Morgunblaðið - 02.10.1970, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.10.1970, Qupperneq 4
4 MORGITNBLAÐIÐ, FOSTUDAOUR 2 OKTÓBER 1970 r r > \ ■35555 1^14444 mmim BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvag* VW 9 marma • Landrover 7mama bilaleigan AKBBAZJT car rental service /* 8-23-4? senctum Fjaðrir, fjaðrafalöð, hljóðkótar, púströr og fleíri varahlutír i margar gerðír bifreiða Bíbvörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Notnðir bílor til sölu Moskvitch, árgerð 1964 Moskvitch, árgerð 1967 Moskvitch, árgerð 1968 Moskvitch, árgerð 1970 Cortina, árgerð 1965 Trabant, árgerð 1967. Bifreiðar og landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14, sími 38600. Vélapokkningar Dodge '46—'58, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68 Fiat, flestar gerðir Bedford 4-6 cyl., dísil, '57/64 Buick V 6 cyl. Chevrotet 6—8 cyl., '64—'68 Ford Cortina '63-—'68 Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68 G.M.C Gaz '69 Hiknan Imp. '64—408 Opel '55—'66 Rambfer '56—'68 Renault, fiestar gerðir Rover, bensín, dísil Skoda 1000MB og 1200 Simca '57—'64 Singer Commer '64—'68 Taunus 12 M, 17 M, '63—'68 Trader 4—6 cyl, '57—'65 Volga Vauxhall 4—6 cyl., '63—‘65 Wrtlys '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17. Símar 84515 og 84516. 0 „Lífið er allsherjar áhættuspil" „Gamli gamblarinn“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er einn þeirra, sem eiga ákaflega erfitt með að stilla sig um að kaupa happdrættismiða, þegar þeir eru boðnir til sölu. Þet.ta geta auðvitað orðið tölu- verð útgjöld yfir árið, en allir lifa i voninni, og hver veit nema ég hreppi hæsta vinning næst? Allt lífið er eitt allsherjar á- hættuspil, og happdrætti og veðmál eru ósköp saklausar en spennandi skemmtanir. Af hverju happdrætti er leyft, en fjárhættuspil er bannað, hef ég aldrei skilið. Á þessu tvennu er þó ekki nema lítill stigsmunur, alls enginn eðlismunur. 0 Er dregið úr óseldum happdrættismiðum? En erindið var nú ekki að „fíló sófera" i dálkum þínum, held- ur reyna að fá ákveðið svar við spurningu, sem enginn hefur getað svarað til fulls, þegar ég hef leitað svars. Það er: Er leyfilegt og löglegt að draga úr óseldum númerum? Mér finnst það alger óhæfa, og að slíkt hljóti að vera ólöglegt. Sá, sem kaupir miðann, er kannski um leið að spekúlera í því, hvort miðar í þvi og þvi happdrætti muni seljast vel eða illa. Þann- ig að það að minnsta kosti þar sem ég þekki til erlendis. Skylt þessu er það, þegar dráttur er framlengdur. Miða- kaupandinn á heimtingu á því, að dregið verði á réttum tima og þá aðeins úr seldum miðum að sjálfsögðu. Hann á ekki að una því, að drátturinn sé dreg- inn á langinn, meðan reynt er að pranga miðum inn á fleiri og vinningsmöguleikar hans þar með skertir til muna. Ágætt félag í Reykjavík er um þessar mundir að senda út happdrættismiða. 1 meðfylgj- andi greinargerð segir: „Falli vinningur á miða, sem er 6- greiddur, þegar dregið er, telst hann ógildur". En er þá ekki dregið aftur, þangað til vinn- ingur fellur á greiddan miða? Um það er ekkert tekið fram. Getur þú frætt mig nokkuð um þessi mál, Velvakandi góð- ur? Gamli gamblarinn“. Nei, það getur Velvakandi ekki. Hins vegar hljóta ein- hverjir að geta það, til dæmis forráðamenn happdrættisins, sem bréfritari minnist á, eða opinberir aðilar. Skýringar í þessu efni yrðu mörgum áreið- anlega kærkomnar, og yrðu þær birtar hér í þessum dálk- um. 0 Eftirlaunamaður á göngu „Göngugarpur" skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Sumir kvíða því víst að kom- ast á eftirlaun, en það er ástæðulaust. Það er bráðum lið ið ár, síðan ég hætti að vinna úti, og þennan nýja frítíma hef ég notað til þess að ganga um borgina okkar, Reykjavík. Það er furðulegt, hve augu mín hafa opnazt fyrir mörgu, sem ég hafði aldrei veitt eftirtekt áður. Áratugum saman hefi ég verið á ferð um borgina, en nú fyrst er ég að taka eftir hús- um, görðum og alls konar hlut um, sem er eins og ég hafi ekki séð áður. Líklega hefi ég alltaf verið á of hraðri ferð fram til þessa. 