Morgunblaðið - 28.05.1970, Page 12

Morgunblaðið - 28.05.1970, Page 12
12 MORíGUNöLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1970 — þáttur í félagslegri þjónustu borgarinnar EINN þýðingarmesti þátturinn í félagslegri þjónustu Reykjavíkurborgar við borgarbúa er starfsemi Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Æskulýðsráð hefur tvíþættu hlutverki að gegna: í fyrsta lagi að efla og styðja hið frjálsa starf hinna ýmsu æskulýðsfélaga, í öðru lagi að skapa hinni ófélagsbundnu æsku aðstöðu til hollrar tómstundaiðju og heilbrigðs skemmtanalífs. Þetta hefur Æskulýðsráð gert m. a.: • Að Fríkirkjuvegi 11 er veitt fjölbreytt þjónusta og fyrirgreiðsla við æskulýðsstarf. Þar hafa æsku- lýðsfélög aðstöðu til fundahalda og skemmtana. • í Tónabæ, sem borgin keypti á sl. ári, er miðstöð æskulýðsstarfs. Fyrsta árið komu 70 þúsund gest- ir í Tónabæ. • í gagnfræðaskólum borgarinnar gengst Æsku- lýðsráð fyrir tómstundastarfi í samvinnu við fræðsluyfirvöld. Um 60% nemenda taka þátt í þessu starfi. • í Fossvogi starfrækir Æskulýðsráð siglingaklúbb, sem hefur notið vaxandi vinsælda. Á klúbburinn nú um 40 báta og eru meðlimir hans um 700. — Klúbbfélagar hafa aðstöðu til bátasmíði á staðn- um og fá leiðbeiningar við það. • í Saltvík á Kjalarnesi vinnur Æskulýðsráð að uppbyggingu fjölbreytilegs útivistarsvæðis fyrir Reykvíkinga, unga sem aldna. • Á sumrin efnir Æskulýðsráð til búvinnunám- skeiða, leikjanámskeiða, stangaveiðiferða o. fl. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um upp- byggingu á því starfi Æskulýðsráðs, sem að íraman grein- ir. Á næstu árum munu fulltrúar SjálfstæÖisflokksins leggja áherzlu á eftirfarandi atriði í æskulýðsmálum: • Koma upp aðstöðu til æskulýðsstarfs í einstök- um borgarhverfum. • Efla þann þátt í starfi Æskulýðsráðs, sem miðar að stuðningi við hin frjálsu æskulýðsfélög. • Vinna að sérmenntun æskulýðsleiðtoga og leið- beinenda í tómstundastarfi. % Nýta skólahúsnæði borgarinnar í ríkara mæli til æskulýðsstarfs. • Auka kynningu í skólum á æskulýðsstarfi. • Stuðla að auknum bindindisáhuga meðal æsku- fólks og vinna gegn neyzlu fíknilyfja, m. a. með skipulagðri fræðslu. • Auka tækifæri til útileikja á opnum svæðum í borginni og skapa aðstöðu fyrir æskufólk í ná- grenni borgarinnar. Þetta eru nokkur atriði úr störfum og stefnu Sjálf- stæðisflokksins í æskulýðsmálum borgarinnar. Æskulýðs- starf hefur stóraukizt á sl. 4 árum, en á næstu árum er fyrirsjáanlegt að það mun aukast enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.