Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBILAÐIÐ, SUNtNUDAGUR 24 MAÍ 1970 21 T Hreindýr og hreindýraveiðar LAUGAR'DAGINN 7. marz var í þættinum Daglegt lif í rikisút varpinu rætt um hreindýr og hreindýraveiðar. Rætt var þar við þrjá menn um álit þeirra á hreindýmnm og tilverurétti þeirra í landinu. í nokkruim atriðum gæíti mis- sfldlnings, sem ég vil reyna að leiðrétta mieð þessu greinarkorni. í»vi miður voru sogur þær, sem gengu uim særð hreindýr á sl. sumri í engu orðum auknar. Illa útileikin dýr fundust hvað eftir annað. Margt kemur til, þeg ar dýr sleppa særð, en mestu Ihygg ég að valdi reynsluleysi einstakra veiðimanna. Sú tilgáta, að veiðimenn noti vopn af ólög- legri stærð, þ.e. minni en reglu- gerð gerir ráð fyrir, er ástæðu- lítil og vil ég í því sambandi benda á, að nú nýverið hefur verið hert á reglum um skot- vopn, sem teyfilegt er að nota til veiðanna og þau stækikruð, en á sama tíma hefur aukizt að mikl- um mun tilfellum særðra dýra. Sannleikurinn er sá, að sama er Shversu gott vopn er notað, ef sé sem tekur í gikfldnn er lifleg Skytta og reynslulaus í ofanáliag. í»á verður árangurinn aldrei nema slæmur. Fréttamaður ræddi seinast við Ingva Þorsteinsson magister, og taldi Ingvi ástæðúlaust að tak- marka fjölda hreindýra á heið- um Ausianlands, þar sem land væ-ri þar víðéttumikið og ónytj- að. Þetta þurfti engum að koma á óvart. Fáir eru þeir, sem hafa kvart að yfir ágangi breindýra yfir sumartímann. Það er vetrarbeit in, sem hvað eftir annað hefur brugðizt, og ómótmælanfeg stað reynd er það, að horfellir hefur orðið á hreindýrum hvað eftir annað. Hvað yrði þá, ef hreindýr unum væri fjölgað enn frefcar? Yæri það ekki að þjóða Iheim enn frekari hordauða á hreindýrun- lum? Þá vil ég benda á, að á fundi Búnaðarsambands Austur lands vorið 1968 var samþykkt tillaga, sem laust að þvi að dýr unum yrði fækkað niður í 1500 Mér vitanlega hefur þessi tillögu gerð ekki verið virt viðlits af stjórnvöldum. Þrátt fyrir þá ^tað reynd, að á þessuim fundi voru fuMtrúar austfirzkra bænda frá Gunnólfsvíkurfjalli að Lónsheiði og það ætti ekki að þykja óeðli- legt, að þeir hefðu einhvern til- lögurétt um, hvemig land þeirra væri nýtt. Fréttamaður og Inigvi Þorsteins son töldu, að lítils eamræmis gætti í aðgerðum bænda, þar sem þeir annars vegar vildu fækka dýrunum að mikhim mun, en bönnuðu svo veiðar í löndum sínum. Þetta eru hins vegar eðli teg viðbrögð, þegar aðstæður all ar eru kunnar. Þaer venjur höfðu skapazt við veiðamar, að veiðimenn töldu sig mega drepa dýr, hvar sem til þeirra náðist, aðeins ef þeir höfðu tilskilin leyfi frá eftirlits- manni. Landeigendur voru hins vegar einskis spurðir, og þeim tal ið það koma lítið við, hvort veitt væri í löndum þeirra. Tekjur, sem þeir gátu haft af veiðUnum voru hins vegar mjög talkmadk- aðar, þar sem bændum voru skömmtuð leyfi. Undirritaður var einn af þeim, sem auiglýsti takmarkað bann við hreindýraveiðum á sl. sumri. Talkimörkunin var þó aðeins í því fólgin, að veiðimenn voru beðnir að biðja um leyfi, sem þeir gerðu fúslega. Þetta stóð heid ég á engan hátt í vegi fyrir eðl'iliegium veiðum, en skapaði ei lítið skemmtilegra andrúmsloft við veiðamar. Ég lit svo á, að umráðaréttur minn yfir landi mínu sé jafn ó- tvíræðUr og þess bónda, sem á land, er liggur að veiðiá, og þenn an rétt vildi ég leggja áherzlu á með fyrrgreindu banni. Ég vil nú í nokkrusm orðum lýsa þeim úrbótum, sem ég tel að miegi gera á framkvæmd veið- anna. í fyrsta lagi ber að viður- kenna skýlausan rétt landeiganda ti.1 umráða yfir landi sínu og veiðuim. sem þar kunna að fara fram. Þá tel ég sjálfsagt, að er landeigendur geta sjálfir fari® að nytja þessi hlunnindi, þá taki þeir á sig auknar skyldur í sam bandi við veiðimenn, og verði t.d. gerðir ábyrgir fyrir gjörð- uim þeirra veiðimanna, sem veið ar stunda í lönduim þeirra og sjái ti'l þess að hreindýraveiðar stundi enginn án leiðsagnar þraut þiálfaðrar hreindýraskyttu. Hreindýraveiðar eru holl og skemimtileg íþrótt, og þurfa ekflti á nokkurn hátt að vera ómann- úðlegar, sér rétt að farið. Þau tilfeffli. sem iffla tekst til, enu bara svo mikið meira umtöluð en hin, þar sem vel er að unnið. Þesisi mál þarf hins vegar að skipuleggja mikið betur, en ver ið befur undanfarin ár. Hér aust anlands eru fjölmargir menn, sem gjörþekkja lifnaðarhætti hreindýra, og hafa stundað veið ar um árabil með sóma. Til þeissara manna á menntamála- ráðuneytið að snúa sér og leita ráða hjá, þegar óhjá'kvæmileg endurakoðun á reglum uim hreir • dýraveiðar fer fram. Hrafnkell A. Jónsson, Klausturseli, Jökuldal. íbúð óskast Vönduð fjögurra herbergja rúmgóð íbúð á góðum stað ! bæn- um óskast til leigu eða kaups. Til mála gæti komið að láta í skiptum einbýlishús á góðum stað í suðausturborginni. Tilboð sendist Mbl. fyrir 3 júní merkt: „Vönduð íbúð — 2631". isy;i«--.ísSv W’< % % . 'V . Fyrsti ilmríki reykurinn segirydur ad HOLIDAY er nýjung í píputóbaksblöndun. HOLIDAY er blanda af gædatóbaki sem fátt jafnast á vid. HOUSE OF EDGEWORTH RICHMOND, VIRGINIA U S A Framleidendur gadajobaks sidan 1877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.