Morgunblaðið - 07.05.1970, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAt 1970
23
kynntust honuim eða werkuim
hana.
Eftir aS h.afa vanizt öltum
landbúnaðarstörfum og fleiru á
heimili foreldra sinna og lokið
prófi frá Hóraðsskólanum að
Reykjum í Hrútatfirði, fluttist
Deiifur til Reykj aví'kur. Snemma
árs 1943 bóf hann starf í löig-
regluiliði borgarinnar, aðeins 20
ára að aldri, og mun enginn áð-
Ur svo ungur hafa gegnt lög-
regliumannsstarfi hérlenidils. Með
miklum ágiætum ieyisti hann af
hiendi störf sín í hinu almenna
lögregluliði fram til ársins 1956.
En þá gerðist hann starfsmaður
rannsóknarlöigreglumnar og þar
vann hann æ síðan við sífel'lt
vaxandí traust og aðdiáun sinna
starfsfélaga og yfirboðara,
viegnai frábærra hæfileika starfe
vilja, þrekis og trúmennsfcu.
En Leifur haifði lagt hömd og
hug að ýmsu fleinu en aðlal-
störfunum og alls staðar komu
þessir sömu hæfileikar fram,
hvar sem hann laigði hönd að
verki. Glaður og reifur að vanda
gekk hann að störfum ra'eð okk-
ur starflsfélögum sínum fyrir að-
eins rúmlega tveimur mánuðum
síðan. En þá, og þó sennilega
allt of seiwt, taidi hann sigþurfa
að leita sér fu'lslkominnar rann-
sóknar lækna vegna sjúkdómis,
sem mun hafa verið búinn að
þjá hann þá þegar mieira og
lengur en hann hafði láflið nokk
urn um vita, eða jafnvel sjálfur
viljað viðUrkenna. Sjúkdótms-
þrautir sínar bar hann eftir það
með sinni ailfcunnu stiliinigu og
karlmerensku til himztu stundar.
Störf rannsóknarlögreglu-
manna eru þann.ig nú tii daigs,
að ætla mœtti að tii þeirra væru
aðeins valdir menn, sem hefðu
lokið mikllu skólaniámi með góð-
um prófum. En Leiflur Jónisson
hafði aldrei gefið sér tíma tiíl að
stunda skóla-nám, umfram það,
sem áður var getið að viðibættu
aðeins þriggja mánaða námstoeiði
fyrir lögreglumienn í upphafi
löglæzlustarfsin's. Hæfileikar
hanis og sterkur vilji gerðu hon
um samt fært að vinna störf sín
í rannsóknarlögreiglunni þannig,
að helat hefði miátt ætla að þar
hefði verið að verki maður mieð
góða lögfræðitega menntun, aiuk
mikillar rieynslu.
Það gat ekki heitið að við Leif
ur hefðum kynnzt neiltt pers-
ónUlega fyrr en eftir að hann
gerðist raRniSÓkn arlögreglumað-
ur. En kynni otokar eftiir það,
og þó einkum eftir að við fyrir
7 árum síðan byggðum okkur
sameiginlegan bústað og gerð-
umst sambýliismenn, urðu miikil
og góð. Meiri og betri en svo,
að lýst verði í einni, bl'aðtæfcri
minningangnein.
Það er vandi að skrifa minn-
ingangnein um góðan vin og góð
an dneng, sem sjálflur vildi að-
eins vera, en ekki sýnast. Manm,
sem ávailt hugsaði enigu minna
um annarra hag en sinn eiigim,
og þó hafði einnig mikinn hug
á að vera sjálfur ekki upp á
aðna kominn. Ég hefi á langri
ævi kynnzt mörgum góðum
dneng og ágætum samstarfs-
mönnum. En Leifs Jónssonar
mun ég þó ávallt minnast sem
sérstæðs í þeim efnum.
Leifur var kvæntur ágætri
konu, Ingibjörgu Eyþórsdóttur.
Ung kynntust þau, Ingibjörg og
Leifur, eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur. Þau vonu gefin
saman í Prestsbafckakirkju 27.
