Morgunblaðið - 28.07.1970, Page 3

Morgunblaðið - 28.07.1970, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 218. JÚLÍ 1970 3 NOKKRIR ungir menn um tvítugt smiðuðu þennan bíl úr ýmsu samsafni, bílgrind, Saab-vél o.fl. og nú um helg- ina fóru þeir að spóka sig á þessu „trillitæki“ á gótum Reykjavíkur. Lögreglan var þó ekki alls kostar sátt við þetta framtak ungu mann- anna. Var bíllinn tekinn úr umferð, enda númerslaus, og dreginn í Vökuportið. Saiinkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefði þetta uppátaeki ungu mannanna verið allt í lagi, ef þeir hefðu haldið sig úr alfaraleið, enda var það víst upphaflegur ásetningur þeirra. En á góð- viðrisdögum er freistandi að aka um á opnum bílum, spretta úr spori og það gerðu piltarnir. Margt er óvanalegt við þennan bíl. Vélin í honum er Á myndinni, sem fylgir, er lögreglumaður við stýrið, Hann er broshýr, enda lik- legast skemmtilegt að taka í kerru sem þessa. öfug og sætin eru öfug, þ.e. maður situr á stólbakinu og hefur setuna fyrir bak. Þá var og ekkert, er hljóðdeyfði arg- ið í vélinni. Vinrislan í „trylli- tækinu“ var þó svo 'góð að ek'ki reyndist unnt að vera í umferðarröð — þeytzt var fram úr og það fannst lögregl unni miður. Þá hafði og öku- maðurinn gleymt ökuskírtein- inu heima. Afmælishátíð HSK á Laugarvatni Fjölbreytt íþróttakeppni og skemmtidagskrá HÉRAÐSSAMBANDIÐ Skarp- héðinn gengst fyrir miklum há- tíðarhöldum á Laugarvatni um næstu h-elgi — verzlunarmanna- helgina. Verður það jafnframt 60 ára afmælishátíð félagsins. Hefst hátíðin á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudags- kvöld. Keppt verður í mörgum greinum íþrótta og einnig verð- ur fjölbreytt skemmtidagskrá bæði á laugardag og sunnudag og dansað verður öll kvöldin. Að undanförnu hefur verið unnið mikið starf við undirbún- ing hátíðarinnar og komið fyrir pölluim og. sölusikálum, og íþrótta völlurinn standsettur. Þá hefur einnig verið unnið við lagfær- ingu tjaldstæðanna, sem eru nú orðin mjö'g góð. Verða þau opnuð klukkan 16,00 á föstudaginn, en þá um kvöldið verður dansleik- ur á einuim palli og leikur hljóm- sveitin Mánar frá Selfossi fyrir dansi. Laugardaginn 1. ágúst hefst svo afmælishátíðin formlega með því að Jóhannes Siglmundsson, formaður H.S.K. setur íþrótta- keppninna og strax a@ þeirri setn ingu lokinni hefst keppni í frjáls uim íþróttuim. Kl. 17,00 verður svo handknattleikur stúlkna, úrslita- leikur í bikarkeppni H.S.K. í knattspyrnu og gliimukeppni þar sem fiimim manna sveitir frá H.S.K. og Reýkjavík keppa. Um kvöldið verður svo skemimtidagskrá og hefst 'hún kl. 20,00. Þar koma fram Flosi Ól- afsson, Gisli Alfreðsson, Karl Einarsson, þjóðlagakvartett og Heiimir og Jónas. Að loikuim verð- ur svo dansað á tveimur pöllum og leika hljómsveit Þorsteins Guðimundssonar og Mánar fyrir dansi. Á sunnudaginn heldur hátíðin áfram kl. 13,30 en þá verður helgistund, sem séra Eirikur J. Eiriksson flytur. Þá flytja ávörp heiðursformaður H.S.K., Sigurð- ur Greipsson; fonmaður U.M.F.Í., Hafsteinn Þorvaldsson og Gísli Halldórsson, forseti Í.S.Í. Einnig kemur fraim þjóðlagatríóið „Lít- iö eitt“ frá Hafnarfirði og Karl Einarsson leikari skemmtir. íþróttir verða á dagskrá og verð ur þá keppt til úrslita í nokkrum greinum frjálsra íþrótta og Gull- aldarlið Akurnesinga leikur við lið frá Selfossi. Um kvöldið verður svo skemimtidagskrá þar sem Flosi Skállholti, 27. júlí. SKÁDHOLTSHÁTÍÐIN var hald- in hér á sunnudag. Geysiimargt fólk sótti 'hátíðina og meðal hátíðargesta voru forsetalhjónin, herra Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, og forsætisráð- 'herra, Jóihann Hafstein. Skál- holtskir'kja var þéttsetin og fjöldi fólks hlýddi á guðsþjónustuna og það sem fram fór á samkom- Ólafsson, Gísli Alfreðsson og Ómar Ragnarson koma fram. Að lökuim verður stiginn dans á tveimur pölluim og lei'ka sömu hljómsveitir og kvöldið áður. Sætaferðir verða frá B.S.