Morgunblaðið - 25.11.1970, Qupperneq 15
MORGUNÐLAÐIÐ, MIÐVIíKUDAGUR 25. NÓVBMRER 1970
15
Kynlífsfræðsla
Hvers konar?
Eftir Sigurð Pálsson skrifstofu-
stjóra Ríkisútgáfu námsbóka
Á þessu hausti hefur nokkuð
borið á umræðum í útvarpi, blöð
um og tímaritum um kynlíf og
kynlífsfræðslu og í framhaldi af
þeim umræður um kynlífssið-
ferði almennt. Nú síðustu vikur
hefur sýning umdeildrar kvik-
myndar örvað mjög þessar um-
ræður. Augljóst er að flestir
hafa áhuga á efninu, þótt skoð-
anir séu skiptar, bæði um kyn-
lífsfræðsluna og siðferðið.
Vegná þessara umræðna hljóta
að vakna ýmsar spurningar,
sem nauðsynlegt verður að telja,
að menn reyni að finna einhver
svör við, ef taka á ábyrga af-
stöðu í svo mikilvægu máli sem
þessu.
1 hvaða formi á fræðslan að
vera? Á hún eingöngu að mið-
ast við líffræðilega þekkingu og
„tæknilegar“ upplýsingar um
samlíf karls og konu? Á fræðsl-
an að miða að þvi einu, að ungt
fólk kunni glögg skil á því,
hvernig forðast megi eðlilegar
afleiðingar samfara eða á að láta
einhverja siðræna viðmiðun
fljóta með? Á að þegja um það,
að í samlífi karls og konu flétt-
ast saman margir þættir sem
ekki verða aðskildir án þess að
myndin af þvi verði afskræmd?
Og fleiri spurningar vakna.
Hvaða gildi hefur það siðferði,
sem almennt hefur rikt I þjóðfé-
laginu? Hvaða afleiðingar, góð-
ar eða slæmar, hefur breyting á
siðrænum viðhorfum? Til hvers
leiðir algjört frelsi í kynferðis-
málum? Án þess að gera sér ein-
hverja grein fyrir þessum atrið-
um, er tæpast hægt að mynda
sér ábyrga skoðun.
Fyrir nokkrum árum barst
mér x hendur bók, sem út
kom árið 1953 hjá forlaginu
Land og kirke í Ósló. Bókin er
eftir prest af íslenzkum ættum,
Jon Johnson og nefnist Kultur
stafetten. I bók þessari er fjallað
all ítarlega um kynlífssiðferði og
m.a. birtur úrdráttur úr og til-
vitnanir í merkt rit eftir
brezkan vísindamann, J.D. Un-
win. Rit þetta nefnist Sex and
Culture og kom út hjá Oxford
University Press árið 1934 og er
u.þ.b. 600 bls. að stærð. Það f jall
ar, eins og nafnið bendir til, um
samhengið milli menningar og
kynlífshátta. 1 formála fyrir
bók sinni, Kulturstafetten, segir
Jon Johnson um rit dr. Unwins:
1 bók sinni veitir Unwin mik-
ilvæga vitneskju um reynslu
þeirra manna og þjóða, sem á
undan okkur hafa lifað.
Vitneskja um lögmál, sem gilda
á -þessu sviði mannlífsins, eru
góður grundvöllur fyrir kenn-
ara, þegar þeir taka til við kyn-
lífsfræðsluna og fyrir foreldra,
sem eiga erfitt með að átta sig á
hvar standa skal varðandi kyn-
lífssiðferðið og uppeldið. —
Dr. Unwin setur fram nokkr-
ar sögulegar staðreyndir á þann
hátt, að úr fæst glögg mynd, sem
sýnir ákveðið samhengi milli
þess, hvernig sambandi kynj-
anna er háttað annars vegar og
menningarstigs hins vegar, hjá
hinum ýmsu þjóðum og þjóð-
flokkum. Rannsóknir hans
beindust að 80 ósiðmenntuðum
þjóðum og þjóðflokkum auk
þess sem hann rannsakaði sögu
fjölmargra mennlngarþjóða, svo
sem Súmera, Babýloníumanna,
Aþeninga, Rómverja o.fl. o.fl.
