Morgunblaðið - 18.10.1970, Síða 6

Morgunblaðið - 18.10.1970, Síða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970 TWA-þotan eftir spreng-inguna í Damaskus Þeir urðu furðu lostnir þegar þeir heyrðu konurödd skýra frá því hvað við höfðum gert og hvert við værum að fara. 1 upphafi varð ég að brýna fyrir þeim að við svöruðun ekki nema þeir notuðu kallmerki okkar. Fipaðist þeim í fyrstu og stundu eitthvað á þessa leið: „Þið þjóð, þið fylking, þið frelsi, þið arabisku, þið Palest- ína! Hvers vegna ætlið þið til ísraels?" Og ég svaraði: „Jú, við ætlum tii Israels ti'l að frelsa landið.“ Stuttu síðar færðist meiri al- vara í leikinn þegar við hóf- um að lækka flugið í stefnu á Lydda. Að sjálfsögðu ætluðum við ekki að lenda þar. En við vildum fljúga yfir borg óvin- anna til að sýna þeim að við gætum það. „Lækkið flugið niður í einn- tveir-núll“ sagði ég við flug- stjórann, og aðstoðarflugstjór- inn spurði: „Eigið þér við 12 þúsund fet?“ — „Þér vitið vel við hvað ég á.“ Við lækkuðum flugið, og brátt birtist strönd Palestínu undan móðunni. „Og hvað svo þegar við erum komn ir í 12 þúsund fet?“, spurði fLugstjórinn. „Þá fjlúgum við tvo hringi yfir borgina," svar- aði ég og sveiflaði hendinni í hring, en augu flugstjórans voru eins og negld við hand- sprengjuna. „Svo er hugsan- legt að við bregðum okkur í smáferð inn yfír landið." Það ætti að vera óþarfi að taka fram að samtöl min við Lydda-flugtuminn voru ekki beinlinis vinsamleg. Maðurinn í flugtuminum virtist mjög æst- ur, og urraði alltaf reiðilega til mín. Fyrst stillti ég á bylgju- lengd Lydda og las upp orð- sendingu á arabisku til þjóðar okkur i hemumdu Patestinu, síðan reyndi ég að tala við flugvöllinn á arabisku, en tum inn svaraði ekki. Þeir héldu áfram að kalla „TWA 840‘, svo ég svaraði að lokum: „Haldið ykkur saman! Þetta er Þjóð- frelsisfylkingin — frjáls ara- bisk Palestína. Við svörum ekki fyrr en þér notið þetta kall- merki. Við erum á niðurleið. Við lendum. Rýmið brautina fyrir okkur!“ Ég sagði þetta aðeins til að hrella þá, því ég held ekki að Israelamir hafi kært sig neitt meira um að við lentum en við gerðum sjálf. En orð min virt- ust hafa tilætluð áhrif, því Lyddu-flugturninn hrópaði: „Hættið aðflugi, hættið aðflugi! Annars sendum við Mirage or- ustuþotur á vettvang til að skjóta ykkur niður". Ég svar- aði þeim: „Hér er frjáls arabisk Palestina. Hvað eruð þið að þykjast? Mér er sama um líf mitt. Þetta er landið okkar. Við viljum deyja yfir landi okkar. En þið berið ábyrgð á lífi far- þeganna og áhafnarinnar." Meðan þessi orðaskipti áttu sér stað, i 20 þúsund feta hæð, hélt vinur mmn hljóðnema kall kerfisins að munni mínum, svo farþegamir gætu fylgzt með við ræðunum við Lydda, en það getur varla hafa haft róandi áhrif á þá. Flugtuminn hótaði enn nokkrum sinmim að senda Mir age-þotur á loft, og þegar mér varð litið út um gluggana, sá ég þær, það voru tvær þotur beint fyrrr framan okkur. Við vorum enn að lækka flugið, og flugstjórinn sneri sér að mér: „Við getum ekki farið neðar. Það er alltof hættulegt meðan þessar Mirage-þotur eru á und an okkur.