Morgunblaðið - 25.11.1970, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MTÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1970
25
þennan dag fyrir henni.
Kannski yrði þetta ekki svo sér
lega slæmt kvöld. Hún gat falið
leyndarmálið sitt eins og ein-
hvern dýrgrip, i fylgsnum
hjarta síns, og hugsað sér, að
hann væri þama hvergi nálæg-
ur. Og þegar Paul væri farinn,
gæti hún tekið djásnið fram aft
ur, látið það glitra, haldið á því
i huganum...
Hún sagði: — Ég gefst upp.
Gefðu mér nokkrar minútur til
að fara í bað og hafa fata-
skipti.
— Eins margar og þú vilt, ef
steikin ekki skemmist, sagði
hann — og þetta verður langt
kvöld hjá þér, stúlka mín. Fram
yfir miðnætti. Ætti hún að biðja
Ekjum enn fáein eintök af
Málverkabók
Kjarvals
töl'usett og árituð.
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Austurstr. 18, sírrvi 13135.
F*
5rl
í
®vgö|L
SMJÖRHRINGIR
250 g hveltl
250 o emjðr
1% dl rjóml
eggjahvlta
eteyttur molasykur.
HafW allt kalt, eem fer I delgið.
VlnniQ verklS 6 köldum etaS. Myljlð
emJðrlS saman vlS hveltlS, vætið með
rjómanum og hnoðiS delglð varlega.
Látið delgið bfða á kötdum stað I
nokkrar klukkustundir eða til næsta
dags.
Fletjið delglð öt % cm þykkt, mótið
hrlngl ca. 0 cm I þvermál með litlu
gati ( miðju. Penslið hringlna með
eggjahvltu og dýfið þelm I steyttan
molasykur. Bakið kökurnar gulbrún-
ar vlS 225* C I 6—0 mínútur.
SMJÖRIÐ
GERIR
GÆÐAMUNINN
hann að fara? — Vel á minnzt:
Hvað er að frétta af fólkinu
þínu?
— Það er allt i lagi með það.
Hún hvarf inn i svefnherberg
ið, reif af sér fötin og skildi
þau eftir í hrúgu á gólfinu. En
af meðfæddri reglusemi neydd-
ist hún til að taka þau upp aft-
ur. Hún stóð undir steypubað-
inu og óskaði þess, að hún gæti
sungið. Svo þerraði hún sig og
lagaði á sér hárið. Loks fór
hún í kjólinn, sem mamma henn
ar hafði gefið henni á síðustu
jólum. Hann var blár og fór sér
lega vel. Ósjálfrátt dró hún upp
hárið á sér og setti það eins og
á stúlkunni, sem var í samkvæm
inu hjá Hönnu.
Amelia hafði vandað sig á
matnum, enda var hann góður.
Og svo kom kaffi á eftir.
Paul setti frá sér kaffiboll-
ann. Það glamraði i leirtauinu
hjá Ameliu frammi I eldhúsinu.
Eldur brann á ami og ljósin
voru dauf og rauðleit. Hann
sagði:
— Má ég segja þér, að ég
elska þig?
— Það er þýðingarlaust, Paul.
— Já, vitanlega. Enn þýðir
ekki að tala um það. En seinna
verður það. Mundu það. Ég
elska þig og vil eiga þig. Sjáðu
nú tii elskan, ég vil kaup-
slaga við þig. Lofðu mér að
heimsækja þig eins og núna.
Lofðu mér að bjóða þér út og
sjá öfundina skina úr augum
annarra karlmanna. Og ég lofa
þér, að ég skal aldrei nefna
þetta aftur, fyrr en þú biður
mig um það. . . og ef þú biður
mig aldrei, þá. . .
— Það verður bara aldrei,
sagði hún með nokkrum þjósti.
— Vertu ekki alltof viss um
það. Þú ert með blikandi stjörn
ur í augunum...
