Morgunblaðið - 25.11.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1970 Fulltrúafundur Land- verndar og ályktanir ÖÐRUM fulltrúafundi Land- verndar lauk á siuinudag. Á fundinn mættu yfir 60 fulltrúar frá hinum ýmsu aðildarfélögum auk áheyrnarfulltrúa styrktarað- ila, en meðal annarra gesta voru Baldur Johnsen, forstöðu- maður Heilbrigðiseftiriits ríkis- ins, Eysteinn Jónsson, alþingis- maður og Páll Sveinsson, land- græðslustjóri. I upphafi fundar flutti formaður Landverndar, Hákon Guðmundsson ræðu, en síðan var flutt skýrsla stjórnar. Umræður um hana voru fjörleg- ar og tóku margir til máls. Annar þáttur dagskrárinnar var um skipulag og uppbyggingu samtakanna og voru ræddar hug- myndir um endurskipulag stjórn ar, stofnun landverndarfélaga og tilhögun fræðslu og kynningar á málefnum samtakanna. Seinni dagurinn var sérstaklega helg- aður friðunarmálum, en þá voru einnig á dagskrá ályktunartillög- Ostaneyzla vaxandi SAMKVÆMT skýrslum um mjólkurneyzlu ýmissa þjóða árið 1968, eru Frakkar mestu osta- ætur veraldarinnar. Ársnieyzlain var þar rúmlega 13 kg á mann. Næstir komu Svisslendingar með rúmlega 10 kg og Danir með 9,3 kg. íbúar norðamverðrar Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu neyta samkvæmt skýrslunni mestra ostra, enda eru þetta allt þjóðir sem búa við góða efna- hagsafkomu. Hér á landi hefur ostaneyzla farið vaxamdi hin síðari ár, þótt hún sé enm minni en í flestum nágrannalöndum okkar. Árið 1969 var ostaneyzlan um 3,9 kg á mamn. Horfur eru á, að osta- neyzla landsmanna vaxi 10—12% á þessu ári. Áhugi almennings fyrir ostum og ostaréttum er vaxandi og fjölbreytni í fram- leiðslu vex. Ostar þeir, sem fluttir hafa verið út undanfarin ár, aðallega til Bandaríkjanna, hafa þótt mjög góð verzlunar- vara. Osta- og smjörsalan í Reykja- vík hefur með höndum aila heildsöluverzlun með smjör og osta aðra en þá, sem framleið- endur sjálfir annast. í húsa- kynnum sínum, Snorrabraut 54, rekur Osta- og smjörsaian sölu- búð og þar hefur annað slagið farið fram kynning á ostum og ostaréttum síðan vorið 1969. Hefur þessi starfsemi hlotið miklar vinisældir, sem sést m. a. á því, að þa/u 10—12 Skipti, sem þessi kynning hefur farið fram, hafa komið 4—6 hundruð manns hvem dag. Er næsta kynning fyrirhuguð í desember. Ýmis félagasamtök í Reykjavík hafa einnig fengið Osta- og smjör- söluna til að kynna osta og osta- rétti innan vébanda sinna. >á hefur nokkuð verið ferðazt um landið með þessa starfsemi, nu síðast til Norðurlands snemma í nóvember. Var ostakynning á fjórum stöðum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu og sóttu hana um 400 manns. Ályktanir bifvélavirkja MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi bif- vélavirkja. Á fundi sem haldinn var í Fé- lagi bifvélavirkja fimmtudaginn 12. nóvember 1970, voru eftir- farandi ályktanir samþykktar: ÁLYKTUN UM EFTIRLAUN ALDRAÐS VERKAFÓLKS: Fundur í Félagi bifvélavirkja, haldinn 12. nóvember 1970, bein- ix þeirri áskorun til háttvirts Al- þingis, að það samþykki breyt- ingar á lögurn nr. 18, 1970, um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum. Félagið telur það réttlætismál að samþykkt verði lágmarks- upphæð eftirlauna til verkafólks í stéttarfélögum. ÁLYKTUN UM SKERÐINGU KAUPGJALDSVÍSITÖLU: Fundur, haldinn i Félagi bif- vélavirkja fimmtudaginn 12. Framhald á bls. 20 Á kynningarfunduim þessum er dreift bæklingum með upp- skriftum, og þátttaikendur fylgj- ast með matreiðslu ostaréttanna og fá síðan að smalkka á þeim. Frú Maxgrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari, hefur haft þessa leiðbeiningarstarfsemi með höndum. (Frá Stéttarsambandi bænda). „Nú — Nú, bókin, sem aldrei var skrifuð44, komin út „NÚ — Nú, bókin sem aldrei var skrifuð", er komin út, það er að segja minningar Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suðursveit. Bókin er prentuð orðrétt eftir munnlegri frásögn Steinþórs, sem mælti æviminningar sínar af munni fram í útvarpið i 25 hálf- tima þáttum. „Frásagnir Steinþórs eiga tæp Steinþór Þórðarson. ast nokkurn sinn líka, enda voru þær fádæma vinsælt útvarps- efni," segir á kápusíðu. „Bók af þessu tagi hefur ekki heldur ver ið gefin út fyrr á íslenzku, þar sem prentað er eftir munnlegri frásögn einni saman og ekki vik ið við orði í átt til ritmáls." 