ágúst 1946. Hjónaband þeirira
var sérílega farsœit og gott, og
sameiginlega höfðu þau byggt
upp sitt glæsilega beimili. Svo
var um það, sem aðra hæfileika
Leifs, að vamdfundniir munu
slíkir heimilisfeðlur sem hann
var. Börn þeirra hjóna enu þrjú,
Guðliauig, skrifstofumær, heilt-
bundin Reyni Sveinssyni, rann-
sóknarlögregflumiainni, Jón skrif-
sitofumiaður, og Eyþór, aðeins
þriggja ára að aldri.
Skáldið Jónas Halligrímsson
sagði í kvieðjuorðúm til þess vin
ar síns, sem hann mun hafa met
ið öllium öðrum mieira, en féll
frá í blóma lífsins: „Dáinn! Horf
inn! Harmafregn. Hvílítot orð
mig dynur yfir. En ég veit að
látinn lifir. Það er huggun
hiarmi gegn.“
Megi þessi vissa í orðum
slkiálldisina nú einnig milda þann
mikla hanm, sem býr í brjóstum
eigintoonu, bama og hiáaldraðtra
floreidra þessa vinar míms, sem
ég toveð með meiri söknuði en
ég hef áður toennit við fráfall
nokkuns manns, mér óvanda
bundins. En öllum nánustu ætt
ingjum og vinum hims látna
votta ég einnig mína hjartanleg
ustu hluttekninigu.
Eyrir hönd toonu minnar, mína
og ailra starfsfélaga okkar færi
ég þér svo, vinur og félagi,
hinztu kveðju og hjartans
þafckir fyrir alflt, sem þú varat
ókkur ölluim.
Ingólfur Þorsteinsson.
t
KVEÐJA FRÁ TENGDAFÓLKI
„Aldrei er svo bjart yfir
öðlingsmanni,
að ekki geti syrt jafn sviplega
og nú.
Aldrei er svo svart yfir
sorgarranni,
að ekki geti birt fyrir eilífa trú.“
M.J.
Er heilsar okkur langþráð vor
ið með sumaryl, er lífverur allar
búa sig undir gróandann, lýstur
niður á meðal okkar frostkaldri
hendi dauðans og fellir þá eik-
ina prúðu, er styrkust stóð og
bezta skjólið veitti. Þegar allt
sækir í sólarátt og dagamir
lengjast og lýsast, dimmir
skyndilega fyrir augum af sorg
anskýjium, sem byrgja um hrið
hvern bjartan vonargeisla. Dán-
arfregn af manni eins og Leifi
Jónssyni, lífsglöðum athafna-
manni á miðjum ævidegi, orkar
á hugann eins og öfugmæli.
Óraunveruleg og skuggakennd
knýr hún ekki á af fullu afli
fyrr en við stöndum við grafar-
beð hans og skynjum í einni
hending, að þetta er hinzta
kveðjustund. Við skiljum þá eða
aldrei, hve fánýt eru okkar sjálf
skipuðu mannlegu lögmál um
rökvísi og skipulag, er þögul
spurningin brennur okkur á
vörum: Hvers vegna hann en
ekki ég? Við sjáum að vilji okk-
ar er aðeins einn, vilji Hans,
hins almáttuga og algóða, sem
hefur allt okkar ráð í hendi sér.
Við tengdafólk Leifs lítum
með þakklátum huga yfir far-
inn veg til þess gæfudags fyrir
tuttugu og fimm árum, er hann
tengdist fjölskyldunni með hjóna
bandi sínu við Ingibjörgu Ey-
þórsdóttur. Allt frá fyrstu kynn
úm við þann lundhreina dreng-
skaparmann, sem Leifur var,
urðu samskiptin öll á einn veg
hver sem kynntist honum sótti
til ha.ns hald og traust, uppörv-
un og bjartsýni. Hann var lík-
ari bezta bróður en mági eða
svila og tengdaforeldrum sínum
sýndi hann slíka umhyggju og
hjálpfýsi að af öllu bar, enda
unnu þau honum sem syni á með
an lífið entist. Hann hafði ein-
stakt lag á að vera ávallt þar
sem styrks var þörf og að steðj-
uðu sorg og þrengingar í hinni
stóru fjölskyldu, að taka for-
málalaust til starfa við hlið þess,
sem hélt sig standa einan og
óvarinn. Hugarvíl og dugleysi
var honum aldrei að skapi, en
þó átti hann næga viðkvæmni í
lund til að fara með gát að til-
finningum þeirra meðbræðra og
systra er veikgerðari voru.
