Morgunblaðið - 30.09.1970, Side 5
MORGUJNTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT. 1970
5
Vel heppnuð orlofsvika
kvenna að Hótel Búðum
Rætt við Elínborgu Árnadóttur form. orlofs-
nefndar í Snæfells- og Hnappadalssýslu
Dagana 1.—8. september s.l.
var haldin orlofsvika húsmæðra
i Snæf. og Hnappadalssýslu að
Hótel Búðum. Er þetta í 7. sinn
sem orlofsvika er haldin á veg-
um orlofsnefndanna í sýslunni,
en þær eru tvær. Vikur þessar
hafa verið lialdiiar einu sinni
á ári og ávallt að Hótel Búðum.
Form. orlofsnefndar á norðan
verðu Snæfellsnesi er Elínborg
Elínborg Ámadóttir
elinu af frú Lóu. Hafði hann
sama hátt á og áður hafði verið,
og reyndist í alla staði hirin hjálp
samasti og greiddi götu gest-
anna á sama hátt og frú Lóa
hafði áður gert.
— Hvað dvöldu margir á vik-
unni í þetta sinn?
45 konur dvöldu þarna í þetta
sinn og voru þær á öllum aldri
frá 25 ára og sú elsta var 86
ára.
— Hvað gerið þið ykkur til
afþreyingar þessa daga annað
en að borða góðan mat og hvíl-
ast?
— Kvöldvökur eru haldnar
á hverju kvöldi og voru þær
mjög fjölbreytilegar, bæði til
fróðleiks og skemmtunar. Og
var leitazt við að konurnar sem
þarna dvöldu legðu sem mest
fram af því sem þarna var flutt,
og var ótrúlegt hvað margt gott
skemmtiefni kom fram á þessum
kvöldvökum frá konunum sjálf-
um, það geymist margt dyggi-
lega falið í fylgsnum hugans,
en leysist svo úr læðingi við
kynningu í góðum félagsanda.
Það er einmitt þetta hvað kon-
urnar eru virtkar í starfi, sem
gerir orlofsdvalirnar svo eðli-
legar og eftirminnilegar. Af
reynslu minni segir Elínborg
finnst mér þó kynningin milli
kvennanna í þessum stóra hópi
eina kvöldstund og flutti mjög
fróðlegt erindi um orlofsmálin
og talaði ennfremur um Vatns-
enda-Rósu. Þá heimsótti okkur
Bragi Jónsson skáld frá Hof-
görðum og flutti ýmislegt frum
samið efni í bundnu og óbundnu
máii. Að lokum er ekki hægt að
ganga fram hjá þvi að Árni Óla
rith. dvaldi hjá okkur nokkra
daga og fræddi okkur um stað-
inn og fór í gönguferðir með
okkur um nágrennið og lýsti
ýmsum merkisstöðum sem fyrir
augun báru og var þar fram bor
inn mikill fróðleikur af Áma,
því hafsjór af slíkum fróðleik
sem hann á í fórum sinum af
hinum ýmsu stöðum á landinu
I er ótæmandi. Öllum þessum gest
um sem héimsóttu okkur, viljum
við færa innilegasta þakklæti
1 fyrir komuna og vonum að or-
lofskonur eigi kost á að njóta
þeirra fróðleiks á komandi ár-
um. Frú Lóa Kristjánsdóttir
fyrrum hótelstýra að Búðum var
og mætt þarna og var hún að
sjálfsögðu hinn mesti auðfúsu-
gestur.
— Hvað telur þú um áfram-
haldandi orlofsvikur í svipuð-
um dúr og þær hafa farið fram
á undanförnum árum.
— Ég tel að orlofsvikurnar
eigi framtíð fyrir sér með þeirri
kynningu og reynslu sem þegar
er fengin.n Og álít ég að orlofs-
dvöl á fögrum hentugum stöð-
um, þar sem hægt er að hvíla
sig í ró og næði, frá skarkala
Framhald á bls. 22
SYLVANIA
Ier rétti tíminn til að kaupa
FLUORESENT-PERURNAR
" allar gerðir og litir fyrirliggjandi
Munið að SYLVANIA hefur 20% lensra líf
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF.
ArMDLA 1 - GRJÓTAGÖTU 7
Simi 2 42 50 &
Þátttakendur í orlofsvikunni.
Ágústsdóttir Ólafsvlk og hefur
hún verið í stjórn nefndarinnar
frá upphafi og nú síðustu 2 ár-
in form. nefndarinnar, stjórnaði
Elínborg síðustu orlofsviku að
Búðum og er óhætt að segja að
Elínborg hafi verið aðaldrif-
fjöður í þvi á undanförnum ár-
um að þessi starfsemi gæti hald-
ið áfram í anda þeirra laga sem
gilt hafa.
