Morgunblaðið - 22.04.1970, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.1970, Side 16
r 16 MORGUN’BLAÐIÐ, M3ÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1970 JltwgMitfybti Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstraeti 6. Simi 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I tausasölu 10,00 kr. eintakíð. LENIN OG KERFIÐ SEM BRÁST ¥ dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Vladimirs Lenins, þess er lagði grundvöll að ríki sósíalismans í Sovétríkjunum. Kommúnistar um heim allan halda þennan dag hátíðlegan og Sovétríkin munu reyna að notfæra sér þennan viðburð til þess að efla yfirráð sín yf- ir kommúnistaflokkum um víða veröld og þá ekki sízt í hinum svonefndu sósíalísku ríkjum. Enginn neitar því, að Lenin er einn þeirra manna, sem mest áhrif hafa haft á líf og örlög manna og þjóða á þessari öld. En hafa þau áhrif orðið til góðs eða ills? Raunar er óþarft að spyrja þeirrar spumingar. Henni var svarað í Eystrasaltsríkj- unum, Berlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968. Rúmlega hálfri öld eftir að kommúnistar tóku völdin í Sovétríkjunum, hefur þeim ekki tekizt að veita þjóðum þessa víðfema ríkis þau mann réttindi, sem þykja sjálfsögð á Vesturlöndum. Frjáls hugs- un, frelsi til að tjá sig, frels- ið sem slíkt, er ekki til í Sov- étríkjunum hálfri öld eftir valdatöku kommúnista. Það hefur aldrei verið til og þeir tímar virðast því miður ekki í nánd, að þjóðir Sovétríkjanna fái að njóta þess. Kommún- ismanum hefur heldur ekki tekizt að veita fólkinu jafn góð lífskjör og þegnar „auð- valds“þjóðanna í vestri búa við. Miklu fremur hefur bilið milli lífskjara fólksins í Sovétríkjunum og lýðræðis- ríkjum Vesturlanda breikkað. Hálfrar aldar reynsla af stjórnarháttum í Sovétríkjun- um sýnir, að kommúnisminn hefur gersamlega brugðizt. Draumsýnir spámannanna hafa reynzt einskis verðar. Það er þó alvarlegra, að reynslan hefur einnig sýnt og sannað, að kommúnisminn er eitthvert mesta spillingarafl á þessari öld. Forystumenn Kommúnistaflokksins í Sovét ríkjunum hafa ekki fæðst verri menn en aðrir, en kerfið hefur spillt þeim og þeir eru fangar þess. Kerfið þolir ekki frelsi og þess vegna er saga kommúnismans á þessari öld blóði drifin. Ef frjáls hugsun hefur einhvers staðar skotið upp kollinum í ríkjum sósíal- ismans, hafa skriðdrekar og morðtæki umsvifalaust verið send fram á vígvöllinn til þes® að drepa hana niður. Við þekkjum það frá Búdapest og Prag. í dag dettur engum í hug að halda fram, að leið þjóð- anna til bættra lífskjara og betra lífs sé leið kommúnism- ans. Hugsjónir Karls Marx eru einungis vopn í heims- valdastefnu Sovétríkjanna, vopn, sem hefur dugað þeim til þess að ráða ríkjum A- Evrópu og efla áhrif sín um víða veröld. Á 100 ára afmæli Lenins hafa arftakar hans því enga ástæðu til að fagna. Gjaldþrot kommúnismans, sem þjóð- skipulags, sem geti fært fólk inu betra líf, er öllum aug- ljóst. En hið spillta kerfi er enn við lýði og lífinu er hald- ið í því í krafti einhvers mesta herveldis heims. Adolf Hitler ætlaði að stofna þúsund ára ríki, en það hrundi til grunna rúmum áratug síðar. — Lenin, Stalín, Maó, Krúsjeff, Brésnev — allir ætluðu þeir að stofna þúsund ára ríki eins og Hitler, en eftir stendur beinagrindin, grá fyrir jám- um. Þjóðarbókhlaða ¥>íkisstjórnin hefur lagt **■ fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um bygg- ingu þjóðarbókhlöðu í tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Á hún að rúma bæði Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn. Þjóðhátíðarnefnd- in, sem Alþingi kaus 1966 til þess að gera tillögur um með hverjum hætti skuli minnast 1100 ára afmælisins, hefur sem kunnugt er gert bygg- ingu þjóðarbókhlöðu að einni höfuðtillögu sinni. Ástæða er til að fagna því skrefi, sem nú hefur verið stigið. Bókmenningin er ein helzta undirstaða íslenzkrar menningar og þess vegna vel við hæfi að reisa þjóðarbók- hlöðu í tilefni þesisa merkis afmælis í sögu þjóðarinnar. Á árinu 1957 samþykkti Al- þingi tillögu um sameiningu Landsbókasafns og Háskóla- bókasafns en slíkt er ekki framkvæmanlegt í þeim húsa- kynnum, sem söfnin hafa nú yfir að ráða. Með byggingu þjóðarbókhlöðu verður hús- næðismálum þessara bóka- safna komið í gott horf og jafnframt verður þessi mikla bygging tengd merkisatburði í sögu Islands. Tæplega er þess að vænta, að byggingu þjóðarbókhlöðu verði lokið á árinu 1974, en mestu máli skiptir að málið er nú komið á verulegan rekspö'l. Uppreisnin í Ungverjalandi í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur: Það er kominn gestur (Totek) EFTIR ISTVÁN ÖRKÉNY Þýðendur: Bríet Héðinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson Leikmyndir: Iván Török Leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson Það er kominn gestur, minn- ir