Morgunblaðið - 22.04.1970, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1070
— Rússland
Framhald af hls. 15
Og fremst er skortur á frelsi
til að tala, birta og halda
fundi. Stjórnin beitir ekki að-
eins fangelsisdórmum, vinnu-
búðavist og geðspítaladvöl til
þess að berja niður andstöð-
una heldur fjárhagslegum
refsingum. Alexander Sol-
zhenitzyn, sem af mörgum er
talinn fremsti rithöfundur
Rússa, hefur til dæmis aldrei
verið látinn í friði, og verk
hans eru ekki birt í Sovétríkj
unum, þar sem þau fjalla um
stjómmálaofsóknir. En sér-
fræðingar telja, að sovézfcum
ráðamönnum sé í lófa lagið
að berja menntamennina til
hlýðni. Öðru máli gegnir með
vísindamennina, sem eru
hættulegri valdamönnunum.
Bezta dærnið um óánægju vís
indamanna er nýleg yfirlýs-
ing eftir kunnan kjamorku-
eðlisfræðing, Andrei Sakhar-
ov, sem dregur í efa rétt
kommúnistaflofcksins að
halda áfram á þeirri braut að
þröngva fram hiugmynda-
fræðilegum rétttrúnaði.
ÓVINSÆLDIR ÚT Á VIÐ
Lenín var þeirrar skoðuin-
ar að bylting hans mundi
binda enda á allar byltingar,
en sumir sérfróðir menn á
Vesturlöndum um rússnesfc
málefni eru sannfærðir um að
sjá megi greinilega fyrstu
merki aðdraganda nýrrar bylt
ingar, sem beinast muni gegn
kerfinu, sem Lenín lét eftir
sig. Lenin dreymdi um
„bræðralag kommúnista".
stórt þjóðasamfélag sósíalista
ríkja undir forystu Sovétríkj-
anna. Nú eru Rússar tiltölu-
lega einangraðir og hafa
aldrei verið eins vinafáir frá
lofcum seinni heimsstjrrjaldar
innar. Sumir telja, að ótti Kín
verja við kjamorkuvopn
Rússa og ótti Rússa við millj
ónir Kinverja sé það eina sem
komi í veg fyrir styrjöld
þeirra á milli. Rússar halda
leppríkjunum í Austur-Evr-
ópu niðri með hótunum sín-
um um vopnaða fihlutun.
Kommúnistar margra landa
hafa afneitað forystuhlut-
verki sovézfca koanmúnista-
flokfcsins.
Sérfróðir menn á Vestur-
löndum benda á þá eftirtekt-
arverðu staðreynd, að eftir
því sem Sovétríkin hafi orðið
máttugri á hernaðarsviðinu á
liðnum áratug hefur dregið
úr pólitísfcum áhrifum þeirra.
Lanidflótta sovézkur rithöf-
undur segir, að gáfufólk i
Sovétriikjunum sjái að stefn-
an, sem hefur verið fylgt, hafi
leitt til þess að Rússar virð-
ast eiga óvini hvarvetna og
sárafáa vini. Dæmi um það,
sem orðið hefur um draum
Leníns um „bræðralag" sós-
íalistalanda eru Austur-Ber-
lín 1953, Ungverjaland 1956
og Tékkóslóvakia 1968. Rússn
eskt herlið er í Tékfcósló-
vakíu, Póllandi og Austur-
hýzfcalandi. Sambúð Rússa
við Júgóslava og Rúmena er
stirð. Albanir eru heiftræknir
fjandmenn Rússa.
Lenín skildi vel hvernig
beita átti valdi, og sumir sér
fræðingar segja að hann hefði
samþyfckt valdbeitingu Rússa
í Austur-Evrópu. Því er einn
ig haldið fram, að Lenín hefði
verið samþykfcur eflingu
flotamáttar Rússa á Miðjarð-
arhafi og stuðningi Rússa við
Kúbu. En staðreyndin er sú,
að 50 árum eftir byltinguna
eiga sovézkir kommúnistar
langt í land með að fá fram-
gengt heimsmarkmiðum Len-
íns. Flestum virðist útþenslu-
stefna sovétstjórnarinnar
sverja sig í ætt við heims-
valdastefnu keisaranna, og
„bræðralag" kommúnista virð
ist ekki vera draumur, sem
gæti orðið að veruleifca, held-
ur þjóðsaga, sem hefur beðið
skipbrot.
SAMDRÁTTUR
Lenín spáði því, að með til-
komu kommúnismans fengju
allir nóg að bíta og brenna,
en veruleikinn er annar.
Sovézkir borgaraT fá efcki
nægan mat að borða, þeir búa
við almennan skort á neyzlu-
vörum og þröng húsafcynni.