Kjarkmaður var hann og karl-
menni alla tíð og reyndi til fulln
ustu á þá eiginleika er hann háði
að síðustu hið skamma en þunga
helstríð sitt.
Hvort heldur var í ábyrgðar-
miklu starfi sínu eða einkalífi
var Leifur Jónsson hinn ötuli og
skarpskyggni framkvæmdamað-
ur, sem vart unni sér hvíldar og
þekkti ekki sérhlífni, snarráður
og hollráður og sannkristinn í
samskiptum sinum við alla menn.
Hann krýndi sóma hvert verk
er hann vann, en vann það oft
þannig, að erfitt var að koma
við þakklæti til hans eða mak-
legu endurgjaldi. Því eiga þessi
fáu orð aðeins að flytja þakkir
forsjóninni, sem gaf okkur Leif
að samferðamanni hinn skamma
spöl á veginum til eilífs lífs.
Hvenær sem við heyrum góðs
manns getið minnumst við Leifs
Jónssonar með virðingu og inni-
legri aðdáun. Þungur harmur er
nú kveðinn að Ingibjörgu konu
hans, bömum og öldruðum for-
eldrum og biðjum við Drottin að
vaka yfir þeim, styðja þau og
vernda í þrautum þeirra. Eins
og við vitum að sumarylurinn
sigrar að lokum hinn kaldasta
vetur og að sólin rís að nýju yf-
ir svartar hrannir, eins vitum
við að sorgin þunga hjaðnar fyr
ir björfum ljóma trúarinnar, því
enginn hverfur okkur þótt hann
deyi líkamsdauða sínum ef við
viljum læra að sjá með augum
sálarinnar — hann lifir alls stað
ar, í öllum verkum sínum, í öllu,
sem hann átti og unni.
„Hverjir deyja?
Dáðlausir menn,
heimskir, hugspilltir.
Hverjir lifa?
Lýðir dáðrakkir,
— sönn Guðs börn
sjá ei Dauðann“.
t
í dag drúpum við höfði yfir
moldum góðs drengs, sem hvarf
af vettvangi lífsins löngu fyrir
tímann. Ég þekkti þennan dreng
mjög stuttan tíma, aðeins hálf-
an mánuð, er við dvöldumst sam
an á sjúkrahúsi.
Margir hafa hins vegar tjáð
mér, að hann hafi verið einstak-
ur afkastamaður og öllum vildi
hann gagn gera og hjálpfýsi
hans var einstök. Aldrei var
hann sporléttari en þegar gera
þurfti einhverjum greiða.
Lífsstarf hans varð þó að leita
brotamanna. En einmitt það
verk krefst mesta drengskapar-
mannsins, hins skilningsríkasta
og hjálpfúsasta. Mannleg sam-
skipti eiga sér ekki bókstafsfor-
múlur og drengskapur verður
ekki numin í æðri skólum. Hjálp
fýsi er sumum eðlislæg, öðrum
ekki.
Þennan eiginleika bar Leifur
J ónsson rannsókniarlögreglumað-
ur með sér. Enginn gekk þess
dulinn hve stutt kynni, sem
hann hafði af honum. Á örskots
stund var hann orðinn vinur
manns.
Þá bar hann einnig með sér
þetta einstaka æðruleysi. Kvart
aði aldrei, nær hversu mikið,
sem hann leið. Aldrei beygði
hann skafl og hann kostaði hug-
inn að herða og kleif sinn kjöl,
þótt vissulega væri sjávardrífan
köld. Þannig var karlmennska
hans samfara mannkostunum.
