Morgunblaðið - 30.09.1970, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 30. SEPT. 1970
r
' i
MJl fítL.lLEiOA.\
ÆJALUItf
25555
WMFIB/fí
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW Sendifef&bifretó-VW 5 manna -VW svefnwpi
VW 9manna-Landrover 7manna
JOHNS - MME
gl e rullarei nangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerutlareinangrunina
með álpappirnum, enda eitt
bezta einangrunarefnið og
jafnframt það langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M
glerull og 3" frauðplasteinangr-
un og fáið auk þess álpappir
með. Jafnvel flugfragt borgar
sig. Sendum um land allt —
Jón Loftsson hf.
penol
skólapenninn
BEZTUR í BEKKNUMI
Blekhylki, jöfn
btekgjöf og oddur
við haefi hvers og
eins. Sterkur!
FÆST í FLESTUM
RITFANGA—OG
BÓKAVERZLUNUM
HEILDSALA:
FÖNIX «.F. - SUÐURG. tO - S. 2442»
0 Til að berjast gegn
fíknilyfjum
„Kæri Velvakandi!
Ég fékk allt í einu svo mikla
löngun til að skrifa þér um
fiknilyf og Iét ég því verða af
því.
Hér á landi var fyrir mörg
um mánuðum byrjað að ræða
um fíknilyf í blöðum og sjón-
varpi, fólk var lauslega aðvar-
að og ekki meir. I einum sjón-
varpsþætti var rætt við ein-
hvern lækni, sem taldi upp all-
ar gerðir af fíknilyfjum og
sagði að hin og þessi tegund
væri ekki vanabundin „og væri
ekki skaðleg í fyrsta sinn.“
Einnig sagði hann að nú væru
svo margir „fíknilyfja-varnar-
veggir“ í landinu að búast
mætti jafnvel við að „fíkni-
lyfjaaldan" mundi sigla fram
hjá okkar góða landi Islandi.
Ja ekki voru þessi orð til að
hindra menn frá fíknilyfja-
neyzlu. Svo hafa líka verið
stofnaðar nefndir til að berj-
ast á móti fíknilyfjum, en ekk
ert hefur bólað á þeirri nefnd
eða góðverkum hennar.
Það sem fékk mig til að
skrifa þér um fíknilyf, var
það, að ég er alltaf að
reka mig á fólk sem hefur
„prófað" og langar til að
„prófa“.
Sorglegast við þetta erf
að fólk sem er alltaf
að „prófa“ endar oft-
ast þar sem það ætlaði ekki að
enda. Það verður annað hvort
fíknilyfjum að bráð eða gerist
algjörir alkóhólistar.
Hér á landi er fíknilyfja-
neyzla hjá unglingum að stór-
aukast. Já stóraukast, meir en
nokkurn mann getur grunað.
(Fíknilyfjaneyzlan er ekki
bara hjá unglingum heldur
einnig hjá fullorðnum, en ég
ætia ekki að tala hér um þeirra
mál því þeir ættu að hafa
meira vit fyrir sér en ungl-
ingarnir sem rétt eru að stíga
á lifsbrautina).
0 Vappa í kringum
drukkna unglinga
Lögreglan virðist ekki breyta
stefnu sinni neitt gagnvart
unglingunum, en það verður
hún að gera og fara rétt að.
Ég veit um marga sem hafa
„prófað" og eru óðir í að
„prófa“ aftur ef þeim tækist að
ná í hið „góða“ lyf. Það
Frá barnaskólum
Reykjavíkur
Skólahald fyrir sex ára börn (f. 1964) hefst í bamaskólum
borgarinnar í byrjun októbermánaðar.
Næstu daga murtu skólarnir boða til sín (simleiðis eða bréf-
lega) þau börn, sem innrituð hafa verið.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Höfum til sölu á einum bezta stað í Breið-
holtshverfi 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Sér-
þvottahús. íbúðrinar seljast tilbúnar undir
tréverk, en sameign fullfrágengin. Teppi á
stigahúsi. Beðið eftir láni Húsn.m.stj.
INGÓUFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMAR
GÍSLI ÓLAFSS. 83974.
ARNAR SIGURÐSS. 36849.
