Morgunblaðið - 30.09.1970, Page 24
24
MORGUNÐLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR-30. SIEPT. 1970
A SLODUM ÆSKUNNAR
limsjðn
SIírtN HALLDÓRSSDN
Listamaðurinn Jimi Hendrix
hafði sinar góðu og slœmu hiið
ar, eins og flestir aðrir. Þegar
hann vildi það við hafa, lék
hann frábæriega vel og var fyr
ir það hátt metinn af öllum öðr
um í hópi beztu gítarleikara
heims. En allt of oft náði let-
in yfirhöndinni. Hann nennti
ekki að vanda sig, en sneri sér
í staðinn að ýmsum furðuleg-
um skripalátum á sviði. Og það
voru reyndar skrípalætin, sem
íyrst vöktu athygli manna. Þeg
ar hann fór i sína fyrstu hljóm-
leikaferð um Bretland með fé-
lögum sínum, Mitch Mitchell og
Noel Redding, var hljómsveit-
in aðeins aukahijómsveit, sem
lék á undan stórstjörnunum,
Walker Brothers. Fyrstu hljóm
leikarnir voru haldnir í Lond-
on og Jimi flutti þar fjögur
lög — hann fékk ekki lengri
tima fyrir leik sinn — og undir
tektir áhorfenda voru alveg við
unandi. En í síðasta laginu
kviknaði skyndilega í gítarnum
hjá Jimi, einmitt þegar hann
var að leika eitt skrípaatriðið,
að leika á gítarinn með tönn-
unum. Það kviknaði í hárinu
á höfði hans og lá við stór-
slysi, en starfsmenn hljómleika-
hússins brugðu skjótt við og
siökktu eldinn með siökkvi-
tækjum. Ennþá hefur engin
skýring fengizt á þvi, hvort
þarna hafi verið um slys að
ræða eða íkveikju af ásettu
ráði, en Jimi komst auðvitað á
forsíður allra dagblaðanna og
það sem eftir var af hljómleika
ferðinni, féllu Waiker Broth-
ers alveg í sk-.gga hans. Jimi
Hendrix hafði sigrað Englend-
inga.
Hann fæddist í borginni Se-
attle, norðarlega á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Áhugi
hans á gítarleik vaknaði, þeg-
ar vinur föður hans kom í heim
sókn til að spila á spii og hafði
kassagítarinn sinn með sér.
Meðan mennirnir tveir sátu við
spil, læddisi Jimi út á tröppur
með gítarinn og reyndi að ná
lagi á hann. Síðar sagðist hon-
um svo frá: „Ég vissi ekki, að
ég þyrfti að setja gítarstreng
ina öðru vísi á gítarinn, þar
sem ég var örvhentur, en eitt
var víst: Þetta hljómaði ekki
rétt. Ég hugsaði með sjálfum
mér, að það væri eitthvað vit-
laust í þessu. Eitt kvöldið var
vinur pabba þéttfullur, og
hann seldi mér gítarinn á fimm
dollara. Ég færði strengina til,
en þegar þvi var lokið, var git
arinn rammfalskur. Ég hafði
ekki hugmynd um, hvernig
ætti að stilla gítar, svo að ég
hijóp út í eina buðma og
renndi fingrunum yfir strengi
eins gitarsins, sem hékk þar á
veggnum. Eftir það gat ég stillt
gítarinn minn sjálfur. En svo
fékk ég leið á honum og setti
hann út í horn.
En þá heyrði ég í fyrsta
skipti í Chuck Berry og áhug-
inn vaknaði á ný. Ég lærði alla
þá „frasa“, sem ég komst yfir.
Síðan stofnaði ég hljómsveit
með nokkrum öðrum strákum,
en þeir yfirgnæfðu mig alger-
iega. Ég vissi nú ekki hvers
vegna til að byrja með, en eftir
eina þrjá mánuði, varð mér það
ijóst, að ég yrði að fá rafmagns
gitar. Pabbi gaf mér þann
íyrsta, Danelectro, og hann hiýt
ur að hafa verið biankur í
langan tíma á eftir.
Síðan fór ég í herinn og þar
tét ég gítarleikinn að mestu
eiga sig, þvi þarna voru engir
gítarar til fyrir örfhenta. Ég
var í falihlifaherdeild þangað
til að ég meiddist i baki i iend-
ingu eftir fallhlifarstökk úr
þrjú þúsund metra hæð.
Eftir að ég losnaði úr hern
um, var ég að mestu á flakki.
Eftir nokkurn tíma fói ég að
leika undir hjá ýmsum þekkt
um söngstjörnum, sem voru á
hljómleikaferðalögum. Ég lék
meðal annars undir hjá Little
Richard og siðar hjá Isley
Brothers. Ég hafði ekki mikið
upp úr þessu, rétt fyrir fæði
og klæðum, en ég var svo sem
alveg nógu ánægður með það.“
En örlögin ætluðu Jimi Hend
rix stærra hlutverk. Árið 1966
var hann kominn til New York
og lék þar í klúbbi einum sem
hét „Club Wha“. Hljómsveitin
hans hét þá Jimi James and
the Biue Flames og átti sína
aðdáendur, því einn daginn
kom einhver aðdáandi Jimi til
Chas Chandlers, sem þá var
nýhættur að leika á bassagítar
í hijómsveitinni Animals. „Þú
verður að fara í „Club Wha“
— Það er þar siðhærður, svart
ur gítarleikari, sem er alveg
stórkostlegur." Chas fór — sá
Jimi og var sigraður. Hann
bauð Jimi að gerast umboðsmað
ur hans og koma honum til
Englands og gera hann að stór-
stjörnu þar. Og Jimi sló til.
