Morgunblaðið - 02.12.1970, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESBMBER 1970
— Ræða Helga
víkja. Á hverri liðinni öld finn-
van við menn, sem afla sér
brauðs með úrefltum verkfærum,
lifa við gamaldags þjóðskipu-
lag og rækja óskiljantegar sið-
veinjur. Við verðum að hafa gát
á okkur, næstum þvi setja okk-
ur í steUingar, til að skilja að
forfeður okkar fyrir tveimur
öldum — eða tuttugu — voru á
allan hátt jafningjar okkar;
fram yfir þá njótum við aðeins
— og gjöldum — þeirrar þróun-
ar samfélagsins, sem á milii fór.
Og eftirkomendur okkar munu
lita á okkur sömu augum; þeir
verða að gæta sín að þeim finn-
ist við ekki furðugrunnskyggn
og lítt upplýst.
Til gamans getum við litið á
glefsur úr bókarkafla eftir Jón
Espólín, saminn snemma á sið-
ustu öld, þar sem segir frá ald-
arhætti á Islandi á 17. öld. Þar
segir meðal annars: „Uppeldi
var mjög misjafnt, strangt hjá
hinum heldri mönniim, og var
það í tizku með þeim að kenna
konum hannyrðir; var miklu
meira ríkilæti þeirra en siðar og
þeir aiiðugir margir og meiri
grein á þeim og alþýðu og meiri
virðing á þeim, og þó eigi hefði
aðra yfirburði en fjármagn eða
ættemi, er þá var virt meira en
seinna varð . . . Lærðir menn
voru mikiu fleiri en fyrri, og
svo mjög í tungumálum hinum
fomu, að ei hefir betur orðið en
jafnazt við þá síðan, en í öðru
mörgu vora þeir litt að sér flest-
ir og helzt í náttúruvísi og
þankafrelsi öllu og brá mörgum
til hindurvitna, og nálega var
allt fólk undirlagið hjátrú og
teiknatrú, og eigi höfðu menn
þau greindarvisindi, er vel
máttu skilja satt frá ósönnu."
Síðar segir Espólin! „Og vist
var almenningur eimari fyrir
það er hann var einfaldari."
Er ekki margt af dómum
Espólíns einkennilega líkt
þeirri gagnrýni, sem margir ung-
ir menn beina nú að samtíð
sinni? Og er ekki hægt að hugsa
sér, að svipuðum augum verði
litið á okkar tíma eftir öld eða
tvær, svipuðum og Espólin leit
á hina 17. öld? Myndi mönnum
e.t.v. þykja uppeldi barna okk-
ar „furðu misjafnt"; mikið ríki-
læti heldri manna og skörp
greind þeirra og alþýðu, „þó
eigi hefði aðra yfirburði en fjár
magn eða ættemi." Víst
yrði viðurkennt, að lærðir menn
hefðu verið miklu fleiri á hinríi
20. öld en fyrr, en mætti ekki
vera, að fræði þeirra ýmis
þættu snauð af þankafrelsi öllu
og jaðra jafnvel við hindur-
vitni? Jafnvel kynni eftirkom-
endum okkar að þykja almenn-
ingur hafa verið furðueinfaldur
að eira þvi öllu, sem þá verður
úreR talið, gamaldags og óskilj-
anlegt.
Þannig er samfélag manna í
stöðugri þróun, breytist án af-
láts. Og svo hefur ávallt verið.
En hinar síðustu aldir hefur
þróun efnisvísinda, verkmenn-
ingar og atvinnuhátta orðið æ
örari, svo að þar verða stakka-
skipti á fáum áratugum, og
bendir fátt tiil annars en að þess
ar breytingar haldi áfram að
verða með sívaxandi hraða. Það
er því vaxandi hætta á, að hug-
myndir manna og skoðanir, siðir
og venjur, fylgist ekki með hinni
öru þróun á öðrum sviðum, verði
viðskila við hinn ytri heim, sem
maðurinn hrærist í. Ég held, að
stöðinun hugarfarsins hafi aldrei
verið jafn háskaleg og nú.