ÍBÚÐA-
SALAN
þarf eitthvað áhrifamikið til
að aftra unglingum (eða fólki
yfirleitt) frá fikti við fíkniiyf,
eitthvað sem vekur til umhugs-
unar um hættu fíknilyfja. 1
ýmsum löndum heims er fikni-
lyfjaneyzla unglinga orðin mik
ið vandamál, svo mikið að það
er næstum óviðráðanlegt. Við
íslendingar getum ekki ímynd-
að okkur, að fíknilyfjaneyzla
hér geti orðið eins gífurleg og
úti í öðrum löndum, en það get-
ur hún nefnilega orðið, ef ekki
er barizt með hörku á móti
henni. Eiturlyfjaneyzlan er
mjög hljóðleg hér á landi en
húri er orðin töluverð. Margir
óþokkar eru lausir hér sem
selja unglingum lyf sín. Þeir
byrja á því að gefa þeim smá
skammt og ef viðkomandi lang
ar í meira verður hann að
kaupa það dýrum dómi. En
þeir eru svo klókir að þeir
vappa um þar sem unglingar
halda sig og bjóða aðeins þeim
sem eru drukknir og vita ekki
hvað þeir eru að gera. Ég veit
um dæmi um þetta, en var
samt ekki vitni að. Svo finnst
mér að fíknilyf í apótekum eigi
að vera á öruggum stað til að
starfsfólk apótekanna geti ekki
freistazt til að „prófa“. Ég veit
nefnilega um unglingsstelpu
sem vann í einu apóteki og gat
hnuplað nokkrum dósum af
valium og neytti af því sjálf
og gaf vini sínum. Svo vil ég
nefna það, að sögur eru á
kreiki sem eiga að vera frá
starfsfólki sjúkrahúsa hér, að
ótrúlega margir séu fluttir inn
á sjúkrahúsin upp„dópaðir“ eft
ir fíknilyfjaneyzlu. Og ef það
er satt eru fíknilyfjamálin mjög
alvarleg hér. Ef lögreglan hér
á landi Iítur ekki alvarlegum
augum á fíknilyfjamálin hér-
lendis, og heldur að allt sé í
lagi, vona ég að hún fari að
gera það áður en allt verður
of seint, sem búast má við ef
verðirnir vakna ekki, og ef
betra eftirlit á afgreiðslu fíkni
lyfja í apótekum verður ekkL
Einnig verður að gæta betur
unglinganna sem inn i landið
koma og sem í landinu eru.
Og að lokum: Stöndum dygg
an vörð um ísland fyrir fíkni-
Iyfjum til þess að við verðum
ekki þeirra bráð.
Ein 16 ára.“
0 Hefur nokkur séð
keðju?
„Góði Velvakandi!
Gerðu svo vel að gera mér
þann greiða að birta þessar lín
ur. Á hvítum lóðarsteinum, sem
eru kringum lóðina á Hátúni 2,
Höfðatúnsmegin, var keðja,
sem þrædd var i kengi, sem
steyptir voru í steinana. Að-
faranótt s.l. sunnudags var
keðja þessi numin burt. Ef for-
eldrar barna þama í grennd
sjá þessa keðju I fórum þeirra,
gerið þá svo vel að fá börnin
til að skila henni aftur. Fyrir-
fram þökk.
Ásmundur Eiriksson,
Hátúni 2“
0 Er kal í túnum m.a.
rányrkjufyrirbrigði?
h.j.þ. skrifar:
„Ég er ekki neinn sérfræðing
ur i jarðræktarmálum, en hef
þó fylgzt með þeim málum frá
því að fyrsti „traktorinn" kom
til fslands árið 1918, var raun-
ar síðasti vélstjórl á honum við
túnatilbúning. — Hef töluverð
an áhuga, en þó hefir hann
aðallega einskorðazt við raakt-
un heimablettsins, blóma og
trjáa, síðustu árin.
Við erum þrír félagar, sem
eigum samliggjandi túnbletti.
Þeir eru uppbyggðir af sama
jarðvegi og sami húsdýraáburð
urinn hefir verið borinn á
grundina. — Haustið 1968
snöggslógum við tveir okkar
bletti, seint í septembermán-
uði, en sá þriðji Iét grasið
(hána) hlífa rótinni, sem sagt
sló ekki u.þ.b. 5 cm hátt gras.
— Næsta vor voru stórir kal-
blettir í þeim blettum, sem
slegnir voru en sáust ekki í hin
um þriðja.
1 sambandi við þessa stað-
reynd, er ég að velta því fyrir
mér, hvort kal í túnum viðs veg
ar um sveitir landsins, sé m.a.
afleiðing af ofslætti og ofbeit
aðhausti til?
h.j.þ.“
0 Þessi penni þóknast mér
„Kæri Velvakandi.
Alltaf fellur mér illa, þegar
ég sé birtar afbakaðar vísur.
Þann 19. þ.m. sendi Jón Árna-
son þér eina algenga vísu, sem
hann hafði þannig:
„Þessi penni þóknast mér
Því hann er af hrafni.
Hann hefur skorið gjarða
geir
Gunnlaugur að nafni.“
Eftir þvi sem ég hef lært vís
una eru í henni tvær villur.
Auðséð er að eitthvað er bogið
við þriðju línuna, því að hún
rímar ekki einu sinni á móti
þeirri fyrstu —■ mér — geir.
Ég álit að vísan sé svona, og
þannig er hún líka í bókinni:
„Ég skal kveða við þig vel,“
þar sem vandað mun vera tU
heimilda:
„Þessi penni þóknast mér,
þvi hann er úr hrafni.
Hann hefur skorið geiragrér
Gunnlaugur að nafni.“
En geiragrér er þarna mann
kenning.
Eiríkur Sigurðsson."
Dömur! Dömur!
Höfum fengið aftur hið vinsæla Mini Vague,
ennfremur hinn vinsæla fitueyðir, úrval af
háralitum, hárskolum og shampó.
Lagningar, permanent, klippingar, lokka-
lýsingar.
Hárgreiðslustofan LOKKABLIK
Hátúni 4 A (Nóatúnshúsinu).
(Næg bílastæði). Sími 25480.