Morgunblaðið - 25.11.1970, Qupperneq 13
MORGUNsHLAÐIÐ, MIÐVIKU>DAGUR 25. NÓVUMBER 1970
13
Skipulag höfuðborg-
arsvæðisins
Aukin samvinna sveitarfélaga
nauðsynleg — Heildarathugun
á skipulagsvinnu borgar-
innar í undirbúningi
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag lýsti Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, því
yfir, að hann teldi nauðsyn-
legt, að sveitarfélögin á svæð
inu kringum Reykjavík
tækju upp nánari sarnvinnu
um skipulagsmál en nú væri
fyrir hendi. Reykjavíkur-
borg þyrfti ásamt nágranna-
sveitarfélögunum að koma
upp sérstakri skipulagsskrif-
stofu, sem ynni að endur-
skoðun aðalskipulagsins á
öllu svæðinu og öðrum sam-
eiginlegum skipulagsverkefn-
um.
Umræður þessar um skipulags
mál urðu vegna tillögu, sem
Guðmundur G. Þórarinsson (F.)
fhxtti þess efnis, að skipuð yrði
fimm manna nefnd til að gera
tillögu um skipulagsdeild borg-
arinnar, starfssvið hennar og
starfshætti.
Gísli Halldórsson (S.) upplýsti,
að við gerð aðalskipulags Reykja
vikur, sem samþykkt var 1965
og staðfest var 1967, hefði verið
gert ráð fyrir, að aðalskipulagið
yrði endurskoðað á fimm ára
fresti, þ.e. að kannað yrði, hvort
forsendur aðalskipulagsins hefðu
breytzt, þannig að breyta þyrfti
sjálfri skipulagsáætluninni. Ýms
ar rannsóknir hefðu þegar ver-
ið framkvæmdar, en heildarend-
urskoðun hefði ekki enn farið
fram. Upplýsti Gísli Halldórsson,
að borgarráð hefði falið þeim
Páli Líndal, borgarlögmanni, og
Gústaf A. Pálssyni, borgarverk-
fræðingi, að gera tillögu um það,
á hvern hátt þessi endurskoðun
færi fram. Yrði tillaga þeirra
um þetta mál rædd í borgarráði
á næstunni. Þar sem þannig
væri nú í undirbúningi heildar-
athugun á, hvernig bezt yrði stað
ið að skipulagsvinnu borgarinn-
ar á næstunni, væri nú óeðlilegt
að skipa sérstaka nefnd. Lagði
Gísii til, að tillögu Guðmundar
yrði vísað til borgarráðs til með-
ferðar í sambandi við þær um-
þar
Njósnari
dæmdur
ræður og ákvarðanir, sem
yrðu teknar innan skamms.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, flutti ítarlega ræðu um
skipulagsmál og hrakti ýmsar
rangfærslur, sem fram höfðu
komið í ræðu Guðmundar Þórar-
inssonar. Borgarstjóri gat þess,
að fljótlega eftir gerð aðalskipu-
lagsins hefði verið hafizt handa
um ýmsar rannsóknir, sem mið-
uðu að því að viðhalda og endur-
nýja gögn, sem safnað var við
undirbúning aðalskipulagsins.
Nefndi borgarstjóri m.a. umferð
arkannanir, t.d. vegna Elliðaár-
brúa og Vesturlandsvegar, leiða-
kerfis Strætisvagna Reykjavíkur
og Kópavogsbrúarinnar. Þá
hefðu verið gerðar verziunar-
kannanir vegna nýja miðbæjar-
ins og nýrra hverfa og yrði fljót
lega tilbúin aðalkönnunin, sem í
þeim efnum hefði Verið gerð.
Fasteignamatið nýja gæfi marg-
vislegar upplýsingar um ástand
og notkun fasteigna i borginni,
en ítarleg rannsókn hefði farið
fram á því sviði við gerð aðal-
skipulagsins, en fasteignamatið
gæíi mun fullkomnari upplýsing
ar.
