Morgunblaðið - 18.10.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.10.1970, Qupperneq 17
MORGUNRLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970 41 — Kristnin Framhald af bls. 33 unbænir í útvarpinu, unglingar noti sunnudaga ti'l mestra óknytta og þúsundir barna komi i skólana án þess að kunna nokkrar bænir, þá er vissulega ekki vanþörf á gagn- gerðum aðgerðum til aukinnar kristni í landinu. Kirkjan hefir vissulega í mörg hom að lita. Án hennar mundi þjóðfélagið vanta menn- ingarlegan grundvöll. Hún er í sókn á mörgum sviðum. 1 þvi sambandi nægir að benda á kristil'ega æskulýðsstarfsemi með sumarbúðum víðs vegar um iand. Vaxandi starfsemi Bdblíu- félagsins, stofnun kristnisjóðs, sivaxandi starfsemi i líknarmál- um, skólahald að Löngumýri í Skagafirðd og undirbúning að stofnun kristilegs iýðháskóla i Skálholti. En hana vantar enn meiri sókn i almennri kristilegri trú hjá þjóðinni, til þess að styrkja sinn grundvöll á því sviði. Þarf hún að láta fara fram könnun um kristilegt trú- arástand á öldium heimilum þjóð kirkjunnar í landinu. Um þetta mál og framkvæmd þess hefir töluvert verið rætt á hinum al- mennu kirkjumálafundum, sem haldnir eru annað hvort ár, og kirkjan stendur að. Þá þarf kirkjan að vaka yfir starfs- mönnum sínum, prestunum, að þeir haldi sig eindregið við lær- dóma kristninnar, eins og þeir eru boðaðir í hinni helgu bók, biblíunni, og svo þarf kirkjan að halda úti í andríku kristilegu máligagni. Fólkið hefir búið til múr á milli sín og Drottins. Sá múr er hlaðinn úr þrenns kon- ar efni: Tómlaeti gagnvart eiMfð armálum, dýrkun veraldlegra hluta og skynsemistrú, sem blindar manninn á dásemdir skaparans. Það er hlutverk kirkju Krists að rifa þennan múr til grunna. Leikmannastarf í kristninni og kristnum fræð- um í landinu, er til mikilla bóta fyrir þetta mál málanna. Þar er trúboðssambandið K.F.U.M. og K. og mikill og góður blaða- kostur, sem leikmenn gefa út, auk margs konar hjálparsitarf- semi. Auk þess kristin samtök í sérsöfnuðum. AMt er þetta í anda Krists og samkvæmt Hans fyrirmælum. Kirkja Krists er trúað fólk. Hinn fimmta sunnudag eftir páska heldur kirkjan árlega sinn almenna bænadag. Biskup landsins hefdr lagt mikla áherzlu á það, að þá yrði beð- ið til Drottins að Hann gefi þjóðinni almenna vakningu í orði Hans og í kristinni trú. 1 dag vantar þjóðina ekkert eins tilfinnanlega og þetta og ef allir legðust á eitt i þessu, þá kæmi vakningin. En jarðveg urinn í huga fjöldans, er ekki í lagi. Hann trúir því, sem hon um finnst trúlegast, samkvæmt sinni takmörkuðu skynsemi og getur ekki beðið til Drottins til áhrifa. í þessu höfuðnauðsynja- máli þjóðarinnar verður kirkj- an og kristið fólk í landinu, að halda uppi stöðugum áróðri, þangað til málið vinnst. „Án trúar er ómögulegt Guði að þóknast." En án þess er óger- legt að mynda þjóðfélag, er standi á sönnum menningarleg- um grunni. Ef allir yrðu gagn- teknir af anda Guðs, í trúnni og leituðust við að breyta í hvívetna samkvæmt kenningu Krists yrði allt annað Wf og þjóðfélagshættir í landinu, sem miðaði allt til blessunar og bóta. Guðsorð á að móta fólk- ið en fólkið getur ekki mótað það. Við skulum gera dálitla áætl un, þegar almenn vakning yrði. Heimilin, undirstaða þjóðfélags- ins myndu fyWast kristilegri sið semi. Mundu losna við sifja- spjöli, erfiðleika hjónaskilnaðar mála, börnin mundu fæðast i góðum hjónaböndum á kristnum heimilum, sem er mikið menn- ingarskilyrði almennt séð. (Nú fæðast 30% barnanna utan hjónabands og er eitt hið allra versta sem þekkist með siðuð- um þjóðum). Kirkja Krists og allt kristilegt starf í landinu mundi eflast og blómgast. Bænrækni yrði ástunduð af f jöldanum. Hún er sterkasta afl ið til að koma á vakningu í trúnni og halda okkur i sam- bandi við Drottin. Sorpritin, sem ungt fól-k sæk- ist