Í. á meðan á hátíðinni stendur og munu hótelin á Laugarvatni verða opin og veita fyrirgreiðslu. Lætenir verður á staðnum, svo og löggæzla, en lögð verður álherzla á að framfylgja banni við 'áfengisineyzlu é staðraum. Sérstök hátíðamefnd hefur starfað að undirbúningi Laugar- vatnslhátíðarinnar og er Her- mann Sigurjónsson formaður þeirrar nefndar. unni í kirkjunni á eftir úti í gegn um hátalarakerfi. Fyrir guðsþjónustuna var form lega tekið í notkun nýtt raf- magnslhringingarkerfi við kirkj- una, sem Ludvig Storr, aðalræð- ismaður Dana, og frú hans gáfu. Skálihioltslhátíðin fór mjög vel fram og hátíðlega í afbragðs góðu veðri. — Björn. Fjöldi á Skál- holtshátíð — HVERS VEGNA EKKI AÐ FÁ SÉR SVEFN- HERBERGISSETTIN NÚNA STAKSTIINAR „í*ekktu sjálfan þig” Töluverð gagnrýni hefur verið höfð í frammi á fjölmiðla eins og dagblöð, útvarp og sjónvarp. Þessi gagnrýni hefur oft og tíðum verið ákaflega hörð, enda stund- um skotið yfir markið. í þessari ádeilu kemur þó vissulega eitt og annað fram, sem vissulega sr ástæða að taka eftir; augljóst er, að margt má til betri vegar færa í fari þessara stofnana. Hins veg- ar er gagnrýnin -fiins og hún er í mörgum tilvikum framsett bæði handahófskennd og lítt rök- studd. Það fer ekki milli mála, að nokkur hluti þessarar gagn- rýni er af pólitískum toga spunn- in, og reynt hefur verið að sefja fólk til andstöðu við ákveðna fjölmiðla. Starfsemi af því tagi fær engu þokað til betri vegar, enda er tilgangurinn ekki sá. Hitt er augljóst, að jákvæð og rökstudd gagnrýni ber oftast ár- angur og stuðlar að framförum og betri vinnubrögðum. Ungur stúdent, Hrafn Gun»laugsson, skrifaði gagnrýni á Morgunblað- ið, sem birtist hér í blaðinu sl. föstudag. Hann endaði grein sína þannig: „Því þessum orðum verð ur seint hnekkt: Þekktu sjálfan þig.“ Auðvitað verða menn að líta öðru hvoru í eigin barm og bæta úr því, sem aflaga hefur far ið. Það er eðlilegt, að gerðar séu síauknar kröfur tii dagblaða og raunar allra fjölmiðla, svo áhrifamikil sem þessi tæki eru. Hinu mega menn ekki gleyma, að þrátt fyrir auknar kröfur, þá hafa orðið breytingar til batnað- ar og enn eru að gerast breyting- ar, þó að hægt fari. Þessar stað- reyndir verður að hafa í huga, þótt ekki eigi þær að draga úr áhuga fyrir breytingum, heldur miklu fremur að örva menn til frekari átaka á þessu sviði. Stjórnmála- umræður Stjórnmálaumræður í dagblöð- um virðast stundum lítið amfcð en karp um keisarans skegg og vekja af þeim sökum ekki áhuga hins almenna lesanda. Það er ef til vill einn helzti ljóður á ráði dagblaðanna, útvarps og sjón- varps, að þessum f jölmiðlum hef ur ekki tekizt að færa líf í al- mennar stjórnmálaumræður, þeim hefur ekki tekizt að glæða áhuga almennings. Ástæðurnar eru eflaust fjölmargar og vega allar þungt á metaskálunum. 111- vígar deilur og persónulegt níð eru nú óþekkt fyrirbrigði að heita má. í staðinn hafa komið krytur blaða og stjórnmála- flokka, sem virðast ekki vekja almennan áhuga. Þetta er að vísu framför, en ljóst er að gæða þarf þessar umræður meira lífi, þann- ið að almenningur fáist til þess að taka þátt í stjórnmálaumræð- um. í þessu efni er auðvitað við ramman reip að draga og á al- menningur nokkra sök þar á. Auk þessa stuðlar smæð þjóð- félagsins einnig að því, að smá- smugulegar aðfinnslur eru gerð- ar að grundvallarágreiningi, þannig veltir oft lítil þúfa þungu hlassi. — Þess vegna ber að fagna því, þegar jákvæð gagn- rýni kemur fram. Auðvitað eru deildar skoðanir um marga hluti og ævinlega sýnist sitt hverjum. En um hitt þarf naumast að deila, að það horfir í framfaraátt, þegar opinskáar og fordómalaus- ar umræður eiga sér stað um þessi efni. En sleggjudómar, sem til eru komnir vegna mismun- andi stjórnmálaskoðana, bæta ekki úr skák. < < C m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.