Morgunblaðið - 25.11.1970, Síða 26

Morgunblaðið - 25.11.1970, Síða 26
26 MORGUNKLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 25. NÓVEMBER 1970 ísl. unglingalandsliðið: Tapaði 4-1 fyrir Skotum 0:0 í hálfleik ÍSL.ENZKA unglingaliðið í knatt spyrnu tapaði í gaerkvöldi fyrir skozka unglingaliðinu í Glasgow með 4 mörkum gegn einu. Leik- urinn var ágætlega leikinn af báðum aðilum, og mjög jafn framan af. I hálfleik var stað- an 0:0. 1 síðari hálfleik tókst Skotum að finna veikleika í íslenzku vöm inni. Þrivegis léku þeir upp hægri vallarvæng íslenzka liðs- ins, og sendu snögga sendingu fyrir markið, sem sóknarleik- maður var fyrir og skallaði í markið. Voru mörkin þrjú öll svo að segja eins, og komu með litiu millibili. íslenzka markið kom eftir ann að mark Skotanna. Ingi Björn A1 bertsson sótti að skozka mark- inu, og tókst að gefa á Örn, sem stóð fyrir opnu marki. Honum var brugðið illa áður en honum tókst að spyrna á markið, og var vítaspyrna dæmd. Hana tók Ingi Björn Albertsson, og skoraði örugglega. Fjórða mark Skota kom skömmu fyrir leikslok. Gefin vair góð sending inn fyrir is- lenzku vörnina, og skozka mið- framherjanum tókst að ná knett inum og skoraði óverjandi fyrir Árna markvörð. íslenzka liðið barðist vel ali- an tímann, þrátt fyrir mótlætið í síðari hálfleik, og áttu allir leikmennirnir góðan leik. 1 skozka liðinu eru einungis leik- menn, sem leika með þarlend- um atvinnumannaliðum, þó að ungir séu að árum, þannig að þessi frammistaða islenzku pilt- anna verður að teljast góð. Islenzku piltarnir lofa mjög allar móttökur i Skotlandi, og biðja fyrir kveðjur heim. Næst leika þeir á fimmtudag og mæta þá Wales. Þessi mynd var tekinn í leik ÍR og Fram í Reykjavíkurmótinu. Þórarinn Tyrfingsson reynir 95 þarna skot að marki Framara, «n Gylfi og Sigurður Einarsson eru til vamar. Erfðaféndurnir“ mætast í fyrsta leiknum íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld ÍSLANDSMÓTEÐ í handknatt- leik — fjölmennasta íþróttamót sem haldið hefur verið hérlend- is hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. Verður þá einn leikur i II. deild og tveir leikir í I. deild. Á sunnudaginn fara svo fram aftur einn leikur í H. deild og tveir leikir í I. deild. í kvöld hefst keppnin kl. 19.45 Margir „erfiðir6í leikir á seðlinum ÞAR sem sunnudagsblöðin ensku hafa ekki enn borizt til landsins, verður getraunataflan að bíða til morguns og biðjum við lesendur þáttarins velvirðing ar á því, einkum þá, sem fjærst búa og fá ekki blaðið á útgáfu- degi. Við verðum því, að láta spámann Mbl. einan um hituna í dag, en á morgun munum við birta getraunatöfluna í sama formi sem fyrr. Arsenal — Liverpool 1 Leikir þessara liða hafa jafnan verið tvísýnir og jafnir. Liver- pool getur varla alið miklar sig- urvonir og munu örugglega prísa sig sæla, ef þeim tekst að ná jafntefli Ef Arsenal heldur sama striki í þessum leik sem öðrum undanfamar vikur, eiga þeir vísan sigur. Blackpool — Ipswich X Blackpool virðist ekki lagið að nýta heimavöll sinn til sigurs, en skipta gjarnan stigunum með gestum sínum. Ipswich hefur ekki enn unnið leik að heiman, þrátt fyrir greinilegar framfarir undanfarið, svo að jafntefli mun