Niðurstöður hans eru mjög at-
hyglisverðar og ekki síður fyrir
það, að þegar hann hóf rann-
sóknir sínar vonaði hann að nið-
urstöðurnar yrðu allt aðrar en
raun varð á, að þvl er hann
sjálfur segir í formála. Hér skal
í örstuttu máli drepið á helztu
niðurstöður Unwins, sem get-
ið er i fyrrnefndri bók, Kultur-
stafetten.
Eftir athuganir sínar á ósið-
menntuðum þjóðum, skipti hann
þeim í þrjá flokka, eftir því
hvaða reglur giltu um samskipti
kynjanna fyrir stofnun hjúskap
ar. Fyrsta flokkinn fylla þær
þjóðir eða þjóðflokkar, þar sem
algjört frelsi rikir, fyrir utan
ákveðnar reglur vegna skyld-
leika. Þegar, eftir að unglingarn
ir hafa gengið í gegnum ákveðna
vígslu, hafa þeir frelsi til að
hafa kynmök við hvern sem þau
óska. Gagnkvæmur vilji er eina
skilyrðið. Nú kemur í Ijós, að all
ir þjóðflokkar, sem heimila fullt
frelsi til kynlífs þegar fyrir
stofnun hjúskapar, eru á lægsta
þekkjanlegu menningarstigi.
(Pa det zoistiske stadium). Eða
öfugt: Allir þjóðflokkar, sem
standa á lægsta þekkjanlegu
menningarstigi, lieimila fullt
frelsi til kynlífs þegar fyrir
stofnun hjúskapar.
Annan flokkinn fylla þeir,
sem setja ákveðnar hömlur á
kynlíf áður en stofnað er til
hjúskapar. Ekki er hægt að
stofna til kynmaka við hvern
sem er. Eftir ákveðnum reglum
er heimilt að stofna til slíks, en
þær setja kynlífinu ákveðnar
hömlur. Það kemur í ljós að þess
ir þjóðflokkar standa skör ofar
í menningarlegu tilliti og þeim
mun ofar sem reglurnar eru
strangari.
I þriðja flokknum eru þeir,
sem krefjast algjörs skírlífis áð-
ur en stofnað er tii hjúskapar.
Þessir þjóðflokkar standa á
hæstu menningarstigi nxeðal ósið
menntaðra þjóða.
Athuganir á siðmenntuðum
þjóðum leiðir eftirfarandi í ljós:
Sameiginiegt öllum þjóðum, sem
ná iengra í menningarlegu til-
liti en þriðji flokkur hinna ósið-
menntuðu, er skiiyrðislaus
krafa um einkvæni og skirlífi
fyrir stofnun hjúskapar. Sagan
þekkir engin dæmi þess, að
þjóðir hafi náð iangt í menning-
arlegu tilliti, án þess að þarhafi
ríkt ströng hefð um þessi atriði.
Sérhvert samfélag, seni setti
strangar reglur um kynlífið, og
hélt þvi innan ákveðinna marka,
afrekaði miklu í þjóðfélagslegu
og menningarlegu tilliti. Væru
hinar ströngu reglur rýmkaðar
eða þeim sleppt, þvarr hinn
skapandi máttur menningarinnar
og hvarf síðan með öllu. I þessu
efni er sagan gjörsamlega til-
breytingarlaus. Þetta hefur end
urtekið sig með sama hætti hvað
eftir annað. Sagan þekkir engin
dæmi þess, að menningarþjóð,
sem gert hefur strangar kröfur
til einkvænis og skírlífis fyrir
stofnun hjúskapar og síðan
varpað fyrir róða þeim venjum
sínum, hafi haldizt á menningu
sinni lengur en þrjár kynslóðir.
í bók sinni „Ends and Means'1
segir Aldous Huxley: „Oft og
með háreysti lýsa frjálslyndir
menn því yfir, að þeir vilji njóta
þess sem háþróuð menning hefur
að bjóða og einnig, að þeir vilji
losa sig við hömlur strangs kyn-
lífssiðferðis. Þeir lifa á höfuð-
stól andlegrar auðlegðar, sem
fyrri kynslóðir hafa safnað, kyn
slóðir þeirra einkvænissamfélaga,
hverra meðlimir fengu eiginkon-
ur sínar hreinar meyjar í brúð-
arsængina. Þeir geta notið
hvors tveggja svo lengi sem
þeir lifa sjálfir. Raunsóknir dr.
Unwins hafa hins vegar leitt í
ljós að það verður ekki mögu
legt börnum þeirra að njóta
bæði hömluleysis og liáþróaðrar
menningar."