FÖGNUM GAGNRÝNI A
RÍK.IANDI SKIPAN
Því skyldum við fagna þvi,
þegar rikjandi skipan er gagn-
rýnd og af einlægni leitað nýrra
leiða, nýrra viðhorfa. Sumt af
gagnrýni ungra manna kann
okkur að virðast ósanngjarnt og
é haldlitlum rökum reist. En
jafnvel þó svo sé, stuðlar hún
að því, að okkur skiljist,
Iwersu allur okkar hugarheimur
orkar tvimæiis, eða a.m.k. sá
búningur, sem við gefum hug-
myndum okkar í samræmi við sí
breytilegar aðstæður. Og þá
býr hún okkur undir að mæta
breytingum, mæta þróun, sem
knýr okkur til að gefa nýjan
búning hugmyndum okkar um
gott og fagurt, rétt og rangt,
frelsi og lýðræði. Allt, sem knýr
okkur til umhugsunar um
grundvallaratriði mannlegs sam
félags, er okkur hollt. Vana-
stirðnuð blinda í þeim efnum er
dauðinn sjálfur.
Þetta segi ég um gagnrýni,
sem er einlæg og tekur til
grundvallaratriða samfélagsins,
jafnvel þó við göngum út frá
þvi, að hún eigi ekki við gild
rök að styðjast. En auðvitað get
um við sjaldnast fullyrt slíkt.
Ekkert er fullkomið. Ef okkur
virtist þjóðfélag okkar að ein-
hverju leyti óaðfinnanlegt og
sjálfsagt, þá táknar það aðeins
skort ímyndunarafls. Mig lang-
ar að vitna í eitt af bréfum
Páls postula, þar sem hann seg-
ir: „Slökkvið ekki andann. Fyr-
irlitið ekki spádóma. Prófið allt;
haldið því, sem gott er.“ Ef við
teljum allt sjálfsagt, sem við
höfum vanizt, allt gott, sem okk
ur hefur verið talin trú um, allt
endanlegt, sem við getum ekk-
ert hugsað okkur réttara, þá er
um við að slökkva andann. Ef
við vísum á bug Sem óraun-
hæfri allri gagnrýni, sem við sjá
um ekki umsvifalaust fyrir end-
ann á, þá erum við að fyrirlíta
spádóma.
„Prófið allt,“ segir Páll, „hald-
ið þvi, sem gott er.“ En er nú
bara óhætt að prófa alla hluti?
Eru ekki margar hugmyndir svo
umbyltandi, margar kröfur svo
róttækar, að tilraun með þær
stefni allt of miklu í voða?
Enn langar mig að fara útúr-
krók. Sálfræðingar, sem rann-
sakað hafa greind dýra og bor
ið saman við hugsunarþroska
barna, hafa bent á, hvar skilji
andlegar þroskabrautir manns-
ins og þeirra dýra, er honum
ganga næst. Það er, þegar mað-
urinn fer að gera tilraunir í
huganum. Api eða kornbam get
ur margreynt að teygja sig í
hlut, sem er langt utan seiling-
ar. Stálpaðra barn myndi reyna
það í huganum, sjá, að það
dygði ekki, og leita þá annarra
ráða.
SAMFÉUAGIÐ ÞRÓAST
Nú er það svo um ýmis mál
félagslegs eðlis, að þau eru
flóknari en svo, að hver maður
geti með vissu prófað innra með
sér alla möguleika. Þá eigum við
aðra aðferð hliðstæða. Við ræð-
um málin, komum þeim á fram-
færi. 1 almennum umræðum mót
ast viðhorf manna, upplýsingar
koma fram, og hugmyndir eru
bornar við breytileg sjónarmið
og margvíslega hagsmuni. 1
þessum skilningi eigum við að
prófa allt og halda þvi, sem
gott er; ekki óttast hugmyndir
vegna þess, að við þfekkjum þær
ekki, fordæma hugsanir, vegna
þess, að við höfum ekki hugsað
þær sjálf. Hinir gagnrýnu stúd
entar og þeirra líkar gegna
veigamiklu hlutverki með þvi
að gera fjölbreyttari og djúp-
itækari þessa tilraunastarfsemi
mannlegs samfélags.
Sumar af kröfum stúdenta
virðast okkur kannski óraun-
sæjar og lítt framkvæmanlegar,
eða að minnsta kosti þannig
varnar, að með framkvæmd
þeirra myndi meira tapast en
vinnast. Ýmislegt kann okkur
að þykja í ósamræmi við þá
skipun, sem við teljum rétta,
bæði af vana og af öðrum gild-
ari ástæðum. Sumt finnst okkur
kannski hugsjónagjálfur, nógu
fallegt svo sem, en fjarri veru-
leika hins daglega lífs. En minn
umst þess, að samfélagið þróast.
