Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 stærsta hreppsfélag landsins — mestu fram- kvæmdir við skóla- byggingar og gatnagerð Á myndinni sést hvernig gengið er frá götunum í Garðahreppi. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon). Yngsiu borgararnir ima sér vel leikvöllunum. Garðahreppur er nú orðinn stærsta hreppsfélag landsins. Voru íbúar þar 1. des sl. 2.692 talsins, og hefur fjölgað um meira en helming sl. áratug. Aldursskipting íbúa Garða- hrepps er dálítið sérstæð, þar sem 1197 eða um 45% eru 16 ára og yngri. Eftirspum eftir lóðum í Garðahreppi hefur verið mjög mikil, en sem kunnugt er, eru byggðarhverfin þar skipulögð fyrir einbýlislhús og raðhús. Hefur á tiltölulega skömmum tíma byggst upp stórt hverfi milli Vífilstaðavegar sunnan- verðs og Hraunsholtslækjar — svokallaðar Flatir. Er það svæði nú að mestu fullbyggt, en framkvæmdir eru hafnar við nýtt hverfi norðan Vífilstaða- vegar, í Hofstaðalandi, og nefn ist það hverfi Lundir. S.l. tvö ár var nokkuð dræm- ari eftirspurn eftir lóðum í Garðahreppi en áður, og má setja það í bein tengsl við hið almenna efnahagsástand í land inu. Nú hefur eftirspumin hins vegar aukist til mikilla muna aftur og í vor voru hafnar framkvæmdir við tvær nýjar götur í Lundahverfinu. Mestar byggingarframkvæmd ir á einu ári í Garðahreppi voru árið 1966, en þá var byrj- að á samtals 101 íbúð, 37 voru fullgerðar og í smíðum um ára- mót voru þá 186. 1969 var byrj- að á 22 íbúðum, 38 íbúðir voru fullgerðar á árinu og 172 voru í smíðum um áramót. Meðalstærð þeirra íbúða, sem hafin var bygging á s.l. ár var 680 rúm- metrar. GATNAGERÐ Það hefur vakið athygll hversu vel hefur verið staðið að gatnagerð í Garðahreppi. Götur sem eru tiltölulega ný- legar hafa verið lagðar varan. legu slitlagi og gengið hefur verið frá gangstéttum og lýs- ingu við þær. Einnig hefur mik- ið verið unnið að gatnagerðar- framkvæmdum í eldri hverfun- um. Hefur olíumöl verið lögð á göturnar og hefur hún reynst sérstaklega vel. Hefur við- haldskostnaður á olíumalargöt- unum nánast enginn verið Garðahreppur hefur nú, í sam- vinnu við önnur sveitarfélög i Reykjaneskjördæmi, ráðist í að kaupa fullkomin tæki til blönd unar og lagningu olíumalar. Á komandi sumri verður unn ið áfram að gatnagerð í Garða- hreppi og þá verður aðalverk- efnið í Arnarnesi, en þar á að leggja slitlag á götumar Máva- nes, Blikanes, Æðarnes og Hegranes. Einnig verður svo lögð olíumöl á tvær götur í Silf urtúnshverfinu, Faxatún og Aratún, auk fleiri gatná í eldri hverfum. Þá verður einnig unn ið áfram að gatnagerð á Flöt- unum, en ætlunin er að ljúka frágangi gatna þar á næstu 2—3 árum. í árslok 1969 höfðu 44.307 fermetrar gatna í Garðahreppi verið lagðir olíumöl, og var lengd þeirra tæpir 6 km., eða um 40% af öllu gatnakerfi hreppsins. Á sama tíma var bú- ið að steypa 5,3 km. af gang- stéttum eða 6.477 fermetra. Til marks um framkvæmdahrað ann má nefna, að á árinu 1969 voru lagðir 17.310 fermetrar af olíumöl, eða 6,45 fermetrar pr. íbúa. f sumar á svo að leggja sam- tals um 23 þúsund ferm., af olíumöl og um 20 þús. ferm. af malbiki og verða þá um 60% af gatnakerfi sveitarfélagsins komið með