Morgunblaðið - 30.04.1970, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTU DAGUR 30. APRÍL 1970
Stúlka
vön sníðslu óskast sem fyrst Hálfan eða atlan daginn
eftir samkomulagi.
L. H. MULLER, fatagerð
Suðurlandsbraut 12.
Sníðo- og snnmakeppni
„NORÐURLJÓSAFÖT 1970“
Eins og tilkynnt var nú s.l. áramót var þess-
ari samkeppni frestað til 10. maí n.k.
Nú er hver síðastur að kaupa efni og skila
munum í Álafoss Þingholtsstræti 2.
Hjá okkur fást 10 gerðir af „Norðurljósa-
efnum“ skær og falleg efni.
Munið að 1. verðlaun eru kr. 25 þúsund,
2. verðlaun kr. 5 þúsund og 7 aukaverðlaun
á kr. 1 þúsund hver.
ÁLAFOSS H/F., Þingholtsstræti 2.
Halldór Guðjónsson
fyrrum skólastjóri — 75 ára
LAUST fyrir síðustu aldamót
tóku ótvíraeð batamerki að kama
fram með þjóð vorri, eftir þrot-
laust starf og stríð þeirra, sem
iremstir gengu í frelsisbarátt-
unni. Loftið var þrungið gróður-
angan, vænlegir kjarnakvistir
mannlífsins uxu úr grasi og
gengu til liðs við umbótaöfl þjóð
félaigsinis. Einn þeirra var Hall-
dór Guðjónsson, sem nú í dag er
75 ára.
Halldór er fæddur 30. apríl
1895, að Smádalalkoti í Flóa, son
ur hjónanna Halldóru Halldórs-
dóttur og Guðjóns Guðnasonar,
er þar bjuggu um skeið.
Eins og þá þótti sjálfsagt, fór
Halldór snemma að vinna fyrir
sér, en fróðleiksþrá og rík sjálfs
bjargarhvöt réðu því, að hann
ruddi sér leið til lærdóms og
mennta, innritaðist í kvöldskóla
Ásmundar Gestssonar, þar sem
hann stundaði nám 1915—17, fór
þá í Kennaraskóla íslands og
brautskráðist þaðan 1921.
Þrátt fyrir batamerkin, var
enn um þessar mundir ríkjandi
hér sá hugsunarháttur, að bók-
vit yrði seint í aska látið og að
menn hefðu annað við tímann
að gera, en liggja 1 bókum. Það
þurfti því bæði kjark og áræði
til að leggja inn á menntaveg-
inn í trássi við tíðarandann. En
þjóðin var að vakna. Ungmenna-
félag:slhreyfingin vígbjó æskulýð
inn til aukinnar baráttu fyrir
þjóðlegri menningu og Halldór
var einn hinna gæfusömu, sem
fengu að leggja hönd á plóginn.
Haustið 1921, sama árið og
Halldór laulk prófi, féklk hann
kennarastöðu við bamaskólann
í Vestmannaeyjuim og gegndi því
starfi til 1939, er hann tók við
stjórn skólans, en honum stýrði
HalQidór með röggsemi og dugn-
aði til ársins 1956, er hann lét af
skólastjórn og fluttist til Reykja-
vikur. Við þessa stofnun vann
Halldór því í 35 ár. Hér eru þó
ekki öll 'kurl til grafar komin,
því við Unglingaskólann í Vest-
ÚTR0Ð
Tilboð óskast í múrhúðun hússins nr. 3 við
Borgargerði.
Reglugerð um sníðu-
og suumakeppni
„NORÐURLJÓSAFÖT 1970“
„Norðurljósaföt" skulu eingöngu vera úr Álafoss norðurljósa-
efnum, sem fást hjá ÁLAFOSS.
Fatnaður allur á yngri sem eldri, konur og karla, er móttek-
inn í samkeppnina, sem stendur til 10. mai 1970.
Fatnaður skal merktur dulmerki og sendur til Álafoss, Þing-
holtsstræti 2, en upplýsingar um framleiðsluna settar i lokað
umslag með dulmerki utan á, og sendist formanni dómnefndar
frú Dýrleif Ármann, Eskihlíð 23, Reykjavík.
Verðlaun verða sem hér segir:
1. Verðlaun Kr. 25.000.00
2. verðlaun — 5.000,00
3—10. verðlaun — 1.000,00
Þau skilyrði eru sett, að Álafoss hafi framleiðslurétt á verð-
launafatnaðinum, og sýningarrétt í 4 mánuði. Dómnefnd skipa
eftirtaldir: Frú Dýrleif Ármann, Eskihlið 23, Reykjavík, Frú
Auður Laxness, Gljúfrasteini, Mosfellssveit og Bjöm Guð-
mundsson klæðskeri, Hlíðarvegi 10, Kópavogi.
