Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞÍUÐJUDAGUll 22. SBPTEMBER 1970 -=^—25555 1^ 14444 BILALEIGÁ IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna bilaleigan AKBBA UT car rental service 8-23-4? sendum Hópíerðir TH leigu í tengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. BtiNAÐARBANKINN er banki fölksins 4ra herbergja íbúð í Hafnarfirði Fjögurra herbergja nýstandsett efrihæð í tv'rbýl'isihúsi við Heliis- götu tíl sölu. Tvær stofur, tvö svefniherbergi, stórar suð'ursvaM'r, góðar geymslur og bíls'kúr fylgic. Verð uim 930 þúsund, útborgun 400 þúsund. Uppl. í síma 51694. penol skólapennann - ÞANN BEZTA í BEKKNUMI Blekhylki, jöfn blekgjöf og oddur vi5 hæfi hvers og eins. Sferkur! FÆST í FLESTUM RITFANGA—OG BÓKAVERZLUNUM HEILDSALA: FÖNIX S.F. - SUÐURG. 10 - S. 24*20 0 Held við séum ekki vöknuð Vigga í Vesturbænum skrif- ar: „Sæll Velvakandi! Björg ívarsd. skrifar þér húsmóðurlegt bréf um daginn og hafði það ýmislegt til síns ágætis. Eitt er ég t.d. alveg sammála henni um, en það er að það hefur aldnei komið fram nógu skýrt, — svart á hvítu — stefnuskrá Rauðsokk- anna. E'n mig langar til að spyrja — eru allar konur steyptar í sama mót og til sama hlutverks ætlaðar fremur en karlmenniruir? Hafa þær ekki miismuniandi hæfileika í mis- ríkum mæli rétt eins og karl- menn? En það er nefnilega skoðun flestra — bæði karla og kvenna — því miður, að konan sé eingöngu fædd og sköpuð til húsverka og heim- ilishalds. Ég held bara að við séum ekki vöknuð ennþá. í gamla daga var starf húsmóð- ur mun fjölþættana en nú til dags. Nú eru það vélarnar, sem öll verk vinna meira og minna. En ég er líka sammála frú Björgu um það að það eru börnin, sem ekki má vanrækja. Stóra spurningin, sena Rauð- sokkur þurfa að reyna að leysa finnst mér því vera — hvern- ig geta báðir foreldrar nýtt hæfíleika sína í þágu þjóðfé- lagsins án þess að það bitni á bömunum? Má ég koma með smá-tillögu? Stundum hef- ur mér dottið í hug að gerð yrði tilraun með svona 10 fjölskyldum. Byggt yrði hús í samræmi við það, þannig að hver fjölskylda hefði sína íbúð, jafnvel lítið eldhús líka, en svo væri stórt sameiginlegt eldhús og hugguleg borðstofa fyrir allt fólkið. Þar væri að sjálf- sögðu ráðskona, já eða kokk- ur, sem sæi um matseldina. Svo væri leikherbergi fyrir litlu bömin og tómstunda- og lestrarherbergi fyrir þau eldri. Nú; lærð fóstra og fóstri litu svo eftir þörnunum, þann tíma, sem mamma og pabbi ynnu úti. Síðan væri eitt allsherjar þvottahús með fullkomnustu vélum og væri sérstök kona eða karlm. sem sæju um þvottana svo og ræstinguna. Nýtingin á vinnuafli og vélum hlyti að verða margfalt betri, en vinnu- tímiann yrði að stytta. 0 Báðir foreldrar geta sinnt börnunum Þegar pabbi og nraamma koma heim, segjum svona kl. 3—4, þá er dagsverkinu lokið og þau geta bæði jafnt notið bamannia sinna — veitt þeim sömu ástúðina og umhyggjuna — móðirin á engin forréttindi þar — fe%ur eru engu síður nauðsyn bömunum sinum. Er ekki munur fyrir konuna að geta sinnt börnunum sínum óskipt, leikið við þau og notið þeirra fyrir húsverkum og heimilisönnum. Ég hef sjálf séð börn síþyrst eftir foreldr- um sínum — mamma er alltaf á kafi í hreinlætinu og matn- um en þegar pabbi kemur heim eftir lanigan vinnudag, útkeyrður — vill hann frið. Það er enginn tími aflögu fyrir börnin. Það á líka að byggja „villu“ og að sjálfsögðu þarf heimilið að eignast öll full- kornnuistu heimilistæki. Skyldi það kosta mikið? 0 Ég held þetta yrði skemmtilegt Er þá ekki nær að fteLri slái saman og nýtá hlutina betur? Yrði ekki ýmiislegt ódýrara og hagkvæmara fyrir þesisar fjöl- skyldur? Ég held líka að þetta yrði ljómandi skemmtilegt líf hjá fólkinu. Hafa mætti skemmtikvöld fyrir börrcin og þá fullorðnu — aldrei væru vandrséði, ef einhver þýrfti að skreppa út um kvöld — svo msetti hafa sénstök „prívat- kvöld“, þar sem hver fjöl- skylda dveldist út af fyrir sig í sinní íbúð. Skyldu ekki allir hljóta nokkurn félagslegan þroska af svona Sambýli, ef vel væri? Að sjálfsögðu yrðú að vera vissar reglur, sem öllum væri skylt að fylgja. 