Morgunblaðið - 17.07.1970, Blaðsíða 17
16
MORiGUNiBILAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚL.Í 197«
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik-
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttastjóii Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands.
f lausasölu 10,00 kr. eintakíð.
ÍSLAND
l/ríst er það rétt, að ísland
’ hefur verið talið harð-
býlt land; af sumum er það
álitið kraftaverk, að okkar
fámenna þjóð hafi megnaö
að byggja þetta land og
stofna hér á þessum hólma
frjálst og ful'lvalda ríki. Það
er að nokkru leyti rétt, að
fsland býr ekki yfir þeim
sömu auðlindum og margar
þær þjóðir, sem við þekkj-
* um bezt. Vegna landshátta
eru samgöngur allar erfiðar
innanlands; vegna fjarlægðar
frá öðrum löndiun er það oft
á tíðum torvelt og kostnaðar-
samt að halda uppi samskipt-
um og viðskiptum við aðrar
þjóðir. Hér gerast veður oft
válynd: langir og harðir vet-
ur, stutt og oft rysjótt sumur.
En þótt hér skorti ýmis þau
gæði, sem aðrar þjóðir ráða
yfir, er þetta land þeim kost-
um búið, sem í mörgum til-
vikum eru miklu verðmæt-
ari. Ber þá fyrst að nefna
guHkistuna, hin gjöfulu fiski-
mið umhverfis landið. í greip
ar Ægis hafa Íslendingar sótt
lífsviðurværi sitt; sá fjársjóð-
ur hefur um langan tíma
verið efnahagsleg stoð þjóð-
. arinnar. í fallvötnum lands-
ins er óbeizluð orka, þar bíð-
ur fullhuga forimgja, þeirra,
sem trúa á landið, mikið
verk. Reyndar hafa fyrstu
skrefin verið stigin á þeirri
braut, en mikið starf er enn
óunnið. Við búum við þau
náttúrugæði, sem margar aðr-
ar þjóðir hafa fyrirgert. Við
ráðum yfir tæru vatni, fersku
og heilnæmu andrúmslofti og
ómenguðu umhverfi. Við er-
um svo lánsamir íslendingar
að vera fámenn þjóð, sem að
mestu leyti er laus við hin
miklu félagslegu vandamál,
sem margar aðrar þjóðir
glíma nú við. Við erum ein
þjóð, laus við kynþáttaskipt-
ingu, stéttaskiptingu og
félagslegam órétt. Og nútíma-
tækni og atorka hafa á síð-
ustu tímum bætt svo landið
og aðstöðu landsmanma, að
auðvelt er að sigrast á erfið-
leikum, sem áður urðu þung-
bærir.
íslendingar gera oft á tíð-
um mikið úr stundarerfið-
leikusm, þeim finnst á stund-
um, að þeir búi við þrengri
kost en aðrar þjóðir. En stað-
reyndin er hins vegar sú, að
við búum í gjöfulu landi,
góðu landi, sem mun búa
okkur góða framtíð, ef við
missum aildrei trúna á landið
sjálft og fólkið, sem það
byggir.
ísland er einbúi nyrzt í
Atlaotshafi, fjærri öðrum
löndum. Hér býr þjóð öguð
við eld og ísa. Þetta er okkar
föðurland; hér hafa íslend-
ingar unnið hörðum höndum
í aldaraðir — „þér vinn ég,
það er ég vinm.“
Háskóli íslands
TTáskóli íslands er einn af
*■ hornsteinum okkar smáa
þjóðfélags, hann er stofnsett-
ur á aldarafmæli Jqns Sig-
urðssonar, forseta. Þannig
hafa íslendimgar tengt Há-
skólann sjálfri sjálfstæðis-
hugsjóninni. Slíkri stofnun
verður að sýna þá ræktar-
semi, sem hæfir.
