Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 7

Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 7
*> ■- . —.......... ............ .....-------------- ------------- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 31 Cr lestrarsal Alþýðubókasaínsins 1933. því, að nú eru að skapast eða þegar orðin óviðunandi þrengsli. Fyrir nokkru hefur þvi borgarráð samþykkt bygg- ingu nýs aðalsafnhúss í hinum fyrirhugaða nýja Miðbæ aust- an Kringlumýrarbrautar og sunnan Miklubrautar. Lýsti borgarstjóri þvi við setningu þessa þings. Vona ég að ekki verði háð mörg bókavarðaþing, áður en sú bygging er risin. Það er utan við efni þessa spjalls að rekja heimsóknir á Landsbókasafnið, en þangað hafa sporin oft legið. Þá kem ég að síðara hluta þessa spjalls. Mig langaði að koma á fram- færi nokkrum hugleiðingum um það, hvei't sé markmið almenn- ingsbókasafna, hvert beri að stefna á næstu árum i þessum efnum. Þótt miikið sé búið að skrifa og skrafa um bókasöfn held ég, að ekki sé til nein sígild kenn- ing um hlutverk þeirra og markmið. Það hafa ýmsir lýst gildi þeirra. Alkunn eru orð Carlyle’s, að bókasöfn séu há- skólar nútímans, en þetta segir raunar ekki mikið. Þá ber að hafa í huga, að verksvið bókasafna hefur auk- izt mjög síðustu áratugina um heim allan. Viða um lönd hef- ur verksvið almenningsbóka- safna verið fært mjög út, t.d. verið tekin upp tónlistarkynn ing með útlánum á plötum og sköpuð aðstaða til að hlusta á tómiist, víða er myndlistar- kynning, þá er ýmsum hópum áhugamanna veitt sérstök fyrir greiðsla til fundarhalda og með útvegun mjög sérhæfðra bóka. Þetta er tvímælalaust rétt stefna og er ráðgert að hið fyrirhugaða aðalsafn borg arbókasafns veiti þessa þjón- ustu og sjál'fsagt ýmsa aðra. Margir munu líta á almenn- ingsbókasöfn, sem e.k. afþrey- ingarstofnanir. Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að lána fólki bækur og blöð í lestrar- sal eða heim með sér til að hafa ofan af fyrir sér. Hlut- verkið verður nánast orðað eims og mig mimm- að segi í Þorláks sögu helga: „að dvelja ónýtar gerðir fyrir mönnum" Vissulega er þetta rétt og þetta hreint ekki lítils virði á okkar dögum, þegar hinar margróm- uðu tómstundir eru orðnar stór fellt þjóðfélagsvandamál. Fyr- ir mörgum árum ræddi ég við mjög greindan mamn úr hópi bæjarfulltrúa og kom talið að Borgarbókasafninu. Hann sagði eitthvað á þá leið, að sú hugsun hefði oft hvarflað að sér, þótt hann þyrði ekki að segja hana upphátt ennþá, hvort safnið ætti óumdeilan- lega tJilverurétt. Með öðrum orð um, hvort það væri hlutverk hins opinbera að hafa ofan af fyrir fólki. Nú mun það ekki umdeilt, að það sé hlutverk hins opinbera að hafa ofan af fyrir fólki með ýmsu móti, og ekki munu önnur úrræði heppi- legri í þvi efni en efling al- menningsbókasafna. Bókasöfn hafa líka löngum verið mönnum mikil svalalind. Mér koma þá í hug ummæli tveggja kunnra manna, sr. Jón asar frá Hrafnagili og Bene- dikts Gröndal. Sr. Jónas komst svo að orði í bréfi til Jóns Árnasonar landsbókavarðar: „Og mest hef ég saknað eins siðan ég kom úr Víkimni. Það er yðar og Landsbókasafnsins í sameiningu. Ég vil eigi þylja yður harmatölur, en í Lands- bókasafninu held ég, að ég hefði bezt átt heima. Mér fannst doðrantaloftið þar eiga svo einkar vel við mig.“ En Benedikt Gröndal lýsir þvi, er hann kom i bókasafn klaustursins í Kevelaer: „Ég var eins og hungraður úlfur, því ég hafði ekkert lesið eða fengizt við bækur í heilt ár.