Morgunblaðið - 28.04.1970, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MUÐJUDAGUR 28. APRJL 1970
Straumhvörfin 1
Kambódíu
eftír David Van Praagh
1 ÁGÚSTMANUÐI 1968 fór til-
tölulega lítt þekktur hershöfðingi
í ferðalag með blaðamönnum til
frumskóganna í norðausturhluta
Kambódíu. Það vakti eftirtekt
blaðámannanna, að hann gerði
sér far um að tala við alla þá
Kambódíumenn, sem hann hitti,
þótt hann virtist lítið skrafhreif-
inn. Þessi maður var Lon Nol,
hershöfðingi, sem þá var vamar-
málaráðherra Norodom Sihan-
ouks fursta og er nú valdamesti
maður hinnar aðþrengdu rikis-
stjómar Kambódíu. Sennilega
var hann aðalforvígismaður
stjórnarbyltingarinnar 18. marz.
Tilgangur ferðarinnar til frum
skóganna í héraðinu Ratanakiri
árið 1968 var að hrekja þær stað-
hæfingar Bandaríkjamanna, að
Norður-Víetnamar sendu herlið
á laun um héraðið, sem er gegnt
miðhálendinu í Víetnam, frá
Laos til Suður-Víetnam. Lon Nol
svaraði öllum spumingum blaða-
manna um ásíandið, en lítið var
á svörum har.s að græða, því að
hann lét sama og ekkert upp-
skátt. Ólíklegt er, að hann sé
fúsari núna að leggja spilin á
borðið.
Ein fyrsta ráðstöfunin, sem
ríkisstjórn hans greip til, var að
senda liðsauk.a til Ratanakiri til
þess að kljást við hersveitir Norð
ur-Víetnam á þessum hluta landa
mæranna, sem em 500 milur á
lengd. Stjómin sendi einnig nýja
mótmælaorðsendingu til Banda-
ríkjastjómar vegna aukinna
sprengjuárása á landamærum
Kambódíu. En þrátt fyrir þetta
eru stjórnmáiafréttaritarar ekki
í nokkrum vafa um, að örvænt-
ingarfull hlutleysisstefna Kambó
díumanna stendur nú á tímamót-
um, og raunar hafa þeir lengi
gert sér þess grein, að þróunin
hlaut fyrr eða síðar að stefna í
þá átt, sem hún hefur nú teki'ð.
Það var óneitanlega kaldhæðn-
islegt, en viðeigandi og jafnvel
óhjákvæmilegt. að stjómarbylt-
ingin var gerð þegar Sihanouk
var á leiðinni frá Moskvu til
Peking til þess að ger alokatil-
raunina til að fá stórveldi komm-
únista talið á að kalla herlið
Norður-Víefcnama frá Kambódíu.
Allar stjómarathafnir Sihanouks
miðuðu að þvi að tryggja áfram-
haldandi sjálfstæði og hlutleysi
Kambódíu. Hann tók skýrt
fram, að hann mxmdi sízt af öllu
snúa sér til Bandaríkjamna með
beiðni um hemaðaraðstoð, því
það var skoðun hans að þar með
mundi Kambódía flækjast inn í
átökin í Víetnam og að ógeming-
ur yrði að iosa lamdið úr þeim
vef.
Hins vegar hafa aðrir forystu-
menn í Kambódíu komizt að
þeirri niðurstdðu, að Sihanouk
bafi gemgið of langt í því að
kaupa frið við kommúnista. Vax-
andi reiði hans vegna yfirgangs
toommúnLsta var ekki nóg, þar
sem hann lét sitja við orðin tóm.
1 ásökunum sínum gegn Sihan-
ouk þess efxns, að hann hafi gert
sig sekan om „lýðskrum" og
„hrapalleg mistök", hefur Cheng
Heng, sem gegnir starfi þjóð-
höfðingja til bráðabirgða, gengið
svo langt að bera honum það á
brýn, að hann hafi haft persónu-
legan hagnað af vopnasendinguin
konunúnista. Staðreyndin er sú,
að því er haít var eftir áreiðan-
legum heimilaum fyrir nokkrum
mánuðum, að Sihanouk reyndi að
takmarka vopnaflutningana frá
höfninni í Sihanoukville til víet-
namskra kocnmúnista. Þetta var
augljóslega iiður í valdabaráttu
milli furstams og kommúnista, og
er talið að Sihanouk hafi reynt
að fá stuðmmg Kínverja til þess
a® takmarka yfirráð Hanoi-stjóm
arinnar yfir stórum hlutum
Kambódíu, eða að minnsta kosti
til þess að lost, um þessi yfirráð
þeirra.