Nu er tæpt ár síðan há-
skólanefnd sikilaði áliti um
eflingu Háskólans. Háskólinn
og stjómvöld hafa nú í megin
atriðum fallizt á þær tillög-
ur, sem fram eru settar í áliti
háskólanefndar. Þessa daga
sj’ást merki þess, að hafizt
hefur verið handa um fyrstu
framkvæmdir, sem grundvall
aðar eru í samræmi við álit
háskólanefndar. Ríkisstj órnin
hefur nýlega ákveðið að beita
* sér fyrir því, að fjárframlög
til Háskólans verði aukin til
muna, til þess að tryggja
framgang þeirra breytinga,
siem nú eru ráðnar. Þannig er
í ráði að auka fjárveitingu til
reksturs Háskólans um 28 af
hundraði og veita töluverðu
fé till kaupa á rannsóknar-
tækjum.
Töluverðar breytingar
jverða gerðar á nokkrum
deildum skólans. Munar þar
ef til vill mestu um, að hér
eftir geta menn tekið loka-
próf frá verkfræðideild; um
leið eru ákveðnar breytingar
á laganómi, nómi í raunvís-
indum og viðskiptafræðum.
Þá verður í haust hafin
kennsla í félags- og stjórn-
nválafræði, sem verða mun
grundvöllur að kennslu í þjóð
félagsfræðum við skólann.
Stúdentum fjölgar jafnt og
þétt, æ stærri hluti úr hverj-
um aldursflokki á þess kost
að stunda háskólanám. Þessi
vaxandi fjöldi kallar á aukið
húsnæði, enda eru nú fram-
undan miklar byggingafram-
kvæmdir á vegum Háskólans.
Hásfcóli íslands á að vera
aflgjafi í andlegri og verk-
legri menningu þjóðarinnar,
frá honum eiga að berast ný-
ir straumar. Af þessum sök-
um verður þjóðin að búa svo
vel að Háskólanum á hverj-
um tírna, sem frekast er kost-
ur. Þjóðin sjálf tengdi upphaf
Háskólans við fæðingardag
Jóns Sigurðsson; reisn hans
eða niðurlæging lýsir hug-
arþeli þjóðarinnar til sjálf-
stæðisins.
Kisturnar í kórdyrunum.
Mannfjöldinn á Kirkjutorg-i.
MORGUNBiUAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚL.Í 1970
17
Vér hugsum nú um þau þr jú
— saman á nýrri ferð
Minningarræða sr. Jóns Auðuns, dómprófasts, við útförina í gær
SVO streymir hún áfram,
alda aldanna, með þunga,
sem enginn stöðvar fremur
en lítil barnshönd heftir hið
stóra fljót. Og þó eru til-
brigðin þúsundföld, þegar
aldan brýtur fald og hnígur.
Þá er stundum eins og lít-
ill lækur ljúki sínu létta
hjali, og ljúfan niðinn heyra
einir þeir, sem naestir hon-
um standa. En stundum
hnígur aldan með ofsa, líkt
og brimfext bára steypist
frarn af brún. Þá heyrist
báruhrunið um lönd og um
álfur.
Og svo varð um miðja
júlínótt á Þingvöllum, að
þar braut sú alda sinn háa,
fagra fald, að hrunið berg-
málaði frá yztu nesjum til
innstu dala þessa lands og
vakti hryggð og harm ekki
aðeins þar, heldur einnig í
öðrum löndum og álfum, svo
að óvíst er að þangað hafi
utan af íslandi borizt fregn,
sem meiri athygli og heitari
samúð hafi vakið. Slíkrar
virðingar naut íslenzki for-
sætisiráðherrann meðal for-
ystumanna auistan hafs og
vestan.
Báran er hrunin. í hljóðri
kyrrð helgidómsins sitjum
vér, og þorri landsmanna
við viðtækin, og fremur
minnumjst vér og þökkum,
hve stór var sú gjöf, sem
oss var gefin, en hins, hve
mikið er misst. Það þykj-
umst vér vita öll og vitum
þó ekki.