“ Þarna kemur fram annað sjónarmið samhliða, fræðslu- sjónarmiðið, sem hlýtur líka að vega mjög mikið, einnig hjá al menningsbókasöfnum. Með öðr um orðum að ljá fólki þá hress ingu: „Menntanna brunni að bergja á“, eins og þar stend- ur. En sú hressing þarf að vera meiri en aðeins að gefa fólki tækifæri til að velja sér bæk- ur. Til þarf að koma leiðbein- ingarstarfsemi, þannig að fólk ið læri að nota bókasöfn. Sá grunur læðist að mér, að margt af fólki áræði varla inn á bókasöfn, þar sem það viti ekki, hvernig það eigi að hegða sér, viti ekki hvernig það eigi að fara að flmma bæk- ur, botni ekki í spjaldskrám o.s.frv. Þarna þarf úr að bæta. Og þá kem ég kannski að því Vélritun — Aigreiðslu Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða stúlku eða unga konu til ýmissa starfa, svo sem vélritunar, afgreiðslu o. fl. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 25. þ.m. merkt: .Vélritun — 473”. MERCEDES-BENZ 220 Sb Til sölu MERCEDES BENZ 220Sb/1961. Vel með farin og vel viðhaldin bifreið. Upplýsingar Oddgeir Bárðarson. Sími 19550. þýðingaxrnesta, en það er að láera að nota bókasöfnin til að ná hvoru tveggja, bæði sér til afþreyirigar og til eflingar á þekkingunni. Með öðrum orð- um til að auðga líf einstakl- ingsins. Nú eru gerðar svo stöðugt vaxandi kröfur til þekkingar að augljóst virðist, að sá, sem ekki fylgist með þvi, sem ger- ist á líðandi stund hlýtur að dragast aftur úr. Þess er varla von, að hægt verði í fyrirsjáanlegri framtið að halda þjóðinni á skólabekk meira' eða minna alla ævi. Það verða vist margir að láta sér nægja að mestu lífsins skóla, þótt ekki falli hann inn i nú- verandi fræðslukerfi. Það eru hins vegar sannindi, sem allir viðurkenna nú, að fólki sé það mikil nauðsyn að geta haldið við þekkingu sinni og aukið, bæði á sínu starfssviði og almennt. Mikill fjöldi fólks hefur alls ekki notið þeirrar skólagöngu eða menntunar, sem því er nauðsynleg. Ur þessu þarf að bæta, og hér eiga bókasöfnin miklu hlut- verki að gegna, mikliu meira en nú, þvi að þau eru óhjá- kvæmilegur þáttur í hvers kon ar sjálfsmenntun. Það hljóta að vera þessi hefðbundnu markmið bóka- safna að hafa ofan af fyrir fólki og veita því kost á fræðslu, sem verða fyrirferðar mest i starfi bókasafnanna. En mig langar til að benda á hið þriðja, sem e.t.v. má þó fella undir fræðs'luþáttinn. Ég finn ekki betra orð, en kalla þetta vakningarstarfsemi; þar á ég við frumkvæði bókasafna að útbreiðslu menningairefnis, örv- un til þátttöku í menningar- starfsemi, sköpun virkari og og áhugasamari, en um leið ábyrgari þjóðfélagsþegna. Þau eiga að vekja fólk til umhugs- unar um umhverfi sitt, samtið og framtíð, vandamál líðandi stundar, kenna því að meta, hvað hefur gildi en hvað er hismið eitt. Með öðrum orðum Traust iðnfyrirtæki í Reykjavík vill ráða til sín strax eða síðar blikksmið og vélsmið Aðeins reglusamir menn koma til greina. Góð vinnuskilyrði og örugg atvinna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf, óskast send til Morguriblaðsins fyrir 28. þ.m. merktar: „Trúnaðarmál — 471". T œkifœri Piltur með gagnfræðapróf getur komist að í vaiáhlutaverzlun okkar, sem nemi í sérhæfum afgreiðslustörfum. Upplýsingar um starfið gefur verzlunarstjóri, ekki í síma. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14 Aðalfundur í Hvöt félagi Sjálfstæðiskvenna verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 23. þ.m. kl. 20,30. Félagskonur fjölmennið. STJÓRNIN. fyrir pensla, rúllu og sprautu ásamt tilheyr- andi grunni. NORDSJÖ-lökk fyrir húsgögn. NORDSJÖ-lökk fyrir húsamálun. NORDSJÖ-lökk fyrir gólfin. NORDSJÖ-framleiðsla á allt sem þarf að láta mála úti og inni. NORDSJÖ-fúavamaefni glær og lituð. NORDSJÖ-framleiðslan er sænsk gæðavara. Ileildsala — Smásala. Þorsteinn Gíslason. málarameistari Framnesvegi 31 A (bakhús) Sími 19047—17047.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.