Ávallt víkkar sjóndeildar-
hringur manns við hver ný
kynni. Misjafnlega mikið, að
sjálfsögðu, en þar hefir tíma-
lengd samskiptanna lítil áhrif.
Oft eru stutt kynni meira virði
en áralöng samskipti. Þetta
reyndi ég glöggt við kynni okk
ar Leifs. Hef þó mörgum kynnzt
á miklum flækingi.
Með þessuim línum fylgja einn-
ig þakkir blaðamanna Mbl fyr-
ir góð samskipti.
Leifur sagði mér, að hann
hefði lítið veitt sér af frístund-
um um dagana, en nú lofaði
hann sér því, að taka sér ærlegt
frí, eftir þá aðgerð, sem hann
var að gangast undir. Hanin
sagðist vera búinn að segjakon
unni sinni frá því.
Örlögin höguðu því svo, að
hann fékk frí. Að sönnu ekki
eins og hann hafði sjálfur óskað
sér. Hitt vitum við, að svo hefir
hann búið sig undir það frí, að
þess fær hann notið að fullu.
Guð blessá fríið hanis og styrki
ættingja hams og vini þair til
þau hittast öll á sumri eilífðar-
innar. Vignir Guðmundsson.
t
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast þykir mér
slyngum þeim sláttumanni
er slær allt hvað fyrir er
grösin og jurtir grænar
glóandi blómstrið frítt
Reyr stör sem rósir vænar
reiknar hann jafn fánýtt.
Þannig kvað kraftaskáldið
Hallgrímur Pétursson. Mér finnst
við mannanna böm oft óþyrmi-
lega minnt á það, að við höf-
um ekki ráð á nema deginum
í dag, og betur væri að við fengj
um skilið það, að okkur ber að
starfa eftir því. Sízt hefði mig
grunað, er við Leifur Jónsson,
fyrir örfáum mánuðum,, rædd-
um um alvarlegan sjúkdóm ná-
komins ættingja, að hann,
ímynd hreysti og þreks, yrði sá
næsti í fjölskyldunni, að hann á
þeirri stundu væri haldinn sams
konar sjúkdómi, og yrði næstur
til að kveðja þetta jarðlíf. Ég
hirði ekki um .að telja upp ættar
tölu Leifs Jónssonar, það gera
aðrir mér fróðari menn, en
sannfærður er ég um það, að
starfsfélagar hans hafa ekki að-
eins misst sinn mætasta og
bezta félaga, heldur og einn
reyndasta og. mesta stairfskraft.
Þar hefur brostið strengur, sem
seint verður saman hnýttur. Sár
ust er þó sorgin hjá konu hans
Ingibjörgu og börnum, öldruðum
foreldrum og systkinum, sem
sem nú sjá á eftir ástvini sínum
yfir hið mikla haf, sem öllum er
ætlað að fara, einhvern tímann,
en aðeins einu sinni. Ég veit, að
sá sem öllu ræður, mun styrkja
þau og styðja í þeirri sáru sorg.
Það vita þeir einir, sem til
þekkja, þvílíkan kjark Ingi-
þjörg hefur sýnt á þessum erf-
iðu vikum, sem liðnar eru, sið-
an uppvíst var um sjúkdóm
manns hennar, því munum við
seint gleyma.
Leifur minn, þú sem varst stoð
og stytta allra í þessum fjöl-
skylduhópi, þú sem svo mikils
vax til ætlazt af, og allra veg
vildir greiða, með þessum örfáu
línuim vildi ég fyrir höind otokasr
allra færa þér alúðarfyllstu
þakkir. Ég trúi og treysti að
(heimkama þín vetrði eina björt
eins og birta sú, sem umlauk
okkur í nærveru þinni hér á
þessari jörðu.
Ingibjörgu, börnum öldruðum
foreldrum, og öðrum ættingjum,
vildi ég votta okkar dýpstu sam
úð, og minna vil ég á það, að
sá einn sem missir mikið, hefur
mikið átt.
