Morgunblaðið - 25.11.1970, Page 21
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1970
21
Landssambandiö gegn áfengisbölinu:
Lokuð hæli fyrir áfengis
sjúklinga nauðsynleg
Rokurostofa Sig. Olulssonur
Pósthússtræti 2 VERÐUR LOKUÐ fimmtudaginn 26. nóv,
vegna jarðarfarar eiginkonu minnar.
PÁLL SIGURÐSSON.
Landssambandið geffn áfengis
bölinu hélt 9. þing sitt laugar-
daginn 14. nóv. s.l. að Fríkirkju
vegi 11. Formaður sambandsins,
Páll V. Daníelsson, setti þing
ið með stuttri ræðu og flutti
skýrslu um störf sambandsins á
liðnu ári. Síðar á þinginu flutti
séra Kristinn Stefánsson, áfeng-
isvarnaráðunautur, erindi um
ástand og horfur í áfengismálum
þjóðarinnar.
Þessar voru samþykktir þings
ins:
I. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu á-
lyktar, að Landssambandið beiti
sér framvegis eins og hingað til
gegn öllum tilslökunum á banni
gegn framleiðslu og sölu áfengs
öls, og skorar á aðildarfélög sín
að taka þátt í baráttu gegn
hverri tilraun, sem fram kann að
koma í þá átt, að fá því banni
hrundið.
II. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu sam
þykkir að mæla eindregið með
frumvarpi til lagaum hreytingu
á lögum um meðferð ölvaðra
manna og drykkjusjúkra, sem
fram er komið á þingskjali nr. 17
1970, þar sem lagt er til, að
hækkað verði framlag til gæzlu
vistarsjóðs. Væntir þing Lands-
sambandsins, að verði gæzluvist
arsjóður efldur eins og þar er
lagt til, verði lagt kapp á að
framkvæma í fyllra mæli en ver
ið hefur ákvæði nefndra laga,
og einkum að því er snertir á-
kvæði 17. greinar laganna um að
reisa nauðsynlegar stofnanir.
Þingið telur mikla nauðsyn, að
meðal þeirra stofnana verði lok
uð hæli fyrir áfengissjúklinga,
konur og karla, auk móttöku-
deildar fyrir slíka sjúklinga,
sem þurfa bráðrar meðferðar
við.
III. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu
samþykkir að skora á Alþingi að
hækka framlög til áfengisvarna
og bindindissamtaka.
IV. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu sam
þykkir að skora á yfirstjórn
fræðslumála að efla og auka
bindindisfræðslu.
V. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu sam
þykkir að skora á heilbrigðis-
málaráðherra að ráða sérfróða
menn til að k%«na ástand áfeng
ismála hér á landi, og vísar í því
sambandi til ákvæða 2. málsgrein
ar 17. greinar laga um meðferð
ölvaðra manna og drykkju-
sjúkra.
VI. Níunda þing Lands-
sambandsins gegn áfengisbölinu
skorar á Alþingi að samþykkja
þingsályktunartillögu á þsk. 83
um varnir gegn sígarettureyk-
ingum, svo og frumvarp til laga
um breytingu á lögum um verzl-
un ríkisins með áfengi, tóbak og
lyf á þsk. 109, þar sem lagt er
til að bannaðar verði auglýsing-
ar um tóbak. Þingið telur, að
með þvi að vinna gegn tóbaks-
ypÞRR ER EITTHURfl
tS fVRIR RUR
reykingum, sé einnig stigið mikil
vægt skref í þá átt að sporna
við byrjandi áfengisnautn ungl-
inga.
VII. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu
skorar á Alþingi að breyta lög-
um þannig, að heimilt verði að
úrskurða áfengissjúklinga á hæli
eða sjúkrahús, þótt eigi liggi
fyrir beiðni viðkomandi sjúkl-
ings eða vandamanna hans.
VIII. Níunda þing Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu heit
ir á alla landsmenn, að vera vel
á verði gegn innflutningi og
neyzlu fíkni- og eiturlyfja.
IX. Níunda þing Landssam
bandsins gegn áfengisbölinu fel
ur stjórn sinni að athuga mögu-
leika á þvi að bjóða fram náms-
styrk til kennara til að búa sig
undir bindindisfræðslu.
Stjórn Landssambandsins
skipa nú til tveggja ára: Páll V.
Daníelsson, formaður, Eiríkur
Stefánsson, Pétur Bjömsson,
Óskar Pétursson, Jóna Erlends-
dóttir, Dr. Jakob Jónasson, Jó-
hanna Steindórsdóttir.