Krúsjeff spáði því, að á ár-
inu 1970 færu Rússar fram úr
Bandaríkjamönnuim í iðnaðar
framleiðslu og miundu búa
við beztu lífsfcjör í heimi. Nú-
verandi leiðtogar halda engu
slíku fram og játa hrein-
skilnislega að alvarleg rým-
un á hagvexti hafi átt sér
stað á árinu 1969. Þess vegna
er sagt, að nauðsyn beri til
að herða á ríkiseftirliti, auka
spamað og herða vinnuaga.
Vöruverð er geypihátt miðað
við venjuleg laun. Rússi verð
ur til dæmis að vinna 49
stundir fyrir einu pari af
skórn, en Bandaríkjamaðúr í
fjóra og hálfa klukfcustund.
Umbætur eru nauðsynlegar,
ef komast á hjá stöðnun í
sovézku efnahagslífi, segja
vestrænir sérfræðingar, en ef
gripið verður til slikra um-
bóta, verður sagt skilið við
kenningu Lenina um strangt
eftirlit að ofan, og forstjór-
ar fyrirtækja fengju aukið
ákvörðunarvald. En tilraun-
um til þess að koma á umbót
um var hætt vegna þess að
rökrétt afleiðing þeirra yrði
sú, að grafið yrði undan
áhrifum kommúnistaflokks-
ins og völdum skrifstofu-
embættismanna. Þetta sýnir
þann mfikla vanda, sem for-
ysta kommúnista verður að
glima við, er hún reynir
hvort tveggja í senn að varð-
veita kenningar Leníns og
stuðla um leið að nútímalegri
iðnvæðingu. Sovézkir ráða-
menn virðast hafa tekið
þann kostinn að sætta sig við
stöðnun frernur en að stofna
í hættu hlutverki kommún-
istaflokksins með nokfcrum
árangursríkum ráðstöfunum,
svo sem einhvers konar verð-
lagsfcerfi og markaðsefna-
hagi. Áhrif þessara mein-
semda í efnahagislífinu ein-
mitt á sama tíma og mifcið er
um dýrðir vegna hundrað
ára afmælis Leiníns, valda
sovézkum framámönnum
þungum áhyggjum. Þeim
finnst sífellt erfiðara að verja
þá fullyrðingu kommúnista-
flokfcsins, að hann hafi til að
bera einstæðan visindalegan
skilning á lögmálum félags-
legrar og efnahagslegrar
framþróunar.
HVAÐ TEKUR VIÐ?
Sérfræðingar í Evrópu og
Bandarfikjunum segja, að höf-
uðspumingin sé þessi: getur
núverandi valdakerfi komm-
únista í Sovétríkjunum hald-
izt við lýði mikið lengur?
Svör sérfræðinga eru á ýmsa
lund, en allir eru sammála
um, að kerfið, sem byggt er á
hugmyndafcerfi Leníns, sé í
alvarlegum erfiðleikum.
Franski sérfræðingurinn Mic
hel Tatu heldur því fram, að
„öll röfc hnigi að þvi að sov-
ézka stjórnin í núverandi
mynd sinni sé fyrirfram
dauðadæmd og menn séu nú
vitni að endalokum eins tíma
bils fremur en upphafi nýs
tímabils." Vestur-þýzki sér-
fræðingurinn Wolfgang Leon-
hard segir: „Sovétríkin standa
á þrösfculdi nútímalegs iðnað
arþjóðfélags. Núverandi bygg
ing valdakerfisins í Sovétríkj-
unum hæfir engan veginn
þessum nýju aðstæðum og
verkefnum. Framþróun sov-
ézks þjóðfélags krefst fyrst
og fremst breytinga á hag-
kerfinu ...... Þetta táknar
ekfci einvörðungu að yfirstíga
verður þá þætti stjórnarfcerf-
isins, sem byggjast á ógnar-
stjórn, heldur að afneita
verður einræði flokkskerfis-
ins með öllu.“
Andrei Amalrifc, rússnesk-
ur sagnfræðingur, sem var
handtekinn 1965 og sendur í
útlegð til Síberíu, telur að
stjórnin riði til falls. Hann
spáir styrjöld milli Rússa og
Kínverja á tímabilinu 1980 til
1985 með þessum afleiðing-
um: „Stjóm skrifstofuembætt
ismannanna, sem megnar
ekfci með vanabundnu hálf-
káki sínu að gera allt í einu:
heyja stríð, leysa efnahags-
erfiðleifcana og bæla niður
eða fullnægja óánægju al-
mennings, glatar stjórninni í
landinu og kemst jafnvel úr
snertingu við veruleikann.