varanlegt slitlag. SKÓLAMÁL Fyrsti áfangi barnaskóla Garðahrepps var tekinn ínotk un árið 1958, en þá voru 137 nemendur í skólanum. Síðan hafa verið byggðir tveir áfang- ar við skólann og var þriðji áfanginn tekinn í notkun árið 1968. Nemendatala skólans er nú um 560, auk 6 ára barna, sem hafa kennsluaðstöðu í skól anum. Gólfflötur skólabygging- arinnar er um 1500 fermetrar. í henni eru 12 almennar kennslustofur, 3 sérkennslustof ur, leikfimisalur og ýmislegt fylgirými. Um tíma var þrísett í skólann, en eftir að þriðja áfanga byggingarinnár lauk hefur einungis verið tvísett í hann. Barnaskólahúsið kost- aði um 20 millj. kr., með öllum búnaði, en skólinn er sérstak- lega vel búinn af kennslutækj- um. í barnaskólanum er starf- rækt bókasafn Garðahrepps. Er það ung stofnun, en sveitar- stjórnin hefur lagt mikla áherzlu á að efla hana, svo og skólabókasafnið. Gagnfræðaskóli var fyrst starfræktur í Garðahreppi fyr- ir fjórum árum og eru nemend- ur þar nú um 240. Var í fyrsta skipti í vetur kennt undir landspróf í skólanum. Um starf skólans vísast til viðtals við Gunnlaug Sigurðsson skóla- stjóra er birtist hér í opnunni. í Garðahreppi er einnig starf andi tónliistarskóli á vegum Tónlistartfélags Garðahrepps Hefur skólinn fengið húsnæði i nýju félagsheimili skáta í Garðahreppi, Vífidsvelli. Nem- endur skólans eru nú um 70 og hefur farið stöðugt fjölgandi. Næsti áfangi í skólabygging um í Garðahreppi verður svo bygging íþróttahúss, en í sum- ar verður endanlega tekm ákvörðun um gerð þess ogstað setningu og er við það miðað að unnt verði að hefja fram- kvæmdir á næsta ári. Fyrir tæp<u ári var tekin í notkun sundlaug við barnaskól ann. Var sundlaugin mjög vel sótt í fyrrasumar og komu þangað 17.837 laugargestir á aðeins 2 mánuðum. Nú hefur sundlaugin nýlega verið opnuð aftur og sundnámskeið hafin. ATVINNUMAL Allmörg atvinnufyrirtæki eru í Garðahreppi og hefur þeim farið fjölgandi, enda stefna sveitarstjórnarinnar að reyna að laða sem flest iðnfyrirtæki ti'l sveitarfélagsins. Stærstu fyr irtækin eru Sápugerðin Frigg, Skipasmíðastöðin Stálvík og Vélsmiðjan Héðinn, sem hefur hluta af sinni starfsemi í Garða hreppi. í framtíðinni mun svo verða skipulagt nýtt iðnaðar hverfi í hrauninu austan Engi dals og verður það sérstaklega vel staðsett með tilliti til um- ferðar um Hafnarfjarðarveg. FÉLAGSMÁL Allvíðtæk félagsstarfsemi er í Garðahreppi og standa sum fé- laganna á gömlum merg. Nefna má þar Kvenfélag Garðahrepps, sem m.a. hefur haft forgöngu um stækkun samkomuhúss hreppsins að Garðaholti og um endurreisn Garðakirkju, en kirkjan var endurvígð sumarið 1967. Skátafélagið Vífill hefur haldið uppi mjög þróttmiklu starfi og hefur nú nýlega ráð- ist í það stórvirki að kaupa hús fyrir starfsemi sína að Hraun- hólum 12. Naut félagið við þau kaup öflugs stuðnings frá sveitarstjórn. Er ætlunin að önnur æskulýðsfélög fái einnig aðstöðu í húsinu, og í sumar verður þar rekið gistihús. Fyrir 10 árum var stofn- að ungmennafélag í Garða- hreppi og nefnist það Stjarnan. Hafa forystumenn þess félags verið mjög áhugasamir og gert stórátak til eflingar íþróttalífi í sveitar- félaginu. Búið er að koma upp knattspyrnuvelli