BYGGINGARVÖRUR
Pípur og fittings
Skolprör úr potti og plasti
Tjöru- og rörhampur
Rennilokar
Bakstreymislokar
Ofnkranar
A */. Þorláksson & Nordmann hf.
Nœr
ÓTELJANDI
Kjötbúð til sölu
Til sölu kjötverzlun á mjög góðum stað í Austurborginni.
Upplýsingar eru einungis veittar á skrifstofunni, ekki í síma,:
SUÐURLANDSBRAUT 10
Lýst er eftir tilboðum
í vörubirgðir eftirgreindra söludeilda þrotabús Kaupfélags
Siglfirðinga: Vefnaðarvörudeildar, Suðurgötu 4, matvöru-
deildar, Suðurgötu 4, byggingavörudeildar, Aðalgötu 32,
búsáhaldadeildar, Suðurgötu 2. Birgðir hinna ýmsu deilda
verða seldar sér, en í einu lagi ef viðunandi boð fæst.
Einnig er lýst eftir tilboðum í sendiferðabifreiðina F-442, sem
er af rússneskri tegund, UAL-452, árg. 1968.
Tilboðum sé skilað fyrir 5. desember n.k.
Upplýsingar verða veittar á skrifstofu embættisins.
Bordgarfógetaembættið á Siglufirði.
þvottakerfi eru á sjálfvirku
3oppa5
Superautomatica 570 þvottavélinni
Þetta er rétt. Þér getið valið frjálst um þvotta-
tímann, hitastigið (frá 30° til 100°)og mismunandi
vatnsmagn.
Vélin getur forþvegið, þvegið, skolað og undið,
allt algerlega sjálfvirkt. Vélin getur einnig þvegið
án þess að vinda og hægt er að leggja I bleyti í
hana.
Zoppas þvottavélin tekur 5 kg. af þurrþvotti, og
^ inn á sig kalt vatn.
ÁRS ÁBYRGÐ — Greiðsluskiimáiar
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A * Sími 16995
I.O.O.F. 7. = 15211258 y2 = 9 sp
□ HelgafeU 597011257 VI. — 2.
I.O.O.F. 9 = 152 11258% =
□ Gimli 597011267 — 1 Frh.
Húsmæðrafélag Reykjavikur
Jólafundurinn verður að
Hótel Sögu miðvikudaginn
2. desember M. 8. Nánar
auglýst seinna í vikunni.
Splakvöld Templara
Hafnarfirði
Félagsvistin I kvöld mið
vikudag 24.11. í Góðtempl-
arahúsinu. Fjölmennið.
Aðalfundur
Handknattleiksdeiidar Vals,
verður haldinn í félagsheim
ilinu að Hliðarenda, mið-
vikudaginn 2. desember kl.
8.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar, mætið vel og
stundvislega.
Stjórnin.
Kvenfélag Neskirkju
Afmælisfundur félagsins
verður haldinn fimmtudag-
inn 26. nóvember kl.
8.30 i Félagsheimilinu. Til
skemmtunar verður: Tízku
sýning frá Tízkuþjónust-
unni. Afmæliskaffi. Félags-
konur fjölmennið.
Stjórnin.
Félag íslenzkra
háskólakvenna
fundur í Þjóðleikhúskjall-
ara 26. nóv. kl. 8.30.
Fyrirlestur:
Uppeldishlutverk fjölmiðla
Þorbjörn Broddason flyt-
ur. Kaffidrykkja.
Stjórnin.
Aðalfundur U.M.F. Stjörnunn
ar í Garðahreppi
verður haldinn á sunnudag
inn 29. nóvember 1970, í
Barnaskólanum.
Stjórnin.
Kristniboðssambandið
Samkoma verður í kristni-
boðshúsinu Betaníu Laufás
vegi 13, kl. 8.30 í kvöld.
Bjarni Eyjólfsson talar.
Allir velkomnir.
A
Farfuglar
Opið hús á miðvikudags-
kvöldum. Munið handa-
vinnukvöldin á miðvikudög
um að Laufásvegi 41. Sími
24950. Kennd er leður-
vinna, útsaumur, prjón og
hekl.
Sálarrannsóknarfélag íslands
Skrifstofan, afgreiðsla
„Morguns“ og bókasafnið
Garðastræti 8, sími 18130, er
opið á miðvikudögum kl.
17.30 til 19. Úrvai innlendra
og erlendra bóka, sem
fjalla um visindalegar sann
anir fyrir lífinu eftir „dauð
ann.“ Æskumenn og konur
kynnið ykkur sálarrannsókn
ir nútimans með þvi að ger
ast félagar í S.R.F.l. Allt
áhugafólk velkomið. Sendið
nafn og heimilisfaii/g: Póst-
hólf 433.