Morgunblaðið - 22.09.1970, Page 12

Morgunblaðið - 22.09.1970, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1970 Prófkjörið í Reykjavík: Frambjóðendur kynntir PRÓFKJÖR Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram dag- ana 27. og 28. september nk., en utankjörfundaratkvæða- greiðsla hófst sl. laugardag. í framboði í prófkjörinu eru 25 frambjóðendur. í því skyni að gefa væntanlegum kjósend- um í prófkjörinu kost á að kynnast í stórum dráttum sjón- armiðum og viðhorfum hinna einstöku frambjóðenda, hefur Morgunblaðið Iagt fyrir þá eina spurningu, sem er svo- hljóðandi: Hvert er viðhorf þitt til þjóðmálanna og starfa Alþingis? Svör frambjóðendanna við þessari spurningu birtast í Morgunblaðinu í dag og á morgun. Væntir blaðið þess að þessi kynning á skoðunum frambjóðenda geti orðið kjós- endum að gagni. Svör 10 frambjóðenda fara hér á eftir. Auður Auðuns frú, 59 ára, Ægissíðu 86. Hvert er viðhorf yðar til þjóð- málanna og starfa Alþingis? Þegar svara skal spurningunni, hygg ég að mörgum yrði efst í huga sá þáttur þjóðmála, sem hefur verið eitt höfuðviðfangs- efni allra ríkisstjórna á Islandi um áratugi, og óhætt má segja, að hæst beri í dag, sem sé verð- bólguvandinn. Að svo stöddu verður engu um það spáð, hver verði árangur þeirra viðræðna, sem að tilhlutan ríkisstjórnarinn ar fara nú fram milli hennar og aðila vinnumarkaðarins um leið- ir til lausnar vandanum, en auð- sætt er, hver háski getur af því stafað, ef stefnt er að því að skapa meðal almennings það andrúmsloft tortryggni og get- saka í garð viðræðuaðila, sem torveldar eða jafnvel hindrar skaplega lausn, svo að öll þjóð- in má súpa af þvi hið beizka seyði. Mannlegt eðli er slíkt, að það er ávallt auðveldara að ala á tortryggni en að eyða henni, en þótt nú sé um meiri hags- muni að tefla en oftast endra- nær, gildir þetta einnig um úr- lausn annarra mála, og þá einn- ig þeirra er til kasta Alþingis kóma. Vafalaust yrði að því veruleg- ur ávinningur, ef takast mætti að skapa lífvænleg tengsl milli þingsins og almennings í landinu. Túlkun blaðanna á þingfréttum er oft svo lituð af pólitískum viðhorfum flokkanna, sem að þeim standa, að lesendur fá ein- hliða, að ekki sé sagt rangtúlk- aða mynd af umræðum. Það sé fjarri mér að fullyrða, að slík tengsl, ef takast mættu, mundu leiða menn í allan sannleika um þau mál, sem til umræðu eru, svo mjög sem þingmenn grein- ir oft á um atriði mála, en þau ættu að skapa almenningi mögu leika til betri yfirsýnar og skoð- anamyndunar um þingmál. Trú- lega þyrftu þar að koma til breytingar á starfsháttum Alþing is, sem freistað yrði að ná sam- stöðu þingflokkanna um. Oft heyrist sú gagnrýni á vinnu- brögð Alþingis, að meðferð mála sé þung í vöfum og seinvirk, og trúað gæti ég, að ýmsir leiði nú hugann að einnar málstofu þingi eftir að tvær af frændþjóð- um okkar hafa á ekki ýkjalöngu árabili komið þeirri skipan á hjá sér. Með þessum fáu hugleiðingum læt ég svarað spurningu, sem vissulega gefur nær ótæmandi möguleika til svara. Birgir Kjaran hagfræðingur, 54 ára, Ásvallagötu 4. Maki: Sveinbjörg Kjaran. Þér hafið lagt fyrir mig spurn ingu, sem í eðli sínu er svo víð- feðm, að henni verður vart svar að að gagni í stuttu mádi. Þó mun ég gera tilraun til þess. 1 raun og veru er spurningin tviþætt: 1) Viðhorf mitt til stjórnmál- anna. 2) Skoðun mín á störfum Al- þingis. 