium þarna
nyrðra.
— Af öðrum verkefmum
okkar má mefna að við erum
að prjóna ullarfatnað til að
hafa í bátunum og svo stynkj
um við hjálparsveit skáta,
sem alltaf er till taks ef eitt-
hvað út af ber, og vinnur þá
oft með björgunarsveit Siysa
vamafélagsins. Björgunar-
sveitin er vel búin og skip-
uð reyndum og hraustum
mönnum því að þeir þurfa að
geta lagt á sig mikið erfiði.
Aðstæður allar í nágrenni
ísafjarðar eru þannig að það
verður lítið komizt á bíium
og því verða björgunarsveit-
armenn ávallt að vera við-
búnir að þurfa að fara fót-
gangandi langar og erfiðar
leiðir, ef eitthvað út af ber.
Fjarskiptaþjón-
ustan og sigl-
ingamerkin
baráttumál á
Hornafirði
Eftir að hafa talað við tvær
slysavarnakonur var kominn
tími til að hitta að máli
björgunarfélagsmann, og Elí-
as Jónsson formaður Björg-
unarfélags Hornafjarðar sagði
okkur frá baráttumálum sinna
félagsmanna.
— í vetur vorum við ásamt
skipstjórnarmönnum að berj-
ast fyrir því að komið yrði
á 24 tíma fjarskiptaþjónustu
hjá Homafjarðarradíói, sagði
Elías, en stöðin hefur aðeins
verið opin rúmlega hálfan
sólarhring. Neskaupstaðar-
radíó heyrist ekki suður fyrir
Eystra-Horn og Vestmanna-
eyjaradíó ekki austur fyrir
Meðallandsfjöru, svo þarna
hefur verið gat í næturþjón-
ustunni á stóru svæði. Með
miklum velvilja ráðherra, Ing
ólfs Jónssonar, fékkst þetta
leyst til bráðabirgða og leys-
ist væntanlega endanlega í
haust.
— Annað baráttumál hefur
verið að sett verði upp fleiri
og betri siglingamerki við
Homafjarðarhöfn. Þetta er
einhver erfiðasta höfn á land
inu og verður þar að þræða
þrönga sandála. Með tilkomu
fiskimjölsverksmiðjunnar sem
reist var í vetur, má búast
við mjög aukinni umferð
ókunnugra skipa og því ríður
á að þarna verði bætt úr.
Með aðstoð þingmanna og ráð
herra hefur þetta nú fengizt
merkt að nokkru leyti og
vonum við að því verði lokið
í sumar.
— Annars er nú mest áríð-
andi fyrir björgunarfélagið
að byggja yfir útbúnaðinn.
Við erum með bíl, fjalla- og
jöklaútbúnað og sjóbjörgunar
tæki og erum með þetta allt á
hrakhólum. En við vonumst
til að geta byggt sem fyrst.
— Björgunarfélagið hefur
nú þrjú fjöruskýli til eftir-
lits og eitt heiðarskýli. Heið-
arskýlið er á Lónsheiði og síð
an það var sett upp fyrir
fjórum árum hefur það verið
til mikilla nota.
— Og kvennadeildin? —
Hún vinnur af miklum dugn-
aði eins og aðrar kvenna-
deildir. Maður er orðinn svo
vanur því að konurnar séu
duglegar, að manni finnst
óþarfi að taka það fram.
Kvennadeildin Framtíðin á
Hornafirði hefur mikið beitt
sér fyrir öryggismálum í sam
bandi við læknisþjónustuna
og til dæmis hefur hún gefið
súrefnistæki, talstöð og
sjúkrabörur. Og svo má ekki
gleyma því að konurnar eru
nýbúnar að gefa prjónafatn-
að í alla Hornafjarðarbáta.
Björgunarskýlið
í Garði flutt og
lagað
Ásdís Káradóttir er formað
ur kvennadeildar Slysavama
félagsins í Garðinum.
óhætt að segja að hún sé dag
og nótt í beinu sambandi við
slysavarnir, því maður henn-
ar, Sigurberguir Þorleifisson er
vitavörður í Garðsskagavita.