Borgarstjóri rakti undirbúning
þeirrar ákvörðunar að byggja
nýja höfn fyrir Reykjavik í Sund
unum, en að baki þeirri ákvörð
un lágu ítarlegar rannsóknir og
sú leið, sem valin var, reyndist
hagkvæmust samanborið við aðr
ar leiðir, sem til greina höfðu
komið. Ákvörðunin um staðsetn-
ingu Sundabafnar hefði þvi verið
ein af forsendum aðalskipulags-
ins.
Borgarstjóri taldi að efla bæri
skipulagsdeildir borgarinnar, en
nauðsynlegt væri að taka upp
nánari samvinnu við nágranna-
sveitarfélögin, sbr. það, sem að
framan getur.
Geir Hallgrímsson minnti á, að
gerð aðalskipulags Reykjavíkur
hefði verið til fyrirmyndar og
vakið athygli í öðrum löndum,
m.a. á Norðurlöndunum og Eng-
landi. Aðalskipulagið þyrfti hins
vegar að endurskoða á ákveðnu
árabili og því væri nú í undirbún
ingi að fella það starf í heildar-.
kerfið. Taldi borgarstjóri, að
Reykjavíkurborg ætti að halda
áfram að vinna að skipulagsmál
um þannig að til fyrirmyndar
væri fyrir aðra, jafnt innanlands
sem erlendis.
Ljdstæknifélag íslands
Félagsfundur verður baldinn laugardaginn 28. nóvember
kl 14.00 í Garðyrkjustöðinni Neðra Ási í HVERAGERÐI.
Fundarefni:
1. Raflýsing gróðurbúsa skoðuð.
2. Plöntur og Ijós. Axel Magnússon flytur eríndi um
áhrif Ijóss á plöntur.
3. Raflýsing gróðurhúsa. Daði Agústsson, fram-
kvæmdastjóri L.F.I. flytur eríndi um Ijósgjafa, lampa-
búnað og rekstur lýsingarkerfa í gróðurbúsum.
Myndir verða sýndar.
Allir garðyrkjubændur og aðrir þeir, sem ébuga hafa ó lýsingu
I gróðurbúsum, eru velkomnir á fundinn.
Halnarfjörðar — \ smíðum
París, 20. nóv. NTB.
45 ÁRA gamall Frakki, Ro-
bert Van de Viele, var í gær
dæmdur i átta ára fangelsi af
dómstóli í París fyrir að liafa ’
látið leynilegar upplýsingar (
um Atlantshafsbandalagið j
(NATO) í té rúmenskum,
sendiráðsmanni á árinu 1961.
Lögreglan hefur greint fráj
því, að Van de Viele, sem |
1961 starfaði á bókasafni að-,
alstöðva NATO, hafi játað að
. hafa látið umræddum sendi-1
ráðsstarfsmanni, Mihai Cara |
man, í té leyniskjöl.
Van de Viele sagði starfi '
sínu lausu við bókasafnið í1
september 1961 vegna þess að (
hann óttaðist að upp mundi,
komast um njósnirnar eftlr
að Caraman hafði boðið hon-!
um 10,000 franka (liðlega
150,000 ísl kr.) á mánuði og,
hús í Sviss ef hann neyddist'
til að flýja land. Hann hafnaði
boðinu.
Van de Viele starfaði m.a.
f bókasafninu við að brenna
leyndarskjöl, og mun hann
hafa tekið þau, sem árituð
voru „Algjört leyndarmál“,
og aflient Caraman. Samtals
fékk Rúmeninn 60 slík skjöl
f hendur frá Van de Viele.
Til sölu við eina af skemmtilegustu götum bæjarins einstakl-
ingsibúð og 2 stórar 3ja herb. tbúðir. Húsið er fokhelt í dag
en ibúðirnar verða afhentar tilbúnar undir tréverk og málningu
með allri sameign frágenginni í apríl 1971. Beðið eftir hús-
næðismálastjórnarláni. Seljendur lána 2—250 þús kr til 5 ára.
