Morgunblaðið - 18.10.1970, Side 11
MORG-UNBLAÐIÐ, SUNTSTUDAGUR 18. OKTÓBBR 1970
35
Kaktustré frá Nýja Mexikó, sem getur
orðið rúmir 3 m á hæð.
Maðksmoginn rekaviður frá Trékyllis-
vík. Stærstu göngin eru 13 mm að
þvermáli.
Rauður sandelviður (Pterocarpus santa-
linus). Litarefnið santalin er notað til
litunar.
ton pálmatré. Af kaktusviði á
hann tvö sýnishom.
Haraldur sagði að það væri
mjög skemmtilegt að bera sam
an hinar ýmsu tegundir viðar
miðað við frumubyggingu og
ekki síður að bera saman
sömu viðartegund, sina frá
hverjum staðnum. Oft kæmi
furðulegt út úr þeim saman-
burði og þannig sæist bezt
hvaða skilyrði og aðstæður
hentuðu bezt fyrir hverja teg
und.
Oft sagðist Haraldur vera í
vandræðum með að greina trjá
tegund nema með mjög ná-
kvæmri rannsókn, en hins veg
ar sagði hann líka að oft bjarg
aði lyktin honum, því lyktin
af hinum ýmsu viðartegund-
um væri mjög misjöfn og i
mörgum tilfellum gæti hann
þekkt trjáviðinn á lyktinni.
Nokkrum sinnum hefur Þjóð-
minjasafnið og Rannsókna-
stofnun iðnaðarins leitað til
Haralds um greiningu o.fl. og
þar af leiðandi sagðist hann
hafa fengið áhuga fyrir viðar-
líffræðinni. 1 fyrra hlaut Har
aldur styrk frá Vísindasjóði
til viðarfræðiiðkana og þann
styrk notaði hann til mánaðar
dvalar í Noregi á rannsóknar
stofnun trjáiðnaðarins, þar sem
hann nam undir handleiðslu
Foslie verkfræðings. Þá fór
hann einnig til Danmerkur og
kynntist eina viðarlíffræðingn
um í Danmörku, Ejnar Teller
up, sem vinnur við Þjóðminja
safn Dana.
Haraldur hefur mikinn
áhuga á að nota ísl. heiti, þar
sem því verður við komið og
hefur hann þýtt safn hugtaka
úr viðarlíffræði, sem Alþjóða-
samband viðarliffræðinga, hef-
ur gefið út á sjö tungumálum.
Er gaman til þess að vita að
ísland er fyrst Norðurland-
anna til að þýða þessa bók og
er Island þó skógfátækasta
landið á Norðurlöndum. A1
þjóðasambandið IAWA, hefur
boðið Haraldi að gerast félags
maður. Auk þess hefur Har-
aidur samið bók um safnheiti
úr viðarfræði með íslenzkum
heitum og skýringum á þýzku,
ensku og dönsku. 1 mörgum
tilfellum hefur Haraldur orðið
að semja ný orð, sem hann hef
ur fengið viðurkennd af mál-
fræðingum.
Eins og fyrr sagði hefurHar
aldur eignazt þetta safn með
þvi að kaupa sýnishorn, senda
út og skipta og einnig hefur
hann fengið i gegn um ræðis-
menn íslands erlendis og sendi
ráðin hér heima. Safn Haralds
er eitt stænsta einfcasafn á
Norðurlöndum og að öilum
likindum það stærsta. Hérlend
is mun vera lítið um slik söfn,
en þó á Iðnskólinn á Akra-
nesi, og í Reykjavík nokkurt
safn.
Til gamans má geta þess að
stærsta safn í heimi er í Yale
háskólanum í Bandaríkjunum
og eru í þvi safni 52 þús. sýn-
ishorn af trjám og runnum.
Öll sýnishomin, sem Harald
ur fær eru óhefluð, en hann
heflar þau og pússar í ákveðna
stærð og skrásetur.
Ýmsir merkilegir viðarbútar
eru í safninu, en einna merki-
legasfan telur hann vera surt-
arbrand frá Bolungarviik. Surt-
arbrandinn fékk hann óbeflað-
an, en viðarbúturinn fannst í
jörð við Bölungarvik. Surtar-
brandur þessi er með greinileg
um viðarvigindum og er þá frá
tertiertímabilinu, eða að
minnsta kosti milljón ára gam-
alll og var samt sem áður hægt
að hefla hann. Þessi viðarbút-
ur hefur verið rannsakaður
við háskólann í Múnchen í
Þýzkalandi af dr. Eberthard
Schmidt þekktum viðarliffræð-
ingi, sem úrskurðaði að surtar
brandurinn væri Taxodioxylon
sequoianum, sem er sama teg-
und og Kalifomíurauðviður (Se
quoia sempervirens, sem þýðir
sígrænn). Þessi trjátegund hef
ur því vaxið hér á landi í
fyrndinni, en tegundin vex nú
i Kaliforníu og til þessarar teg
undar telst hæsta tré heims-
ins, en það var 131 metri á
hæð 1947. Risafuran sem er af
sömu ætt og þetta tré er I
Klettafjöllunum og er um 11
metrar í þvermál og liðlega 90
metrar á hæð. Risafuran
myndi gefa 500 þús. ferfet af
byggingarefni miðað við
tommu þykkt, ef hún væri sög
uð niður. Haraldur á greinar-
stúf og köngul af þessu tré í
safni sínu.
Þá á hann einnig 7000 ára
gamlan eini (Junipems comm-
unis) frá Leyningshólum í Eyja
firði og bút af íslenzkri björk
(Betula pubescens) frá sama
stað. Vöxturinn á fyrrnefndri
björk er eins og á björk í
Englandi í dag, en einmitt sam
anburður viðartegunda eftir
aldri og fleiru er mjög for-
vitniiegur.
