Morgunblaðið - 12.08.1970, Page 24

Morgunblaðið - 12.08.1970, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 12. ÁGÚST 1970 JohnBelÍ í nætur HITANUM 38 til að játa. Og geri hann það, þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur. — Þú átt við, að þá láti þeir okkur í friði? sagði Purdy. — Stendur heima. Purdy sneri sér að dóttur sinni. — Segðu honum frá því, sagði hann. Delores iðaði í sætinu og reyndi að líta út eins og hrein mey, sem hefði orðið fyrir árás, en leit samt út líkari einhverri skrípadúkku. — Nú, hann var alltaf að koma á nóttunni og gægjast inn um gluggana. Ég ætlaði að segja pabba frá þessu, en ég var hrædd, þar sem hann var lögga og það allt. En svo eina nóttina þegar pabbi var ekki heima, barði hann á dyrnar. Sagðist vera á leið í vinnuna. Hann sagð ist vera að leita að stúlku, sem gæti verið drottning á tónlistar hátíðinni. Hann sagði, að ég væri virkilega sæt, og vildi skrifa niður nafnið mitt fyrir hátiðina. Hún þagnaði og leit upp og Virgil benti henni að halda áfram. — Nú jæja, hann smjaðraði þarna fyrir mér um stund og sagði, að enda þótt hann ynni á nóttunni, þá þekkti hann svo marga, að hann gæti útvegað mér nógu mörg atkvæði. Og ef ég yrði hlutskörpust, gæti ég unnið ferð til New York. Svo man ég ekki meira hvað gerð- ist. Hann gaf mér drykk og sagði, að hann mundi hressa mig. Hann sagði, að ég væri til- vonandi drottning og allir mundu óska sér í mín spor. Hann sagði, að í New York mundi ég læra að syngja og dansa, og kannski líka komast í kvikmyndir. Hann sagðist geta látið allt þetta rætast, og ég ætti að vera sér þakklát. . . Eft- ir það man ég ekki vel eftir neinu, en hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, af því að hann hefði farið varlega. Ein- mitt með þessum orðum sagði hann það: hann sagðist hafa far ið varlega. Tibbs stóð upp.— Þú ert þá alveg viss um, að þetta hafi ver- ið hann Sam? Ég vil bara ekki láta mér skjátlast neitt, því að það gæti orðið þér til bölvunar. Delores leit upp og andlitið var líkast grímu. — Það var hann Sam, sagði hún. Virgil Tibbs fór út og ók af stað. Á lögreglustöðinni náði hann í langlínusamtal við Gott- schalk verkfræðing. Síðan heim sótti hann Harvey Oberst, sem var meinilla við að láta sjá sig með negra, en mundi þá, að þessi sami negri hafði losað hann úr varðhaldinu. Svo heim- sótti hann séra Amos og talaði við tvo drengi, sem klerkur náði í fyrir hann. Loks sneri hann aftur á stöðina og hringdi til Atlanta. Að öllu þessu loknu heimsótti hann tvo svarta bæjar búa og fjóra hvíta, hvar af tveir neituðu að tala við hann. Einnig heimsótti hann Harding lækni. Að öllu þessu loknu, var hann næstum orðinn uppgefinn. Hann hafði mjög lítið sofið og var orð inn þreyttur á að kljást við and stöðu, sém var ekki hans eigin sök. Nú var hann reiðubúinn að tala við Bill Gillespie. 12. kafli. Um morguninn, eftir erfiða andvökunótt, reis Duena Mant- oli á fætur og fann, að hún var búin að ákveða sig. Hún fékk Til sölu Tvær samliggjandi skemmur í Mosfellshreppi til sölu. Skemm- urnar eru að stærð 320 fm hvor og seljast í þvi ástandi sem þær eru í, til niðurrifs og brottflutnings. Nánari upplýsingar i simum 66218 og 66219 á venjulegum skrifstofutima. Tilboð óskast í timburhús í Varnaliðsstöðinni á Heiðarfjalli, Langanesi. Tilboðin verða opnuð hjá Sigurði Jónssyni, herppstjóra, Efra- Lóni, Lariganesi þriðjudaginn 18. ágúst kl. 11.00 árdegis. Sölunefnd varnaliðseigna. Bifreiðarstjóri Óskum að ráða röskan og duglegan mann til útkeyrslu á fóðurvörum. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi réttindi til að stjórna bifreið sem er yfir 5 tonn. Aðeins reglusamur maður kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni. Mjólkurfélag Reykjavíkur, Laugavegi 164. Sími 111 25. NÝTT FRÁ FINNLANDI HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEGI 13 - SÍMI 25870 GLÖS, ÝMSAR GERÐIR ÁVAXTASETT SKÁLAR KERTASTJAKAR OG MARGT FL. sér hressandi bað. Að því loknu leit hún á sjálfa sig I speglinum. Hún vissi, að hún var óvenju- lega lagleg og hún vissi líka, að hún hafði lagt mikið á sig til þess að vera það. Jæja, að útlitinu gat hún að minnsta kosti boðið hverri pilsaveru út, en í þetta sinn var það ekki fyrst og fremst útlitið hennar, heldur greindin, sem hún þurfti á að halda. Hún klæddi sig og fór niður til morgunverðar. George og Grace Endicott biðu hennar þar. — Við erum búin að frétta frá Eric, sagði Grace við hana undir eins og hún var setzt, — og hann hafði góðar fréttir að færa. í fyrsta lagi tókst honum að ná i góðan hljómsveitarstjóra til að bjarga hátíðinni fyrir okkur. — Hver er það? spurði Du- ena. — Það vildi Eric ekki segja, af því að hann vill koma okkur á óvart, þegar hann kemur hing að. Hin fréttin er sú, að umboð- ið, sem