Alafoss h/f.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora,
Sóleyjargötu 17 gegn kr. 500.— skilatrygg-
ingu.
H.f. Útboð og samningar.
LÓÐ TIL SÖLU
Ein at beztu byggingarlóðum
í Arnarnesi er til sölu nú þegar
Upplýsingar hjá: Vagni E. Jónssyni
Austurstræti 9
Fasteignadeild.
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði
Spila- og skemmtikvöld í Skiphól fimmfu-
daginn 30. apríl kl. 8,30 e.h. stundvíslega
1. Félagsvist (Góð verðlaun).
2. Ávarp. Eggert ísaksson.
3. Einsöngur. Inga María Eyjólfsdóttir.
4. Skemmtiþáttur. Ólafur og Jón.
5. Dregið í happdrætti. — Aðalvinningur
mynd eftir Pétur Friðrik Sigurðsson.
6. Dans.
Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu.
Skemmtinefndin.
manniaeyjum kenndi hann 1921
til 1924 og var akólastjóri Kvöld
9kóla iðnaðarmanna í Eyjum ’32
—''55.
Samlhliða þessuim umfangs-
miklu skólastörftim, viðhélt Hall
dór menntun sinni og jók hana
eftir því sern kostur var, sótti
ýmis hérlend námskeið og var
einnig við nám í Danimörku 1928.
Þetta sýnir vel, hve ábyrgðartil-
finning hans var rík og hversu
mikla alvöru hann hefir lagt í
starf sitt. Mannkostir Halldórs
fóru heldur ekki fram hjá sam-
borgurunum, sem fundu hvað í
honum bjó og fólu honum fljót-
lega mörg og vandasöm trúnaðar
störf. f bæjarstjórn Vestmanna-
eyja sat hann um skeið og var
bæjargjaldlkeri á árunum 1923—
30. Hann var lengi í yfirákatta-
nefnd, endurskoðandi hafnar-
sjóðs 1933—’36, sjúkrahússins
1937—’45, sparisjóðsins 1943—’47.
Hann var í stjórn Kenniarafélags
Vestmannaeyja frá stofnun þese
1921, og eftir að því var breytt
í Stéttarfélag kennara í Vest-
mannaeyjum, gegndi hann for-
mennsku þess um 6 ára skeið.
Ritari R. K. deildar Vestmanna-
eyja var hann allt frá stofnun
deildarinnar 1940—’50.
Síðan Halldór fluttist til
Reykjavíkur hefir hann stundað
ýmis skrifstofustörf og útreikn-
inga, verið um skeið aðstoðar-
maður í fjánmálaeftirliti skóla
og lagt á fleira sína gjörfu hönd,
enda bæði vinnufús og verklag-
inn.
Ekiki býst ég við að framan-
skráð upprifjun á störfum Hall-
dórs sé honum að skapi, en þar
sem hér ©r ekkert ofsagt, aðeins
drepið á það helzta, sem við aug
um blasir á heillaríkum starfs-
ferli, vona ég að hann fyrirgefi
mér tiltækið.
Árið 1922 kvæntist Haildór
Svövu Jónsdóttur frá Haufcagili
í Stafholtstungum. Eignuðuat þau
einn son, Sdgurð Guðna, raf-
magnsverfcfræðing í Reykjavík.
Núverandi kona Halldórs er El-
ín Jafcobsdóttir, húnvetnsk að
ætt og uppruna. Eiga þau 2 börn,
Ragnar Inga vélstjóra og Hall-
dóru Margréti kennara. Frú Elín
er væn kona og vel gefin. Hefir
hún búið manni sínum gott og
myndarlegt heimili og reynzt
honum í hvívetaa traustur lífs-
förunautur.
Halldór er félagshyggjumaðuir
og sakir menntunar hans, lífs-
reynslu og góðrar greindar, er
uppbyggilegt við hann að ræða
um hin dýpri röfc lífsins, tilgang
þess og framvindu. Hann er
mjög vel málifarinn og hinn
prýðilegasti hagyrðingur, þótt
hann haldi því lítt á loft. Hall-
dór er heiðursfélagi Karlakórs
V estm annaey j a.
Kynni mín af Halldóri hófust
fyrir nofcfcrum árum, eftir að
börn okfciar höfðu tengzt hjú-
skaparböndum, en síðan hafa
þau kynni aulkizt og leitt til góðs
og varanlegs kunningsskapar,
sem ég tel mér mikila virði.
Við hjónin sendum Halldóri
hugheilar ámaðaróskir í tilefni
þessara tímamóta. Megi hann
sem lengst fá notið farsælla og
góðra lífdaga.
Hallgrimur Th. Bjömsson.