eftir að lesa, mundu hverfa. Fjölmiðlunartækin og mynda- sýningar yrðu með allt öðrum hætti. Allar sameiginlegar fram- kvæmdir yrðu í bróðerni gerð- ar. Óþarfa stjórnmálalegar þræt ur mundu hverfa úr sögunni. Hinn illi andi róttæks kommún isma mundi flýja land. VerkföU mundu engin verða og svik- semi við störf hverfa, öllum tiil hagnaðar, glæpahneigð mundi deyja út. Allir menn og hið op inbera, leitar að gróðavegum. Hinn eini sanni gróðavegur er FORNVERZLUN og GARDlNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. RÝMINGARSALA L O N D O N TERYLENEKÁPUR á hálfvirði, PEYSUR, PILS, SfÐBUXUR, BLÚSSUR, ULLARKÁPUR, RÚSSKINNSJAKKAR, NÁTTFÖT. L O N D O N LONDON DÖMUDEILD. kristin trú. Kristur sagði í fjall ræðunni: „Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis Hans og þá mun allt þetta (allt annað) veit ast yður að auki.“ Þetta er dá samlegur sannleikur, eins og allt sem Kristur sagði. Páll postul'i segir: „Já guðhræðslan (trúin) samfara nægjusemi er mikill gróðavegur" (1 Tim. 6.6.) Sannkristið fólk á mörg verð- mæti, sem hina vantar. Það þarf og notar minna til dag- legra þarfa, sem fyrir mörgum er botnlaust. Það gerir sér ekki áhyggjur og erfiði út af veraldlegum smá munum og vinnur á þvi mik- inn tima. Það eignast frið, traust og rósemi í viðtali við Drottin og fær margs konar vitrun í trúnni. Það hefir skiln ing og kraft til að mótstanda áhrif á líf sitt, frá hinum vonda. Það hefir í sér kærleik hið sterka mótunarafl . mannlegs lífs. Það heldur sig við sann- leikann, sem gerir okkur frjáls, samkvæmt orðum Krists. Frjáls frá syndinni. NÝTT FRÁ DU PONT Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá ™ Du Pont má bóna bílinn á aðeins SKiHlX.CDI 1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. sfmfleæó178 • skrásett vðrumerki Ou Pont Kristur sagði: „Hver, sem heyrir föðurinn og lærir, sá kemur til mín“ (Jóh. 6.45). Lær- ir af orði Guðs. Menningin stendur á andlegum grunni og andinn er yfir efninu. Þann, sem vanrækir Guðs orð, vantar ávallt meira og meira. Hin sið- ferðilegu verðmæti kristinnar trúar bera uppi öll önnur verð mæti. Bera uppi þjóðfélagið. Þökkum Guði fyrir að við öll höfum frjálsan aðgang að þeim verðmætum. Frjálsan aðgang að kenningu Krists. Al'lt það i fari manna, sem Guði er þóknan- legt, verður þeim til blessunar. Það eru mikil fræði. 20. september 1970. .lón H. Þorlxn-gsson. Jarðboranir Jarðboranir ríkisíns vilja hér með vekja athygli á því að fyrir- sjáanlegt er að eftirspurn eftir borunum mun verða mjög mikil á næsta ári. Er því öllum þeim, sem kunna að óska eftir bor- unum árið 1971 bent á að hafa samband við Jarðboranir ríkis- ins, Orkustofnun, sem fyrst. Beiðnum sem berast eftir 1. desember nk. er ekki víst að unnt verði að sinna á næsta ári. ~rq ORKUSTOFNUN Jarðboranir rikisins. Laugavegi 116, Reykjavik. Sími 17400. 0^ 00* AÐ ÞAÐ ER VETUR Á ÍSLANDI EN SUMARIÐ HELDUR ÁFRAM Á MALLORCA Gerið ekki eins og strúturinn að stinga hausnum í| sandinn, og loka augunum fyrr staðreyndum. Þó að kaldur vetur blási á íslandi er sól og sumar á | Mallorca, þar sem appelsínur falla af trjánum, fulí þroskaðar í janúar, Hvers vegna er Mallorca fjölsóttasta I ferðamannaparadís Evrópu? Vegna þess að þar er sóí | og sumar allan ársins hring! Hótelin, sólin, sjórinn og skemmtanalífið, eirvs og fólk | vill hafa það. Sutt að fara til stórborga Miðjarðarhafs, Nizza. Barcelona, Madrid og Alsír. Aðeins Sunna býður Islendingum ódýrar ferðir til j Mallorca allan ársins hring. Eigin skrifstofa, með ís- lenzku starfsfólki, á Mallorca. Hálfsmánaðarferð til Mallorca. Verð frá 11 800,00. Sérstakur hópferðaafsláttur fyrir starfsmannahópa. Takið sumarleyfi að vetri til í Mallorca-sól. FERflASKRIFSTOFAN SIINNA BANKASTRSTI7 rörrn SlMAR1640012070

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.