“ Það var þá þannig, sem Israelamir ætluðu að koma í veg fyrir að við lentum. Að- stoðarflugstjórinn bað um að fá að ræða við fTugtuminn í Lydda. Skýrði hann málið fyr- ir stjórnendunum þar: „Við neyðumst til að hlýða fyrirmæl um hennar og lsekka flugið — annars sprengja þau vélina í loft upp. Rýmið fyrir okikur! Og hættið að kalla TWA 840. Þetta er þjóðfrelsisfylikingin.“ Ég veit ekki hvort það var fyrir hans orð, en Mirage-þot- umar sveigðu til hliðar, þótt þær héldu áfram að fylgja okkur. Við lækkuðum flugið niður í 12 þúsund fet, og flug- um því næst þrisvar í stórum sveig yfir Lydda og Tel Aviv. Vorum við alls í sjö mínútur yfir Tel Aviv — nógu lengi til að tekið væri eftir okkur. Sið- asta orðsending min til Lydda, bara til að halda þeim við efn- ið, var á þessa leið: „Verið sæl- ir í bili. Við komum aftur.“ YFIB HAIFA Klukkan 17,12 — stefna 350 gráður. Ég gaf fhjgstjóramum fyrir- mæli um að fljúga i raorður, og harm lagði til að við hækkuð- um flugið, þar sem eldsneytis- eyðslan væri allt of mikil í 12 þúsund feta hæð. Ég sagði að hann skyldi hækka flugið upp í 25 þúsund fet. Fáurn mínútum síðar var Ha- ifa framundan — Karmelfjall- ið, höfnin við rætur þess, og til hægri oliugeymamir og sem- entsverksmiðjan, en frá reyk- háfi hennar steig upp hvitt reykský. „Þetta er heimaborg min,“ sagði ég við áhöfnina. „Takið vel eftir henni. Þama er ég fædd.“ Með aðstoð landa- bréfs hafði ég fengið hugmynd um í hvaða borgarhluta húsið okkar var, og ég held að ég hafi séð þennan borgarhluta, en borgin hvarf allt of fljótt sjónum okkar. Mig langaði til að biðja fllugstjórann að fljúga hring yfir borginni svo ég fengi séð hana betur, en sannleikur- inn var sá að ekki var of mikið eldsneyti eftir, og okkur mun- aði um hverja minútu. bebnskuAbin í haifa Það er aðeins þessi skyndi- mynd, sem hér birtist af borg- inni, ásamt nokkrum veikum minningum frá bernsku minni, sem tengja mig persónulega við heimilá mitt í Palestínu. Ég fæddist í apríl 1944, svo ég hafði ekki náð fjögurra ára aldri þegar móðir min með öll sin átta böm fór frá Haifa ein- hvem tíma i marz árið 1948. Ég man óljóst eftir stiga, og dag nokkurn lá maður undir honum alblóðugur í andliti. Móðir mín sagðd hann llátinn — eitt fóm- arlambanna í bardögunum um Haifa milli Araba og Zionista, sem einnig voru háðir í okkar borgarhluta. Faðir minn var ekki heima, því hann barðist með liði Araba. Hann kom þó heim um viku áður en við för- um og sá að móðir min hafði tekið saman föggur sinar og var búin til brottferðar. Sagði hann henni að við færum ekki neitt, hvorki nú né síðar. En götu- bardögunum var haldið áfram, og þeir hörðnuðu sífeUt. Flest- ar aðrar konur og böm höfðu haldið á brott, og Zíonistamir sóttu stöðugt á. Notuðu þeir gja'llarhom til að fyrirskipa okkur að fara. Margoft var það á næstu árum að við spurð um móður okkar hvers vegna hún hefði farið frá Haifa, og hún svaraði að hún hefði ver- ið neydd til þess. Hvað sem öðru líður þá var mikið um bardaga í nærliggj- andi götum, og hún var alein með bömin sín átta. Fyrsti leigubíllinn, sem hún sendi boð eftir, varð fyrir skoti, sem olli þvi að eldur kviknaði í honum, og ég man eftir því að skotið var í námunda við okkur þeg ar við stigum upp i aðra leigu- bifreið. Mikið fát var á öllum þegar við héldum af stað, og við gátum fátt tekið með okkur annað en fötin, sem við vorum i. Á síðustu stundu gerði móðir mín liðskönnun, og sá þá að hana vantaði eitt barnanna, það var