Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1970, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1970 INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýii yðar, þá teitið fyrst tilboða hjá okkur. — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, símar 33177 og 36699. 8—22 FARÞEGA hópferðabílar til Ieigu í lengri og skemmri ferðir. Ferðabílar hf, sími 81260. MALMAR Kaupi alla brotamálma hæsta verði. Staðgreiðsla. Arinco, Skúlagötu 55, simar 12806 og 33821. TIL LEIGU ÓSKAST 3ja—4ra berb. íbúð. — Sími 25870. KEFLAVÍK — NÁGRENNI Vantar íbúð ti f leig u strax. Þrennt í heimili. Góð um- gengni. Uppl. j síma 1950. HERBERGI ÓSKAST fyrir skólapilt. Helzt í Háa- leitishverfi eða nógrenni þess. Sími 81990. SÖLUTURN í fullum gangi tit leigiu. TiKb. sendist til afgr. Mbl. fyrir 26. sept. merkt: „1. öktóber 4738". KJÖT — KJÖT 5 verðflokkair af nýstótruðu. Sláturhús Hafnarfjarðar, Guðmumdur Magmússon. Sími 50791, heirna 50199. ATVINNA Ungur áreiðanlegur maður með meirapróf óskar eft'ir at- vinnu við aikstur. Uppl. í síma 50800. STÚLKA helzt vö-n skóframleiðslu ósik- est. Uppl. í síma 33490. Nýja skógerðin, Ánmúla 10. ATVINNA ÓSKAST 24 ára maður ósikar eftir at- vimnu hálfan daginn. Vimsam- tega hringið í síma 33132. KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar fvans. Heimasími í í hádeg'inu og á kivöldin 14213. 21 ÁRS STÚLKA með gagnfræðapróf óskar eftir framtíðairvinnu. Mengí kemur til greina. Uppl. í síma 41899 eftir kl. 5. LANDKYNNINGARFERÐIR til GuOfoss, Geysis og Laug- arvatnis a!ta daga. Ódýrar ferðir. Frá Bifreiðastöð ís- iainds, sími 22300. — Ólafur Ketilsson. SAUMANÁMSKEIÐIN byrja 1. októiber. Ebba, sími 16304. Friðgerður, sími 34390. Jan Mayen og Dufferin lávarður Dufferin lávarður kom til íslands árið 1856, og til er eft ir hann merk ferðabók, sem greinir frá ferðinni hingað, og Bókfellsútgáfan gaf út á sín- um tíma. Þegar Dufferin lá- varður hélt frá fslandi, lá leið þeirra leiðangnrsmanna fyrst til Jan Mayen, og lýsir hann Iandsýn þar, m.a. þegar f jall- ið Beerenberg gnæfði fyrir of an þá. Þetta fjall er nú byrj að að gjósa, eins og fram hef ur komið í fréttum, og af því tilefni birtum við hér stuttan kafia úr frásögn Dufferins, ásamt mynd af Beerenberg. Við vorum ekki famir að sjá eyna ennþá, þótt ég þætt- ist viss um, að hún hlyti að vera skammt undan. En þá þurfti endilega að skella á okkur blind-þoka, svo sem eins og til þess að kóróna allt saman! Hún var svo dimm, að ég hefði ekki trúað því að óreyndu, að myndazt gæti i loftinu svo svört og hnausþykk þoka. Hún virtist hókstaflega hanga í dræsum á siglum og reiða. Það var ekki framar innantómt orðatiltæki, að svo dimmt geti orðið, að ekki sjái handa skil. Jafn- vel ísinn var hulinn sjónum okkar, nema jakarnir, sem næstir voru. Þótt þokan væri svört gat hún samt ekki slökkt með öllu hinn ógn- þrungna bjarma, sem af þeim stafaði, svo að það var eins og lýsandi andar hefði slegið hring um skipið. Hin algera, miskunnarlausa kyrrð i lofti og á legi jók enn á hátið- leik eða ógn þessara augna- blika. Naumast blakti hár á höfði og sjórinn var ládauð- ur, er skonnortan leið áfram með hálfrar mílu hraða á klukkustund, og eina hljóðið sem við heyrðum, var fjarlæg ur niður