Útborgun má dragast á næstu 6—8 mánuði.
Gæzluvöllur skammt frá húsinu.
fTi
B
FASTEIGN ASALA •
OG VERÐBREF
SKIP
Strandgötu 11, Hafnarfirði. Smi 51888 og 52680.
Heimasími sölustjóra 52844.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ISLANDS
Tónleikar
í Háskólabói fimmtudaginn 26. nóvember kl. 21:00.
Stjórnandi: Proinnslas O'Duinn.
Flutt verður sinfónía nr. 1 op. 12 eftir Proinnsías O'Duinn
(frumflutningur) og sinfónía nr. 3 (Hetjuhljómkviðan) eftir
Beethoven.
Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
Fjölskyldutónleikar
í Háskólabíói sunnudaginn 29. nóvember kl. 15:00.
Stjórnandi: Proinnsías O’Duinn.
Kynnir: Þorsteinn Hannesson.
Aögöngumiðar til sölu í barnáskólum borgarinnar, í bókabúð
Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, og við innganginn I Há-
skólabiói.
- BRIDGE -
SL. fiman.tu'dag laiulk hxaðsveita-
keppni hjá Tafl- ag bridge-
klúbbniuon með sigiri sveitar Júlí-
usar G'Uðamindssonair, en aulk
han,s enu í sveitinini Tryggvi Þor-
fmmssan, Gunnar Vaginissom, Ól-
alfur Þorsteinsson, Péfcuir Páls-
aon og Villhjákniuir Aðalsteins-
san.
2. varð sveit
Tryggrva Gíslasonar,
3. ' vairð sveit
Birgis ísleifssonar,
4. varð sveit
Ártnia Gnómundssonar,
5. varð sveit
Henirýs Láru ssonar,
6. varð sveit
Þórarinis Ártnasonar,
7. varð sveit
Jóns Maignússonar,
8. varð sveit
Jóhömniu Kjairtansdóttur,
9. varð ísveit
Þorsteins Er'linigssoniar,
10. varð sveit
Erlu Eyjóltfsdótbur,
11. Jóns Pálssonar.
Alls tóku 22 sveitir þátt í þea*
ari keppni. Næsta keppni félags-
ins verður tvímenninigskeþpnd,
seim hetfst nk. fimmfcudaig 26. nóv.
kl. 8 e.h. Spilað verður í Dómus
Medica, Þáttta'kemdur í þeirri
keppni eru minntir á að láta
skrá siig hjá Tryggva Glslasyni,
simi 24856, eða Áðalstemi Snee-
björnssyni, simi 21193.
Skipstjórar
Vanur skipstjóri óskast til línu- og netaveiða á góðan vertíðar-
bát á komandi vertíð.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. desember nk. merkt: „Skipstjóri
— 6125".
Stúlka óskast
á endurskoðunarskrifstofu til vélritunar og bókhaldsstarfa.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu í vélritun
og bókhaldi.
Umsóknir ásamt upplýsingum sendist Morgunblaðinu fyrir
1. desember merkt: „Endurskoðunarskrifstofa—1977 — 6240".
Húsnœði óskast
Peningastofnun vill kaupa 200—300 ferm. jarðhæð á góðum
stað í Reykjavík.
Nánari upplýsingar vertir:
Endurskoðunarskrifstofa
N. MANSCHER & CO.
Sími 26080.
HIÐ FRÆGA
VÖRUMERKI
TRYGGIR GÆÐIN
VOICE
20“ - Kr. 23.710.-
24“ - Kr. 25.090.-
NÝJAR GERÐIR AF HINUM GLÆSILEGU
H. M. V. SJÓNVARPSTÆKJUM. TÆKNI-
LEGAR NÝJUNGAR, S. S. TRANSISTORAR
í STAÐ LAMPA AUKA ÞÆGINDI OG
LÆKKA VIÐHALDSKOSTNAÐ.
HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
FÁLKINN hf.
SUÐURLANDSBRAUT 8, REYKJAVÍK.