Morgunblaðið - 30.09.1970, Síða 6

Morgunblaðið - 30.09.1970, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. 9EPT. 1970 VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. er nú í Auðbrekku 63. S'wni 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. NÝLEGT PlANÓ tíl sðlu. Upplýsiogair í síma 83525. KEFLAVÍK — SANDGERÐI fbúð óskast til leigu strax. Fyrirfraimgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í siíma 7524. PÍANÓ Ósíka eftir tiitfu píanói Upp- lýsingar í siíma 92-1635 eða 92-2035. MÓTATIMBUR ÓSKAST 2x4 uppistöður og stoðir óskast. Upplýsingar í síma 38719 eftir W. 19.00. VERKSTÆÐI um 80 fm ti'l ieigu á götuihæð við Auðbtekiku t Kópaivogi. Upplýsingar í síma 36768 eft'iir k'l. 8. KEFLAVlK Til sötu keðjuihús, fokiheft. Getuir selzt tillbúið undiir tré- verk eða futlgert. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Keflavík, sím i 1420. KEFLAVÍK Til söl'u verzl'un í futtri starf- rækstu á mjög góðum stað í Keflavík. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Keflavík, sðmri 1420. NJARÐVlK — KEFLAVlK Tek nemendur í ísterizku, dörnsk'u og giítarleiik. Upplýs- ingar í síma 2504. TIL SÖLU Toyota Crown, Station 1968. Upplýsingar í síma 35033. HRAÐBATUR Til sölu þrír hraðbétar 10, 11 og 15 feta, ásamt vagnii. Upplýsingar í sima 21153 frá kl. 6—8 á kvöldin. KEFLAVlK Kennara vantar herbergi í nánd víð GagnfræðaiSkólann, enmfremur eld'hús eða að- gaing að eldhúsi á sama stað. Upplýsingar í sfma 1814, Keflaivík. HÚSMÓÐIR, SEM VILL VINNA fimm daga vilkunnar f. h. ós'k- ar eftir vinou. Mangt kemur til greina. Tiliboð leggiist inn á afgr. Mbl. f. föstudagiskvöl'd merkt „Áreiðanileg 2696". ÞRIGGJA HERBERGJA IBÚÐ óskast á leigu í Hafnarfirði. Upptýsingair í síma 51628 rmiWi 7 og 10 á kvöldin. BARNAGÆZLA Óska eftir að koma rúmlega eims árs telpu í daggæzlu. Helzt í Austur- eða Miðbæ. Upplýsíngar í sírna 3-13-42 erftir kf. 6 e. h. DAGBÓK Guð fer ekld í manngrreinarálit, heldnr er hontim þóknanlegur í hverri þjóð sá er hann óttast og stundar réttlæti. (Post, 10.35). 1 dag er miðvikudagur 30. september og er það 273. dagur ársins 1970. Kftir lifa 92 dagar. Nýtt tnngl. Árdegisháflæði kl. 6.16. (CJr fslands almanakinu). AA- samtökin. t’iðtalstími er í Tjarnargötu 3c alla virka daga frá kl. 6—7 e.h. Simi '•6373. Almemnar npplýsingar nm læknisþjónustu í borginnf eru gr-fnar símsvara Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. I<ækningastofur ero lokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina Tekið verður á móti beiðnum um lyfseðla og þess báttar oð Grjðastræti 13 ílimj 16195 frá ki. 9-11 á laugardagsmorgnum „Mænusóttarbólusetning, fyr- ir fullorðna, fer fram í Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur, á mánudögum frá kl. 17—18. Inn- gangur frá Barónsstlg, yfir brúna.“ Tannlæknavaktin er í Heilsuverndarstöðinni, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 5—6. Næturlæknir i Keflavík 30.9. Kjartan Ólafsson. 1.10 Arnbjörn Ólafsson. 2., 3. og 4.10. Guðjón Klemenzs. 5.10. Kjartan Ólafsson. Ráðg jaf aþj ónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 siðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- il. Læknisþjónusta á stofu á laugar- dögum su.marið 1970. Sumarmániuðina (júní-júlí-ágúst- sept.) eru læknastofur í Reykja- vík lokaðar á laugardögum, nema læknastofan í Gaaðastræti 14, sem er opin alla laugardaga í sumar ki. 9—11 fyrir hádegi, sími 16195. Vitjanabe'ðmr hjá læknavaktinni simi 21230, fyrir kvöld- nætur- og helgidagabeiðnir. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Spakmæli dagsins — Það er aðeins ein ieið til þess að búa sig undir ódauðleik ann, sú að elska þetta líf og lifa þvl af eins miklum hetjuskap, trúmemnsku og gleði og oss er unnt. — H. Van Dyke. &INAÐ IIKILLA 80 ára er í dag Oddný S. Sig- urðardóttir, fyrrum húsfreyja í Bakkakoti í Skagafjarðarsýslu, nú til heimilis Stórholti 2 A á Akureyri. 1 dag verður hún stödd á heimili sonar síns og tengdadóttur Munkaþverár- stræti 32, AkureyrL börnin. Mun Lárus hafa verið jafn fær í mörgum námsgrein um, en hugleiknust hygg ég að Lárusi hafi verið kennsla í náttúrufræði. Lagði hann drög til þess, að stofnað væri náttúrufræðisafn við unglinga skólann á Isafirði og gaf til þess nokkuð af gripum. Kennslustörfin rækti Lárus af mestu kostgæfni og var sér lega ástsæil af nemendum sín um, sem við brottför hans frá ísafirði færðu honum gjafir og ávörp.“ Til kynningar á kvæðum séra Lárusar veljum við kvæð ÍSLANDSSJÓÐUR Þú ert okkur móðir mild og kær” 1 dag kynnum við skáldið Lárus Thorarensen. 