Af atgjörvi, sem fáum er
gefin, gerðu göfug hjón
garðinn sinn frægan, og sá
garður var stór. Hann var
ísland allt, auðna þess, líf
þess og lán.
í æskuheimikim forsætis-
ráðherrahjónanna var lagð-
ur grunnur þeirrar gæfu,
sem þau urðu landi og þjóð.
Frú Sigríður var fædd og
alin upp í heimili foreldra
sinna, frú Önnu Pálsdóttur
og Björns skipstjóra Jóns-
sonar í Ánanaustum, með
stórum systkinahópi. Þar
sótu í öndvegi skapfesta,
manindómslund og atorka
merkra stofnia. Og æsku-
heimilinu sínu bar frú Sig-
ríður sjálf fagurt vitni. Hún
þurfti í engu að breyta
hugarheimi né háttum þótt
hún kæmist ti1 æðstu met-
orða íslenzkra kvenna. Hjá
henni héldust í hendur lát-
leysi, hjartahlýja og með-
fædd fyrirmennska. Sið-
dekri sinni hún lítt, en sat
með ótvíræðri sæmd sinn
bekk, sinn háa sess. Henni
var jafn eðlileg umgengni
við svonefnt tignarfólk og
allþýðu, sem á vegi hennar
varð eða í hús hennar kom.
Hvort sem hún sat í kon-
ungissal eða kotungsranni,
var bros hennar eirus og við-
mót hið sama.
Bjarni Benediktsson var
afburðamaður að vitsmun-
um og mörgum mannkost-
um öðrum, en þó er ekki
víst, að hann hefði orðið sá
afreksmaður sem hann varð
ef ekki hefðu komið til
uppeldisáhrifin í heimili
foreldra hans, frú Guðrúnar
Pétursdóttur og Benedikts
Sveinssonar. Þar nærðist
hann ungur af andrúmslofti
íslenzkrar menningar og
mennta. Þar voru íslenzkar
bókmenntir og íslenzk stjórn
mál og saga dagleg umræðu-
efni, og þann arf ávaxtaði
hann fagurlega, fægði og
skyggði feðranna, mæðr-
anna gull. Hann hóf afskipti
af íslenzkum þjóðmálum
óvenjulega vel til afreka bú-
inn að lærdómi í lögvísind-
um og stjórnfræði, en um
hitt var ekki minna vert, að
við fætur skapföstrar móð-
ur og gáfaðs, fjölfróðs föður
hafði hann setið sem barn.
En þótt hiann yrði vísari
margs um menn og mann-
legt líf, er faðir hans las
honum og systkinum hans
Sturlungu og önnur klassísk
ísienzk gullaldarrit, jók
hann þó við mannþekkingu
sína með stöðugum lestri
bókmennta, fornra og nýrra,
fram á síðasta dag. Og af
því að mikil mannþekking
hans hélzt í hendur við af-
burðaþekkingu á stjórnvís-
indum og sögu, varð hann
afburða stjómmálamaður
og flokksforingi. Honum
voru kornungum fengin í
hendur hin mestu trúnaðar-
störf, en engin þau, sem
hæfileikar hans og vitsmun-
ir stóðu ekki fyllilega undir.
Hann þurfti ekki að berjast
fyrir þeim frama, sem hann
hlaut, og um eigin hagsmuni
gengur hann með hreinan,
skyggðan skjöld af hólmi
stjórnmálanna. Það var svo
margt, sem oss, er fylgd-
umst með honum frá unga
aldri, þótti vænna og vænna
um í fari hans. Störf hans á
vettvangi alþjóðamála og
norrænnar samvinnu, öfl-
uðu honum slíkrar virðing-
ar erlendra forystumanna,
að það varð íslandi sæmd.
Menn gleymdu því þar, þeg-
ar þeir hlustuðu á mál hans,
að hann var fulltrúi eins
smæsta smælingjans í sam-
félagi þjóðanna. Ísland varð
stærra, þegar hann var full-
trúi þess.