Annar leikur í þessari refskák
furstans var sú ráðsitöfun hans
að gera laindræka þriggja manna
Alþjóðaeftirlh.sneínd Kambódiu,
sem komið vai á fót samkvæmt
Gemfar-samningunum frá 1954 í
þeim tilgamgi að varðveita full-
veldi Kambodíu. En örlög nefnd-
arinnar voiu raunar ráðin þegar
Lon Nol fór í ferð siína til Rat-
anakiri 1968. Sú ferð var ákveðin
á síðustu stundu og var farin til
þess að efna það loforð Sihan-
ouks, að kannaðar yi'ðu ásakanir
um nærveru hersveita Norður-
Víetnama og Viet Cong í hérað-
inu Svayrieng gegnt Saigon. Al-
Sihanouk fursti
þjóðaeftirlitsnefndin hafði sjálf
ætlað að kanna þessar ásakanir,
en var memað það á þeirri for-
sendu, að Kambódíustjóm sjálf
mundi rannsaka málið.
Lon Nol sagði í nóvember í
fyrra, að hermenn Nor’ður-Víet-
nama i Kambódíu nálsegt landa-
mærum Víetnam og Laos væru
40.000 talsins eða fleiri að tölu
en illa búinn her Kambódíu, að
átök færu harðnandi og mann-
tjón færðist í aukana. Um svipað
leyti hertu skæruliðar kommún-
ista, „Rauðu Khmeramir“, á
sitarfsemi sinni í suðvesturhéruð-
unum, efnahagsástandið í Kambó
díu, sem heíur notið tiltölulega
mikillar velsældar, fór versnandi
og Siba.i mk og Lon Nol áttu í
deilum um daglega stjórn lamds-
inis.
Skyndileg brottvikning Sihan-
ouks úr embætti er óneitanlega
áfall fyrir kambódísku þjóíðina,
enda hefur hann heimsótt reglu-
lega alla landshluta og lét taka
af sér ljósmyndir með fulltrúum
allra þjóðfélagshópa, en þrátt
fyrir það virðist ósennilegt að
hann sé þess megnugur að eera
gagnbyltingu. Þar að auki er Lon
Nol nú velþskktur og mikils met-
iir.ii í Kambó.líu. Hann nýtur sér-
stc.krar hylli í hermum og gegnir
áfram embætti vam,armálaráð-
herra. Gert t-r ráð fyrir, að hann
taiki hiarðari og ákveðnari stefnu,
bæði gegn uppreisnarmönnum
innanlands og utanaðfcomamdi
ininráisarherjum. Lýðræði á sér
eniga hefð frá stjómarárum Siih-
anouks, svo að hamn verður efcki
safcaður um að brjóta lýðræði á
bak aftur, og hann á meiri sam-
leið með smábændum Kambódíu
tn furstiinn.
Sihanouk hefur verið þátttak-
andi í hatrmleik, en aðeins einn af
þátttafcendunium, sem er öll
kambódíska þjóðin. Vera má, að
llnudans þessa eina manns hafi
haldið Kambódíu utan vi'ð hina
svokölluðu nýju Indó-Kína-sityrj-
öld síðan árið 1954, lengur en
kringumstæðurnar hafa leyft og
lengur en nofckur annar maður
eða hópur manna hefðu megnað.
Kambódía er fallegt, lítið land
— höfuðborgin Phnom Pen,h er
ekki óevipuð Saigon eins og hún
var fyrir rúmum einum áraitug
-— og nú virðist lanidið dæmt til
þess að flækjast eins órjúfanlega
í baráttuma á Indó-Kína-skaga og
granmríki þess, Laos.