á svæðinu fyr ir neðan barnaskólann, og er hann óspart notaður af ungu kynslóðinni. Þá er ennfremur starfandi Hjálparsjóður Garða sóknar, sem hefur það hlutverk að hjálpa og styrkja þar sem slíks er þörf. Hefur sjóðurinn m.a. veitt þeim Garðhrepping- um, sem þurft hafa að leita lækninga erlendis ómetanlega hjálp. Rótarýkúlbburinn Görð- um hefur ennfremur látið til sín taka ýmis mál er snerta sveitarfélagið og hafa t.d. ár- lega veitt verðlaun fyrir fal- legasta garðinn og snyrtilega umgengni. Nokkur önnur félög eru og starfandi í Garðahreppi og má þar nefna Bræðrafélag Garðakirkju og Hestamannafé- lagið Andvara. LEIKVELLIR Fjórir leikvellir eru starfrækt ír í Garðahreppi, þar af þrir gæzluvellir. Er einn í Silfur- túúni, einn á Fitjum og einn á Flötum og ennfremur er opinn völlur í Setbergshverfinu. Er ætlun sveitarstjórnarinnar að koma upp fleiri slíkum barna- leiikvöllum í náinni framtíð. VATNSVEITA Framkvæmdir við vatnsveitu Garðahrepps hófust árið 1962 og á næstu fjórum árum voru lagðar vatnsæðar um allan hreppinn. Nú eru á döfinni áframhaldandi framkvæmdir við vatnsveituna, bygging miðl unargeymis og virkjun borholu við Vífilsstaðavatnsbotna. TRAUST FORYSTA SJÁLFSTÆÐISMANNA Við síðustu sveitarstjyi^ar- kosningar 1966, fór í fyrsta sinn fram pólitísk listakosning í Garðahreppi. Voru þá fjórir listar í kjöri og hlaut Sjálfstæð isflokkurinn hreinan meirihluta þrjá fulltrúa kjörna, Framsókn arflokkurinn fékk einn fulltrúa, Alþýðuflokkurinn einn og Al- þýðubandalagið engan. Bjóða allir þessir flokkar fram við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. Hin trausta forysta Sjálfstæð ismanna stjórn hreppsins hefur komið öllum hreppsbúum til góða. Hefur fjármagn nýtzt sér staklega vel, svo sem hinar miklu framlkvæmdir bera raun ar gleggst vitni um. Sveitarstjórinn, Ólafur G. Einarsson, sem nú skipar efsta sæti framboðslísta Sjálfstæðis- flokksins, hefur notið óvenju- legra vinsælda í starfi sínu. Munu Garðhreppingar standa fast saman í komandi kosning- um og tryggja áframhaldandi meirihluta Sjálfstæðismanna í sveitarstjórn og þar með tryggja áframhaldndi starf sveitarstjórans. Við ákvörðun um framboð flokksins í vor, fór fram próf kjör í hreppnum, sem mjög mik il þátttaka var í. Reyndust úr- slit prófkjörsins bindandi um skipan fimm efstu sæta listans og við röðun í 6.—10. sæti var tekið tillit til úrslita prófkjörs ins. Þátttakan í þrófkjörinu bendir til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti að eiga mögu- leika á fjórum kjörnum fulltrú um í sveitarstjórn, en fjórða sæti listans sikipar ung mennta kona, Guðrún Erlendsdóttir Væri það mikill fengur fyrir sveitarfélagið að fá hana til starfa. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins við kosningarnar er þannig skipaður: 1. Ólafur G. Einarsson, sveitartstjóri, 2. Ein- ar Halldórsson, bóndi, 3. dr. Gunnar Sigurðsson, 4. frú Guð rún Erlendsdóttir, 5. JónasHall grímsson, læknir, 6. Ágú®t Þor steinsson, verkistjóri, 7. frú Guð finna Snæbjörnsdóttir, 8. Jón Sveinsson, forstjóri, 9. Ingi- björg Eyjólfsdóttir, kennari 10. Sveinn Ólafsson, fuliltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.