ég. Ég sat og faldi mig undir stiganum. Man ég að ég vildi ekki fara frá heimili mínu, en móðir mín stríðir mér oft með því að segja að það sem ég ekki vildi yfirgefa hafi verið askja af sykruðum döðl- um, sem faðir minn hafði fært okkur. Móðir okkar hélt svo af stað með okkur börnin, og hafði meðferðis stóra lykla- kippu, því hún hafði vandlega læst öllu inni í húsinu. Þannig varð fjölskylda mín sem sagt „flóttamenn". En í rauninni er enginn Palestínu- búi „flóttamaður", því við er- um brottrekin eða hrakin úr landi. Því ef við værum flótta- menn og hefðum tekið okkur nýja bólfestu, væri það ekki ósk okkar að snúa heim til alls þess, er við höfum yfirgefið. Vegna þess að við yfirgáfum ekki heimili okkar af frjálsum vilja, heldur var smalað burt samkvæmt vel yfirvegaðri og hugsaðri zioniskri áætlun, vilj- um við öll hverfa heim á ný — en við fáum það ekki. Það að við erum fast ákveðin í því að komast einhvern tíma heim á ný gerir okkur Palestínubúa að mjög sérstæðri gerð „flótta- manna“ hér í þessum heimi. BEBNSKUÁBIN í TYRUS Þegar þotan fór yfir landa- mæri Israels og Líbanons spurði aðstoðarflugstjórinn með áhyggjuhreim í röddinni: „Erum við á leiðinni til Beirut?“ — „Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því,“ svaraði ég. „En það er ekki ýkja mik- ið eldsneyti eftir,“ sagði hann. „Það veit ég, og ég kann einn- ig að synda, ef eitthvað kem- ur fyrir okkur.“ Sjálf var ég ekki laus við áhyggjur vegna eldsneytisins, en ég var einnig gagntekin þegar við flugum yfir flóann fallega og bláa við Ras Nak ura, en rétt við Ras Nakura er þorpið Tyrus þar sem höfum búið frá því við fórum frá Palestínu. íbúðin okkar er rétt niður við ströndina, og ég ímyndaði mér að ég kæmi auga á hana. Móðir mín ætti bara að vita að ein dætra hennar væri á ferð í flugvél hátt unni yfir henni. Ég hafði heimsótt hana síðasta kvöldið mitt í Líbanon, og meira að segja sagt hénni að ég kæmi sennilega til hádegis- verðar. Ég vissi að hún var áhvggjufull, en ég varð að halda fyrirætlunum okkar leyndum. Einnig hafði ég skil- ið eftir þetta venjulega kveðju bréf, ef vera kvnni að eitthvað kæmi fyrir okkur. Ég sá bvlgjumar brotna við ströndina þar sem ég hafði lært að synda í bernsku. Þann ig eyddum við tímanum. Það var ekkert kvikmyndahús í Tyrus, en við hefðum hvort eð er ekki haft ráð á að fara í kvikmyndahús, hefði það verið þar. 1 fjarska til hægri, hand- an við þennan fallega flóa, virtist vera borg, en það er í rauninni búðir fyrir palest- inska flóttamenn, 9.000 talsins. 1 rúm tuttugu ár hafa svona búðir verið heimili þjóðar okkar. MISSTU ALLT Þegar við fyrst komum til Tyrus vorum við fátæk og bjargarlaus — og svona dróg- um við fram lífið í nærri 10 ár. Faðir minn hafði ekki verið efn aður í Haifla, en við höfðum þó komizt vel af og lifað þægilegu lífi. Hann verzlaði með vefn- aðarvöru, en rak auk þess lítið veitingaús og nokkrar smá verzlanir, sem hann leigði út. Að sjálfsögðu missti hann þetta aWt, en það versta var að hann missti einiiig ailt það fé, sem hann átti í banka — eins og raunar svo margir aðrir — og var þetta þó enskur banki. Svo mikil ringulreið ríkti þegar Zionistamir hertóku Pal estínu, að það liðu margir mánuðir áður en við við heyrð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.