selur aðgöngumiðana fyr ir okkur segir söluna vera betri en nokkurn tíma hafði verið bú- izt við. — Það var gleðilegt að heyra, sagði Duena. Hún drakk svo eitt glas af appelsínusafa og sagði þeim síðan, hvað hún hefði í hyggju. — Þið haldið náttúr- lega, að ég sé orðin vitlaus, þeg- ar ég segi ykkur þetta, en ég ætla í bæinn í dag og hitta hr. Schubert. Ég þarf að tala við hann. — Um hvað? spurði Endicott, — Mér líkar ekki það, sem er að gerast. Það er eitthvað at- hugavert við það. Það er maður í fangelsi, sem ég held að sé saklaus. Ég skil ekki, hvers- vegna hann hefur ekki verið lát inn laus gegn tryggingu, eða þá að minnsta kosti formlega kærð- ur, eða hvernig sem þetta nú gengur fyrir sig. Grace Endicott greip fram í. — Þetta mundi ég ekki gera, Duena. Hvorki þú né neitt okk- ar þekkir neitt inn á gang svona mála, og við mundum ekki gera annað en flækjast fyrir þeim, sem kunna á þau. Það yrði aldrei neitt gagn í því, en gæti bara tafið fyrir þeim. Duena fékk sér aftur safa í glasið og drakk úr því. — Þú skilur þetta ekki. Hr. Wood . . . lögreglumaðurinn, sem kom hingað um daginn . . . er kominn í fangelsi. Spurðu mig ekki fyrir hvað en ég veit það. Þess vegna vil ég tala við borgarstjórann. George Endicott tók til máls, varkárnislega. — Ég held að þú látir tilfinningarnar ráða gjörð- um þínum, Duena. Vertu róleg og láttu karlmennina fást við þetta. Ef Wood er saklaus verð- ur hann ekki lengi í varðhaldi. Og svo er það hann Tibbs, ég hef ástæðu til að halda að hann sé mjög fær. — Honum kemur það nú að litlu gagni hérna. Hún sló út í aðra sálma. Gott og vel. Ætlarðu í bæinn í dag? — Já, seinnipartinn. — Má ég þá verða samferða. Ég gæti að minnsta kosti farið eitthvað í búðir. Endicott kinkaði kolli til sam þykkis. Frank Schubert lagaði sig til í stólnum, snortinn af hinum ögr andi töfrum gests síns. Hann velti því fyrir sér, hvernig hún hefði getað kjaftað George Endi cott upp í það að fylgja henni hingað, en það hafði hún sýni- lega gert. — Ungfrú Mantoli, hóf hann mál sitt, — ég ætla að trúa yður fyrir trúnaðarmáli. Viljið þér lofa mér að þegja algjörlega yf- ir því? — Því lofa ég, sagði Duena. — Gott og vel. Ég veit ekki, hversu vel þér þekkið efnahags- ástandið hérna í Suðurríkjunum, en viss svæði hafa orðið fyrir þungum áföllum. Og Wells er eitt þessara svæða. Við erum ekki á neinum aðalvegi, heldur aðeins á hliðarvegi, sem ekki er notaður nema af einum bíl af hverjum fimmtíu. Það er aftur sama sem, að við missum af mikl um ferðamannatekjum. Akur- yrkjan er í afturför hér um slóð- ir, iðnaðurinn hefur enn sem komið er ekki viljað flytja sig hingað — í stuttu máli sagt er bærinn og flestir íbúar hans bókstaflega á hausnum. Duena hafði hlustað með at- hygli og kinkaði kolli. — Okkur varð það Ijóst — bæjarstjórninni og mér — að eitt hvað yrði til bragðs að taka, eða ástandið yrði verulega alvarlegt. Þess vegna kom hann George hérna með þessa hugmynd um tónlistarhátið. Hún átti nú erfitt uppdráttar í fyrstunni, en hann sannfærði okkur um, að hún gæti komið okkur á ferðamanna kortið. Og yrði svo, gæti það Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Vertu samstarfsþýSur og kátur, og reyndu alls konar nýjar leiðir í starfinu. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Aðalspurningin í dag, sem þú þarft æ ofan í æ að vera að svara: Er þetta hagkvæmt? Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. I»ú hefur verið að reyna þig í einhverju starfi, og það sem þú hefur gert, verður endurskoðað bráðlega. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ýmislegt, sem þú áleizt vera frágengið er það ekki, og þér kemur það á óvart. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ilvatir þínar og hugarflug leiða þig á réttar brautir. Þú skalt stytta þér leið, því að þú fræðist á því. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. óvenjulegar aðstæður gleðja þig þessa stundina. Vogin, 23. september — 22. október. I’ér kemur gott ráð í hug. Reyndu að finna jafnvægi, áður en þú breytir um stefnu. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Leitaðu eftir einhverjum táknum um, hvað fólk ætlast fyrir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Vinir þínir ákveða eitthvað, sem kemur þér á óvart. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vinnuskilyrði þín eru líklega að breytast. Gerðu ekki skyndiráð- stafanir. Það er hyggilegra að hugsa málið dálítið betur, áður en þú aðhefst eitthvað. Tilfinningar þínar eru þungar. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reiknaðu með lagalcgum heimildum og takmörkunum. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 mara. Vinnuskilyrðin eru að versna eitthvað í svipinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.