— í Garðsskagavita er mið
unarstöð, sagði Ásdís og því
verðum við að vera viðbúin
allan sólarhringinn, ef óskað
er eftir miðun. Skipaferðir
eru miklar á þessum slóðum
og þess vegna fer ekki hjá
því að hugur manns er bund-
inn hafinu og viljum við gera
skyldu okkar í þessum mál-
um.
— í slysavarnadeiidinni í
Garði eru nú 66 konur. Deild
in hefur starfað í 36 ár og
hefur fjáröflun jafnan gengið
ágætlega og öllum okkar mál
efnum verið mjög vel tekið.
— Á síðasta ári var unnið
að því að flytja björgunar-
bátaskýlið á heppilegri stað
og það endumýjað og lagað
eftir þörfum. Björigunanbát-
urinn, sem þar er, er í eigu
fleiri slysavarnadeilda í kring
því á Reykj anesinu er keðja
af slysavarnadeildum.
— í fyrravetur kom Hann
es Hafstein og endurreisti
björgunarsveitina og nýir
menn tóku við af þeim, sem
farnir voru að eldast. Björg-
unarsveitin starfar innan vé-
banda kvennadeildarinnar.
Sveitin er búin þeim tækjum,
sem talin eru nauðsynleg í
dag til björgunar á strand-
stað. Kvennadeildin hefur
þegar gefið björgunarsveit
inni 10 þúsund krónur af and
virði lítilla fjarskiptastöðva,
sem nú eru taldar nauðsyn-
leg hjálpartæki við hvers
konar björgun á strandstað.
Litlu deildirnar
ekki síður
mikilvægar
Sigmar Benediktsson hefur
setið öll landsþing SVFÍ frá
því hann stóð að stofnun
slysavarnadeildarinnar Svöl-
unnar á Svalbarðseyri. Stofn
endur Svölunnar voru um 60
og er félagatalan nú svipuð
og lætur nærri að fjórðungur
íbúa Svalbarðseyrar séu fé-
lagsmenn. í Svölunni eru
bæði karlar og konur.
Svalbarðseyri er lítið þorp
og ekki beinlínis hættustaður
og hefur slysavamadeild-
in engin björgunarskýli til
eftirlits. Björgunarsveit er
heldur engin starfandi, enda
er Akureyri á næstu grösum
með sína björgunarsveit.
— En þótt ekki sé um að
ræða hættustaði hefur það
feikilega mikla þýðingu að
slysavarnadeildirnar séu sem
öflugastar, sagði Sigmar.
Heima fyrir höfum vlð reynt
að beita okkur fyrir umferð-
arfræðslu og sett bjarghringi
á bryggjuna, en aðaláherzlan
er lögð á að skila sem mestu
fé til aðalstarfsins hér syðra.
Litlu deildirnar eru ekki síð-
ur miikilvægar en þær stóiru,
því sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér.
— Brautryðjendurnir í
Slysavarnafélaginu voru hetj-
ur og þeir, sem á eftir hafa
komið, hafa haldið uppi
merkinu og ég tel að skilning
ur yfirvalda landsins á þess-
um félagsskap sé góður og
starfið vel metið.
Húsnœði í boði
FuHorðin kona ós'kast ti-l að
annast aldraða konu eftiir k'l. 3
á daginn gegn húsnæði og fæði.
Ek'ki húsvenk. Laun eftir sam-
komulagi. Uppl. í síma 14950.
Skrifstofusfúlka
Stórt fyirtæki hér í borg vantar stúlku vana vélritun og skrif-
stofustörfum.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld
merkt: „Vélritun 27 — 5228".
Veiðivatn til leigu
Tilboð óskast í veiði í Hvítárvatni á Biskupstungnaafrétti
f sumar. — Upplýsingar gefur Gísli Einarssonar, Kjarnholtum
og sé lokuðum tilboðum skilað tPI hans fyrir 10. maí.
Stjórn Veiðifélags Hvitárvatns.