Morgunblaðið - 30.09.1970, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT. 1970
11
Sr. Árelíus Níelsson
Við gluggann
Uppreisn unga fólksins
Frá því sögur hófust hefur
eldri kynslóðin oftást dæmt
hart um athafnir og atferli
unga fólksins. Hitt er sjald-
gæfara, þótt oft hafi bilið
milli kynslóða verið breitt,
að unga fólkið leyfði sér að
fordæma siðu og hátterni, lífs
stefnu og takmark hinna
eldri og segðu sig jafnvel úr
samfélagi við þá.
Samt er einmitt þetta síð-
astnefnda næstum einkenni
á okkar öld. Sjaldan, liklega
aldrei hefur bilið verið breið
ara milli kynslóðanna en það
er nú á síðustu tímum. Og
líklega aldrei hafa kynslóðir
misskilið hvor aðra og for-
dæmt hvor aðra með slíku of
forsi sem nú. En um þetta
vitnar bítlagargið, hippaæðið
og stúdentauppreisnirnar á
síðustu árum víða um Vestur
lönd sterkara nokkrum orð-
um og ljósara en predikar-
ar geta túlkað.
Margir kenna þar agaleysi
og ótemjuskap, frekju og fyr-
irgangi unga fólksins einu
um. Aðrir vilja leita orsak-
anna til rangsnúinnar lífs-
stefnu eldra fólksins og til
þeirrar heimsku sem orsak-
að hafi tvær heimsstyrjaldir
á stuttum tima og standi nú
á hengiflugi hinnar þriðju.
Það er því nógu áhugavert
að íhuga, hvað fjórir helztu
sérfræðingar Bandaríkjanna í
þessum fræðum hafa til mál-
anna að leggja, þegar álit
þeirra var kannað af opin-
berum spyrjanda á þessu ári:
Aðalatriðin í svörum
þeirra voru á þessa leið:
„Unga fólkið virðir ekki leng
ur eldri kynslóðina. Og það
hefur góðar og gildar ástæð-
ur til slíks virðingarleysis.
Samt hefur unga fólkið
mikla þörf fyrir að dá hina
eldri, en það getur það ekki
vegna þess:
Það veit meira en eldra
fólkið. En það vill eldri kyn-
slóðin ekki viðurkenna.
Það óttast, hvað um það
verði í þjóðfélagi þar sem
fólki er stjakað frá störfum
65 ára að aldri og gert að
þýðingarlausum áhorfendum
að leik lifsins.
Það sér fyrir sér sundur-
tætta veröld af blekkingum,
lygum og hræsni, sem allt er
skapað af eldra fólkinu.
Það getur ekki ráðið fram
úr hinum alvarlegu vandamál
um styrjalda og spillingar,
sem hvarvetna blasa við.
Sálarlíf unga fólksins er
sundurtætt af ofnotkun sjón-
varps og f jölmiðlunartækja.
„Unga fólkið þráir ákaf-
lega virðingu eldra fólksins.
Það reynir að gera allt, sem
hugsanlegt er til að vekja á
sér athygli og leitar þá oft
fordæmis þar sem sízt skyldi.
Það eru ekki margar fyrir-
myndirnar nú á dögum,“ seg
ir Dr. Kenefick deildarforseti
í geðveikislækningum í há-
skóla í New York.
„Krakkar virða í raun og
veru eldra fólk, sem þau
finna heilindi hjá og meinar
það sem það segir," bætir
hann við. Og þau eru áköf
og forvitin í leit sinni að ein
hverjum til að dást að. En í
okkar samfélagi er krökkum
lítið leyft að gera á eigin
spýtur, allt er fyrirskipað,
með öllu er fylgzt af hinum
eldri, og það skapar eitt alls-
herjar þýðingarleysi fyrir
unga fólkið. Og þegar unga
fólkið horfir á lífsleiðann og
tilgangsleysið í lífi eldra
fólksins, hugsar það: Er þetta
þá allt, sem ég á í vændum.
Allt, sem ég hef að hlakka
til!
Og verði maður hræddur
við eitthvað, nú þá reynir
maður að forðast það. Þetta
eru ósköp eðlileg viðbrögð.
Vernda sjálfan sig, segir Dr.
Kenefick.
Annar sérfræðingurinn sem
Dr. Margaret Mead
Dr. Donald P. Kenefick
spurður var er Dr. Margaret
Mead þekktur mannfræðing-
ur sem starfar á sögusafni.
Hún segir: „Börnin lita í
kringum sig i veröldinni nú
á dögum og finna að eldra
fólkið getur ekki stjórnað
henni. Þar er allt í ólstri.
Fólk, sem er fætt eftir síð-
ari heimsstyrjöld veit svo
margt, sem foreldrar þeirra
vita ekki. Foreldrarnir ættu
að virða og meta þessa þekk-
ingu barna sinna, ef þau ætla
að vænta skilnings frá þeim
á sinni ólíku reynslu frá liðn
um dögum. Það er nauðsyn-
legt að byggja upp gagn-
kvæma virðingu kynslóð-
anna.
En eldr-a flókið væntir og
krefst hlýðni, undirgefni og
kurteisi, sem allt er aðeins í
þeirra eigin þágu. Og árang-
urinn er: Við eigum nú unga
kynslóð, sem gerir uppsteit
gegn flestu því sem fyrir er
og vill ekkert gera fyrir
eldra fólkið.