0 Hve margir karlmenn mundu giftast, ef . . . ? Ég hef grun um, að mörg hjónabönd yrðu farsælli ef kon an nyti hæfileika sinna — róm antíkin má fylgja, en engin kona lifir á dagdraumum til lengdar — þær þarfnast full- nægingar í störfum rétt eins og karlmenn. Hve margir karl- menn myndu giftast, ef þcir yrðu bundnir húsverkunum eft ir það, hver svo sem áhugamál þeirra kynnu að vera? Ég er hrædd um að þeir yrðu fáir. Börnin okkar eiga að njóta pabba og mömmu JAFNT — og hver einstaklingur á að nýta srma hæfileika sem hezt. Hús- móðurstarfið er hreint ekki að misvirða — en breyttir tímar krefjast breyttra þjóðfélags- hátta og við og við þarf að stokka upp spilin. Kveðjur til kvenna — Rauð- sokka-húsmæðra — frá Viggu í Vesturbænum“. 0 Líkama vil ég í fram- lífinu Þorsteinn Guðjónsson skrifar m.a.: „Komdu sæll Velvakandi! Njáll Þóroddsson í Biskups- tungum skrifar þér um lífssaiii band milli hnatta og fleina, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En honum er á móti skapi að framlífið sé líkamlegt og segist þó ekki vilja ræða það mál til neinniar hlítar, og það finmst mér ekki nógu gott hjá honum. Vilji maður hagga einhverri skoðun þá hlýtur hann að bera fram rök sín og þola síðan mótrök. Ég átti lengi við töluverða vanheilsu að stríða, og bý jafn vel eitthvað að því enn, en aldrei hefur það hvarflað að mér síðan ég fór fyrst að hugsa máljð, að ég myndi nokk um tíma lifa án líkama. Hrausí an og fagran og öflugan líkianraa vil ég eignast, og það er niður staða mín af því sem ég tel ekki neitt skylt við óskhyggju, að slík framtíð bíði min og raunar allra, á hnöttum hina óravíða hiimingeims. Og hver vildi þá hverfa frá þeirri miklu sókn til stórkost- legrar framtíðar, tií að verða eftir sem anda-gufa við yfir- borð eina af mimnstu og verat fömu hnöttum vetrarbrautar- innár? Líkamleg erurn við jarð arböm og líkamleg verðum við um alla framtíð, og það er gott. Þorsteinn Guðjónsson. 0 Fulikomið svar Guðni Björgúlfsson segir um fyrirspurn Geirþrúðar: Fyrirspurn yðar er fullkomið svar fjálgleikans ginnungagapi Því ranghverfa himins er rikið sem var rústunum einum að skapi. 0 Vill heyra í Gretti og góðum söngkröftum „Kæri Velvakandi. Ennþá einu sinni langar mig til að biðja þig að birta fyrir mig fáeinar línur og enn er það um sjónvarpið. Ég er einn af aðdáendum sjónvarpsins og mjög hrifinn af þulum þess, þó að ég haldi nú mest upp á Eið. Hann er alveg ljómandi góður. En ég er ekki eins hrifinn af efninu, sem okkur áhorfendum er boðið upp á. Oft og tíðum finnst mér það lélegt. Til dæm is finnast mér þessi tríó unga fólksins og popmúsik þess vera ákaflega léleg og söngur þeos veikraddaður. Eins eru sumar myndirnar mjög lítils virði og satt að segja lítt til þess falln ar, að eyða tíma til að horfa á þær. Mér fyndist miklu nær og ánægjulegra, að fá að hlusta á hann Guðmund okkar Jónsson, kórsöng og þennan hæfa harm onikuleikara, Gretti Björnason. Hvers vegna fáum við aldrei að hluista á og sjá þessa lista- menn? Við eigum svo mikið af alls konar innlendu efni, að mér finnat að sjónvarpsráðend ur gefi því alltof lítinn gaum. Ef til vill er allt innlent efni svo dýrt, að sjónvarpið sjái sér ekki fært, að koma með það á skerminn. Að endingu óska ég sjónvarpinu og starfsliði þess velfarnaðar og vona að fá að heyra bæði í Gretti og hinum miklu og góðu söngkröftum, sem við íslendingar erum svo gæfusiamir að eiga. Með beztu kveðju til sjón- varpsráðs og ágæts starfsliðs. Jóhann Þórólfsson". 1. flokks lilondi minkur til sölu frá minnkabúi Anton Sörensen Danmörku. Upplj'singar í síma 11376 fyrir hádegi. Til sölu við Laugaveg Járnvarið timburhús á baklóð við Laugaveginn er til sölu. Húsið er steyptur kjallari, hæð og ris, um 60 ferm. að grunnfleti og um 30 ferm. viðbygging. Um 260 ferm. eignarlóð. Húsið er í góðu ástandi og vel íbúðarhæft, en væri einnig hentugt fyrir ýmiskonar starfsemi, t. d. sérverzlun, léttan iðnað, vöru- geymslu, heiidverzlun. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) sími 26600 VIÐURKENNDAR ELDTRAUSTAR — fyrir kyndiklefa hvar sem eldvörn þarf — Standard sfæröir — Sérstærðir SÆNSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 HAFNARFIRÐI — SÍMl 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.