Hugmynd, sem er óframkvæman
leg í dag, getur orðið auðveld í
framkvæmd á morgun, eða
a.m.k. orðið í breyttri mynd
hvati framfara, sem engan órar
fyrir nú. Ég minnist bókarkafla
eftir enskan heimspeking, þar
sem hann ræðir um þróun og
áhrif mannúðarhugmynda. Þar
segir hann frá þvi, hvemig upp
komu meðal hinna forngrísku
spekinga hugmyndir um jafn-
rétti allra manna, hugmyndir,
sem þrifust í þrælasamfélögum
fornaldar og höfðu raunar
áhrif á meðferð og réttarstöðu
ánauðugra manna, en krafa um
afnám þræladialds kom ekki
fram af neinum þunga, enda tel
ur þessi höfundur, að það hafi
verið of mikið undirstöðuatriði
þjóðfélaganna til þess að þau
gætu sleppt þvi. Enn hann fær-
ir að því rök, að þessar hug-
myndir hafi, eftir aldalanga þró
un, haft áhrif á afnám þræla-
halds, þegar sá tími kom. Skoð-
un hans er, að almennar hug-
myndir, sem taki i fyrstu lítt til
raunverulegra tilvika, hafi áhrif
á þróunina, sem leiði til þess, að
þær fái aukið gildi í beinni fram
kvæmd. Hann bendir á siðgæð-
iskröfur trúarbragða, sem oft sé
lítt gerlegt að standa við bók-
staflega, en hafi þó ómæld
áhrif.
FJÖLBREYTT SJÓNARMIÐ
VARÐA MIKLU
Sumir geta kannski fallizt á,
að stúdentar eigi að láta sig
varða starf háskólanna og á þvi
sviði eigi að taka tillit til þeirra,
enda byggi þeir þar á reynslu
og eigi beinna hagsmuna að
gæta. En afskipti af öðrum mál
um eigi þeir sem mest að geyma,
þar til þeir ganga fram sem full
orðnir menn, grónir borgarar og
embættismenn. Að minnsta kosti
sé það hreinasta frekja og fram
hleypni af þeim að ætla að
hafa frumkvæði í öðrum málum
en þeim, sem beint varða háskól
ana. Þessi skoðun held ég sé
röng. Þegar samfélagið er að
prófa í huganum markmið og
leiðir í þeim málum, er alla
varða, er fyrir miklu að fram
komi sem fjölbreyttust sjónar-
mið. Og ég held, að stúdentar
hafi að mörgu leyti góða að-
stöðu til að koma auga á mark
verð sjónarmið, jafnvel í málum,
sem þeir hafa ekki sérstök
kynni af. Þeir eru á þeim aldri,
er hugur manns er ekki jafn-
fastmótaður vana og síðar vill
verða, og þeir eru ekki komnir
á skýrt afmarkaðan þjóðfélags-
bás, sem skammtar þeim útsýn.
Þeir eru að jafnaði vel gefnir
og hafa hver um sig nokkra
innsýn í fræðileg efni og ýmis
menningarleg viðfangsefni, inn-
sýn, sem getur orðið að nokk-
uð víðri yfirsýn, þegar margir
leggja saman. Og þeir mynda i
háskólunum samfélag, þar sem
samskipti og skoðanaskipti ættu
að geta verið greið og frjóvg-
andi.
Með þessu er ég auðvitað
ekki að segja, að skoðanir stúd
enta hljóti ávallt að verða mark
verðari og betur grundaðar en
hugmyndir annarra. Enda er það
fjarri mér að ætla nokkrum
manni að viðurkenna stúdenta
sem æðsta vald í almennum mál
um. Aðrir hafa meiri lífs-
reynslu, meiri sérfræðiþekkingu
meiri kynni af einstökum þátt-
um þjóðlífsins. En þó álit stúd-
enta sé ekki endilega betra en
aðrar skoðanir, þá virðist það
einmitt ekki ósennilegt, að í
framlagi þeirra geti sitt hvað
falizt, sem kemur ekki fram ann
ars staðar og er þá gott með
öðru góðu. Og auðvitað er það
skylda, sem lýðræðið leggur á
herðar stúdentum eins og öll-
um öðrum að sinna á virkan
hátt málum samfélagsins. Og ég
held, að við íslenzkir stúdentar
ættum að leggja við það meiri
rækt en hingað til að taka til
alvarlegrar meðferðar í okkar
hóp þau mál, sem mestu varða
hag og framtíð þjóðarinnar. Þar
mættum við sannarlega nokkuð
læra af erlendum starfsbræðr-
um okkar og reyndar löndum
okkar, sem eru við nám erlend-
is.