koma sér vel fyrir þá. Crystal Palace — Wolves 1 Úrslit þessa leiks virðast tor- ráðin. Bæði liðin hafa náð svip- uðum árangri til þessa. Crystal Palace verður þó að teljasf sig- urvænlegra á heimavelli, er.da munu Úlfarnir heldur óhressir eftir tapið gegn Leeds á dögun- um. Everton — Tottenham 1 Bæði þessi lið töpuðu leikjum sínum sl. laugardag, Everton tap aði fyrir erkióvini sínum, Liver- pool, og Tottenham missti 2. sæt- ið í 1. deild til hins forna fjanda, Arsenal, þegar Newcastle vann þá óvænt á White Hart Lane. Bæði liðin munu þvi gera sitt ýtrasta til að rétta úr kryppunni og ég reikna mieð því að það reynist erfiðara fyriir Tottenham enda hafa leikir þessara liða aldrer endað með jafntefli á Goodison Park sL sex ár. Leeds — Man. City 1 Leeds virðist næsta óviðráðan- legt um þessar mundir og þó að Man. City sé til alls líklegt er varla ráðlegt að reikna með öðr- um úrslitum en heimasigri. í fyrra tókst þó Man. City að vinna Leeds á Elland Road, og Leeds mun því örugglega í hefndarhug. Man. Utd. — Huddersfield 1 Man. Utd. hefur. greinilega skánað á undanfömum vikum og er nú komið í undanúrslit deilda keppninnar. Þó að liðið hafi ekki reynzt traustvekjandi, tel ég heimasigur vísan, enda hefur Huddersfield átt erfitt uppdrátt- ar á útivelli. Newcastle — Burnley I Alla jafnan hefur Newcastle verið dæmigert heimalið, þó að raunin hafi orðið önnur í ár. Lið- ið hefur tapað óvænt á heima- velli, en unnið jafn óvænt á úti- velli. f mínum augum er New- castle þó sama heimaliðið sem fyrr og tel ég þá eiga ví»an sig- ur gegn Burnley, sem ekki hefur enn tekizt að vinna á útivell. Að vísu sigraði Bumley í þessum leik í fyrra, en ég tel næsta ólík- legt að svo verði aftur nú. Nott. Forest — Derby 2 Nott. Forest virðist hafa misst alla kjölfestu úr liði sínu og trú á sjálfu sér, enda hafa þeir beðið hvern ósigurinn eftir annan an undanförnu eftir ágæta byrj- un í haust. Derby hefur hins vegar sótt í sig veðrið á sama tíma eftir slaka byrjun. í fyrra sigraði Derby í þessum leik og ég geri ráð fyrir sömu úrslitum í ár. Stoke — Southampton 1 Stoke er annað dæmigert heimalið, sem krækir í flest stig sín á heimavelli, en lætur sér nægja jafntefli annað veifið á útivelli. Southampton er mjög með sama marki brenntog Stoke og þess vegna reikna ég með því, að Stoke vinni þennan leik átaka lítið, enda hefur sú orðið raunin á öll undanfarin ár. W.B.A. — Chelsea 2 Leikir þessara liða hafa jafn- an endað með jafntefli og fimm sinnum á sl. sex árum hefur Chelsea haft með sér bæði stig- in heim. W.B.A. hefur þó aðeins einu sinni tapað heimaleik í ár, en Chelsea hefur á hinn bóginn unnið þrjá síðustu útileiki sína. Það hvíla einhver álög á W.B.A., þegar þeir mæta Chelsea á heima velli, og því spái ég Chelsea sigri. West Ham — Coventry X West Ham hefur lengi verið þekkt fyrir skemmtilega knatt- spyrnu, en staða þeirra í 1. deild hefur oft gefið annað til kynna. Af átján leikjum þeirra í ár hafa níu orðið jafntefli og hafa þeir verið jafn fundvísir á þau á heimavelli, sem að heiman. Coventry er varla líklegt til sig- urs í þessum leik, en ég held, að jafntefli muni falla þeim vel í geð. Cardiff — Luton 1 Leikur 2. deildar að þessu sinni er á roilli Cardiff og Luton, sem skipa 3. og 2. sætið í deild- inni og skilur liðin aðeins eitt stig. Ég spái Cardiff sigri með nokkrum vafa, því að ekki hef- ur enn kornið í ljós, hve mikið Cardiff hefur misst, er þeir seldu John Toshack til Liverpool á dög unum. Staðan í 1. deild: 19 8 1 0 Leeds 5 4 1 35-14 31 18 7 2 0 Arsenal 4 3 2 35-15 27 18 6 12 TOttenh. 