I Englandi fékk hann nýja
undirieikara, Mitch Mitchell,
trommuleikara, og Noel Redd-
ing, bassaleikara. Og hljóm
sveitin fékk nýtt nafn: „Jimi
Hendrix Experience". Fyrsta
platan var gefin út, gamalt,
bandarískt þjóðlag, „Hey Joe“,
en i nýrri útsetningu og það
flaug upp vinsældalistana upp
í topp tíu. Síðan kom hljóm-
leikaferðirí og sigurgangan var
hafin.
Plöturnar héldu áfram að
koma út: „Purple Haze, Burn-
ing of the Midnight Lamp. All
Along The Watchtower" og
hæggengu hljómplöturnar „Are
You Experienced, Axis: Bold
As Love og Electric Ladyland".
En Hendrix var að ganga úr
greipum Englendinga. Hann
var langtímum saman á hljóm-
leikaferðum í Bandaríkjunum,
þar sem hann hafði slegið í
gegn árið 1967 og til Eng-
lands kom hann aðeins endrum
og eins. Einstaka hljómleikar í
London — meira sáu Englend-
ingar ekki af honum.
1 fyrra hætti hljómsveitin að
spila og liðsmenn hennar fóru
hver sina leið. Noel Redding
stofnaði Fat Matress, Mitch
Mitcheil ílæktist um og hafði
það gott, og það sama má segja
um Hendrix — með einni und-
antekningu þó. 1 maimánuði
var hann handtekinn á flugveií
inum í Toronto í Kanada með
eituriyf í fórum sínum. Hann
átti yfir höfði sér langa fang-
elsisvist, en slapp með því að
greiða himinháa sekt. Síðan
bárust af og til sögur af hon-
um yfir Atlantsála. Hann var
búinn að stofna nýja hljóm-
sveit, Band of Gypsies, en hún
gerði ekki mikið af þvi að leika
fyrir almenning. Þó kom Jimi
Hendrix fram á tónlistarhátíð-
inni í Woodstock og sló þar i
gegn. Hann lék allmergjaða út
gáfu af bandaríska þjóðsöngn
um og bætti meira að segja
áróðri gegn styrjöldinni i Víet
Nam inn í flutninginn. Hvern-
ig er áróður leikinn á gítar?
Jimi töfraði fram alls kyns
furðuhljóð, sem helzt minntu á
drunur úr orrustuþotum og
sprengjugný. Og þegar slíkur
hávaði er framkallaður í banda
ríska þjóðsöngnum, er auðvelt
að leggja saman tvo og tvo.
Á gamlárskvöld iék Jimi
Hendrix með hljómsveit sinni,
Band of Gypsies í Fillmore-
hljómleikasalnum í New York.
Var flutningurinn hljóðritaður
og nýlega gefinn út á hæg-
gengri hljómpiötu. Þá er ekki
ósennilegt, að leikur Jimi Hend
rix á tónlistarhátíðinni á Isle
of Wight verði gefinn út á
plötu, og verður það þá síð-
asta platan með leik hans.
Síðustu vikurnar var Jimi
Hendrix greinilega sjúkur mað
ur. Það sást á framkomu hans
og leik. Hann var á hljóm-
leikaferð í Danmörku í byrj-
un þessa mánaðar. Auðvitað
flykktust allir á hljómleikana,
sem einhverja aura áttu, en
miðaverðið var reyndar gífur-
lega hátt. En fengu menn eitt-
hvað fyrir peningana? Það er
ekki alveg víst. Hendrix átti í
greiniiegum erfiðleikum með
sjálfan sig og þegar hann lék
í Árósum, neyddist hann til að
hætta leik sínum eftir eitt ein-
asta lag. Hann sagðist vera veik
ur og hijóþ út af sviðinu. En
gestirnir fengu miðana endur-
greidda.
Jimi Hendrix var sjúkur mað
ur, en hver sjúkdómurinn var,
er ekki gott að segja. Flestir
hallast þó að þvi, að það hafi
verið eiturlyfjaneyzla. Ef svo
var, þá rifjast óþægilega upp
fyrir manni orð Hendrix: „Það
er skoðun mín, að hver mað-
ur eigi að fá að gera það, sem
honum sýnist, svo framarlega,
sem það skaðar engan annan.“
Jimi Hendrix gerði það, sem
honum sýndist. Hann lagði lif
sitt að veði. Og tapaði. Hann
skaðaði þó ekki aðeins sjáifan
sig. Popheimurinn og milljónir
áhugamanna um góða poptón-
list hafa misst mikið. Sá skaði
verður seint bættur.