Haraldur sagði að þegar
hann heflaði eininn hafi fund
izt af honum greinilegur eini-
ilmur. í sambandi við ilminn
sagði hann frá einu gamanat-
viki. Kunningi hans hafði kom
ið til hans með trébút, dökk-
brúnan af elli og beðið hann
að greina viðinn. Ekki gat Har
aldur gert það á stundinni, en
auðsjánalegar voru á bútnum
æðar eins og á tré. Haraldur
sagðist verða að fá að hefla
bútinn til þess að kornast að
niðurstöðu í byggingunni og
fékk hann það orðalaust. Þeg
ar hann byrjaði að hefla fann
hann strax lykt og það þurfti
ekki frekar vitnanna við. Bút
urinn var hvalbein orðið brúnt
af el'li.
Einn sérkennilegur viðarbút
ur sem Haraldur á er brún-
spónn, sem fannst á pakkhús-
lofti á Blönduósi, en viðurinn
er af tegundinnd Haematoxyl-
on campehianum. Trjáviðar-
tegund þessi mun í upphafi hafa
verið flutt hingað til lands til
li'tunar á ull og fleiru, en Síðar
hafa menn komizt að raun um
að þessi viður væri góður í
hrífutinda, en fyrir það hlut-
verk mun brúnspónn vera
frægiastur hérlendiis allt fram
á síðiusitiu ár.
Einnig á Haraldur aðra teg-
und af litunarviði, fluttum inn
frá Brazilíu, sem heitir Fern-
ambuko (Caesalpinia echin-
ata, en er einnig nefndur Braz
ilviður. 1 viði þessum er litar-
efnið Brasilin og mun Brazi-
lía hafa hlotið nafn sitt eftir
þessum trjám, en þau voru
nefnd ,,Brasil“. Brasil litunar-
tréð er eitt elzta litunartré,
sem þekkt er og mun það vera
frá dögum Marco Polo um
1260.
Brúnspónn eins og sá sem
fannst á pakkhúsloftinu á
Blönduósi var unninn þannig
að hann var sorfinn niður og
sagið notað til litunar. Um
langt árabil voru t.d. fangar i
rasphúsinu svokallaða i Kaup
mannahöfn látnir raspa trjávið
iinm niður til ldtuiniar og var
það mjög óholl vinna. Rasp-
húsið gekk undir nafninu Blá-
turn, en Danir kalla brúnspón
blátræ, en hér er þó ekki um
þann danska Bláturn að ræða,
sem Leonora Kristine drottn-
ing var í sem fangi í 22 ár.
Þá á Haraldur einnig bút
af papýrus úr RA I., en sams
konar efni var notað í RA II.
Papírusinn fékk hann í Nor-
egi þar sem papirusbúturinn
var til rannsóknar. Tii saman
burðar má geta þess að rúm-
þyngd balsa er 0.14, en rúm-
þyngd papírus aftur á móti
0,07 og eftir mánuð i söltu og
fersku vatni á víxl var þyngd
in orðin 0,47. Mjög forvitni-
legt var að skoða þennan pap
irusbút sem er ættaður frá
Etyopiu, en hann minnir á
heila samþyrpingu flotholia,
því papírusinn sem er nokkr-
ir sentimetrar í þvermál eins
og stórt strá í laginu er sam-
settur úr aragrúa lofthólfa,
sem hvert um s:g er sjálfstæð
eining.
Sýnishorn af Cola viði frá
Vestur-Afríku er einnig til í
safni Haralds, en úr fræjum
cola viðarins er unnið efnið í
Coca Cola drykkinn. Cola við-
urinn er ljós með gráum tón-
um, mjög þéttur í sér.
Einnig er að sjá i safninu
miafðkisogiiinin reikavið, en trjá-
maðkur (Teredo) er í raun-
inni skeldýr, sem lifir í sjó
með yfir 7 0/00 saltimagni.
Maðkurinn grefur sig inn í
tréð og getur ldfað þar upp
undir þrjú ár. Hann er tví-
kynja og eftir að hann er kom
inn inn i tréð á hann ekki
afturkvæmt úr trénu lifandi.
Af því sem hér hefur verið
sagt má sjá að viðansöfnun
kemur inn á margt og fjöl-
breytileikinn, sem við kemur
hinum ýmsu þáttum trjáviðar-
ins er mdkill og margt er hægt
að gera sér til fróðleiks og
skemmtunar í sambandi við
trjávið, þetta mikilvægasta
byggingarefni kynslóðanna.
Sem dæmi um eitt smátæiki
sem margir gæitu gert er raka
mælir úr grenihrislu. Harald-
ur hirti grein af jólatrénu hjá
sér eftir siðustu jól og bjó til
rakamæli úr greininni. Raka-
mælirinn er gerður úr stoín-
bút með einni grein út úr.
Vegna þanviðar neðan til á
greininni er hún mjög næm
fyrir rakabreytingum og með
þessari grein hefur hann búið
til rakamæli, sem fylgir i einu
og &lil,u algengum hár-rakamæll
eins og sést á mynd meðfylgj-
andi greininni.
í sambandi við safn sitt hef
ur Haraldur komið sér upp
góðu safni bóka sem
fjalla um flesta þætti viðar-
Framhald á hls. 40
Bútur af papírus (Cyperus papy rus) eins og notaður var í R.A 1.
Viðarbúturinn, sem papírusinn liggur á er 7000 ára gamall einir
frá Leiningshólum.
Rakaniælirinn, sem Haraldur gerði tir jólatrésgreit*.