sjávarins sem braut á strönd eða óbifandi íshellu. Það var ómögulegt að segja, hvort heldur væri. í slíku veðri „er auðveldara að heyra návist lands en sjá þáð“, eins og þeir menn tóku til orða, sem fundu Jan May- en og lentu í sams konar veðri og við. Þannig leið hver klukkustundin af annarri og engin breyting varð á veðr- inu. Fitz og Sigurður voru alveg búnir að missa trúna á það, að eyjan væri yfirleitt til og fóru í rúmið. Ég var um kyrrt uppi á þiljum og rýndi út í gráan vegginn, sem um- lukti skipið á alla vegu. Loks ins, þegar klukkan var tæp- lega fjögur að morgni, fannst mér ég verða var við ein- hverja breytingu. Þokuslæð- urnar virtust taka að greið- ast sundur. Fáeinum mínútum siðar laukst hvolfþakið upp yfir höfði mér og í gegnum þenna skjá, sem þá mynd- aðist, sá ég sólglitrandi, snævi þaktan fjallstind. Það var eins og hann svifi í lausu lofti, þúsundir feta yfir sjáv- armáli. Þú getur hugsað þér fögn- uð minn. Mér var sannarlega innanbrjósts eins og einsetu- manni, sem kemur auga á sjö unda himin sælunnar. — — Þarna var þá loksins tindur eyjarinnar, sem við vorum búnir að leita að svo lengi, og hún var svo nærri, að tind urinn virtist bókstaflega ætla að hrynja yfir höfuð okkar. Kolumbus getur vart hafa orð ið hrifnari en ég varð nú, er hann sá elda hins nýja heims blika á sænum í fyrsta sinn, er hann hafði skyggnzt um eftir landi í margar vökunæt- ur. Hann hefir vart heldur orðið fyrir sárari vonbrigð- um, er þeir hurfu aftur, en ég varð, er ég hafði skroppið undir þiljur, til þess að láta Sigurð vita, að eyjan væri í augsýn og kom svo upp á þilj ur aftur og sá, að þokan hafði lagzt yfir að nýju, svo að ekki sá út úr augunum fremur en áður. En ég hafði nú fengið sönnur fyrir þvi, að eyjan var til og ætlaði mér ekki að hörfa úr þvi sem komið var, á hverju sem gengi. En eins og nú var ástatt, var ekki um annað að ræða en að láta fyrir ber- ast, þar sem við vorum komn- ir og bíða þess með þolinmæði að þokunni létti. Vist er það, að ekkert barn mun nokkru sinni hafa beðið þess með meiri eftirvæntingu, að skemmtun i leikhúsi hæfist, en ég beið nú eftir þvi, að til rofaði. Ég stóð hreyfingar laus i sömu sporum og rýndi út i órofinn þokuvegginn um- hverfis okkur. Loks rann lausnarstundin upp, loks virt ist birta ofurlítið, brúni lit- urinn varð grár, sá grái hvít- ur, þá tók við blámi heið- skirs himins og hinn horfni sjóndeildarhringur birtist okkur í öllum áttum — nema einni. Þar náði þokubakkinn frá sjávarfleti og hátt á loft. Ég vissi, að Jan Mayen mundi leynast bak við það dökka tjald. Nokkrar minútur liðu og þá tók þokuveggurinn að skipta litum, en ofur hægt, svo að vart var hægt að greina breyt inguna í fyrstu. Hann varð smám saman fjólublár, en síð an tók hann að lyftast og birti okkur langa strand- lengju — í rauninni rætur Beerenberg-fjalls — sem var sveipað dökkum purpuralit. Þokuslæðan um tindinn sjálf- an tók jafnframt að greiðast sundur og okkur birtist tign hins 6870 feta háa f jalls í allri sinni dýrð. Aðeins þokubaug- ur lukti enn um miðjan tind inn og undan fellingum henn ar teygðust sjö stórkostlegir jökulfaldar niður í sjó. Þessi breyting á sjónarsviðinu gerð ist með svo dásamlegum hætti, að við fylltumst lotn- ingu, þakklæti