Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBŒjAÐIÐ, SUMNiUDAGUR 24, MAÍ 187« 11 Met kennslu- tækin meira en harðviðinn Rætt við Gunnlaug Sigurðsson skólastjóra Gagnfræðaskóli Garðahrepps tók til starfa fyrir fjórum ár- um. Áður þurftu nemendur gagufræðastigsins að leita í skóla út fyrir sveitarfélagið, en með mjög ört vaxandi nem- endatölu á þessu stigi, skapað- ist aukin þörf fyrir skóla. Sveitarstjóm leigði þá húsnæði fyrir skólann og hefur nú hyggt við leiguhúsnæðið og var sú viðbótarbygging tekin I notkun í vetur. Hefur vakið at- hygli hversu ódýr sú bygging varð, en hún mun kosta 4,5 millj. kr., með öllu innbúi. Stærð byggingarinnar er 2.376 rúmmetrar og kostnaður pr. rúmmetra í byggingunni full- búinni er því um 1750 kr. Sam- kvæmt normum er ríkissjóður hefur sett um slíkar skóla- byggingar ætti Gagnfræða- skólahúsið að kosta milli 10 og 13 millj. króna. Skólastjóri Gagnfræðaskól- ans er Gunnlaugur Sigurðason, ungur og áhugasamur skóla- maður, sem hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í skólastarf inu. Fengum við hann til þess að svara niokkrum spurningum um Gagnfræðaskólann: — Um 240 nemendur voru í skólanum í vetur, sagði Gunn- laugur, — og skiptust þeir í 11 bekkjardeildir. Kennarar við skólann eru 18, þar af 7 stunda- kennarar. Nemendaaukning við skól- anm hefur verið mjög ör, sem bezt má af því sjá, að þeg ar skólinn hóf starf sitt fyrir fjórum árum voru nemendur 115. Útlit er á áframhaldandi aukningu á næstu árum og mun láta nærri að þá verði um 100 nemendur í árgangi á móti um 60 núna. Hefur Garðahreppur þá sérstöðu, að þar mun um % hluti íbúanna stunda skyldu nám. — Hefur ykkur tekizt að hafa einsett í skólanm? — Með tilkomu viðbótarhús- næðisins í vetur náðist það mark, og mun skólinn einnig verða einsetinn næsta vetur, þótt þá verði að fjölga í deild- unum, sem ég tel út af fyrir sig óæskilegt. Þegar skólinn hóf Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri starfsemi sína hafði hann að- eins þremur kennslustofum yf- ir að ráða, og þá voru bekkjar- deildirnar sex. Nú höfum við 11 almennar kennslustofur auk tveggja sérkennslustofa, þ.e. eðlisfræðistofa, og teiknistofa, en í henni fer einnig fram margs konar föndurvinna. Auk þess eru svo bókasafn, þar sem vinnuaðstaða er fyrir kennara og nemendur, rúmgóður salur fyrir samkomur og félagsstarf- semi, viðtalsherbergi, þar sem kennarar geta í góðu næði rætt við nemendur eða foreldra, fundarherbergi fyrir nemend- ur, herbergi fyrir lækni og hjúkrunarkonu, fjölritunarher- bergi, tækjageymslur. Þá hef- ur kennarastofan verið stækk- uð um helming og sköpuð góð aðstaða fyrir skrifstofu skól- ans. Þetta bættist allt við me@ tilkomu nýja húsnæðisins og gefur auga leið, að þá varð nánast bylting í húsnæðismál- um skólans. — Þú sagðir áðan, að ekki væri æskilegt að fjölga mikið nemendum í deildunum? — Já, ég tel mjög mikilvægt, að nemendatölu í hverri deild sé haldið hæfilega í skorðum. Það kemur vitanlega niður á kennslunni þegar deildimar eru mjög fjölmennar — kennararn- Myndin var tekin sl. sumar, er framkvæmdum við sskólaby gginguna var elkki að fullu lokið. ir fá ekki tækifæri til að sinna hverjum og einum nemanda sem skyldi. Yfirleitt miðar hið opinbera við það að 30 nemend- ur séu í deild, en mér finnst það helzt til mikið. 22—24 er hæfileg tala. — Nú hefur það vakið at- hygli hversu hús þetta var ódýrt í byggingu. Fullnægir það þeim kröfum sem gera verð ur til skólahúsnæðis? — Það fer eftir því hvað þær kröfur eru settar hátt. Við höf- um að vísu ekki harðvið í hólf og gólf og húsið er allt mjög einfalt og látlaust í gerð. Ég hygg, að við teikningu þessa hafi nokkuð önnur sjónarmið verið höfð í huga en við teikningu flestra annarra skólahúsa. Yf- irleitt er málum þannig háttað, að arkitektamir fara öllu sínu fram við þær teikningar, en skólastjóramir og þeir sem eiga að starfa í húsinu eru sjaldn- ast spurðir ráða. Vitanlega kem ur margt til greina við bygg- ingu skólahúss. Það er t.d. ekki nóg að hafa harðviðarinnrétt- ingar ef nauðsynleg kennslu- tæki úantar. Ég met þau a.m.k. meira. — Er skólinn vel búinn kennslutækjum? — Sveitarstjómin hefur sýnt þeim málum mikinn skilning og fáum við árlega háa fjárvéit- ingu til