Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 8
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 Verðfækkun Hafiö þið athugað verðlœkkunina á Sönderborg- garninu Verzlunin Dalur FRAMNESVEGT 2. að stuðla að því, að það kenni til „í stormum sinna tíða“. Þróun síðustu ára stefnir óhæfilega mikið í þá átt, að þjóðfélagsþegnarnir séu óvirk- ir. Þeir biði eftir því, hvað komi næst á færibandinu, hverju verði dembt yfir þá i sjónvarpi eða útvarpi, hvað detti inn um bréfarifuna. Menn spyrja ekki sjálfa sig: „Hvað á ég að gera næst?“, heldur: „Hvað gerist næst?“ Það er mikið talað um lýð- ræði nú um sinn -— aukna þátttöku almennings í stjórn mála. Hvers virði er lýðræðið og hvernig á almenningur að taka þátt í stjórn mála, ef þekkinguna brestur og menn hafa aldrei hugleitt, hvert stefna skuli. Á tímum hraðfara breytinga hlýtur þekking að vera mjög afstætt huigtak. Jafnaldrar min- ir, sem ekki hafa fylgzt með, byggja sína þekkingu á því, sem talin voru sannindi kring um 1940. Á öldinni, sem leið komst Ibsen svo að orði, að venjuleg sannindi næðu í mesta lagi 20 ára aldri. Þá T y F SÍMI 20-000. Vörður F.U.S. Akureyri Vöröur F.U.S. Akureyri ALMENNUR FUNDUR Vörður F.U.S., Akureyri efnir til almenns fundar sunnudaginn 22. nóvember n.k. kl. 15.00 í Sjálfstæðishúsinu Akureyri. Frummadandi: Dr. Cunnar Thoroddsen og mun liann flytja erindi urrt: ,VERKF.FNI KOMANDI ÁRA“. Að lokinni framsögu munu verða al- mennar fyrirspurnir. Kaffiveitingar. Stjórn Varðar F.U.S. snerist hjólið hægar en gerist á okkar timum. Og við skulum gera okkur það ljóst, að það eru ekki að- eins raunvísindin, sem eru önn ur í dag. Menn hugsa allt öðru vísi. Og við megum ekki bara líta á þekkinguna sem fjárfest ingu eins og mörgum hættir til og hver tyggur eftir öðrum nú um sinn, eða tæki til að búa betur efnalega, heldur líka tæki til að skapa þrosk- aðri — og við skulum vona einnig farsælli einstaklinga. En það þarf ekki síður að skapa virkari og athafna- samari einstaklinga, sem láta ekki skammta sér alla skapaða hluti, heldur leita sjálfir, velja sjálfir og hafna, hugsa sjálf- stætt, en tyggja ekki upp það, sem sagt var í sjónvarpinu í gær eða blaðinu í morgun. Mörgum finnst lítill mann- fagnaður að slíku fólki. Það al! á nöldri og óánægju. Marg ir vilja trúa því að þeir lifi i beztum heimii allra heima og vilja fá að una glaðir við sitt. Ef allir hefðu alltaf verið þess sinnis, þá væri sjálfsagt steinöld enn í heimi hér. Sjálf stætt mat einstaklinga á hlut- unum leiðir oftast til gagnrýni. Gagnrýni er hverju þjóðfélagi nauðsynleg, án hennar hlyti allt að staðna og stirðna. Almenningsbókasöfn verða því í framtíðinni að laða sem flesta einstaklinga til sín, kenna þeim að hagnýta sér það efni, sem til boða er og efst er á baugi hverju sinni, vinna þannig að því, að sem flestir einstakiingar geti lagt sjálf- stætt mat á umhverfi sitt og og líðandi stund. Og síðast en ekki sízt geri sér sjálfstæða grein fyrir því, hvert stefna skuli. Góðir þingfulltrúar! Efnið: Raddir safngesta set- ur ræðumanni ekki miklar skorður. Þetta sundurlausa spjall ber þess líka vi'tni. Ég tel, að ég hafi kynnzt bókasafnsrekstri eins og hann verður rekinn við einna lakast- ar aðstæður i höfuðborg nokk urs lands. Sem betur fer hafa framfarir orðið miklar frá þeim tíma hjá þessu safni og mikið stendur til. Hér í Reykjavík höfum við auk þess eignazt mjög fallegt og gott bókasafn í Norræna húsinu sem metið er að verðleikum og nýlega átti ég mikla ánægjustund i amts- bókasafninu á Akureyri. En það er ekki nóg að eiga góð safnahús, gott úrval bóka og annars menningarefnis, og menntaða bókaverði. Við verð um líka að hafa markmið til að stefna að. Það er ekki sízt hlut verk bókavarðanna að marka þá stefnu. Við mótun þeirrar stefnu má hins vegar enn í dag taka mið af því, sem Benedikt frá Auðn um sagði 1889 og ég vék að hér í upphafi. En að lokum þetta: Fyrir 65 árum ritaði Guð- mundur Hannesson, siðar próf essor, grein í blaðið Norður- land á Akureyri og nefndi hann greinina: „Þýðing bóka og bókasafna“. Hann lauk greininni með þessum orðum: „Bókasafnið, þessi ómetanlegi skóli fólksins, á að vera uppá- haldsbarnið í bænum, sem bæj arbúar séu stoltir af. Það á að flytja þeim allar andlegar hreyfingar í nágrannalöndun- um, sem nokkuð kveður að, færa þeim sifellt innstreymi af frjóvgandi hugmyndum, svo vér komumst inn i menningar- strauminn. Bókasafn á að vera oss Hliðskjálf, sem vér sjáum úr út um allan heim og heyr- um hugsanir samtíðarmanna. 1 mínum augum er gott bókasafn skilyrði fyrir andlegu lífi og andlegum þroska, en það aftur skilyrði fyrir öl’lum framförum og framkvæmdum í rétta átt.“ Undir þetta getum við áreið anlega öll tekið. Stúlka getur fengið vinnu við sælgætissölu í kvikmyndahúsi. Umsóknir sendist Mbl fyrir 25. þ.m. merkt: „Sæigætissala — 474". Tryggingafélag óskav að ráða skrifstofustúlku í bókhaldsdeild. Þarf helzt að vera vön bók- haldsvélum (Kiemzle). Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir miðvikudaginn 25. nóvember merkt: „Bók- hald — 470“. Aðalfundur Stangaveiðifélags SfPl Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal 13. desember n.k. og hefst kl. 14.00. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. HVOT félag Sjálfstæðiskvenna heldur AÐALFUND í Átthagasal Hótel Sögu mánud. 23. þ.m. kl. 20,30. Félagskonur fjölmennið. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.