Morgunblaðið - 18.10.1970, Page 8

Morgunblaðið - 18.10.1970, Page 8
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970 Særður farþegi TWA-þotunnar í flugstöðinni í Damaskus. spyi'ja oft móður mína: „En langar ykkur í rauninni til að snúa aftur til Haifa eftir öll þessi ár?“ Og alltaf svarar móð ir mín: „Já, ég færi strax í dag, væri það mögulegt. Það er rétt að við áttum í erfiðleik- um, og að nú hefur rætzt úr þeim. Við eigum dásamlega íb- úð, höfum nóg að borða, pen- inga til að mennta börnin og fyrir ýmsum þægindum eins og sjónvarpi. Þar að auki er ég frá Líbanon, fædd hér í Tyrus. Svo ég er enginn útlendingur, ég kann vel við mig hér. — Líbanon er föðurlandið mitt — en ég á ekki heima hér. Heim- ili mitt er í Haifa.“ Og vinir mínir spyrja mig hvort það sé rétt að mig langi til að hverfa heim til lands, sem ég varla þekki, því ég var svo lítil þegar við fórum frá Palestínu. Svar mitt er alltaf: „Já,“ því ég hef einnig komizt að því að þótt ég sé enginn út- lendingur í Arabaríkjunum, fæ ég aldrei þá tilfinningu að þar eigti ég heima. Ég hef verið sex eða sjö ára þegar ég komst að því að ég var eithvað, sem kallað var ,,flóttamaður“. Var ég að rífast við dóttur eins nágran,nans þeg ar hún sagði við mig: „Þú ert flóttamaður, svo þú skalt bara tala varlega.“ Hvemig átti ég að komast hjá vitneskjunni um Palestínuvandamálið? Foreldr- ar mínir minntust árainna í Haifa, vinir mínir bjuggu við aðstæður flóttamannabúðanna, og í skólunum lærðum við um Palestínu. Á sextánda aldurs- ári var ég þegar orðin félagi í arabisku þjóðemishreyfing- unhi, því ég trúði á endurs.tofn un frjálsrar Palestínu í ríkja- sambandi sósíalskra arabiskra ríkja. Eldri systkin mín voru þar einnig félagar á undan mér. Við gerðum áætlanir, okkur dreymdi, og við rædd- um málin fram og aftur. Ég fór til Vesturbakkasvæðisins — það var það eina, sem eftir var af Palestínu — og ferðaðist þar um ti'l að kynnast landi mínu. Klukkan 17,25 — stefna 070 gráður. Það var ekki fyrr en eftir júnístyrjöldina 1967 þegar síð- asti hluti Palestínu féll og fjórðungi milljónar Palestínu- búa til viðbótar var vísað úr landi, að ég komast að raun um að ég varð að leggja mitt af mörkum til baráttunnar fyr ir frelsun Palestínu. Þetta var mestii ósi-gur, sem ísraelar höfðu valdið sjálfum sér með hernaðarsigrum sínum. Hann leiddi nýja kynslóð inn í bar- áttuna — unga Palestínu-Ar- aba, sem eíngöngu trúa á hern- að gegn ísrael. Þá var það sem ég gekk í Þjóðfrelsisfylkingu Palestínu. I fyrrasumar lauk ég skæru- liðaþjálfun hjá fylkiingunni, og eftir það var ég valin til sér- þjálfunar með þetta verkefni í huga. SPRENGJURNAR Klukkan 17,28 — stefna 118 gráður. Israelsku Mirage-þoturnar héldu sig við hlúð okkar þar til við fórum yfir landamæri Líbanons og Sýrlands. Ég tal- aði við flugturn nýju flugstöðv arinnar í Damaskus, og til- kynnti, á arabisku, að við ætl- uðum að lenda þar — ég bað ekki um leyfi. Okkur var til- kynnt að við mættum lenda á flugbrautinni hægra megin, en ég sagði að við ætluðum að lenda á vinstrd brautinni, sem var næst okkur, því við ætt- um litið eldsneyti eftir. Ég tilkynnti áhöfninni um kallkerfið að hún yrði að koma farþegunum út úr þotunni strax og hún væri lent, því þot an yrði sprengd í loft upp. Bað ég flugstjórann að nema stað- ar og slökkva á hreyflunum strax eftir lendingu, því ann- ars næmum við staðar of ná- lægt byggingum flugvallarins. „Það get ég ekki,“ sagði hann. ,,Þá get ég það,“ svaraði ég. Sagði ég honum einnig að snögghemla ekki, því þá gæti ég hrasað og misst handspreng una. Honum tókst lendingin af- ar vel. Klukkan 17,35 — lent í Dam- askus. Um leið og þotan hafði num- ið staðar sneri ég mér við og hrópaði inn í farþegarýmið: „Allir úr vélinni tafarlaust." Áhöfn þotunnar virtist ótta- slegin og þaut framhjá okkur aftur í þotuna. Mennirnir voru á skyrtunum, og vinur minn kallaði á eftir þeim: „Takið jakkana ykkar með!“ En þeir héldu áfram. Ég hrópaði einn- ig á eftir þeim: „Takk fyrir samvinnuna.“ „Það var nú lít- ið,“ heyrðist frá aðstoðarflug- stjóranum. Tveimur mínútum síðar bafði þotan verið rýmd. Mér tókst aðeins að sjá á eftir síðustu fjórum eða fimm far- þegunum þegar þeir renndu sér út um neyðardymar, og kallaði á eftir þeim: „Verið ró leg.