um margt á Góða dátann Svæk, eftir Jaroslav Hasek. í þessu óvenjulega ungverska leikriti kynnumst við ádeilu- kenndri fyndni eins og í sögum Haseks; í báðum verkunum er hæðst að hermennsku og hern- aðaranda. István Örkény er fyrst og fremst þekktur fyrir leikritið Það er kominn gestur, eða Totek, en upphaflega birtist það í skáldsöguformi. Fyrsta bók hans, sem var smásagnasafn, kom út 1941 og fékk lofsamlega dóma gagnrýnenda. Sama ár var Örkény kvaddur til herþjón- ustu, var tekinn til fanga af Sovétmönnum og hafður í haldi í þrjú ár. Samkvæmt því, sem segir í leikskránni, nýtur hann sín ekki verulega sem rit- höfundur fyrr en á þeim ára- tug, sem nú er að líða. Fræg- ar eru hinar svokölluðu mínútu- sögur hans, en sýnishorn þeirra er prentað í leikskránni. Það er kominn gestur, hefur verið sýnt víða um lönd og hvarvetna vak- ið athygli og umtal. Vinsældir Örkénys byggjast á því, að hann er mikill húmoristi, eins og leikritið og mínútusögurnar sanna. István Örkény lítur ekki á það sem sitt eina hlutverk að skemmta, fá fólk tl að hlæja og taka þátt í gáskafullum leik, sem stundum breytist í absúrd- isma. Hann er með boðskap í huga. Bak við gervi skopsins, leynast örlög þjóðar hans á reynslutímum, og hann leitast við að gera þeim skil eftir megni. Augljóst er, að uppreisn in í Ungverjalandi árið 1956, er hið eiginlega viðfangsefni verks ins, það, sem knýr höfundinn til að fást við að lýsa Tót-fjöl- skyldunni. Sonur þeirra hjóna Tóts og Marisku, er á vígstöðvunum, og öðru hverju berast bréf frá hon um. f hinu kyrrláta ungverska sveitaþorpi er það viðburður þegar bréf koma, en pósturinn er skrýtinn og duttlungafullur og hagar starfi sínu eftir því, sem honum sýnist. Eitt bréf kem ur öllu á annan endann. Yfir- maður sonarins er væntanlegur í heimsókn og það er ekki heigl- um hent að gera honum til hæf- is. Tót slökkviliðsmaður er í vanda staddur, en vegna þeirrar virðingar, sem hann nýtur í þorpinu, fær hann alla til að sam einast um að sýna gestinum til- litssemi. Tót fer á brautarstöðina ásamt konu sinni og dóttur til að taka á móti gestinum. Majórinn er yfirspenntur á taugum og sér alls staðar óvini og hættur. Vesa lings Tót, sem er klæddur ein- kennisbúningi sínum og með hjálm á höfði, verður að beygja sig undir fyrstu kröfu majórs- ins, að ganga með hjálminn nið- ur í augu vegna þess að majórn- um finnst ískyggilegt hve ákaft Tót horfir á hann. Hér er kom- ið að fyrsta tákni kúgunarinn- ar, en þau eru mörg í leikritinu. Tót-fjölskyldan gerir allt til að þóknast gestinum. Heimilislíf hennar fer algjörlega úr skorð- um hans vegna. í fyrstu heimt- ar hann kyrrð. Síðan fer hon- um að leiðast aðgerðarleysið, og þegar hann kemst að því, að mæðgurnar hafa, áður en hann kom, dundað við að búa til kassa undir sárabindi, vill hann fá að taka þátt í þeirri iðju. Reyndar snýst allt um það hjá honum að afkasta sem mestu. Þar er á dag- skrá uppbyggingin marg- nefnda í kommúnistalöndunum, sem stefnt hefur markvisst að því að gera fólk að þrælum og vél- mennum. Tót, húsbóndinn á heimilinu, verður meira að segja Pósturinn (Pétur Einarsson). að hjálpa til við kassagerðina; það er vakað allar nætur fram á morgun á þessu heimili, þar sem áður ríkti reglusemi. Tót er alltaf að því kominn að gefast upp, en lætur ekki bugast þótt á ýmsu gangi. Höfundurinn segir í leikskrá, að Tót hafi lifað þá tíma „þegar ekki var nema um eitt að velja, annað hvort gerast uppreisnar- maður eða verða Sísifos.“ Tót glímdi við steininn: „En það get- ur komið sú stund, að ekki verð ur lengur þolað án þess að rísa upp. Og hann lét steininn velta niður í dalinn.“ í Það er kominn gestur, er lýst þjóðfélagi, þar sem menn fá ekki að vera þeir sjálfir og sækjast þess vegna eftir að skríða einhvers staðar undir og sofna. Tót er helsti fulltrúi þessara manna. En Sísifosarhlutverkið verður honum ofraun. Eg hef sjaldan séð félagsleg- um boðskap í leikhúsi gerð jafn vel skil og í leikriti Örkénys. Það kemur á daginn, eins og oft áður, að háðið er sterkasta voþn allrar ádeilu. Það er kom- inn gestur, gefur aftur á móti ýmsa möguleika til túlkunar, og það er alls ekki nauðsynlegt að menn skilji markmið höfundar- ins til að njóta leikritsins. Þeir, sem til dæmis fara í leikhús í þeim eina tilgangi að hlæja og skemmta sér, munu verða full- saddir, því eins og fyrr segir er gamansemi örkénys ekki af lak ara taginu og höfðar til allra. Léttleiki einkennir vinnubrögð höfundarins, en það er jafn- framt ljóst að án absúrdista eins og Ionescos og fleiri, sem örk- ény hefur lært af, yrði verk hans veikara — eða að minnsta Framhald á bls. 23 Heima hjá Tót-fjölskyldunni. Majórinn (Steindór Hjörleifsson), Agika (Þórunn Sigurðardóttir), Mariska (Guðrún Stephensen) og Tót (Jón Aðils).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.