1 formála segir, að megintil- gangurinn með útgáfunni sé að gera þessar hugljúfu og skemmti legu sagnir Steinþórs tiltækar handa lesendum, en hér sé á ferðinni sýnisbók um munnlega frásagnarlist eins og hún gerist bezt á Islandi á þessari öld. I bókinni er fjöidi mynda af fólki, sem kemur við sögu, svo og atburða- og staðarmyndir Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúi, sá um útgáfuna, en Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag., var ráðunautur um búning til prent- unar. Bókin er yfir 300 bls. að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfa GuðjónsÓ. ur stjórnarinnar um aðkallandi mál á sviði landverndar. Að lokum ávarpaði Hákon Guðmundsson fundarmenn. Sagði hann það skoðun sína eftir fundinn og þær umræður, sem þar hefðu orðið, að stærsta hlutverk Landverndar hlyti að vera fræðsla og kynning á land- græðslu og náttúruvernd. Þá sagðist hann hafa sannfærzt um, að þessum málum væri öllum vel komið í einum heildarsam- tökum með þátttöku hinna ólík- ustu félaga og sambanda. Af ályktunum, sem fulltrúa- fundurinn samþykkti má nefna ályktun um brýna nauðsyn þess að við hvers konar verksmiðju- rekstur hér á landi verði gerðar ráðstafanir til að draga úr meng- un frá honum eins og tæknilega er mögulegt. Taldi fundurinn efna fræðilegt eftirlit eitt með öllu ófullnægj andi, samhliða því þyrfti að fara fram alhliða líf- fræðileg athugun. Þá benti fundurinn á að víða útliti og umgengni mjög ábótavant við híbýli og atvinnu- fyrirtæki og algengt að við verk- legar framkvæmdir sé valdið óþarfa landsspjöllum og vanrækt að bæta úr þeim. Þá vakti fund- urinn athygli á þeirri mengun, sem stafar frá frárennsli og úrgangi frá þéttbýli, sé ekki rétt og tryggilega frá því gengið og varaði jafnframt við að olíu- hreinsunarstöð yrði reist við þéttbýli, eða þar sem mengun frá henni getur spillt umhverf- inu og valdið stórtjóni á lífkerf- um þess. Taldi fundurinn það alls óverjandi að olíuhreinsunar- stöð yrði valinn staður án undan genginna rannsókna í því, hvar hún ylli minnstum spjöllum á umhverfinu. Þá fagnaði fundurinn um- hverfisrannsóknum í Þjórsárver- um og bendir á að of margar virkjanir hafi verið hannaðar án undangenginná slíkra rannsókna, s.s. við Laxárvirkjun. Þá skorar fundurinn á ríkisstjórn að hún beiti sér fyrir frumvarpi til laga um náttúruvernd og þá sér- staklega um lagasetningu til verndunar Laxár- og Mývatns- svæðunum. Þá fagnaði fundurinn auknu fjárframlagi ríkis og annarra aðila til landgræðslu áhugamanna og vænti þess að fjárveitingar til landgræðslu yrðu stórauknar. Orðrómur um breyt- ingar á stjórn Nixons Washington — STERKUR orðrómur er nú á kreiki í Washington um, að breytinga sé að vænta á næst- unni á stjórn Nixons. Frá þessu segir í Time Magazine og New York Times. Talið er líklegt að David Kennedy, fjármáiaráðherra, og Walter Hickel, hinanríkisráðherra, liverfi úr stjórninni snemma á næsta ári og að Patrick Moynihan ráðgjafi Nixons verði skipaður sendiherra hjá SÞ. Þó að heimildir í báðum ráðuneytum haldi því fram, að engra breytinga sé að vænta, hafa aðrir haldið því fram, að þessi ráðuneyti séu efst á lista forsetans yfir þær stjórnardeildir, sem þurfi breytinga við. Háttsettur embættismaður ' ' David Kennedy, fjármálaráðherra. í Hvíta