— Æ, hættu þessi leikrita-
slúðri, Paul. Er það ekki ein-
mitt það, sem að þér gengur. Ég
er eins og einhver snagi, sem
þú getur hengt tilfinningarnar
þínar á, eða ný kvenhetja í
næsta leikritinu þínu. Trúðu
þvi.
— Ég skal látast trúa því, ef
þú vilt. Og ég er byrjaður á
nýja leikritinu, sagði hann
snöggt. Og það fellur engum
vel í geð. En það er að minnsta
kosti heiðarlegt.
— En hitt? Brenndirðu það
virkilega?
— Já, það gerði ég.
— Og áttu ekkert eintak af
því? Ég hélt að þetta væribara
látalæti. Þú hefðir getað fengið
það leikið.
— Já, það hugsa ég og senni-
lega hefði það gengið vel. Það
kom hörkusvipur á magurt and
litið. Hann sýndist eldri og eins
og ókunnugur maður, og ekki
lengur kærulaus. — Skilurðu
það ekki, að ég verð að vera
¥
Þurrkað TEAK
Þurrkuð EIK
Þurrkað OREGON PINE
Vandvirkir smiðir nota eingöngu
bezta efni.
TIMBURVERZLUNIN V0LUNDUR HF
KLAPPARSTÍG 1 - SKEIFAN 19
• •
TIL SOLU
ný innfl. og notaðir bílar. Vörubílar!
Mercedes Benz 250 S. auto- Mercedes Benz 1413,
matic. árg. '65, góður bíll.
Mercedes Benz 220 D. '68. Volvo N-88 '66.
Förd 17 m. árg. '68—'69. Trader árg. 63.
Ford 20 m. XL '68—'69. Bedford '63, pall- og
Volkswagen 1600 TL '68. stur-tulaus.
Opel Cadett Royle '67.
Opel Cadett fatb. '66. Opel Caravan '68—'69. Upplýsingar að Kleppsveg 152
ekinn 25’ þús (Sýningarsal) að kvöldi
Peugeot '67 einkabíll Ford LTD. árg. '65. í sima 52157.
Hrúturúm, 21. marz — 19. apríl.
Þú finnur svar við ýmsum vandamálum þínum heima fyrir. Er
það hugmynd, sem þú hefur aldrei komið í verk, svo að nokkru nemi.
Nautið, 20. april — 20. mai.
Ef þú mátt velja milli þess að vinna verkið sjálfur og að segja
öðrum fyrir um útfærslu þessu, skaltu velja síðari kostinn.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú getur slórað eins og þú vilt, eða starfað og afkastað einliverj-
um ósköpum. Þú átt völina.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Fyrir utan viðkvæm fjölskyldumálefni, gengur þér allt i haginn.
Taktu þér smáhvíldir við og við.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þér gengur bezt einslega í dag. Reyndu að fá ráðleggingar sér-
fróðra manna.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Reyndu að bæta aðstöðu þína, og ræða við fólk í áhrifastöðum.
Vogin, 23. september — 22. október.
Reyndu að vera ekki alltof hörundsár, og finna sjálfur lausn á
vandamálum þínum.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Það kemur í ljós að þú ert á góðri leið með að bæta ráð þitt til
muna.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Vinir þínir sjá alls ekki útleið þína. Reyndu að halda vel áfram,
einkum þar sem þú færð notið aðstoðar mikilvægra manna.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Málefni, sem þú vinnur að með öðrum, er full ástæða til að
ræða um til hlítar, og kannski að láta eitthvað á milli. Góður dagur.
Vinir þínir opna þér nýjar leiðir.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Starf og fjölskyldumálefni eru í miklum framgangi. Reyndu að
vera þolinmóður við fólk, sem vill skjótan frama.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Það gengur margt í haginn í dag, ekki sízt hagsmunamál þeirra,
sem i þinni umsjá eru.
heiðarlegur? Um eitt skeið var
ég það ekki. Og ég kunni ekki
við það og heldur ekki við sjálf
an mig. Sízt af öllu sjálfan mig.
Ég á nógar eigur til að lifa á.