“ En þeir vissu ekki hver ég var og hlustuðu ekki á mig. Ég gekk eftir endilangri vél- innii til að ganga úr skugga um að þar væri enginn. Svo kom vinur minn sprengjunum fyrir í stjórnklefanum. Hann flýtti sér aftur í, og við námum stað- ar við einár neyðardyranna á fyrsta farrými, og varpaði ég þá tveimur handsprengjum þar á gólfið. Um leið og ég hafði sleppt sprengjunum renndum við okkur út um neyðardyrnar. Vinur minn lenti ofan á mér þegar við ultum niður á flug- brautina, og mér fannst ég hafa brotið báða fótleggi. Víð komumst þótt fljótt á fætur og hlupum frá vélinni til að forð ast sprengingarnar. Ekkert gerðist. Það væri mikið áfall ef okkur tækist ekki að leysa síðasta verkefnið. Þá hljóp vinur minn aftur að þotunni til að sti'lla sprengj- urnar betur. Hann er nokkuð hávaxinn, svo honum tókst að komast upp að einum neyðar- dyranna. Ég hljóp á eftir hon- um að þotunni, og þar beið ég í eina langa mínútu þar til hann renmdi sér út úr þotunni á ný og við tókum til fótanna og hlupum í var. Enn engin spreng ing. Það var ekki fyrr en tvær mínútur voru liðnar að gífur- leg sprenging varð og nef þot- unnar féll saman. Vinur minn skaut mörgum skotum í elds- neytisgeymana í von um að í þeim kviknaði, en þeir voru nær tómir og skothriðin bar ekki árangur. Þá var þessu lokið. „Guði sé lof,“ sagði ég við sjálfa mig. Ég fann til mi'kils léttis, og var fegin því að enginn hafði orð- ið fyrir tjóni. FÆ ÉG AÐ SJÁ HAIFA á NÝ Við lögðum af stað gangandi áleiðis til flugstöðvarimnar, og mættum þá bifreið, sem ók farþegunum og okkur þangað. Við sátum kyrr í bifreiðinni meðan sýrlenzku starfsmenn- irnir rýmdu flugstöðina. Kom ég auga á gríska kunningjann minn og sagði við hann: „Það voru vinur minn og ég, sem gerðum þetta.“ Þá brast hann í grát, og til að hugga hann sagðist ég ætla að biðja sýr- lenzk yfirvöld um að senda móður hans skeyti, svo hún hefði minni áhyggjur. Við buð- um farþegunum sígarettur, og vinur minn gaf börnunum sæl gæti, sem þau þáðu með ánægju. Þar sem við urðum að bíða enn um stund, sneri ég mér til farþeganna og reyndi að skýra fyrir þeim hvers vegna við hefðum rænt þotunni: „Ef til vill lítið þið á okkur sem glæpa menn, en það erum við ekki. Við eigum í frelsiisbaráttu. Bandaríkin hafa stutt ísrael með því að senda þangað Phantom-orrustuþotur og eld- sprengjur, og við viljum að bandaríska stjórnin fái að finna fyrir mótmælum okkar. Við vorum hrakin frá landi okkar fyrir tuttugum árum, og árið 1967 tóku ísraelar það sem eft- ir var af landinu og við vor- um hraikin á brott á ný. Við berjumst til að endurheimta frelsi okkar, föðurland og heim ili. Segið öðrum frá því að þeir eigi ekki að heimsækja ísra- el sem ferðamenn. Við erum ekki á móti Gyðingum, aðeins Zionistum.“ Þegar ég hafði lokið máli mínu spurði kona nokkur meðal farþeganna hvort ég hefði lært að tala ensku í Eng- landi eða Baridaríkjunum. „I mínu eigin landi“, svaraði ég. „Við erum ekki jafn fávís og Zionistarinir segja.“ Ég hefði gjaman viljað hitta flugstjórann aftur til að spyrja hann hvort hann teldi að við hefðum leyst verkefni okkar á viðunandi hátt, ræða við hann um Palestínu og bjóða honum að heimsækja okkur í Jórdaníu. En það tókst ekki. Ég sá aðeins einn brytanna, sem tjáði mér að einn kvenfar- þeginn hefði Slasazt er hún var að flýja úr úr þotunni. Bað ég hann að færa konunnd afsökun- ai-beiðni bkkar, Fyrir nokkrum mánuðum trúlofaðíst ég manni úr frelsis hreyfiingunnd, en enginn veit hvenær við fáum tækifæri til að giftast. Ég á aðeins eina spurningu eftir. Verð ég að ræna enn einni flugvél til að fá tækifæri til að sjá fæðingarborg mína á ný? Iðnaðarhúsnæði d jarðhæð með lóð óskast til kaups eða leigu í Reykjavík eða Kópavogi og nágrenni. Upplýsingar í símum 30322 og 81245. Til sölu er við Grettisgötu 4ra herb. stór íbúð á 2. hæð í steinhúsi, ásamt risi, sem einnig á að seljast. Fasteignamiðstöðin, Austurstræti 12. 20424 — H. 30007. BLAÐBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Laufásvegur 2-57 — Háteigsvegur Hverfisgötu 63-725 — Laugaveg 114-171 Laufásveg 58-79 — Lindargötu Nesvegur I — Nesvegur II Selfjn - Skólabraut Höfðahverfi — Seltjn - Barðaströnd Laugarásvegur — Skipholt I ALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki í Reykjavík vill ráða skrifstofustúlku nú þegar til vélritunarstarfa, símavörzlu o fl. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf skal senda afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Skrifstofustarf — 4477". Tilkynning til viðskiptamanna Vegna mikilla anna á klæðskeraverkstæði okkar, fer máltaka og mátun aðeins fram milli kl. 2.00 og 5.00 síðdegis. Klæðskerar okkar svara heldur ekki síma nema á ofangreindum tíma. Þetta tilkynnist heiðruðum viðskiptavmum okkar. Klæðskera- verkstæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.