Hlutlausir fréttaritarar áfellast
ekki Sihanouk a’ð öllu leyti og
heldur ekki Lon Nol — valda-
skiptin eru ekki ólík því þegar
anmar rólyndur hiersíhöfðingi,
Suharto, tók við af öðrum sund-
urgerðarm.anni, Sukamo, í Indó-
nesíu — og ekki einu sinmi CIA,
ef satt er að bandarísika lejmi-
þjónustan hafi átt einhvem þátt
í hinni átakalausu byltingu, sem
var gerð í Kambódku
Eins og sófcnin í Laos gefur til
kynma virðast Norður-Víetnamar
fastákveðnir í því að ná á sitt
vaJd eða ná aftur undir sig eins
miklum hlutum Laos og Kambó-
díu og þeir vilja, ef þeir geta
ekki leikið sama leikinn í Suður-
Víetnam eins og niú standa sakir.
Bandarikjamenin hafa aukið á.erf
iðleika Kambódiu með því að
ráðast yfir landamærin til þess
að veita hermönnum kommún-
ista eftirför, en þeir sem gerzt
þekkja benda líka á það, að með
látlaiusum loftárásum á Norður-
Víetnam hafi stjómin í Wasihimg-
ton stuðlað að greiðari birgða-
flutningum kommúniista til
marga hluita Inidó-Kína,
Auknar loftárásir á Ho Chi
Minh-slóðina eða fleiri svæði í
Laos hafa ekki stö-ðvað liðsflutn-
inga Norður-Víetnama þar eða
í Kamobódíu. Eftir á að koma í
ljós, hvort Bandaríkjamenn
færa út loftárásir sínar til
Kambódíu, hvort berlið Kambó-
díu fær bandaríska aðstoð og það
sem ef til vill er mikilvægiast:
hvort hinir nýju valdabafar loka
að minnsiba kosti hluta birgða-
leiðar kommúnista í Kambódiu
(sjó kort).
Það 9em virðist alltaf vera að
koma betur og betur í Ijós er, að
allt er þetta ein og sama styrj-
öldin, jafnvel þótt bandaríska
’nerliðið verði flutt á brott frá
Víetnam eins og áætlað er siam-
kvæmí þeirri stefnu Richard
M. Nixoms forseta að stríðsretost-
urinn færist smám saiman meira
á herðar Suður-Víebnama sjálfra,
og ennfremur að þessd styrjöld
snýst meir og meir um varnir
Thailands (stjómin þar hefur
lengi haft lítið álit á Sihamouk
á siama hátt og Saigon-stjómin
og hefur sent sjálfboðaliða til
Laos samtímis þvi sem banda-
riskar flugvélar nota thailenzka
flugvelli).
Sihanouks verður siakinaB, en
ef til vill er nærtækast, ef ástand
ib í þessum hluta Asíu er íhugað,
að hugsa til Sam Thonig í Laog
9em greinarhöfund'ur heimsótti 1
nóvemtoer í fyrra. Þar hafa
sjúikrahús, flóttamamnakofar og
miarkaðstong auk flugvallarins,
siem Bandaríkjamenn hafa nota’ð,
og stöðva Laosihersins, orðið
hart úti af völdum beggja aðila,
samtímis því sem herlið Hanoi-
stjómariinnar hefur haldið áfram
að sækj a fram eftir töku Krukku
sléttu, sem er etkki aðeiins mikil-
væg hemaðarlega séð heldur
einnig í pólitísku tillili, og ógnar
nú völdum annars fursita, Sou-
vanrn Phouma í Laos, siem neydd
ist til þess að halla sér að Banda-
rikjamönnum, en viirðist nú
reyna að sveigja sína sérstöiku
tegund hlutleysisstefnu í öfuga
átt til þess að þófcnaist fcommún-
istum.
(INTER-CONTINENTAL
FEATURES: ÖU réttindi áskilin)
Kortið sýnir Ho Chi Minh-slóðina, sem liggur að stórum hluta
gegnum Kambódíu.
Iðkið Judo - Æiið Judo
— INNRITUiM DAGLEGA —
Æfingatafla:
Drengir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 6.
Stúikur: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.
Kartar byrjendur: mánudaga kl. 8, miðvikudaga kl. 7.
Framhaldsflokkar karla: miðvikudaga og föstudaga kl. 8.
JUDODEILD ARMANNS
Ármúla 14 — Sími 83295.
FÉLAG ÍSLEiVZKRA HLJÓMLISTARIVIAIA
/rjm útvega yður hljódfæraleikara og
WvlJr hljómsveitir við hverskonar tækifæri
linsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-I7