Vér bíðum manns, sem
slíkum björgum geti lyft.
Vér bíðum. En í harminum
er til þess að hugsa, að það
er gæfa litlu landi, lítilli
þjóð, að eiga slíka menn að
missa, sem Bjarni Bene-
diktsson var.
Vinátta frú Sigríðar og
hans var þeim dýrmæt, sem
áttu, og hama átti fjöldi
manns, víðsvegar um þetta
land. í heimili þeirra sátu
í öndvegi háttprýði, hóf-
semd og hjartanileg gest-
risni. Bjarni Benediktsson
stóð mjög í storminum og
flýði sízt af þeim hólmí.
Þeim mun meira virði var
honum hið yndislega heim-
ili, sem frú Sigríður skóp
honum. Þar var fögru mann-
lífi lifað foreldranna, barn-
anna fjögurra, tveggja
systkinabarna frú Sigríðar,
sem þar áttu mikið athvarf,
og annarra frænda og vina.
Bjarni Benediktsson var
aldrei einfari og allra sízt að
því er til fjölskyldu hans
tók. Og einn lagði hann ekki
upp í hinztu ferð. Þar fór
konan hans með honum,
hún, sem hina fegurstu sam-
fylgd hafði veitt honum áð-
ur. Og ljósgeislinn bjarti í
lífi þeirra síðustu árin, varð
samferða þeim. Þér eruð
snauðari, foreldrar og ást-
vinir, sem hér sjáið þessu
yndislega, gáfaða barni á
bak, en þau eiga hann enn,
hann er enn með þeim. And-
spænis foreldratárum, þegar
bamið deyr, kemur mér tíð-
um í hug hið víðfræga ljóð,
sem Longfellow orti fyrir
munn föður og móður, þeg-
ar hann horfði á litlu stúlk-
una þeirra látna. Hann
horfði lengra, hátt yfir hel
og fár, og sagði:
En er við seinna faðrnað
hana fáum
og feginstárum þrýstum
hjarta nær, -
þá ei sem barn hún birtist,
en við sjáum,
að barnið það er orðið fögur
mær.
Vér hugsum nú um þau
þrjú saman á nýrri ferð. Og
hér, í þessum gamla helgi-
dómi, er forætisráðherra-
hjónanna minnzt með virð-
ingu og með söknuði, því
að hingað sóttu þau sam-
an helgar tíðir fjölmarga
sunnudaga hin síðari ár.
Og hingað sóttu systkinin
öll saman guðsþjónustu
fyrsta sunnudag eftir hið
mikla reiðarslag. Og það
langar mig að segja hér,
að lærdómsríkt mætti þeim
vera, sem fárast yfir smá-
munum, að sjá, hvernig
börn forsætisráðherrahjón-
anna hafa borið sorg, sem
þó er vissulega þyngri en
tárum taki.
Báruhrunið, sem barst frá
Þingvöllum um gjörvallt
þetta land, hljóðnar. Vér
hugsum um frú Sigríði
Björnsdóttur, göfuga konu,
sem ung var gefin miklum
manni, fylgdi honum að
leiðarlokum og fylgir hon-
um enn. Vér hugsum um
lítinn svein, sem afi og
amma fá enn að leiða. Og
vér sjáum fyrir oss ástvinu
forsætisráðherrans, sjálfa
Sögu. Handan storms og
strauma situr hún og skráir
það, sem á að geymast og
má ekki gleymast. Og á
spjaldið letrar hún þeirra
nöfn, sem íslandi hafa unn-
að og unnið af mestum
manndómi á þessari öld.
Þar skráir hún í fremstu
röð nafnið: Bjarni Bene-
diktsson.
Gefi oss Guð aftur slíkan
mann.
Gefi Guð þeim þrem simn
frið, sinn heilaga frið. í
Jesú nafni. Amen.