Morgunblaðið - 17.07.1970, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.07.1970, Qupperneq 15
MOROUNBiLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚX.Í 1070 15 i\og ao gera í grænmetinu Skólagarðarnir hafa lengi verið gott aðhald og skemmti- leg von fyrir litlu krakkana. Þau hafa gamnað sér við að yrkja garðblettinn sinn og átt þar við margar góðar stundir yfir sumarið. Þetta hefur hvort tveggja í senn, haldið þeim frá því að eyða löngu sumri á götunni, og um leið skapað þeim vinnugleði í jarð yrkjunni og drjúgan skerf heim með sér í uppskerulok- in, er hausta tekur og húmar að. Það er ekki lítils virði fyr ir ungan garðyrkjuhónda að koma klyfjaður af jarðávöxt- um, og e.t.v. með nokkur blóm heim til að leggja í búið og gleðja mömmu og pabba með. Og engu að síður gleðst mamman yfir litla fólk- inu sínu, sem hefur lagt sig allt fram yfir sumarið til að standa með foreldrunum og afla matfanga til hoimilisfi/ns. Þetta er uppbyggilegt starf, og skilur eftir ómetan- legan þroska hjá þessum yngri borgurum. Þeir eiga líka að fá að reyna sig. Við skruppum með ljós- myndarann að skoða fólkið við þessi störf sín um dag- inn, og það var bæði skemmti legt og fróðlegt. — Halldóra Halldórsdóttir er níu ára gömul og var hún að ljúka við að raka garðinn sinn. — Hvað ertu að rækta í beðunum þínum? — Æi, ég man það nú ekki . . . ætli það sé ekki blöðru- kál og blómkál og svo er það nú margt fleira. — Margrét er að passa garð inn fyrir bróður sinn. — Mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt, en ég geri það samt vel. Tvær dömur eru að vinna saman, þær eru vinkonur af Rauðalæknum, Jakobína Jóns dóttir og Lilja Valsdóttir. — Við fáum hérna fimm beð hvor. Eitt blómabeð, þrjú grænmetisbeð, og eitt kart- öflubeð. Þar í setjum við nið- ur 40 kartöflur, 20 í hvora röð, en við vitum nú ekki alveg, hvað við fáum margar kartöflur úr þeim í haust. — Tvær menntaskólastúlk- ur, Herdís og Jóh.anna, eru börnunum til leiðsaignar. — Við unum okkur ágæt- lega hérna. Við höfum í görð- unum alls um 250 börn. Þetta er ágætt starf. Moldin bítur okkur ekki neitt. — Þetta er alveg dýrlegt starf, og yndislegt að vera hérna. Sigurjón Jónsson heit ir maður, gamall garðyrkju- maður, sem hefur þann starfa þarna að fá börnunum áhöld- in til garðyrkjunnar. - Ég er nú hérna, því að ég þekki handtökin. Það er gott að hafa svona karla. Ég hirði líka oft áhöldin eftir krakkana. Þau vilja stundum gleymast. Það er ekkert skrít Herdís og Jóhanna. Maður fær stundum köggla í hausmn, en það gerir ekkert til. Strákar verða alltaf strákar. — Hér kamu í morgun am erískir ferðamenn. Þeir voru mjög hrifnir af þessu fyrir- komulagi okkar. Þeir höfðu aldrei fyrr heyrt talað um skólagarða, en fannst hug- myndin góð. Og það er hún líka. Margrét er að passa. Halldórr. hirðir garðinn sinn. Sveinn Kristinsson Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó Þjófahátíðin (Camival of Thieves) Amerísk kvikmynd Framleiðandi: Josephe Levine Leikstjóri: Russell Rouse Hvað sem annars verður um mynd þessa sagt, gott eða illt, þá verður því ekki neitað, að hún er mjög spenmandi á köfl- um, þótt eftirvænting sé ekki jöfn alla myndima á enda, eins og í hinum bezt byggðu kvik- myndum. Og það sem setur aðalspenn- ÍTrginm í myndina, er hugvitsam lega sviðsett innbrot í bamka nokkum á Spáni, en þar eru geymdir verðmætustu dýrgripir landsins í aldir aftur. — Þátt- takemdur í ráninu ganga af mis- miklum kjarki til þess leiks, og raunar ekki allir af sömu hvöt um. Erfiðleikar við framkvæmd verksins eru líka greiinilega mikl ir í byrjun, ekki sízt þar sem bankinn er staðsettur svo til beint á móti lögreglustöðinni á staðnum. Á hiinn bóginn fær einn úr inmbrotsþjófaflokknum þá snjöllu hugmynd að notfæra sér útihátíðarhöld mikil, sem fram fara á torginu fyrir fram- an bankamn, til að koma himum skuggalega verknaði í fram- kvæmd. — Og svo maður haldi sögunni áfram — það vill svo vel til, að maður segir áhorfend um ekki of mikið með því — þá gjörir ránið eiginlega hvorki að heppnast eða misheppnast. Þó sprettur upp af því ein gifting, þótt „status quo“ haldist að mestu í fjármunalegum efnum. Ekki dregur það að marki úr spenningnum, sem þessari mynd er samfara, þótt hún sé með gam- anmyndasniði, en- sem kunnugt er dregur slíkt gjarnan úr dramatískri eftirvæntingu í kvikmyndum. En hér hefur að mestu leyti tekizt að hindra slíkt. — Innbrot í banka og aðrar pen- ingastofnanir virðast einkar vel til þess fallin að vekja spenning meðal áhorfenda. Kannski blundar innst í vitund fleiri manma en ætla mætti, flöktandi þrá eftir því að framkvæma ein hvern tíma sjálfir vel heppnað- an verknað af því tagi, enda munu þeir ekki margir betur launaðir en dugmiklir og heppn- ir innbrotsþjófar. — En hugur ýmissa framgjarnra manna stefn ir, sem kunnugt er, oft eindregn- ast að því að skapa sér sem ör- uggasta og traustasta efnahags- lega afkomu. Svo mikið er víst, að oft kem- ur vatn fnam í munninr. á mér, er ég leiði sjónum þau miklu verðmæti, er fara tíðum um hend ur þjófa í bankaránsmyndum, en þá verð ég jafnhliða að viður- kenna, að ég er ekki hátekju- maður og því ekki heppilegur viðmiðunarpunktur í fjármálum yfirleitt. En hvað sem um það er, þá hafið þið þarma, sem sagt, spenn andi kvikmynd, með gamansömu sniði, sem er vel þess virði að eyða kvöldstund á. S. K. Ferða- og sportbuxur PEYSUR af ýmsum gerðum og litum, falleg vara. Ó.L. Laugavegi 71 — Sími 20141.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.