Morgunblaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 10
MORiGUNBILAÐIÐ, FÖSTUDAGUR lf7. JÚLÍ 1070 Kveðjuorð herra Sigurbjörns Einarssonar biskups við útförina í gær Kisturnar bornar úr kirkju, Og lítil þjóð, dreifð, stendur í dag samhuga við eina gröf Hörmung bættu hvenær sem lífið linnir. Drottinn, gættu að dauðastundu minni. „Hví er ednn dagur öðr- um ólíkur, þar eð sólin er ljósgjafi daganna árið allt?“ Svo er spurt í helgri bók. Og hví eru mennimir svo ólíkir? er síðan spurt. Þeir eru þó allir úr sama efni og einn hefur skapað þá alla. Sumir stýrðu heil- um þjóðum með hyggindum og voru skarpskyggnir leið- togar lýðsins. Eftir lifir nafn nokkurra, en aðrir létu eftir sig enga minning. (Sir. 33 og 34). Þannig segir þar. Ólíkir eru dagamir. Öll- um skín sama sól og sama húmsins fang vefst um all- ar vistir manna. En svo em dagleiðir misjafnar sem menn eru margir. Og ein nótt er ei til enda trygg. Svo getur morgunn heilsað, að heilli þjóð verði dimmt fyr- allir að kalla samtímis, hvað orðið hafði á Þingvelli þá dimmu júlinótt. Runnu ekkí mörgum í hug hend- ingamar, sem hrutu af vör- um karlmennis, þegar slysið spurðist, sem grandaði Bald- vini unga: Ísalands óham- ingju verður allt að vopni, eldur úr iðrum þess, ár úr fjö llum . . . En hér eru ekki þeir kvaddir, sem slíkt vildu mæla að skilnaði. Þau treystu hamingju íslands. Lítil þjóð heldur áfram að lifa, rnæta ólíkum dögum og margri nótt, við misjafnt lán á ýmsa lund, en bama- lán mikið, þegar alls er gætt. Hún hefur haft ríka hamingju af bömum sínum, sonum og dætrurn, þótt skammlíf væru fleiri en skyldi. Jafnvel hið unga bam, sem aðeins fær að lifa 4 ár, getur gefið minnilega bendingu um fyrirheitin, sem fólgin eru í stofni þjóð- Líkfylgdin ekur suður Fríkirkjuveg um fánaborg. ir augum. Það gerðist í síð- ustu viku. Sá dagur var ólíkur öllum, sem þjóð vor hefur átt saman, óskipt og einhuga. Og eins er um þennan dag. Hér eru þrjár kistur vígðar til grafar senn, Fágætt í sjálfu sér, en ekki einstætt. Mörg hafa slysin orðið fyrr og síðar, sjaldan fleiri og margháttaðri en á þessu ári. Og söm eru sárin nákomnum, hverjir svo sem í hlut eiga. En hér laust því höggi á, að eigi varð brestur í einu húsi eða fáum, heldur um allt ísland. Og lítil þjóð, dreifð, stendur í dag sam- huga við eina gröf. Saga hefur aukið einum tregastreng í hörpu sína. Hún átti aðra fyrir. Óm- arnir þaðan bárust ekki eins hratt yfir áður. En þeir hljóðnuðu ekki í bráð. Eftir lifir natfn nokkurra. Aldregi græt ég annan meir, var hugsað og sagt löngu síðar stundum. Það varð ekki kunnugt um allt land í einni svipan, þegar Eggert hvarf í Breiðafjörð og þau hjónin bæði, eða þegar Baldvin brenndist til ólífis, svo þessi dæmi séu nefnd. Nú vissu Líkfylgdin fer um Hringbraut. meiðsins. Þú átt að lifa, litla þjóð. Það skal þögnin segja, sem nú hvílir yfir landi. Þú, litla þjóð, dreifð, sundruð um smátt og stórt í skammsýnum sviptingum, sameinuð í miklum minn- ingum, ljúfum og sárum, eitt í vonum og lífsvilja, eihhuga við gröf þinna mestu rnarnna, þú átt að lifa, þótt foringjair falli, sem stýrðu með hyggindum og voru skarpskyggnir leiðtog- ar lýðsins, failli í ótíma og skilji eftir vandfylilt skörð. Þú átt að lifa öll þín áföll, þín hamingja skal sigra harma þína, græða sárin þín. Þessu heita börnin þín við legstaði leiðtoga sinna, þessa biðja bömin þín, lífs og liðin, það gefi Guð vors lands. Og Drottinn seg'ir í orði sínu: Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég bef í hyggju með yður, fyrirætl- anir til heiilla og ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þá mun- uð þér ákailla mig og fara og biðja til mín og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig, segir Drott- inn (Jer. 29). Svo skulu þau kvödd, sem hvílast hér. Ég flyt þeim þökk kirkjunnar minnar, Sigríði og Bjaraa, einnig persónulegar þakkir fyrir samstarf, þegar hann var kirkjumálaráðherra. Hann mat kirkjuna, hennar köllun og viðleitni, til þess hafði hann skarpskyggni leiðtog- ans. Ég flyt kveðju frá kirkju Hóla, kirkju Skál- holts, kirkju þess Lögbergs, þar sem þjóðin játaðist und- ir konungdóm Krisís, hans, sem er upprisan og lífið. Honum fel ég ykkur, vinir, ykkur og allt, sem orðið er, og allt, sem verða mun. Kom, Jesú Kristi trú, kom, kom og í oss bú, kom, sterki kærleikskraftur, þú kveikir dáið aftur. Ein trú, eitt ljós, einn andi í einu fósturlandi. Miskunn og friður Drott- ins sé með yður öllurh. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.