0 Hvítur kollur á Tjarn- arhólmanum Eitt mesta yndi mitt er að ganga í kringum tjörnina. Svan anna hefi ég saknað í sumar, en nú eru a.m.k. sex álftir farn ar að synda á stóru tjörninni. Hitt líkar mér ekki, hvernig mávarnir virðast hafa lagt und ir sig tjarnarhóimann. Koilur- inn á hólmanum er hvítur að sjá, af því að þessir stóru og ljótu mávar sitja þar svo þétt. Er komin mávabyggð í hólm- ann? Þrífast endurnar og kri- urnar í nábýli við þennan freka aðkomufugl? Getir þú ekki svarað þessum spurningum, Velvakandi minn, veit ég, að þú myndir ljá fugla fræðingum eða einhverjum gömlum tjarnarsérfræðingum rúm í dálkum þínum til þess að fræða okkur hina um þetta. Heldurðu það ekki? Göngugarpur“ Jú. 0 Misheilagar ár eftir landshlutum? „Húsfreyja" skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú er mjög i tízku að tala um að náttúra landsins og gróður- far sé svo heilagt, að þar megi engu hrófla. Mývetningar vilja heldur sitja rafmagnslausir í niðamyrkri en að láta trufla árnar sínar, (þótt þeim finnist í lagi að láta virkja sunnlenzku árnar og fá rafmagnið leitt norð ur með ærnum tilkostnaði, en ekki vilja þeir greiða meira fyr ir það en við), og linnulaus á- róður fyrir „verndun umhverf- isins“ er rekinn, svo að sumir eru jafnvel farnir að fá leið á þessu annars ágæta máli. 0 Innrætið börnum virð- ingu fyrir gróðri og annarra eignum Nú finnst mér vera upplagt tækifæri til þess að láta það fylgja með í náttúruverndará- róðrinum, að börnum í Reykja- vík sé kennt að umgangast gróð ur í görðum borgarbúa af nær- gætni og virðingu, en traðka hann ekki niður og brjóta. Ulu heilli er komið í tízku að hafa ekki girðingar milli garða, nema þá kannski fingert spýtu verk í nokkurra sentimetra hæð, svo að börn vaða yfir lóð ir eins og ekkert sé. Mér finnst virðingarleysið fyrir gróðrin- um því miður hafa ágerzt hjá börnum á seinni árum. Hálf- stálpaðir strákar brjóta grein- ar af trjám að gamni sinu, og krakkar rífá og slíta upp plönt ur, séu þær ekki traðkaðar nið ur. Og furðulegt er að sjá börn á öllum aldri tina ber af ribs- runnum í annarra görðum, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hef séð börn í hópum, allt frá smábömum upp í fermda krakka, standa hin rólegustu við ribsberjarunnana og tína upp í sig, jafnvel í fötur! Krakkarnir verða svo undr- andi, þegar kallað er til þeirra, að greinilegt er, að þeim hefur aldrei verið innrætt virðing fyrir gróðri eða eignum Hvernig væri nú að blanda þessu inn í náttúruverndar- prédikanirnar? annarra. Húsfreyja". Hóseto - Suðurlcndssild Háiseta vantar á góðan síldarbát. Upplýsingar í síma 21894 og í Keflavík í símum 1478 og 1833. 4ru-5 herbergjo íbúð óskust Höfum kaupanda að 4ra—5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Útborgun 1 milljón til 1,1 milljón. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAK GfSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURÐSS. 36S49. ÍBÚÐA- SALAN SKYNDISALA — SKYNDISALA Rýmingarsala á kvenskóm 30% afsl. Allur annar skófatnaöur með 10% af sl, Aðeins 2 dagar eftir SKÓBÚDIN SUDURVERI Stigahlíð 45 — Sími 83225 >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.