LÍFSÞRÓTTUR MENNINGAR
Það er þá niðurstaða min, að
þær hræringar meðal ungra
manna, gagnrýni og leit að nýj-
um viðhorfum, sem stúdenta-
óeirðir eru i tengslum við, að
þessar hræringar séu ekki
plága eða jafnvel ógnun við
menninguna, þó með þeim og af
þeim fljóti ýmislegt, sem óþæg-
indum veldur og áhyggjum.
Þvert á móti séu þær votturum
lífsþrótt menningarinnar, fyrir-
heit um bjartari framtið.
En ég mun hafa getið þess áð
an, að ég væri ekki að mæla
með stúdentaóeirðum, og ég
vænti þess, að um það séum við
flest á einu máli. Að vísu er
spurningin um baráttuaðferðir
erfið úrlausnar. Okkur kann að
finnast það nærtækt sjónarmið
að fordæma afdráttarlaust
allt ofbeldi og allt, sem brýt-
ur í bága við lög. En ef við
hugleiðum aðstæður i vissum
hlutum heims eða á liðinni tíð,
þá verða fyrir okkur lög, sem
okkur finnst svo hörð og órétt-
lát, að ekki verði við þau un-
að; og þá verður fyrir okkur
stjórnarfar svo grimmt og
ómannúðlegt, að okkur finnst
engum láandi að láta hart mæta
hörðu. Kristin trú var löglega
bönnuð af réttum yfirvöldum
Rómarríkis. Átti að hlýða þeim
lögum? Einveldi Frakkakon-
unga var afnumið með ofbeldi I
stjórnarbyltingunni miklu. For-
dæmum við það nú? 1 okkar
minni, jafnvel hinnar yngri kyn
slóðar, hafa nýlenduþjóðir knú-
ið fram með ofbeldisaðgerðum
og óhlýðni við lög stjórnarbæt-
ur eða fullt frelsi. Njóta þær
ekki samúðar okkar? Ég held
við hljótum að fallast á, að að
stæður geta réttlætt frávik frá
lögum og jafnvel friðixif.
ALMENN LÖGHLÝÐNI
TIL HAGSBÓTA
Á hinn bóginn get ég ekki
betur séð, en almenn löghlýðni
hljóti jafnaðarlega að vera flest
um mönnum til öryggis og hags
bóta. Að veita sjálfum sér und
anþágu frá lögum er alvarlegt
spor, sem ekki skyldi stigið fyrr
Akureyri, 30. nóv.
STÚDENTAKÓRINN hélt sam-
söng í Sjálfstæðishúsinu á Akur-
eyri á laugardaginn við hjartan-
legar viðtökur og dynjandi lófa-
tak áheyrenda. Söngstjóri var
Atli Heimir Sveinsson og undir-
leik á píanó önnuðust Eygló H.
Haraldsdóttir og Kolbrún Sæ-
mundsdóttir. Einsöngvarar voru
Guðlaiigur Tryggvi Karlsson, Ör
lygur Richter og Sveinn Ingvars-
son, en auk þess kom fram karla
kvartett.
Á söngskrá voru einkum ætt-
jarðarlög, þjóðlög og gamalkunn
en í fulla hnefana. Um valdbeit
ingu er sama að segja; grund-
vallarmarkmið hlýtur að vera,
að samskipti manna íari frið-
samlega fram, en ofbeldishneigð
og ofbeldisvenjur eru eitt það,
sem háskalegast er í fari manna.