Um niðurstöður Unwins og
Sigurður Pálsson.
ályktanir segir Huxley enn
fremur:
„Sönnunargildi þessara álykt-
ana er svo fullkomið, að erfitt
er að sjá, hvernig því verður
hnekkt.“
Með þetta í huga vaknar sú
spurning, hvert stefna „frelsis-
boðberanna", sem enga viðmið-
un hafa aðra en hömlulausar
hvatir sínar, muni leiða.
„Frelsisboðberarnir" hafa
fundið upp ýmsar grýlur, tii að
hræða sjálfa sig og aðra. Þær
eru m. a. afturhald, þröngsýni,
pukur, örgustu fordómar, mið-
aldahugsunarháttur og jafnvel
kristið siðgæði. Þetta eru þó allt
meira eða minna útblásnar „plat
grýlur", búnar til úr fölskum
forsendum, sem grundvallaðar
eru á þekkingarskorti. Til eru
aðrar raunverulegri og háska-
legri grýlur í þessu sambandi,
sem stofna gæfu einstaklinga og
þjóða í hættu. Menn hafa t.d.
hrósað happi yfir því, að sá
hugsunarháttur, að kynmök eigi
aðeins heima í hjónabandi, skuli
vera á hröðu undanhaldi. Því
hefur hins vegar verið haldið
fram, af mönnum, sem fjalla um
hjúskaparvandamál, að ungt
fólk skapi sér aukna erfiðleika
og aukin vandamál, þegar það í
ríkari mæli en áður hefur kyn-
mök á unglingsárum (Bovet:
Ekteskapets krise og fornyelse).
Þetta ber uppalendum og fræð-
urum að gera unglingunum ljóst.
Hvaða áhrif slík skyndisam-
bönd hafa á væntanlegt hjóna-
band er mismunandi eftir ein-
staklingum. Stundum tekst að
loka fortíðina svo gjörsamlega
af, að hennar finnast engin
merki. 1 öðrum tilvikum koma í
ljós persónulegir erfiðleikar
meira eða minna alvarlegir.
Fyrri sambönd geta skilið eftir
sig tilfinningaleg bönd, það get-
ur komið fram augljós eða dul-
in afbrýði og hinar skýru línur
í samskiptum kynjanna geta orð
ið svo óljósar, að trúnaði hjú-
skaparins sé stefnt í voða. Það
sýnir sig einnig, að kynmök geta
orsakað tilfinningu fyrir því að
heyra öðrum til, jafnvel þó til
sliks sé stofnað án dýpri tilfinn-
inga. Ef hjónaband er byggt á
ótryggum grunni, geta vonbrigð-
in orðið mikil. Þessi sál-
fræðilegu sjónarmið verða að
koma fram í kynlífsfræðslunni
a.m.k. nógu skýrt til þess að
gera fyrirheit „frjálsra ásta" um
hamingju tortryggileg, að ekki
sé meira sagt. Aðal áherzlan á
þó að vera á hinu siðferðilega.
Því hefur verið haldið fram,
að bindindissemi í þessum efnum
sé óæskileg og jafnvel skaðleg.
Þetta er rangt. „Kynferðisleg
bindindissemi á unglingsárunum
býður engum teljandi erfiðleik-
um heim, ef ekki er sýknt og
heilagt verið að hrópa í eyru
unglinganna, að bindindissemi
sé ónáttúruleg, óholl, krafa
hinna fullorðnu til að varðveita
forréttindi sín o.s.frv. (Prof.
Ragnar Vogt: Etiske problemer).