húsínu sagði nýlega að engar endanlegar ákvarð- anir hefðu verið teknar um stjórnarbreytingar, en jafn- framt að mjög líklegt væri að þær yrðu gerðar. Stjómmálafréttaritarar í Washington telja, að fyrstu Walter Hickel, innanríkisráðherra. frétta af hugsanlegum breyt- ingum megi væmta i byrjun desember nk., en pá flytur Nixon ræðu á þin-gi Lands- sambamds bandariskra fram- leiðenda, sem haldið verður í New York. Þar er talið að hann muni skýra ráðstafanir, sem stjómiin hefur samið til að styrkja efnahagskerfi landsins. Þá er vitað í Washington, að forsetinm hefur skipað víðtæka kömmum og athugun á starfsliði og starfsháttum Hvita hússins og er það talið benda mjög til þess, að breyt- inga sé einndg að vænta í þeim herbúðum. Sagt er, að Patrick P. Moynihan, þjóð- félagsráðgjafi Nixons, verði á næstunni skipaður sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum I stað Charles Yost. Fregn þessi hefur vakið mikla athygli í Wasbington, er húin birtist fyrst í dagblaðinu Boston Globe. Moynihan og Yost hafa ekkert viljað segja um mál- Framhald á bls. 20 Norrænir húseigendur þinga hér árið 1973 FUNDUR var haldinn rneð fulll- trúum og stjórnarmönnum í Húseigendasaimbandi Norður- landa 17,-—19. nóvembsr. For- Æviminningar Hannesar Jónssonar Hið guðdómlega sjónarspil“ ÚT ERU komnar æviminningar Hannesar Jónssonar, kaup- manns. Nefnast þær „Hið guð- dómlega sjónarspil". Hannes er fæddur Húnvetningur, en flutt- ist síðan til Reykjavíkur, þar sem hann hefur átt heima. Á kápusíðu segir m.a.: „Allir þekktu kaupmanninn á Lauga- vegi 28, sem seldi ódýrara en aðrir, flutti vörurnar inn sjálfur beint frá útlöndum og var sett- ur á svartan lista hjá heildsöl- um. Hannes fór að heiman með húnvetnska þráann einan í vega nesti, varð stórlax og mattador, barðist við heildsalavaldið og kommúnista. Féll í lífsglímunni, en hélt þó velli að lokum." Þá segir: „Bókin er skrifuð á kjarnmiklu, safariku íslenzku máli og engin tæpitunga. Hann- es segir kost og löst á sjálfum sér og samferðarmönnum án nokkurra undanbragða og af fullri hreinskilni." Við sögu koma margir þekkt- ir menn lífs og liðnir. Sagt er frá Kreppunni miklu, Skugga- Hannes Jónsson. hverfinu, lífinu við Laugaveg og Hverfisgötu, lífsbaráttu fólksins í Húnaþingi um aldamótin og Reykjavík fyrri tíma, þegar afar þeirra og ömmur, sem nú eru sprækastir, voru í fullu fjöri. Bókin er 176 bls. að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfa Guð- jónsÓ. maður þess er Páll S. Pálsson, allt fraim til 1973, en þá verður næsta þinig þess haldið hérlendis. Páll skýrði frá þessu á fundi m-eð blaðamönnium á mániudaig- inn var. Starfsemi þessa sambands nær til fasbeignaeigenda á Norður- löndum, og nöfn þeirra félaga, er a-ðild eiga að sambamdiniu eru: Den Danske Grundejerforbund, Norges Husejerforbund, Sveriges Fastihetságari forbund, Fin- lands Fastighetságare_ forbund og Húseigendasambanid íslands, semn stofnað var 1962. Húseigemdafélag Stokkhólms átti 100 ára afmæli um miðjan nóvemaber, og flutti Páll S. Páls- son ávarp og kveðjur frá Hús- eigemdaféliagi Reykjavíkur og formanni þess, Leifi Sveinssyni, ásamt gjöf, sem var eimtak af danskri þýðinigu íslendingasagn- anna, útg. 1930, og áTÍtað atf Gunmari Gunnarssyni til föður- bróður hans. Einn fulltrúi frá hverju lamdi flutti ávarp, og ræddi Páll S. Pálsson um nýja fasteigmamatið á Islandi, sem vakti athygli fundarmanna. Umræðufundur var þetta að mestu, og enigar ályktanir gerð- ar þar. Þó var mikið rætt um, að hve miklu leyti sveitarfélög ættu að fá útsvör vegma sumar- bústaða eða lamidareigna, sena kaupstaðabúar ætbu í sveitum úti. Næsta ráðstefna fulltrúanma verður haldiin í Ósló árið 1972, en þá á Húseigendasamband Ósióborgar 60 ára afmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.