kennslutækjakaupa, t.d. nú í ár 200 þúsund krónur. Þetta kemur sér mjög vel hér í þessum skóla, þar sem kennar- amir eru mjög áhugasamir um störf sín og notfæra sér þessi tæki óspart. Sveifarstjómin hefur einnig sýnt því mikinn skilning, að nauðsynlegt er að kennarar fái tækifæri til við- haldsmenntunar og hefur ár- lega verið veitt allhá upphæð til þess að styrkja kennara til slíks náms. Hafa kennarar m.a. farið til útlanda til þess að kynna sér kennslu í einstökum greinum þar og hefur það bor- ið mjög mikinm og jákvæðan árangur fyrir skólann. — Margir halda því fram, að almenningur hafi of lítil af- skipti af menntamálum og að tengsl foreldra við skólana séu næsta lítil? — Þetta er alveg rétt. Al- menningi hefur enn ekki skilizt að skóla- og menmtamálin eru mál málanna, sem allt annað grundvallast á. Ég hygg þó, að á þessu sé nú að verða nokkur breyting til batnaðar. Það er líka rétt, að samstarf foreldra og skóla hefur verið of lítið. f þessum skóla höfum við lagt ríka áherzlu á að efla þessi tengsl. f haust héldum við t.d. foreldrafrmdi með foreldrum hvers árgangs fyrir sig, þar sem starf skólans var kynnt og einndg kosið foreldraráð. Ráð- ið hélt svo fundi af og til í vet- ur og var þar rætt um starf skólan's. Einnig hafa foreldrar verið boðaðir skipulega til við- tals við kennara, og hefur hver kennari viðtalstíma einu sinni í viku. — En kennslan sjálf? Fer hún ekki fram eftir hefðbundn- um leiðum? — Að vissu marki gerir hún það eðlilega. Hins vegar höf- um við skipt vetrinum niður í þrjár annir og reynt að láta sem minnstan tíma fara í prófin sjálf. Þetta þýðir þó alls ekki það, að við höfum fellt niður kannanir eða próf, heldur frem ur leitast við að fella þau eðli- lega inn í kennslustarfið. Nokk ur unglingaprófin eru sam- ræmd fyrir allt landið. Hef- ur nú fengizt leyfi til þess að láta taka þau í apríl og höf- um við hugsað okkur að notfæra okkur það leyfi. Þá getum við kennt í 3—4 vikur í friði á eftir. Það tel ég strax til bóta. — Hvað um félagsstarfsemi nemenda? — Félagsstarfsemin er marg- vísleg og í öllum aðalatriðum eins og gerist í öðrum skólum. Hins vegar höfum við reynt að gera ýmislegt til þess að gera skólann meira aðlaðandi fyrir nemendur. Þannig hafa gang- arnir og skólastofurnar verið myndskreyttar af nemendun- um sjálfum, og þau hafa jafn- vel fengið leyfi til þess að mála kennslustofurnar eftir eig in höfði. Niðri höfum við svo setustofu, þar sem bækur, blöð, spil og töfl liggja frammi og þar geta unglingarnir verið í frímínútum og frítímum sínum. Þá hefur einnig verið sett á stofn nemendaráð innan skól- ans, sem á að vera ráðgefandi um ýmis þau mál er snerta hags muni nemenda. Aðaltilgangur- inn með slíku nemendaráði er að vekja ábyrgðarkennd nem- endanna og umhugsun um hvers virði skólagangan er í raun og veru fyrir þau. Við viljum gjarnan reyna að taka eins mikið tillit til unga fólks- ins og við getum —rökræða við það og reyna að beina því inn á jákvæðar leiðir. — Og að lokum Gunnlaugur. Hvaða framkvæmdir eru næst- ar á döfinni hjá ykkur? — Það næsta sem gert verð- ur hér við skólann er það, að gengið verður frá skólalóðinni í sumar, komið slitlagi á hana og útbúnir boltaleikvellir, ýmis konar tré og runnar gróður- settir og fl. Næsta stórátak er hins vegar bygging íþróttahúss og nú þegar er byrjað að hugsa fyrir nýrri gagnfræðaskóla- byggingu. Slík bygging þarf mikinn undirbúning og því rétt að hugsa fyrir. því í tíma. Hins vegar kemur varla til bygging- ar þess fyrr en eftir 4—6 ár. Guðrún Erlendsdóttir Jónas Hallgrímsson Gunnar Sigurðsson Ólafur G. Einarsson N.k. mánudagskvöld verður haldinn almennur framboðs- fundur í Garðahreppi, og standa að honum allir þeir flokkar er bjóða þar fram við sveitarstjórnarkosningam- ar. Verður fundurinn haldinn í samkomusal Gagnfræðaskóla Garðahrepps og hefst kl. 20.30. Verða þrjár umræður, 15 mín., 10 mín., og 10 mín. Þeir fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem taka þátt í umræðunum verða frú Guðrún Erlendsdótt- ir, Jónas Hallgrimsson, læknir, dr. Gunnar Sigurðsson og Ól- afur G. Einarsson sveitarstjóri. Fundarstjórar verða Guðmann Magnússon, Jónas A. Aðal- steinsson og Kristleifur Jóns- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.