Karl Ormsson.
t
Ég leit til Jesú, ljós mér stoein,
það ljós er nú mín S'ófl,
er lýsir mér um dauðans dal
að Drottins náðarstól.
Svo kvað séra Stefán á Kálfa
tjörn, en þetta undurfagra er
indi á einnig við hér, þegar
minnzt er Leifs Jónssonar lög-
neglumannis, sem nú í blóma lífs-
ins hefur verið kvaddur ti! æðri
heimkynna, slík tíðindi sýna bezt
hivað skrefið er skammt í gegn-
um dauðans dyr, já eins og
hendi sé veifað, eins og ljósværi
slökkt.
Leifur Jómsson var fæddur á
Kvennabrekku í Dödum 28. nóv.
1922 og voru foreldrar hans frú
Guðilauig BjarbmaradJóttir og séra
Jón Guðnason, sem þá var
prestur í Suðurdalaþingum.
Á Kvennabrekku mundi Leif-
ur sína fyrstu daga og í mold
Dalanna voru fyrstu sporin
mörkuð, en á 6. aldursári flutt-
ist harin ásamt foreldrum sínum
og systkinum að Prestsbakka í
Hrútafirði, sem faðir hans hafði
þá fengið veitingu fyrir.
Á Prestsbakka ólst Leifur
upp í hópi góðra og elskulegra
systkina, í skjóli ástríkra for-
eldra, á heimili þar sem jafn-
an sátu í öndvegi þær systurn-
ar, hógværð og prúðmennska,
þaðan var honum bent til vegar
og sýnt það ljós sem nú lýsir í
gegnuim dauðams dal. Leifur
Jónsson var sérstaklega góður
drengur og félagi, hreinn og
beinn og prúður í allri fram-
komu við hvern sem hann átti,
og er mér það vel kunnugt í
gegnum 27 ára kunningsskap
og samskipti í starfi. Á Leif hef-
ur aldrei neinn blettur fallið,
hvorki í starfi né einkalífi, það
fylgdi honum alltaf einhver
hressandi vorblær hvar, sem
hann kom og hvar sem hann
fór, hann var líkastur sáðmanni,
sem gengur um akur sinn við al-
faraveg og sáir ilmjurtum. Þann
ig er minning sú, sem þessi góði
drengur skilur eftir sig hjá vin
um og samstarfsmönnum, og ekki
sízt í hjörtum ástvina sinna.
Leifur Jónsson gekk í lögreglu-
lið Reykjavíkur 1. apríl 1943 en
1. desember 1956 hóf hann störf
ihjá ranmsóknarlögreglumini og
gegndi þar starfi til dauðadags.
1. ágúst árið 1946 kvæntist hamn
eftirlifandi konu sinni Ingi-
björgu Eyþórsdóttur og varð
þeim þriggja barna auðið, sem
öll lifa, en við hið snögglega
fráfall elskulegs eiginmanna
og ástríks föður, ríkir djúpur
söknuður á heimili hans, á heim
ilum systkina hans og aldurhriig
inna foreldra.
Og nú að lokum vil ég þakka
Leifi Jónssyni S'amfylgdina og
öll þau góðu kynni, sem ég hef
af homum haft, þá votta ég ást-
vinum hans mína dýpstu samúð
á þessari þungbæru skilnaðár-
sitund og bið þanm guð seim öllu
ræður að veita þeim huggun og
styrik, en honum góða heim-
komu. En minningin um góðan
ástvin lifir, hún fölnar aldrei,
hvorki visnar né deyr.
Valdimar Guðmundsson.
Vöruflutningamiðstöðin
verður lokuð frá kl. 17, föstudaginn 8. maí
vegna minningarathafnar um Birgir Run-
ólfsson.
BOXER PLAST
Bifreiðaverkstæði — Verzlanir.
Undirritaðir hafa tekið við umboðinu
á BOXER-PLAST og verða framvegis
með heildsölubirgðir.
GÍSLI JÓNSSON & CO HF.
Skúlagötu 26 — Sími 11740.