1. Viðhorf mitt ætti að vera nokkuð auðsætt, þar sem ég á setu á Alþingi sem fulltrúi Sjálf stæðisflokksins, og hef um tveggja áratuga skeið átt nokk- urn þátt i að móta skipulag flokksins og marka stefnu hans. Að ég aðhyllist stefnu Sjálfstæð isflokksins byggist fyrst og fremst á þvi, að ég tel hann flokk allra stétta og frjálslyndan umbóta- og framfaraflokk. Auð- vitað viðurkenni ég tilverurétt starfsstétta þjóðfélagsins og mis munandi hagsmuni stéttanna, en ég hafna stéttastreitunni og tel fámenna þjóð, sem byggir víð- áttumikið land, þar sem mörg viðfangsefni biða úrlausnar, eiga fleira sameiginlegt, meiri sam- hagsmuni, en hitt sem í milli kann að bera. Mér eru stjórn- mál ekki dægurþras eða lands- hornapólitík, heldur þjóðmál, þar sem þjóðarhagsmunir eigi að sitja í öndvegi. Ef við eigum að halda sjálfstæði okkar, vernda þjóðararfinn, menningu og tungu og lifa við mannsæmandi lífs- kjör, held ég, að stétt verði að standa með stétt en ekki stétt að striða gegn stétt. Mitt kjör- orð er því þjóðareining í lands- málum og í afstöðu til annara þjóða. 2. Um störf Alþingis vildi ég þetta sagt hafa. Alþingi Islend- inga er ein elzta og virðulegasta stofnun þjóðarinnar. Hinu er ekki að neita, að vinnubrögð og starfshættir þarfnast endurbóta við og jafnvel kjördæmaskipan og kjör alþingismanna. Að minu viti fer of mikill tími þingsins í málþóf og umræður um þings- ályktunartillögur, sem sumar hverjar bera svipmót sýndar- mennsku og koma litt til fram- kvæmda, þótt samþykktar séu. Þetta finnst mér stundum óæski legt og ósamboðið virðingu Al- þingis, og það á að halda sóma sínum og heiðri. Þá er og vinnu- aðstaða þingmanna alls kostar óviðunandi og miklum mun lak- ari, en þingmenn búa við i öðr- um löndum. Ég veit, að ráða- menn vilja iagfæra þetta og vona að það takist sem fyrst. Ósk mín er, að Alþingi íslendinga sýni sjálfu sér virðingu, og að það njóti trausts og virðingar þjóðarinnar. Bogi Jóh. Bjarnason lögregluv'arðstj., 51 árs, Eskihlíð 31. Maki: Erla >Iórmundsdóttir. Á undanförnum árum hafa orð ið stórfelldar breytingar á þjóð- félagi okkar og miklir sigrar hafa unnizt til frelsis og fram- fara. Þegar við ræðum viðhorf okkar til þjóðmálanna í dag, verður efnahagsafkoman efst í hugum flestra. Öll gerum við þá kröfu, að við getum lifað mann sæmandi lífi, búið í góðu hús- næði og komið börnum okkar til þroska. Forsenda þess að svo geti orðið er að rennt sé fleiri og sterkari stoðum undir at- vinnuvegi þjóðarinnar og allt sé gert til að gera þá sem fjölbreytt asta og óháðasta þeirri áhættu, sem stafar af fjármálasveiflum, veðráttu eða náttúruhamförum. Ég hef þá skoðun að það sé þjóðfélaginu fyrir beztu að ein- staklingsframtakið fái að njóta sín sem bezt, en til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að all- ir geti setið við sama borð, geti fengið tækifæri til þess að mennta sig og börn sín. Þjóðfélaginu er nauðsynlegt að greiða götu ungs fólks, enda á það að erfa landið, en jafn- framt verður ávallt að muna eftir hinum öldruðu og þeim sem ekki ganga heilir til skógar. Þótt margháttuð fyrirgreiðsla og aðstoð sé veitt þeim til handa þarf að sjá til þess að það drag- ist aldrei aftur úr, aldraða fólk- ið þarf að geta lifað við góð kjör, það hefur lagt grundvöll- inn að þeim framförum sem við nú búum við og þess vegna á það fyllilega skilið að fá að njóta þeirra, eins og bezt verð- ur við komið. Afskipti þjóðfélagsins eiga ein göngu að koma fram þar, sem það er nauðsynlegt til þess að tryggja réttindi öllum til handa og til sameiginlegra átaka til lausnar þeim verkefnum, sem einstaklingnum er um megn að ráða við. 1 nútímaþjóðfélagi eru vandamálin mörg og marg- slungin. 