Stórfelldur ósigur á vigstöðv-
unum eða einhver meiriihátt-
ar útrás óánægju í höfuðborg-
inni — verkföll eða vopnuð
átök — munu nægja til þess
að stjórnin veltur úr sessi.“
Aðrir gera ráð fyrir þeim
möguleika, að nýr Stalín
komi til sfcjalana. Sovézfci rit
höfundurinn Anatoly Kuznet-
sov, sem fékfc hæli í Bretlandi
í fyrra, er svartsýnn á horf-
umar: „Sprenging, það er að
segja bylting allrar þjóðar-
innar er geti velt núverandi
stjóm úr sessi, er óhugsandL
Til þess er fcúgunarkerfið fcf
voldugt. Ég fæ heldur ekki
séð mifcla von um hægfara
þróun stjómarinnar í lýðræð-
islegra horf, þvi að efcfcert
raunvemlegt stjórnmálalíf
þrífst í Sovétríkjunum í vest-
rænum sfcilningi. Bn nýtt
tímabil ógnarstjórnar er
mjög nærtækur möguleiki,
ógnarstjórnar eins og þeirrar
sem við þefcktum undir Stal-
ín og eins og rússneska þjóð-
in hefur svo oft fengið að
kynnast í sögu sinni.“
draumur
OG VERULETKI
Bandarískir og evrópsfcir
sérfræðingar benda á skip-
brot kenninga og hugsjóna
Leníns. Hugsjón hans var
„alræði öreiganna". Vemleifc
inn er alræði flokfcsvaldsins.
Lenin dreymdi um, að ríkis-
eftirlit leystist upp. En eov-
ézka ríkið hefur á hendi
strangt eftirlit, sem fram-
fylgt er af lögreglu og sfcrif-
stofuembættismönnum. Hið
„stéttlausa þjóðfélag" Leníns
hefur aldrei orðið að veru-
leika. Ströng skil em á milli
valdastéttarinnar og annarra
stétta — jafnvel í Skólakerf-
inu. Synir menntamanna eiga
miklu erfiðara með að afla
sér menntunar en synir verka
manna í mörgum vestrænum
löndum.
Um leið og Lenín er veg-
samaður á aldarafmælinu má
sjá vaxandi vott þess að
fjöldinn trúir ekfci lengur á
drauminn um „paradis komrn
únismanis.“ Verfcamenn og
bændur, menntaimenn og
tæknifræðingar, láta í ljós
gremju vegna ójafnræðis. kúg
unar, vöruskorts, kæfandi
eftirlits á öllurn sviðum mann
legs lífs. „Þessi óánægja,“
segir Amalrifc, „fer nú að ger
ast háværari og háværarí, óg
þar að aufci eru margir farnir
að velta þvi fyrir sér hverj-
um sé um að kenna.“ Og
Kuznetsov segir, að í Rúss-
landi veki fcommúnismi sem
hugmyndakerfi „aðeins háð
og raunalegt bros.“ Á áróðurs
spjöldum í Rússlandi segir:
„Lenín lifir." En draumar
hans virðast vera dauðir.
Bifreiðnverkstæði Boxer Plast
Það er með ánægju, að við tilkynnum hinum mörgu ánægðu
notendum Boxer-Plast fylliefnis að framvegis mun undirritað
fyrirtæki sjá um heildsöludreifingu Boxer-Plast.
GlSLI JÓNSSON & CO. H.F.,
Skúlagötu 26 — Sími 11740.
Ungur maður
óskast til afgreiðslustarfa í kjötbúð. Tilboð
sendist afgr. Mbl., merkt: „5229“.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar í Landsspítalann til afleysinga í sumar-
leyfum. — Allar nánari upplýsingar gefur forstöðukonan á
staðnum og í síma 24160.
Reykjavík, 17. apríl 1970.
Skrifstofa ríkissprtalanna.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úr-
skurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á
kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi,
svo og söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum toll-
vörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar-
sjóðs fatlaðra. skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti 1.
ársfjórðungs 1970, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt,
lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1970,
bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum, gjaldi vegna breyt-
ingar í hægri handar akstur og tryggingariðgjöldum' ökumanna
bifreiða fyrir árið 1970, öryggiseftirlitsgjaldi, almennum og
sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo
og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöld-
um.
___________Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 20. apríl 1970.
Spariskírteini ríkissjóðs
Þeir sem hafa beðið mig að útvega sér spariskírteini og aðrir sem
kynnu að vilja kaupa þau fyrir mína milligöngu, eru beðnir að hafa
samband við mig sem allra fyrst.
FYRIRGREIÐSLU SKRIFSTOFAN
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14 sími 16223.
Þorleifur Guðmundsson heima 12469.
Heilsuverndarstöð Kópavogs
Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna 18—55 ára verður á
Digranesvegi 10, uppi (Sparisjóðshús) kl. 11—12. Sími 41525.
Bólusetningin kostar 50 kr.
HÉRAÐSLÆKNIR.