Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 27 andstæða við hina blíðu fjarða- stemningu sem nú tók hann all an, og frá því hefur list Schevings einkennzt af þessum ■ miklu andstæðum. Milli þess I sem hann málar stórar sjávar- [ myndir mikilla mannlegra F átaka málar hann vinalegar [ húsamyndir, myndir af fólki og * skepnum i sveit, stundum með j þjóðsögulegu ivafi, að ógleymd í um smiðjumyndum hans. Iðu- lega stafar einhver kuldi frá hafinu, eins og til andófs (jafn vægis) hinum heitu jarðlitum, sem hann notar mikið. Viðfræg- ar eru húsamyndir hans frá Grindavik svo og Hafnarfirði, þar sem hann átti lengi heima, og þar sem var mikið af vina- legum og maleriskum báru- járnshúsum með fjölskrúðugu umhverfi. Þar var líka öflug togaraútgerð, er setti mikinn svip á bæinn, en þrátt fyrir þá staðreynd voru það fyrst og fremst bátar, sem hann málaði. Hann fann í þeim meiri sam- kennd við líf sjómannsins — báturinn gaf meiri möguleika til tröllaukinna átaka við hafið en hinir rammgerðu togarar. En hann hefur jafnan miklu meira að segja okkur samfara hinu sýniiega i málverkum sín um, og við getum ekki meðtek ið list hans án þess að gera okkur þessa staðreynd Ijósa. íslendingum gekk iengi • erf- iðlega að meðtaka hið hrjúfa yfirborð mynda Gunnlaugs Schevings, en árið 1946 fékk mynd eftir hann mjög góða dóma á norrænni myndlistar- sýningu í Stokkhólmi, sú mynd hét „Hvítt hús og úfinn sjór.“ Það mun hafa opnað augu margra fyrir myndum Schev- ings í heimalandi hans. Ég nefni grein mína eftir þessari mynd, því að styrkur listar Schevings felst í hreinleika, mikilli birtu og karlmannlegum átökum við viðfangsefnið. Það vill oft fara svo, að viðurkenningin berist um krókaleiðir, þegar listin á í hlut. Nú nýtur Scheving fyilstu viðurkenningar í heima landi sínu sem einn mesti nú- iifandi málari landsins, sem merkir hið sama og í myndlist íslands frá upphafi. Myndir hans eru víða í opinberum stofn unum og i einstaklingseigu. Það þykir mikiil vegsauki að eiga góða mynd eftir þennan máiara, sem málar lengi í mynd ir sínar, því að vinnubrögðum hans fylgir agi, ró og viljafesta sem eru höfuðeinkenni margra mynda hans. Vegna myndanna hér á sið- umum skai þess getið, að þegar teknar eru myndir af málverk- um Schevings, þá er það merki legt, að erfitt er, ef ekki ómögu iegt að geta sér til um stærð þeirra, vegna þess að sama „mónumentala“ reisn einkennir aiiar myndir hans smáar sem stórar, — en áhrifin eru ekki hin sömu, er áhorfandinn stendur augliti til auglitis við þær. Ég valdi með þessari grein ekki síður myndir af nýrri verkum málarans, þvi að ég vil með því undirstrika, að hann er enn í fullu fjöri sem málari, og gefur ekki eftir i glímu sinni við liti og form. — Frekar mætti segja, að hann setti sér stöðugt stærri og „mónuimenta]ari“ verkefni — málaði i stærri fleti, og þó hef- ur list hans ekki tekið svo ýkjamiklum breytingum á und- anförnum áratugum. Það er út- færsla myndanna, sem hefur breytzt, hann spilar á fleiri og fieiri strengi innan ramma list- ar sinnar, spennir út svið hennar, og er það í samræmi við trausta skapgerð hans, að vinna drjúgt úr öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. íslendingar meðtaka list Gunnlaugs Schevings vegna þess, að hún er hluti af þeim sjáifum, og Evrópubúinn á einn ig að geta meðtekið list hans, sem hluta af menningu sinni og svo allir þeir, sem eru inni í iist Evrópu. Eins og sagt hefur verið: „Málverkið hefur eigið líf, sem á allan hátt hefur samhljóm með sál þess, sem málaði það, og er þannig bezta lýsingin á skapara sinurn." Bragi Ásgcirsson. mmim - •'"í-0vVÍ -V;v.ns> ' ; i/vVýV: V. ■•■ :• i ■*■. ■ .... VV: „Nótt á sjónum“, olía 1964. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF, REYNIMEL 60, SÍMI 18660. Andrés Kristjártsson, ritstjóri: Águst á Hofi leysir frá skjóðunni og segir frá fólki og fénaði í öllum iandsfjórðungum. Ágúst á Hofi ferðaðist um landið þvert og endilangt í þrjá áratugi. Ágúst er skemmtinn maður og kíminn og kann óteljandi sögur af atvikum og orðaskiptum. í bók sinni rifjar hann upp gömul kynni, segir smákímnar sögur, en allt í mesta bróðerni. OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR. GULLINSTJÖRNU BÆKURNAR eru komnar í bókabúöirnar. FJÖLVI "FF3 LITAUÐGI - LESTRARGLEÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.