1 starfi mínu hef ég kynnzt nokkrum þeirra, svo sem áfengisvandamálum, æskulýðs- málum og ekki hvað sízt umferð ar- og samgöngumálum. 1 siðast nefnda málaflokknum er brýn nauðsyn að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið í varanlegri vegagerð og má ekk ert minna duga en stórátak á því sviði. Um störf Alþingis vil ég segja að það eigi fyrst og fremst að móta stefnu þjóðarinnar í at- vinnu-, félags- og menningarmál- um. Ellert B. Schram skrifstofustjóri, 30 ára, Kapiaskjólsvegi 6. Maki: Anna G. Ásgeirsdóttir. Viðhorf mitt til þjóðfélags- mála mótast að sjálfsögðu mjög af þeim skoðunum, sem uppi eru meðal ungs fólks, einkum þó í samtökum ungra Sjálfstæðis- manna. Þar hefur borið hæst kröfuna um aukið lýðræði, þ.e. virkari þátttöku fólksins í stefnumótun og ákvörðunum i þjóðfélagsmálum. Framkvæmd prófkosninga, þar sem kjósend- um gefst kostur á að velja fram- bjóðendur, er vissulega stórt spor í þá átt. Hugur minn hefur á seinni ár- um hneigzt til stjórnmálaaf- skipta og hefur þar ráðið mestu andúð mín á hvers konar óeðli- legum ríkisafskiptum, þeim kenningum, að hagsmunum borg aranna sé bezt borgið í höndum opinberra aðila. Ég hef þá bjarg föstu skoðun, að hið sívaxandi bákn opinberra nefnda og ráða, ásamt hinni pólitísku sam- tryggingu leiði aðeins af sér stöðnun og ófarnað. Ég tel þvert á móti, að í aukn um mæli skuli dreifa valdinu og um leið ábyrgðinni út til ein- staklinganna og samtaka þeirra. Það er og hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins, enda þótt segja megi að stundum hafi nokkuð á skort, að henni hafi verið framfylgt sem skyldi. Það má aldrei gleymast, að ríkið er fyrir einstakiinginn, en ekki öf- ugt. Það er athyglisvert, að augu manna hafa í seinni tíð meir beinzt að einstaklingnum og um hverfi hans, og í heimi múg- menningar, vélvæðingar og auk- innar mengunar er það raun- verulega varðveizla einstaklings ins í þjóðfélaginu, svigrúm hans til orða og athafna, mannhelg- in, sem er sú hugsjón, sem er mest þess virði að berjast fyrir. Störf Alþingis og viðhorf þeirra manna, sem þar sitja hverju sinni, eru að sjálfsögðu þýðingarmikil við framkvæmd þess lýðræðisskipulags, sem við búum við. Að mínu viti, er á því nauðsyn, að vegur og virðing A1 þingis eflist í huga almennings og yrði það bezt gert með því, að hefja umræður á þeim vett- vangi yfir smáþref og flokka- drætti. Staðreyndin er því miður sú, að vandamálin eru oft ekki leyst einmitt vegna slíkra flokka- drátta og persónulegrar valda- streitu. Ástandið í kjara- og efnahagsmálum er augljóst dæmi þessara sjálfskaparvíta og það er mín tilfinning, að þjóðin mundi fagna þeirri stundu, þeg- ar stjórnmálamennirnir og hags munahóparnir láta af úreltri tog streitu sinni og líta vandamál- in í hlutlausu ljósi. Vegna þess hlutverks, sem Al- þingi gegnir, er nauðsynlegt, að þar endurspeglist þau viðhorf, sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Þar skal gæta sem flestra sjónarmiða og þar þurfa að eiga sæti fulltrúar sem flestra hagsmuna- og stéttahópa, yhgri sem eldri þingmenn. Á þann hátt geta aðilar kynnt og samræmt skoðanir sínar, ekki sízt til að brúa hugsanlegt bil milli kyn- slóða og ólíkra sjónarmiða. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, 44 ára, Dyngjuvegi 6. Maki: Erna Finnsdóttir. Island er ungt land frá náttúr- unnar hendi og enn í sköpun eins og dæmin sanna í umhvérfi okkar. íslenzkt þjóðfélag á sér ellefu alda sögu, en íslenzkt lýð- veldi aðeins aldarfjórðungs féril, og er því engu síður í sköpun en landið sjálft. Þótt okkur beri skylda til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.