1 bók hans Kvæði, sem út kom á for lagi Helgafells 1948, er ágæt grein um skáldið eftir Arn- grím Fr. Bjarnason ritstjóra, og birtum við hér til kynn- ingar á æviferli Lárusar, upp hafsorð greinarinnar: „Síra Lárus Thorarensen var fæddur að Stórholti i Dalasýslu 12. sept. 1877. For- eldrar hans voru síra Jón Thor arensen, sonur Bjarna skálds og amtmanns Thorarensens, og Jakobínu Jónsdóttur, Hall dórssonar prests í Stórholti. Ólst Lárus upp hjá foreldr- um sínum í glöðum systkina- hópi. Nokkru eftir fermingu innritaðist hann í Lærða skól ann í Reykjavik og að loknu stúdentsprófi í prestaskólann, en þaðan útskrifaðist hann sumarið 1905, og fluttist þá um haustið til Isafjarðar og fékk þar stöðu sem kennari við bamaskóiann og hafði hana með höndum til 1910. Tók Lárus þá kaili sem prest ur landa sinna í Norður-Da- kota í Bandaríkjunum. Vígð- ist hann 11. september 1910 í Dómkirkjunni í Reykjavík og fór strax að aflokinni vígslu áleiðis til Ameríku. Kom síra Lárus til Winnipeg í Kanada 6. október 1910, og hélt þaðan eptir nokkra viðdvöl til safn- aða sinna, og varð búsettur að Gardar i Norður-Dakota. 1 ársbyrjun 1912 varð Lár- us svo veill á heilsu, að hann varð að taka sér hvild frá prestsstörfum. Söfnuðir hans, sem allt vildu fyrir hann gera, lögðu fraim fé til þess, að hann gæti dvalizt á heilsuhæli. Fór Lárus á víð- frægt heilsuhæii þar vestra, en bata fékk hann engan. Vildi hann þó óvægur komast heim til Islands, „þótt ekki væri til annars en bera þar beinin", eins og hann orðaði það sjálfur. Lagði hann af stað heim snemma sumars 1912 og hugðist heilsa fóstur- jörðinni ást'kæru „í gulinum blómaskrúða". En eftir þriggja daga ferðalag í hafi andaðist sira Lárus Thoraren sen. Líki hans var sökkt í sæ. Þetta er ævisaga skáldsins og prestsins Lárusar Thorar- ensens, í stórum dráttum. Hann lifði stutt, en lifði vel, ástsæll og virtur af öllium, sem hann þekktu. Þótt ævi Lárusar Thoraren sens yrði ekki löng, er fyllsta ástæða til þess að geta ævistarfa hans nokkru nán- ara, og verða þá fyrst fyrir kennslustörfin. Lárus Thorarensen var hinn ágætasti kennari. Fór þar saman góð menntun, frábær ljúfmennska og vinátta við Andi vorsins ylji blómstrin þín, yndiskæra fósturjörðin mín. Blómi landa! Lukt í djúpan sæ, ljósadís, með skaut i sumarblæ. Vildi eg kveða ástaróð til þín, elskulega fósturjörðin mín, ef stilda kynni eg streng á hörpu minni sterkt og blítt, svo tónaaldan rynni þér til hróss, frá hjartarótum mér. — Hef ég verið barn í faðmi þér. Þú ert okkur móðir, mild og kær, á meðan leiftrar sólin dýrðarskær. Sami er vors þíns blíður ástarblær, og bassinn eins sem vetrarhrönnin slær. Yfir þínum alda faldi bjarta er ýmist sól eða myrkraleiftrin skarta. En hvenær á að yrkja ljóð til þín, ef ekki þegar blessuð sólin skín, sem bindur geislablóm í enniskrans á brúði sævar. Dísin Isalands! Þitt perlusafn á kyndlakvöldum skín, ég kýs þó heldur sumarljósin þín, því þá finnst mér þú yndisleg og ung, en ellileg með vetrarklæðin þung og angurmædd með isatár á vöngum, unz eygló skíii í vorsins lindigöngum. Þegar hljómar himinsalur þinn, er hjartað slær við sumarfaðminn inn, og æðastraumar ólga í fossalindum, en ofar brotnar skin á kristalstindum. Smáglit hrynja niðrí djúpan dal, og dalur geymir himinrósa val. Þá hýrnar loft og hljómar allt í söng, því himinsraddir fylla vorsins göng. Vængir kvika upp við bláan boga, og bjartir jöklar tendra þúsund loga. Hitni sumars hjartaslögin þín, himinkrýnda fósturjörðin mín. Ég man sem barn þitt alsælt vorsins yndi, þótt ævin sé nú blik á hádagstindi, mér gieymist aldrei æskusveitin min, með óm og blóm og vötn og f jöllin þín, og bemskuljós, sem brýst í gegnum tár, er blys á nótt, er kvöldar lífsins ár. Og allt, sem ég á bezt í brjósti mér sem brjóstamjólk ég drakk í faðmi þér, hið fegursta og viljans veldin öll, er veig úr þinni sumars töfrahöll og ráðin holl frá góðri móður minni, en móðir, •— hún var bam í keltu þinni, og því var hennar hjarta ástarblítt og hugur átti geislavorið þýtt. Þú hefur borið börnin mörg og góð á brjóstum þér. — Guð verndi landsins þjóð og vinna láti aldinn hvern og ungan, að unna þér, á meðan hljómar tungan. Á meðan vorsins rósaröðull skín og roða slær á svanabrjóstin þín, sem áður kreisti vetrarhöndin hörð, þér hjartað slær, min ástkær fósturjörð! Guð blessi þig! — þin, birtist frægðarsaga seim blómatími nýrra sumardaga. ______________)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.