4 4 1 30-12 25 18 4 4 1 Chelsea 3 3 3 25-21 23 17 5 4 0 Manch. C. 3 2 3 23-14 22 17 630 Liverpool 143 20-9 21 18 5 1 3 Wolves 4 2 3 36-36 21 18 52 2 C. Palace 2 43 20-16 20 18 6 2 1 Southp.t. 1 3 5 27-17 19 18 5 13 Coventry 2 3 4 17-18 18 2 5 1 Newcast. 4 13 19-22 18 54 0 Stoke 03 7 26-29 18 4 3 1 Everton 2 2 6 25-29 18 3 4 2 Man, Utd. 2 2 5 19-24 18 4 4 2 Huddersf. 1 2 5 18-24 16 18 4 2 4 Derby 13 4 21-25 15 18 53 1 W. Brom. 02 7 27-36 18 523 Ipswich 026 17-19 2 5 2 West Ham 0 4 5 22-30 13 3 23 Nott. For. 04 6 15-24 12 1 3 4 Blackpool 118 15-35 8 225 Burnley 02 6 12-33 8 18 18 17 17 16 15 14 18 18 18 18 2. deild (efstu liðin) 18 7 11 Leiœster 18 7 2 1 Luton 18 4 4 1 Cardiff 18 52 2 Hull 18 3 50 Sheff. U. 18 7 2 1 Carlisle 18 5 3 1 Norwich 18 3 3 3 Oxford 441 31-14 27 332 34-14 25 52 2 30-17 24 5 2 2 24-17 24 442 31-21 23 0 6 2 25-21 22 2 43 20-16 21 52 2 24-22 21 Úrslit í sl. viku: Leeds — Stoke 4—1 Bumley — Notth. For. 2—1 Chelsea — Stoke 2—1 Coventry — Crystal P. 2—1 Derby — Blackpool 2—0 Huddersf. — West B. 2—1 Ipswich — Ansenal 0—1 Liverpool — Everton 3—2 Man. C. — West Ham 2—0 Southampt. — Man. U. 1—0 Tottenh. — Newcastle 1—2 Wolves — Leeds 2—3 með leik Breiðabliks og Þróttar í II. deild og eftir öllum sólar- merkjum að dæma, ættu þeir siðamefndu að vinna þar sigur, nema Breiðabliksliðið komi á óvænt. Fyrsti leikurinn í fyrstu deild verður svo milli Fram og Vals sem segja má að séu érfðafénd- ur í handknattleiknum. Sá leik- ur verður án vafa spennandi og jafn. Þama eigast við tvennir íslandsmeistarar — utanhúss og innan. I úrslitaleik liðanna í Rvikurmótinu fyrir skömmu vann Fram nauman sigur, ensvo jafn var Ieikurinn að hvort lið- ið sem var gat unnið. Munu Valsmenn örugglega hyggja á hefndir fyrir þann ósigur, en Framarar berjast jafnan vel og telja það ömgglega mikilvægt að vinna sigur í sínum fyrsta leik í mótinu. Strax að loknum leik Fram og Vals mætast Haukar og ÍR-ingar og ætti, ekki síður, að verða jafn og skemmtilegur leikur. ÍR-liðið hefur verið í stöðugri framför að imdanfömu, en Hauk ar hafa hins vegar oft átt slaka leiki í byrjun móts. Á sunnudaginn leika svo KR og Ármann í II. deild og FH og Víkingur, og Valur og Haukar í fyrstu deild. U.S.A. sigraði í FYRRAKVÖLD var efnt ttl hraðkeppnismóts í handknatt- Ieik í íþróttahúsinu á Sel- tjamarnesi með þátttöku bandariska landsliðsins. Auk þess tóku þátt í mótinu þrjú félagslið: Haukar, Víkingur og Grótta. í fyrstu umferð léku saman Iandslið USA og Grótta og sigraði fyrmefnda liðið með 9 mörkum gegn 6 eftir jafnan leik. Haukar sigruðu Víking með 11 mörkum gegn 9. 1 úrslitaleik um þriðja sæt- ið sigruðu Víkingar Gróttu með yfirburðum, 18:7, og í úrslitaleiknum sigmðu svo Bandaríkjamennimir Hauka með 12 mörkum gegn 8. ^4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.