Nóg handa okkur báðum með
sparsemi, ef til þess kæmi. Af-
sakaðu, en ég vil ekki móðga
þig aftur. Og ég vil heldur ekki
gera lítið úr mér fyrir nokkra
dali. Ekki oftar, Kate.
Hún leit á hann og nú með
meiri virðingu: — Ég vissi ekki,
að þú værir svona skapi far-
inn.
— Það er ég nú samt, sagði
hann og nú í léttari tón, — og
við því er ekkert að gera. . En
hvernig líður blessuninni hon-
um húsbónda þinum? spurði
hann allt í einu.
— Ágætlega.
— Það var slæmt, sagði Paul.
— Er þér alvara?
Paul sagði rólega: — Yrðirðu
mjög hneyksluð ef ég segði, að
með því að styðja á einnhnapp
gæti ég komið þvi til leiðar, að
einungis styðja á hann, heldur
standa á honum.
— Þetta er ósanngjarnt, þar
sem þú þekkir hann ekkert.
— Ég lofaði nú víst að tala
ekki um það, en jafnvel þó að
þú værir hvergi nærri, þá væri
ég sama sinnis.
Hanna kom nú inn. Hún
hleypti brúnum. Hún hafði ver-
ið úti að borða með nýjasta að-
dáanda sinum. Og hann hafði
O^a-off 4/n/óiéa/a/i V
BISQN
SPÓNAPLÖTUR
nýkomnar. Þykktir: 8—10—12—16—19—22 mm.
Vandvirkir smiðir nota eingöngu
BISON SPÓNAPLÖTUR
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF
KLAPPARSTÍG I - SKEIFAN 19
verið leiðinlegur. Hún hafði þvi
fengið sér aspíríntöflu úr silf-
uröskju, lofað honum að kyssa
sig einu sinni i bílnum. Og þar
með búið. Nú æpti hún, er hún
kom inn: — Ja héma! Þið tvö!
— Vel heilsað! sagði Paul. Þú
kemur alveg mátulega til að
bjarga vitinu í henni Kate. Hún
er að drepast úr leiðindum yfir
mér.
Hanna kom fljótlega út úr
svefnherbergi sínu. — Það er
ekki framorðið enn. Ætti ég að
hringja í einhvern fjórða mann
i spil?
— Nei, sagði Paul. — Sittu
grafkyrr þar sem þú ert kom-
in. Það er ekki svo oft, sem
maður er umkringdur fegurð og
fyndni eftir dásamlega máltíð.
— Og hvar fékkstu hana?
— Hérna, sagði Paul. — Hún
Kate bauð mér.
— Það gerði ég aldrei, sagði
Kathleen.
— Jæja, þá var það hún Ame-
lia.
— Hver á að borga brúsann?
sagði Hanna og gaut augunum
til Kathleen. Hún hló um leið,
en það gerðu augun í henni
ekki.
Kathleen hitaði í andlitið og
Paul sagði letilega: —- Ég gerði
það, engillinn minn, reyndu að
vera kát. Ég fór út með körfu
á handleggnum, eins og fyrir-
mjmdar húsmóðir, og kom svo
með allan matinn.
Siminn hringdi og Kathleen,
sem var næst honum, svaraði.
Röddin var róleg og kærulaus.
— Já, sagði hún, en þá kom
snögglega einhver hlýja í rödd-
ina. Hanna glotti og Paul lyfti
augnabrún með reiðisvip. En
ekkert sagði hann, heldur var
andlitið eins og stirðnað. En
hann kveikti sér í vindlingi við
stubbinn af þeim næsta á und-
an.
— Já. Auðvitað, Pat, hvar
ætti ég að vera annars staðar?
Pat sagði: — Ég kom í skrif-
stofuna, en nokkuð seint og þá
varst þú farin.
— Mér datt ekki í hug, að þú
kæmir aftur. Og það lágu eng-
in skilaboð.
— Ég veit. Hún mamma sagði
mér það. Hún er afskaplega
hrifin af þér, Kathleen.
— Ekki meira en ég af henni.
— Þú ætlar þá að koma á jól-
unum?