Morgunblaðið - 30.09.1970, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ; MTÐ’VTKITDAGTJR' 30. SEPT. 1970
Hann var allur ríkmannlegur út
lits. Hann bauð Raeburn vindl-
ing úr stórum sillurkassa á borð
inu. Hann var stór og myndar-
legur maður, með silfurgrátt
hár.
— Það er leiðinlegt þetta með
hann Harry kallinn, sagði hann.
— Ég ætti eiginlega að fara að
heimsækja hann. Það er leiðin-
legt, þegar menn geta ekki hald
ið við kunningsskap vegna ann-
rikis. Hann brosti. Tennurnar
átti hann sjálfur og þær voru
hvitar og jafnar.
— Mér skilst, að þið hr. Rick
hafi verið félagar.
— Já, meðan Polards.var við
liði. En Harry sóttist eftir að
komast í stórfyrirtæki eins og
Assec. Ég vildi heldur vera
að máttlausa manninum í rúm-
inu.
— Fyrirgefðu mér, að ég
skyldi ganga svona hart að þér,
Pete.
— Það er allt í lagi, Mark. Þú
getur ekki að því gert. Raeburn
var ekki viss hvort þetta væri
gullhamrar eða móðgun.
Leon-fatágerðin h.f. hafði
skrifstofur í Holborn. Ýmislegt
var þama til að ganga í aug-
un á gestum, en sýnilega var
þetta ekki neitt stórt fyrirtæki.
Skrifstofa Turner Roberts var
að visu stór og vel búin, en það
kostaði nú heldur ekki nein
ósköp að hafa eitt herbergið vel
búið. En hr. Turner Roberts var
sjálfur einn sýningargripurinn.
minn eigin herra. Það er svo
margt sinnið, sem skinnið á
þessu sviði. Aftur brosti hann.
Vafalitið hafði Rick bolað Ro-
berts burt úr fyrirtækinu.
einhverjum stjórnarfundinum.
Nú héldi hann að Raeburn væri
einhver senditík frá Rick lík-
lega með einhvern mola meðferð
is af borði ríka mannsins.
— Jæja. . . ? Þetta var frem-
ur eitthvert spyrjandi hljóð en
raunverulegt orð, en gaf til
kynna, að Tumer Roberts væri
reiðubúinn til viðræðna. Það
var Raeburn líka.
— Eins og ég sagði yður, er
ég rétt nýbúinn að vera hjá Rick.
Roberts kinkaði kolli, glað-
lega og vingjarnlega.
— Mér skiist að Rick hafi átt
eitthvert viðskiptasamband við
Maaskirche.
Hann athugaði Roberts vand-
lega meðan hann talaði, en þess
var varla þörf. 1 stað vingjarn-
lega svipsins kom annar, sem
var í senn hlédrægur og var-
kár.
— Pollards átti í samningum
við hollenzkt fyrirtæki þar,
sagði Roberts. Þetta var það
minnsta, sem hægt var að segja,
án þess að eyðileggja það, sem
kynni að vera saklaus eða
kannski ábatavænleg spurning.
— Einhver samningur um
sölu á rafölum, skildist mér. Rae
bum fór þarna eftir gömlu regl
unni að gefa vitninu eitthvað til
að mótmæla.
— Rafala? Roberts virtist
steinhissa. — Vitanlega ekki.
Þetta var um sölu á ljósaper-
um. Varkárnin var allt í einu
orðin að beinni tortryggni. —
Sjáið þér til, hr. Raebum, hald
ið þér ekki, að þér vilduð bara
segja mér, í hvaða erindum Riek
hefur sent yður til mín?
— Rick sendi mig alls ekki
hingað. Ég er að rannsaka
dauða frú Edith Desmond, og
ég vil fá að vita, hvað hún hef-
ur vitað um Maaskirehe.
— Guð minn almáttugur, þér
eruð svei mér ósvífinn! Rjóða
andlitið á Roberts undir virðu-
legu silfurhárunum var orðið
enn rjóðara. — Rick skal ekki
hafa mikið upp úr þessu. Hann
var ekki síður bendlaður við
Maaskirche en ég. Allt, sem
Edith Desmond vissi um mig í
sambandi við Maaskirche, vissi
hún líka um hann. Til hvers
sendi Rick yður hingað- ítrek-
aði hann.
— Rick sendi mig alls ekki.
Mér þykir fyrir þvi, ef þér mis-
skiljið þetta.
Dansskóli
Hermanns Ragnars
,,Miðbœr" Háaleitisbraut 58-60
A
Kennsla hefst mánudaginn 5. október.
