Morgunblaðið - 22.09.1970, Page 16

Morgunblaðið - 22.09.1970, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SBPTEMRER 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjórj Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. SÆNSKU KOSNINGARNAR rslita þ i ngkosn i n.g ann a í Svíþjóð hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og kemur þar margt til. í fyrsta skipti var nú kjörið til þings eftir að því hafði verið breytt í eina málstofu og ýmsar aðr- ar breytingar gerðar á kosn- ingafyrirkomulagi, sem ollu óvissu um úrslitin. Þetta eru einnig fyrstu kosningamar, sem sænskir jafnaðarmenn ganga til eftir að Tage Er- lander lét af forystu flokksins og Olof Palme tók við. Palme er tvímælalaust einn um- deildasti stjómmálamaður Norðurlanda um þessar mundir og þess vegna hefur verið fylgzt mjög með því, hvernig honum reiddi af í þessum kosningum. Úrslitin liggja nú fyrir og hafa jafnaðarmenn misst meirihluta sinn í sænska þinginu en kommúnistar eru í oddaaðstöðu og er gert ráð fyrir, að Palme myndi minni- hlutastjórn, sem njóti beins eða ó'beins sfuðnings hinna 17 þinigmanna kommúnista. Miðflokkurinn vann verulega á og Þjóð'flokkurinn nokk- uð en Hægriflokkurinn varð fyrir töluverðu fylgistapi. Af þesisum úrslitum má í raun og veru draga þá álykt- un, að Svíar hatfi ekki treyst sér til að stíga það skref til fulls að koma stjórn jafnað- armanna frá völdum eftir 38 ár. En hin mikla fylgisaukn ing Miðflokksins, og raunar Þjóðflokksins einnig, bendir til verulegrar þreytu með stjóm jafnaðarmanna og til- hneiginigar til þess að reyna nýjar leiðir. En Svíar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þegar er úrslitin lágu fyr- ir lagði Hedlund, formaður Miðfiokksins til, að mynduð yrði samstjórn jafnaðar- manna og Miðflokksins en Palme hafniaði þeirri hug- mynd þegar í stað. Er því bersýniliegt, áð. sænskir jafn- aðarmenn hyggjast mynda minnihlutas'tjórn, sem verð- ur upp á nóð kommúnista komin að verulegu leyti. Jafnaðarmenn í Danmörku hafa nokkra reynslu af slíkri stjórnarmyndun, þegar Krag myndaði minnihluta- stjórn með stuðninigi SF- flokks Axels Larsens og verð ur tæplega talið, að sú tilraun hatfi tekizt ýkja vel. Reynslan ein leiðir í ljós, hvernig minnihlutastjórn Palme vegnar en búast má við, að meiri ókyrrð verði í sænskum stjórnmálum á næstu órum en verið hefur. Sú staðreynd, að jatfnaðar- memm tapa 3,8% atkvæða- magns í fyrstu kosninigunum, siem þeir ganga til undir for- ystu Palmies, hlýtur að valda þeim nokkrum áhyggjum, en á hitt er eimmig að líta, að úrs'litin í síðustu kosningum voru þeim óvenju hagstæð og þesis vegna kanmski ósann- gjarnt að gera samanburð á þeim og kosningunum nú. Borgaraflokkarnir í Sví- þjóð hatfa tvímælalaust styrkzt við úrslit þessara ko'sninga, þótt hægri menn hatfi tapað verulegu fylgi. En úrslitin eru líka vísbending um, að þeim hetfur efcki tekizt að sanntfæra sæmska kjósend ur um, að þeir séu hæfir til þess að taka við stjórnvelin- um á sama hátt og borgara- flokkunum í Noregi tókst fyrir nokkrum árum. Lusaka - yf irlýsingin C'ram til þessa hatfa afrískir stjómmálalieiðtogar ekki l'átið ýkja mikið að sér kveða á vettvangi alþjóðastjórn- mála. Að vísu minnast menn Nkrumah