Morgunblaðið - 18.10.1970, Qupperneq 2
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970
*
*
óvíða útbreiddari en á Islandi. Við not-
uðum hann nær eingöngu til húshitun-
ar, þar til Klsiliðjan við Mývatn var
reist og gerð tilraunaaflstöð við Náma-
fjall. Bygging og rekstur Kísiliðjunnar
hefði verið óhugsandi án notkunar jarð-
gufu, því að samsvarandi hitun með
olíu hefði orðið 5 til 6 sinnum dýrari og
það hefði vinnslan ekki getað borið.
Hins vegar biða einhvers staðar á milli
15 og 20 þekkt jarðhitasvæði notkunar
víðs vegar um landið — svæði, sem gætu
orðið undirstaða engu minni raforku,
en failvötn landsins.
— Hver er verðmismunur á gufuafl-
stöðvum og vatnsaflsstöðvum?
— Jarðgufuaflstöðvar eru mun ódýr-
ari í stofnkostnaði miðað við uppsett £ufl
heldur en vatnsaflstöðvar. Hins vegar
er endingartími gufuaflsstöðva —: véla
og borhola, væntanlega skemmri, en það
má þá minna á í því sambandi að í Lar-
derello á Italíu eru starfandi jarðgufu-
aflsstöðvar, sem byggðar voru fyrir
rúmum 30 árum og eiga vafalaust lang-
an starfsaldur fyrir höndum enn. Hvað
varðar orkuverð, þá virðist raforka
unnin með jarðvarma vera að verði
sambærileg við verð frá flestum vatns-
aflsstöðvum.
• nAmai i vi.i, og deilan um
i.axArvirk.hn
— Hvað um Námafjall? Er ef til vill
möguleiki á að leysa hina torleystu
Laxárvirkjunardeilu með virkjun þar?
— Ég hef ekki haft nægilegt tækifæri
til þess að kynna mér eða fylgjast með
þvi máli til þess að geta dæmt um
hvernig sé unnt að leysa þá deilu. Hins
vegar er alkunna, að Námafjallssvæðið
er mjög öflugt jarðhitasvæði og gæti
vafalaust staðið undir allstórfelldri raf-
orkuvinnslu. 1 því sambandi vil ég þó
benda á það að ef raforkuvinnsla í stór-
um stíl væri fyrirhuguð, þá tel óg að
hana ætti að framkvæma austan Náma-
fjalls til þess að vernda Mývatn fyrir
allri hættu af hita- og efnamengun, Ef
tilraunir okkar í E1 Salvador bera til-
ætlaðan árangur, gæti það haft beina
þýðingu einmitt fyrir Mývatn í
sambandi við þá varmavinnslu, sem fier
fram vestan fjallsins vegna Kisiliðjunn-
ar.
• SKORTUR Á REYNDUM
JARÐHITAMÖNNUM
— Hvað viltu segja um störf íslenzkra
jarðhitasérfræðinga erlendis yfirleitt?
— Vegna þeirrar þróunar, sem sýni-
leg er framundan í jarðhitamálum, bæði
í hinum þróuðu löndum, svo og í þró-
unarlöndunum, þá er fyrirsjáan-
legur og þegar fyrir hendi mjög baga-
legur skortur á reyndum jarðhitasér-
fræðingum. Sameinuðu þjóðimar kosta
þegar rannsóknaráætlanir í 5 þróunar-
löndum og búast má við að eitt eða
fieiri bætist þar við árlega á næstu ár-
um. Islendingar hafa fram að þessu
hlaupið undir bagga eftir getu. Þannig
hafa um 10 íslenzkir jarðhitasérfræðing-
ar starfað um lengri eða skemmri tíma
i E1 Salvador og komið við sögu í enn
fleiri löndum. Ég tel ákaflega mikil-
vægt, að slík aðstoð frá Islendingum
geti haddið áfram. Við stöndum í flest-
um tæknilegum efnum í þakkarskuld
við aðrar þjóðir og þegar af þeirri
ástæðu væri mjög ánægjulegt að við
gætum veitt þróunarþjóðunum aðstoð
til sjálfs'hjálpar á þesisu eða öðrum svið-
um. Á hinn bóginn tel ég að islenzkir
jarðhitamenn hafi ákaflega mikið gagn
af að starfa við aðrar aðstæður heldur
en hér heima og ekki sízt í því að eiga
náið samstarf og reynsluskipti við
starfsbræður í öðrum heimshlutum. Af
eigin reynslu get ég sagt að ég hef ef til
vill meira lært á síðustu 14 mánuðum,
sem ég hef dvalizt þama vestra, en
nokkrum jafn löngum tima öðrum.
Ég vildi gera það að tifilögu minni að
stefnt yrði að því af Islendinga hálfiu
að koma upp nægiilega stórum hópi jarð-
hitamanna, svo að unnt Væri að sinna
okkar verkefnum og þörfum jafnhliða
því að manna a.m.k. eitt rannsóknar-
verkefni í þróunarlandi erlendis —-
sagði Sveinn Einarsson, verkfræðingur
að lokum. - mf.
0=1
ÖRN OG ÖRLYGUR H.F.
BÓKAÚTGÁFAN
BIRGIR KJARAN lýsir sögu og sérkennum
staðanna í texta, sem er á fjórum tungumálum;
íslenzku, ensku, dönsku og þýzku.
Bókin er prýdd 50 litmyndum eftir ýmsa af
þekktustu Ijósmyndurum þjóðarinnar.
Útsöluverð kr. 362.00.
Þjóðgarðar islands
The National Parks of lceland
Islands nationalparker
Die islándischen Nationalparks
SKAFTAFELL
ÞINGVELLIR
REYNIMEL 60 SÍMI 18660.
Ný sending
komin
★
Panfanir
óskast sóttar
strax
KLÆÐNING HF
LAUGAVEG1164 SÍMAR 21444-19288
*
Litmynda- og landkynningarbók