Og unga fólkið sækist eftir
að komast eins langt og kom-
ist verður á sínum eigin braut
um þvi betra sem þar er allt
ólikt því sem áður var og
eldra fólkið þekkir ekki —
og vill ekki einu sinni kann-
ast við,“ segir Dr. Margaret
Mead.
Sá þriðji, sem leitað var til
í þessum vandamálum heitir
Dr. Fitzhug Dodson, og er
uppeldisfræðingur. Hann seg
ir meðal annars: „Bandarík-
in hafa alltaf verið land æsk-
unnar og nú miðar það sjón-
varp sitt og fjölmiðlunartæki
við þessa menningarstefnu
sína. En það er ábyrgðar-
hluti. Það er ekki alltaf ver-
ið að skemmta krökkunum.
Það verður að bera virðingu
fyrir reynslu og þekkingu
æskunnar. Þetta verður
eldra fólkið að muna og haga
sér samkvæmt þvi.
Unglingar líta ekki lengur
upp til hinna eldri. Hetjur
þeirra eru á þeirra eigin
aldri eða lítið eitt eldri.held-
ur Dr. Dodson áfram, en
hann er eins og áður er sagt
mjög þekktur uppeldisfræð-
ingur, rithöfundur og skóla-
maður.
Unglingum er alltof vel
ljóst, hve mistök eldra fólks-
ins eru margvísleg og hvem-
ig við fáum þeim í hendur eit
urdreggjar og mengað loft og
vatn, sem sagt eitraðan heim,
og þetta hefur gerzt fyrir
hugsunarleysi og fyrir-
hyggjuleysi eldri kynslóðar,
sem ekkert gerir til að ráða
fram úr þessum vanda, en
glímir við tilbúin vandamál.
Við höfum auðvitað alltaf
haft bil á milli kynslóða. Það
er vandamál allra alda. En
þetta bil hefur aldrei verið
breiðara en nú. Og það er
eldra fólkinu að kenna," seg-
ir Dr. Dodson, með mikilli
áherzlu.
„Það er önnur hlið mynd-
arinnar, sem hefur fallið í
skuggann og ekki verið athug
uð, og það hlýtur að hefna
sín, en það er þörf barnsins
fyrir ástúð, að finna mann-
legar, mannúðlegar verur og
manngildi, sem hægt er að
elska, dást að og virða,“ seg-
ir Nathaniel Brandon, þekkt
ur sálfræðingur og höfundur
margra bóka.
„Barni er þörf og eðlislæg
nauðsyn að virða og elska
foreldra sína, en uppnám
þeirra, lxfsleiði og önuglyndi
gera það í mörgum tilfellum
ómögulegt. Allt viðmót
margra foreldra mótazt af
taugaveiklun, æsingi og mót-
sögnum ásamt ósamkvæmni í
orðum og háttum á venju-
legu amerísku heimili. Þetta
villir um fyrir barni, sem er
að reyna að átta sig við upp-
haf sinnar ævileiðar.
Annað þýðingarmikið atriði
sem verkar neikvætt er virð-
ingarleysi foreldra gagnvart
börnum sínum. Þau umgang-
ast þau eins og vélar eða dýr
en ekki eins og manneskjur.
Slíkt barn hefur engan
grundvöll til að byggja á
virðingu fyrir réttindum
eldri kynslóðar.
Eitt af því hryllilegasta,
sem ég hef heyrt unga fólk-
ið segja, og endurtaka æ of-
an í æ, með áherzlu af innstu
tilfinningu er þessi fullyrð-
ing: „Þetta er lygi. Allir
ljúga.“
En því miður. Þarna hef-
ur unga fólkið rétt fyrir sér.
Þessi hryllilega fullyrðing er
sönn.
Unglingarnir eins og hinir
eldri hafa djúpa þörf fyrir
sjálfsvirðingu.
En hvernig geta þeir öðl-
azt hana í andrúmslofti blygð
unarleysis, ótta og ósanninda,
sem flæðir yfir allt i þjóðfé-
lagi okkar.
Krakkarnir, nú á dögum,
vita, hverju þau eru „á móti,“
en þau vita ekki hverju þau
„eru með“.
Allt er neikvætt — sérstak
lega virðingin fyrir hinum
eldri.“
Það er alvarlegt álit þess-
ara vestrænu séi'fræðinga.
Gæti ekki verið að vantaði
áhrif kristins dóms í uppeldi
og samfélag?
DRGLECR
Kastmót
tiieinkað Stangaveiðifélagi Reykjavíkur verður haldið 10. og
11. október n.k.
Þátttaka tilkynnist: Ástvaldi Jónssyni, simi 35158, Halldóri
Erlendssyni, sími 18382, Sigurbirni Einarssyni, sími 34205.
Kastklúbbur Reykjavíkur.
Stœrðfrœðikennara
vantar að Víghólaskóla í Kópavogi.
Upplýsingar hjá skólastjóranum. Sími 40269 og á Fræðslu-
skrifstofu Kópavogs. Sími 41863.
Menntaskólabækurn ar Ken Bókaverzlun Snæbjarnar, naraskólabækurnar Hafnarstræti 9
Gagnfræðaskólat Bókaverzlun I lækurnar Snæbjarnar, Skólavörur Hafnarstræti 4