Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 2

Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 2
26 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 karlmannleg ró og styrkur yf- ir öllum manninum — í bakgrunni myndarinnar sjáum við konu hans og unga dóttur. Það er furðulegt og dularfullt endurskin frá eldi og kaldri birtu að utan, sem speglast í ásjónu mæðgnanna. Að baki mannsins grillir í kú, eins og til að fylla upp myndflötinn, en nálægð skepnunnar eykur á mannleika og dulúð myndarinn ar. Þessi mynd er einkennandi fyrir listamanninn Scheving og hinar mörgu smiðjumyndir hans. Þetta mótív hefur hann málað i ótal tilbrigðum og mis- munandi stærðum. Viðkomandi mynd er lítil, aðeins 50x35 sm að stærð, en hún býr yfir „mónumentalri“ reisn eigi að síður. Þetta er ekki þekkt mynd, hún hékk óinnrömmuð á vegg i vinnustofu listamannsins, er ég kom þangað, máluð á léreft án blindramma og fest upp á vegg með teiknibólum. 1 þessari mynd býr meiri innileiki og ber minna á köldu raunsæi en i mörgum smiðjumynda hans frá seinni tímum, og það þakka ég hinum ósjálfráðu frumlegu og skynrænu vinnubrögðum við gerð myndarinnar. Það er ekkert einsdæmi, að málari skili meiru frá sjálfum sér, þegar hann leikur svona frumlegan og áhættulít- inn leik en þegar hann af al- vöru einbeitir sér að stórum verkefnum. 1 þessu tilviki verð ur að athuga, hve íslendingur- inn er samgróinn eðli Schev- iinigs, það má segja, að fliest það sem hann snertir við fái á sig rammíslenzkan svip, sem á sér uppruna langt aftur í tím- ann, en er þó svo nútimalegt, að það rennur saman við evr- ópskar hefðir í málaralist. Starfsbróðir og vinur Schev- ings viðhafði eitt sinn þessi um mæli um hann: „Það liggur naflastrengur frá Scheving rakleitt til fommanna, sem ekki hefur enn verið klippt á.“ Ef til viU ekki svo óraunhæft að orði kómizt. Timinn stendur kyrr i mynd um Schevtrags, bæði í þeim rólegri sem og myndum mikill- ar þenslu andstæðna. Scheving er ríkur af Islendingum, eins og Islendingar eru ríkir af Schev ing, og hvort er ekki list hans „þjóðleg skjalfesting á karl- mannlegu táknmáli, á úthaldi íslendinga, sem kom af þraut- seigju gagnvart óblíðum nátt- úruöflum og aldalöngu harð- ræði“ en með þeim fyrirvara að myndlist er ekki skýring heldur einnig orsakarökleiðsla. Hér vil ég koma því að, að þegar ritað er um listir vantar viðkomandi ósjaldan orð í stað orðsins „list" því það orð vill iðulega misskiljast og rang- túlkast, merkingin missa marks. List er nefnilega fyrst „Fugl“, klippmynd, 1956. og fremst „líf“, og þó stendur sá er um list ritar berskjald- aður gegn þvi, að verða að nota þetta orð. Ég vil nefna, að Emile Zola skrifaði eitt sinn að það ætti að afmá orðið „list“ úr orðasafninu, „það væri ógeð fellt og villandi orð.“ „Við eig um ekki að framleiða list, held ur eigum við að framleiða líf“ ... Gunnlatigur Óskar Seheving er fæddur í Reykjavik, höfuð- borg Islands, áttunda dag júní mánaðar 1904 og ólst upp á Seyðisfirði austur. Nam hjá Guðmundi Thorsteinssyni (1891—1924) fjölhæfum en skammlífum myndlistarmanni og myndhöggvaranum Einari Jónssyni (1874—1954). Sigldi haustið 1924 til höfuðborgar Danmerkur, Kaupmannahafnar og var þar fyrst í einkaskóla en svo þrjú ár á konunglega Listháskólanum. Dvaldi einnig um tíma í Þýskalandi. Sem listnemi hreifst Schev- ing af franska málaranum „Bastien Lepage“ sem fylgdi línu Millets í sveitarómantík en á full sentimentalan hátt, en það tímabil er langt að baki myndunum hér á síðunum. Þó eru einhver skyldleikabönd á milli Schevings og þeirra mál- ara, sem dýrkuðu náttúruna og hið óbrotna falslausa mannlíf. — Það má betur skilja hrifn- ingu hans á impressjónistum og seinni tíma fonnalistum ásamt ýmsum þáttum nútímalist ar. Eftir heimkomuna frá námi er Scheving lengi að þreifa fyr ir sér í málverkinu, í þann tíma einkenndu myndir hans kyrrð og höfug fjarðastemniing Aust- urlandsins, en 1940 verða mik- il þáttaskil í list málarans, sem þá fer að mála sjávarmyndir í Grindavík. Það var hin mikla olía 1958. , ,y, , , „ , , ficn,, / -. <■ „Kanna og lauk nr“, olia, 1942. „Smlðja“, olía 1967. VERK HÖFUÐSKÁLDANNA MEÐ AFBORGUNUM TÆKIFÆRI SEM AÐEINS STENDUR f 10 DAGA öll verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í 7 bindum. Allar skáldsögur Halldórs Laxness í 17 bindum. Aðeins örfá sett seljast næstu 10 daga með afborgunum. Bókin, hinn mikli skóli heimilanna. Fjárfesting, sem skilar margföldum arði, ánægjan ókeypis. Veitið unga fólkinu tækifæri að kynnast höfuðskáldunum, spámönnum þjóðarinnar. Grípið þetta einstæða tækifæri, stendur aðeins til 1. des. nk. Kaupið um leið nýju jólabækumar: Innansveitarkroniku Haildórs Laxness, Hallgrim Pétursson eftir Sigurð Norðdal, Ljóðasafn Stefáns frá Hvítadal. allar 4 Ijóðabækurnar og ævisaga eftir Kristján Karlsson, í einu stóru bindi, Vonin blíð, hin ramma skáldsaga Heinesens. UNUHÚS Helgoielli Veghúsastíg 5—7. — Sími 16837.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.