1 tilefni af þessari síðustu or-
lofsviku að Búðum átti fréttarit
ari Morgunbl. í Ólafsvik viðtal
við frú Elínborgu og lagði fyr-
ir hana nokkrar spurningar
varðandi þessar orlofsvikur hús
mæðra.
Elínborg gat þess, að með or-
iofslögunum hefði verið stigið
stórt spor í rétta átt og væri
hægt að rökstyðja að fjárfram
lögum til þessarar starfsemi hafi
ekki verið á glæ kastað. Því
óhætt væri að segja, að húsmæð
ur sem dvalizt hafa á þessum
orlofsvikum, hafi notið dvalar-
innar af sérstakri ánægju og
komið endurnærðar til sins
heima, eftir þá hvíld sem þær
haaf notið þar. En þess-
ar orlofsdvalir hér hafa far-
ið .frarn á Hótel Búðum
eftir að hótelinu hefur verið lok
að að sumrinu. Hefur það þá
verið rekið sem mötuneyti fyrir
orlofsdvalargesti. Og hefur or-
lofsnefndin notið sérstaks vel-
vilja og fyi'ii-greiðslu frú Lóu
Kristjánsdóttur hótelstýru að
hótelinu. En í sumar tók við
stjórn hótelsins Guðmundur
Mágnússon Rvík sem tók við hót
vera merkasti og sterkasti þátt-
urinn í samverunni.
Elínborg tók það fram að hún
hefði lagt mikla áherzlu á að
halda hinu gamla, þjóðlega á
lofti, þvi hefði alltaf eitt kvöld á
kvöldvökunum verið heigað hinu
gamla baðstofulífi og voru þá
sýnd ýmis vinnubrögð sem tíðk
uðust innan þessara veggja hér
áður fyrr, s.s. að spinna á rokk,
kemba og vinna ull, að ógleymd
um kveðskap og sögum sem sagð
ar voru, í baðstofunum hér áð-
ur fyrr.
EUnborg sagði að það færi
mjög í vöxt á þessum vikum að
konur, bæði ungar sem aldnar
mættu í íslenzkum þjóðbúndngi
við hátiðleg tækifæri og væri
það að sínu áliti vottur um að
konur vildu halda á lofti hinum
klassiska þjóðbúningi vorum,
hvað sem hinu nútíma tizku-
tildri viðkæmi.
— Fenguð þið ekki heimsókn
ir frá ýmsum aðilum eins og
tíðkast hefur á fyrri orlofsvik-
um?
— Jú, ekki gleymdumst við
konurnar nú, frekar en endra
nær. Fyrst má telja að prófast-
ur sr. Þorgrímur Sigurðsson á
Staðarstað flutti messu í Búðar-
kirkju. Svo kom Daniel Glad
frá Stykkishólmi ásamt félögum
úr hvitasunnusöfnuðinum i
Stykkishólmi og höfðu með okk
ur bænastund ásamt söng og
hljóðfæraslætti. Ennfremur
kom form. orlofsnefndar úr
Reykjavík frú Steinunn Finn-
bogadóttir og dvaldi með okkur
í meir en hálfa öld hefur
HEMPELS
skipamálning haft forystuna á heimshöfunum
Vfir 50 ár eru liðin, siðan J. C. Hempel I Kaupmanna-
höfn hóf framleiðslu á skipamálningu. — HEMPEL's
skipamálningin er nú framleidd í 19 verksmiðjum og
seld úr birgðastöðvum við 185 hafnir um allan heim.
HEMPEL's MARINE PAINTS rekur umfangsmikla rann-
sókna- og tilraunastarfsemi, ekki aðeins f Kaupmanna-
höfn, heldur einnig f Bandarikjunum, Sviþjóð, Eng-
landi og viðar. Þar er stöðugt unnið að endurbótum
málningarinnar.
Miklar kröfur eru gerðar til skipamálningar, sérstak-
lega af flokkunarfélögunum. Staerstu flokkunarfélögin,
eins og t. d. Lloyd’s, Norsk Veritas, Germanische
Lloyd’s o. fl. hafa öll viðurkennt hinar ýmsu tegundir
HEMPEL's skipamálningar.
Slippfélagið í Reykjavík h.f. hefur einkaleyfi til fram-
leiðslu á HEMPEL’s skipamálningu hérlendis. Það fær
þvl nýjar formúlur og upplýsingar um endurbætur send-
ar frá aðalstöðvum HEMPEL's jafnótt og þær eru gefn-
ar út.
Þannig tryggir Slippfélagið sér — og yður, beztu fáan-
legu vöru á hverjum tíma.
Framleiðandi á íslandi:
Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414