frá Ghana, sem um sbeið gerði -tilraun til þess að verða eins kornar málsvari Afríkjuríkjanna á alþjóðleg- um vettvangi en á því sviði niáði hann ekki umtalsverð- um árangri og hrökklaðist frá völdum. Hin nýju ríki í Afríku eiga við margvísleg vandamál að etja og þess vegna er eðli- legt, að þau hatfi einbeitt sér að lausn þeirra margbrotnu viðfangsefna, sem við blasa í þessum ríkjum. Én nú bend- ir allt til þess, að Afríkurík- in og stjómmálaleiðtogar í þeirri heimsálfu hyggist kveðja sér hljóðs og láta til sín heyra um ailþjóðleg vandamáil. Nýlega var hald- inn fundur æðstu manna svo- nefndra óháðra ríkja í Lus- aka í Zambíu og að loknum þeim fundi var gefin út Lus- aka-yfirlýsingin, þar sem gerð er grein fyrir því hlut- verki, sem óháðu ríkin telja sig munu ge'gna í framtíðínni. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, var kjörinn eins konar talsmaður þessara ríkja í alþjóðamálum og má því vænta þess, að nafn hans heyrist oftar á næstu árum í sambandi við alþjóðleg vandamál. Það ber að fagna því, að hin nýju ríki veraldarinnar og þeir stjórnmálaleiðtogar, sem þar hafa komizt til áhrifa, stefna nú að auknum atfskiptum af alþjóðlegum stjórnrnálum. Þeir eru full- fcrúar hundruð mil'ljóna manua og rödd þeirra á að heyrast. I Mið - Austurlöndum Líbanskir lögreglumenn við anddyri sendiráðs Jórdaníu í Beirut, en jórdanskir stúdentar náðu sendiráðinu á sitt vald skömmu seinna í mótmælaskyn i við herstjómina í Jórdaníu. Götumynd frá Amman eftir að Hussein hafði sett landið un dir herstjóm nú fyrlr helgina. fly |||gf > j É|:| | r H |i| 1 é J Isl. ballett- flokkur sýnir Svanavatnið og Hnotubrjótinn BALLETTFLOKKUR Félags ísl. baliettdansara hefur æft af kappi síðan félagið fékk brezka dansar ann Alexander Bennett til að þjálfa dansarana. Og nú er ver ið að æfa af kappi fyrir ballett- sýningu í Þjóðleikhúsinu næst- komandi mánudag. Þar mun flokkurinn dansa mestu perlur balletsins, tvo þætti af Svana- vatninu eftir Tjaikovski og Pas de deux úr Hnotubrjótnum. — Einnig ballettinn Dauðann og stúlkuna við músik eftir Shu- bert og þætti sem nefnast Fas- ade. Mbl. fékk þetta staðfest hjá Ingibjörgu Bjömsdóttur, for- manni félagsins, en hún mun dansa aðalhlutverkin í Svana- vatninu á móti Bennett. f Hnotu brjótnum dansar Guðbjörg Björg vinsdóttir á móti honum. í Dauð anum og stúlkunni eru aðaldans arar Örn Guðmundsson og Björg Jónsdóttir. Annars em í flokkn um 9 stúlkur og 2 íslenzkir pilt ar. Þjóðleikbúsið lánar salinn fyrir sýninguna, og það af bún- ingum, sem til eru, og tónlist verður af segulbandi. Ballettdansararnir hafa lagt mjög hart að sér til að koma upp þessari sýningu. Tíminn er stutt ur, því kennarinn kom ekki fyrr en um miðjan ágúst, og dansar- arnir margir hafa litla þjálfun haft hér, enda verkefnin engin. Ingibjörg sagði að mjög mikill áhugi væri núna, þegar tækifæri hefði gefizt. Ef til væri boginn spenntur nokkuð hátt með því að velja þessi stórverk. En ekki þýddi annað en hafa stór verk- efni til að glíma við. Sýningin verður á mánudag í Þjóðleikhúsinu og síðar ráðgerir flokkurinn að sýna á tveimur stöðum, Akranesi og e.t.v. í fé- lagsheimilinu Árnesi í Gnúp- verjahreppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.