Harald Schelderup segir í bók
sinni Sinnets helse: „Það er
munur á þvingunum og sjálfs-
stjórn. Sjálfsstjórn felur í sér,
að maður neitar sér um fulinæg-
ingu vegna annarra verðmæta,
eða vegna þess að frestun eða
afneitun er nauðsynleg vegna
ytri aðstæðna. Uppeldi til að
þoia sjálfsafneitun og hófsemi til
heyrir þvi, sem gefur sálarlíf-
inu styrk. Þess vegna er það
grófur misskilningur að halda
því fram, að náttúruleg viðhorf
til kynlífsins feli í sér að hvetja
unglinga til kynlífs svo fljótt og
í svo rikum mæli sem mögulegt
er.“
Vert er að drepa á enn eitt
atriði, sem ofarlega hefur verið
á baugi, og komið inn i þessar
umræður um kynlífsfræðslu. Ot-
breiðsla ýmissa lyfja og tækja til
getnaðarvama hefur orsakað
þann misskilning, að hin „lausu"
sambönd séu ekki eins varhuga-
verð og áður, vegna þess að
„áhættan" sé minni. Slík fullyrð
ing vanmetur algjörlega hina eig
inlegu „áhættu" i þessu sam-
bandi. Áhættan er fyrst og
fremst sú, að skaða samvizku
sína, raska sálarró annarrar
manneskju og troða boðorð
Guðs fótum. Þau eru gefin mönn
um til að hindra að þeir eyði-
leggi fyrir sjálfum sér og öðrum,
og eru enn í fullu gildi. Aðeins
það eitt, að tilkoma nýs lífs er
álitin hin mesta ógæfa, sýnir
glöggt, hversu siðferðilega for-
kastanlegt þetta viðhorf er.
Fræðslu er þörf, og það sem
meira er, leiðsagnar, þ.e.
fræðslu sem byggð er á siðræn-
um grunni. Kynlífsfræðslan á að
grundvallast á kristnum viðhorf
um og siðgæði, vera í tengslum
við uppeldi og menntun almennt
og bygg-ja á líffræðilegum, þjóð-
félagslegum og sálfræðilegum
staðreyndum. Fræðslan á ekki
að koma fram sem eitthvað nýtt
og forvitnilegt á unglingsárun-
um, heldur á hún að hefjast á
heimilunum strax og barnið hef-
ur vit til að spyrja og síðan á
hún að fylgja þroska þess og
uppeldi í tengslum við aðra
þætti, bæði í skóla og á heimili.
Kynlífsfræðslan á ekki að vera
sérstök námsgrein, til þess
er hún of tengd flestum þáttum
mannlegs lífs. Hún á ekki að
vera sýnikennsla í rekkjubrögð-
um og fara fram í kvikmynda-
húsum með boðorð villimannsins,
„sá sem vill, hann má“ að leiðar-
ljósi. Hún á fyrst og fremst
heima inni á heimilunum, skól-
inn getur síðan komið til aðstoð-
ar og stutt við fræðslu heimil-
anna og þar eiga barna- og
unglingaskólar einir ekki að
eiga hlut að, heldur einnig fram-
haldsskólar og æðri skólar. Um-
fram allt á þessi fræðsla að
grundvallast á kristnum siðgæð-
isviðhorfum, einfaldlega vegna
þess að það leiðir til velfarnað-
ar. Þeim, sem sjá enga grýlu ljót
ari en kristin viðhorf, ætti að
vera það nokkur huggun, að
þau eru viðui'kennd langt inn í
raðir þeirra, sem að öðru jöfnu
láta sér fátt um kirkju og kristni
finnast.
Þess er að vænta, að við þá
allsherjar úttekt, sem nú fer
fram á skólakerfinu, verði kyn-
lífsfræðslunni ætlaður staður í
eðlilegum tengslum við aðrar
greinar, svo sem samfélagsfræði,
sálfræði, siðfræði, líffræði og
kristin fræði. Til að þrýsta á þá
stefnu, þurfa heimilin að gera
sér ljósa sina ábyrgð, og að
þeirra hlutverk er stærst og
þeirra ábyrgð mest í þessum
efnum.
Kínverskur
sendiherra
til Moskvu
Moskvu, 23. móvemiber.
— AP, NTB. —
SOVÉTRÍKIN og Kína hafa gert
með sér nýjan viðskiptasamning,
að sögn Tass-fréttastofunnar. —
Jafnframt hafa Kínverjar, sent
nýjan sendiherra tii Moskvu,
hinn fyrsta um fjögurra ára
skeið. — Hinn nýi sendiherra
Rússa í Peking, Vasili Tolstikov,
tók við starfi sínu fyrir tæpum
hálfum mánuði. Bent er á, að
þótt sambúð ríkjanna hafi batn-
að, sé enn sem fyrr mikil spenna
í sambúð kommúnistaflokka
landanna.
20. nóvember sl. hefði Robert Kennedy orðið 45 ára. Edward Kennedy, Joan kona lians, Etliel
Kennedy ekkja Roberts og fimrn barna þeirra heimsóttu gröf Roberts í Arlington. Þau lieim-
sóttu einnig gröf Johns F. Kennedy og sjást hér krjúpa við hana.