Innritun daglega frá kl. 10—6 e.h.
Símar 8-2122 og 3-3222.
Síðastu innritunardagar.
Byrjenda- og framhaldsflokkar fyr-
ir börn, unglinga og firllorðna,
(einstaklinga, pör og hjón).
U pprifjunartímar hálfsmánaðarlega
fyrir hjón.
ir Seltjarnarnes: Kennt veröur í Félagsheimilinu fyrir börn.
Uppiýsingarit liggur frammi í bókaverzlununum.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
Tryggir rétta tilsögn.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Vertu svolítið rólegri, þá vinnast störfiin betur. Reyndu að eiga
rólegt kvöld.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Láttu skynsemina ráða en ekki tilfinningarnar. Fjárhættuspil hef-
ur næstum óumflýjanlega tap í för með sér og jafnvel annað enn
verra en peningatap.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Það er engin töfralausn á vandamálum dagsins. Taktu eitt vanda-
mál fyrir I einu.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú ætlar að ferðast, skaltu sýna varkárni. Eins ef þú vinnur
með hættulegum tækjum.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Vertu íhaldssamur í dag, það getur gefið betri raun en að vera
róttækur.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Það ríkir mikil spenna — notaðu hana í skapandi viðfangsefnum.
Vogin, 23. september — 22. október.
í dag á sköpunargáfan að fá að njóta sín.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Taktu daginn snemma, afgreiddu málin áður en vinirnir fara að
skipta sér af þeim. Kvöldið getur orðið skemmilegt.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Láttu eðlishvötina ráða. Gættu þess, að smádeilur verði ekki að
stærðar rifrildi.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þessi skipulagningarárátta þín kemur sér illa fyrir aðra. Reyndu
að komast að samkomulagi um þessi mál.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Reyndu að stofna hjónabandinu ekki i hættu. Láttu eðlishvöt-
ina ráða, þó að rökfimi þín sé afar góð.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Nú er líklega bezt að láta berast með straumnum, en siðar verð-
ur þú að fara þinar eigin leiðir.
— Nei, fjandinn hafi það, víst
hefur hann sent yður. Þér lítið
einmitt út eins og einn handlang
ari hans. En þetta get ég sagt
yður: Ég sá, að Edith Desmond
var dáin. Sama mátti mér vera.
Hún var engin kærasta mín, og
ég hefði aldrei greitt henni eyr-
isvirði fyrir það, sem hún kynni
að vita um Maaskirche. Roberts
var reiður, en hræddur.
— Hvað vissi hún um Maas
kirche? sagði Raeburn. Röddin
var hvöss og skerandi og Ro-
berts varð enn hræddari
— Hún vissi sitt af hverju um
Maaskirche. Þér skuluð spyrja
Rick, hvað hún hafi vitað!
Hann var meira flæktur í þetta
en ég. Þér eruð furðu djarfur
að koma hingað, Raeburn. Snáf
ið þér nú út héðan og heim til
húsbónda yðar.
Raeburn fór. Þetta var ekki í
fyrsta sinn sem honum var vís
að á dyr. Hann kippti sér ekk-
ert sérlega upp við það.
Á næsta horni keypti hann
eintak af Standard. Þar var allt
fullt af rosa-fyrirsögnum: „Rak
hnífabardagi í Soho. Michael
(Coper) Flynn deyr í sjúkra-
húsi". Hann las áfram og sá
nöfn sem hann kannaðist við:
Coper Flynn, King Barton Cho-
doff — Óaldarforingjar, sem
höfðu enn lent i ófriði. „Allur
mannafli höfuðborgarlögregl-
unnar var í dag að starfi. . . “
Jú, það var ekki nema að von-
um. Raeburn vissi, að lögreglan
vildi fremur fá Barton bak við
lás og slá, en nokkurn annan
Atvinna
Vegna forfalla vantar ráðskonu að Laugaskóla, Dalasýslu.
Einnig stúlku til eldhússtarfa.
Upplýsingar í síma 26468 kl. 18—20 næstu kvöld.
Málarar
Skriflegt tilboð óskast í að mála í einum eða tveimur litum
stigahúsið Hringbraut 39.
Upplýsingar í síma 14121 og eftir kl. 18 00 í síma 19584.
VIÐ EIGUM
STRIGASKÓ í ÖLLUM STÆRÐUM.
LEIKFIMISBUXUR MARGA LITI OG STÆRÐIR.
IÞRÓTTABÚNINGA Á AL.LA FJÖLSKVLDUNA
Á
§P0RTVAL
!
HLEMMTORGI.