Og vísavon er, hvenær sem
ófriður er vakinn, að þar bland
ist inn í hvatir og markmið, sem
ekkert eiga skylt við þær hug-
sjónir, sem liggja kunna til
grundvallar aðgerðunum. Við
getum verið sannfærð um, að
málstaður okkar sé réttur og
honum sé mætt af ósanngirni,
og þá kann að vera freistandi
að gripa til hverra þeirra ráða,
sem sigurstranglegust þykja. En
einhvers staðar eru aðrir menn,
sem hugsa sem svo, að liklega
séu það nú þeir, sem hafa á
réttu að standa, og eiga þeir þá
líka að láta tilganginn helga
meðalið, og svo koll af kolli,
unz allt leysist upp í óheft
átök? Nei, þó lögleysur og of-
beldi kunni að vera réttlætanleg
í neyð, verðum við að temja
okkur hina ítrustu bindindis
semi í þeim efnum. Og ég get
ekki metið svo aðstæður á ís-
landi nú, að ástæða sé til að
rjúfa gróflega ramma opinberra
eða almennt viðurkenndra leik-
reglna. Hvorki virðist mér
ástandið óþolandi né svo von-
laust að koma málum friðsam-
lega fram.
Mig langar að taka upp aftur
orð Páls postula, sem ég vitn-
aði í áðan, og lesa nú vitund
lengra: „Slökkvið ekki andann.
Fyrirlítið ekki spádóma. Prófið
allt; haldið því, sem gott er.
Haldið yður frá sérhverri mynd
hins illa. En sjálfur friðarins
Guð helgi yður algjörlega.. . “
Við skulum fagna þvi, að ung
ir menn haldi lifandi glóð anda
síns og vilji prófa nýjar leiðir.
En við skulum vona, að allt
megi það fara fram méð friði.
Ég hef áður lýst bjartsýni minni
á, að svo megi verða.
íslendingar.
„Það er svo bágt að standa í
stað, og mönnunum munar
annað hvort aftur á bak eliegar
nokkuð á leið.“
Við ölumst upp og búum við
aðstæður, sem okkur eru flest-
um kærar og sem við höfum
fulla ástæðu til að þakka. En
þakkarskuld okkar við islenzka
menningu, við íslenzkt samfélag,
gjöldum við ekki með því einu
að heiðra minning þess, ekki
með því einu að varðvéita það,
heldur með því að beita alefli
hugar og handa að heillavæn-
legri þróun þess. Með það í
huga minnumst við fullveldis 1 s
lands.
stúdentalög, þar af nokkur radd-
sett af Jóni Þórarinssyni.
Kórinn varð að syngja auka-
lög og honum bárust blómvend-
ir. Að söngnum loknum ávarpaði
Steindór Steindórsson skólameist
ari söngmennina, þakkaði þeim
sönginn og komuna til Akureyr-
ar og kvað það jafnan menning-
ar- og listaviðburð, þegar stúd-
entakórar létu i sér heyra með
glöðum og ferskum blæ. Formað
ur kórsins Guðmundur Marteins
son, verkfræðingur þakkaði mót
tökur á Akureyri með stuttri
ræðu. — Sv. P.
2Z
— Listir
og leikhússpjall
Framhald af bls. 16.
hreeðlsla við að vera tal'iran ómoderne
eða ganmaldags fær alilan andskotanji
viöumkenmdan og fólik sem hræðlisit þetta
verður að þola ýmiisdegt fyrir augað.
Ég tel að í rauinánind veáti ekkj af
heiiM mannsævi t’il þess að einibeita sér
að einhverjum ákveðnuim reit og rækta
harun í listimmd. Maður getur ekki etið
alilt þegair mikiair kræsiingar eni í boðá
og ekki gert ail'lt, því að verkefnén geta
verið ótei'jaindi. Sá sem er atlkaf að
skipta um nær vwrt árangri í þágu Mst-
arininiar. Ef tid vili getum við það næst,
en það er líklega vænlegaist að hafa bit-
ainn ekki of stóran, þrengja dálítið að
sér. Það teku.r bara svo langan tima að
gera góðan hlút,“ sagði þessd kunnd
listmálairi, sem oft er búinn að mála
margar myndir á sama léreftið, áðu,r en
hann er ámægður og samt er hann aldred
ánægður, þvi að hann krefst miiki'ls liist-
innd tál handa.
Ég vona að hanm ldfl í sátt og sam-
lyndi með ábúendum sínum í Huldu-
hólunn. Að rruimmsta kostii var hann hress
og kátur þegar ég kvaddi að áliðimmi
nóbt stjarnihiminsimis i MosfeMssveitímmi,
skaimmt írá iðandi Ijósadýrð Reykja-
ví'kur.
Stúdentar syngja