og aðdáun. Okkur fannst Beerenberg- Jan Mayen sést í fyrsta sinn. Beerenberg gnæfir upp úr þokunni, Dufferin lávarður á efri árum fjall öllu likara sykurtoppi en kirkjuturni, en það staf- aði af þvi, að við höfum kom ið að landi við hlið þess, en ekki enda þess eða öxl. Fjall- ið var miklu gildara um ræt- urnar og tindurinn kollóttari en ég hafði gert mér í hugar- lund, en stærð þess, litbrigð in og áhrif þess öll voru stór- kostlegri en mig hafði órað fyrir. Skriðjöklarnir — þess- ar miklu jökulskikkjur — voru svo töfrandi, að ég hafði ekki átt von á neinu slíku. Hugsaðu þér fljót — álika vatnsmikið og Thames — sem steypist niður fjallshlið, brotnar á hverri misfellu, bylt ist og sveiflast á þúsund vegu, hrekkur fram af hverri snösinni af annari, hvitfyss- andi og ólgandi, en stirðnar svo skyndilega fyrir afli, sem knýr vilja sinn fram með svo skjótri svipan, að jafnvel froða og úðastrókar hafa tek ið á sig óhagganleik högg- mynda. Þeir, sem hafa ekki séð þetta eigin augum, geta ekki gert sér neina hugmynd um það. Annars vegar er kyrrð þessara þögulu krist- alsfljóta og hins vegar hinn geigvænlegi fallhraði sem mótaður er á stirðnuðu yfir- borði þeirra. Þú verður líka að hafa það hugfast, að þetta er á svo ótrúlega stóran mæli kvarða, að hugur manns get ur í raun og veru ekki gert sér neina grein fyrir því, sem þarna gefur að líta. Við sann færðumst um þetta, er okkur tókst að komast nær landi, þar sem skriðjökullinn steyp- ist fram af brúninni úr eins mikilli hæð og Niagara-foss- inn. Við reyndum ekki fram- ar að gera okkur grein fyrir því, sem fyrir augun bar, heldur létum okkur nægja að stara í þögulli undrun og lotningu á íshengiflugið, sem gnæfði mörg hundruð fet yfir siglum skonnortunnar. HER ÁÐUR FYRRI SÁ NÆST BEZTI Léttfær æskan leikur kát Lættfær æskan leikur kát, ijúft á fagnarstrengi. — Breytir stundum gleði í grát, sem getur varað lengi. Á meðan allt er ljúft og létt, og lýsir vonar bjarmi. — Þá harla oft á huldu er sett, hleðsla af sigurfarmi. En finnist þér svo förin greið, að fái ekkert grandað. — Þú getur samt í logni af leið, á litlu skeri strandað. Þorsteinn Jónsson á Grimd-Akranesi. Umboðssalinn hafði keypt mjög dýra og skrautlega bifreið og ók nú í henni landshornanna á milli. Ekki leið langur tími, þang- að til hann var harðtrúlofaður rikri og skrautlegri heimasætu. Svo leið tíminn og umboðssalinn varð að selja bifreiðina ung- um og laglegum kunningja sínum, sem var ógiftur. Fáum dögum síðar fékk hann uppsagnarbréf frá kærustunni, þar sem hún til- kynnti honum, að hún gæti ekki séð af bifreiðinni, og þegar hann fór að spyrjast fyrir um hagi hennar, þá var honum sagt, að kærastan væri gift kunningjanum, sem keypti bifreiðina og hefði ekið í henni brúðkaupsferðina norður í Ásbyrgi. „Býsna eru mörg bifreiðaslysin", sagði umboðssalinn og hló. ÁHEIT 0G GJAFIR Guðmundur góði. K.H. 125. Áheit á Strandarkirkju. K.Þ. 500, V.G. 500, Gambler 75, L.S. 100, N.N. 500, S.Í.K.Í. 200, S.J. 100, N.N. 200, T.E. 10.000 Á.S. 50, H.E. 100, Ó.J. 100, N.N. 100, S.K. 200, G.J. 100, J.J. 400, N.N. 10, G.T. 200, B.B.H 200, B.B.G. 1500, N.N. 200, Ónefndur 50, L.E’ 300, G.G. 30, Dísa 75, Ónefndur 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.