Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU'R 31. DESEMBER 1970 3 Stutt áramótasamtal við herra Sigurbjörn Einarsson biskup: Margt í lifstúlkun ýmissa nútímaskálda er í námunda við kristin viðhorf MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til herra Sigurbjörns Ein- arssonar biskups og spurði hann nokkurra spurninga uni trúarlíf og starfsemi kirkjunnar við þessi áramót. Fyrst spurðum við hvort bisk upnum virtist kirkjan eiga vax andi ítök í fólki. Hann svaraði svo: — Hvort ítök kirkjunnar eru vaxandi eða minnkandi er tor- veit að meta. Engin athugun liggur fyrir, hvorki frá fyrri tið né síðustu árum, sem hægt er að styðjast við og er því um getur einar að ræða. Á þeim rúmum þrjátiu árum, sem lið- in eru síðan ég varð prestur, hafa ekki orðið áberandi breyt- ingar á stöðu kirkjunnar í þjóð lífinu, hvorki til eða frá, né á viðhorfi fólks til hennar, að því er ég fæ séð. Tilfinning mín er þó sú, að hin almenna afstaða hafi fremur þokazt í jákvæð- ara horf síðari árin en hið gagn stæða. Og með vissu er hægt að segja eitt: Það er hlutfalls- lega fleira fólk virkt í kirkju- legu starfi nú en áður var. Næst spurðum við biskupinn um trú og trúleysi í heimin- um. Hann svaraði: — Hér er líka erfitt að svara. í öllum s.n. velferðarrikjum virðist efnishyggja móta hið daglega iif, hugsunin snýst um Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup. Minnisblað lesenda ytri kjör og velferð, hin innri og andlegu málefni sæta lítilli athygli fjöldans. 1 kommúnista ríkjum er marxistísk efnis- hyggja hin opinbera lífsskoðun, sem ailt þjóðaruppeldi miðast við. Sá timi er augljóslega lið- inn í Evrópu, þegar kristin lífs- viðhorf þóttu i orði kveðnu meira eða minna sjálfsögð. Þetta er i sjálfu sér ekki nei- kvæð staðreynd. Menn eru ekki kristnir nú á dögum fyrir siða sakir og það er út af fyrir sig gott. Hitt er annað mál, hvert þann fjölda kann að bera í andlegu tiiliti, sem verður við- skila við kirkju og kristindóm. Margs konar trúarlegur varn- ingur er á boðstólum, fyrir utan hinar pólitísku kenningar. En um kirkjuna á líðandi stundu er óhætt að fullyrða, að hún sýn ir víðast ótviræð merki um vakandi þátttöku í lífi samtim- ans og lifandi viðbrögð. Þetta gildir um allar kirkjudeildir og hvort sem er austar eða vestar í álfunni. Því má heldur ekki gleyma, að i Asiu og Afríku eru andlega sterkar kirkjur, þótt þær séu hlutfallslega fá- mennar. Án þess að vilja neinu spá um framtíðina vil ég minna á tvennt: Margt i lífstúlkun ým- issa skáilda nútimans er í ná- munda við kristin viðhorf, ef vel er að gætt, það er ekki óal- gengt, að þau veki spurningar, sem eiga engin svör nema krist in. 1 annan stað er það greini- legt, að marxistar eru farnir að gefa trúarlegum viðhorfum, sér í lagi kristnum, meiri gaum ■«n áður. Þá spurðum við um hjálpar- starf kirkjunnar. Því svaraði biskupinn á þessa leið: — Á liðnu ári hefur Hjálpar- stofnun kirkjunnar safnað og varið til hjálparstarfs 1,2 millj- ónum kr. Mestallt þetta fé hef- ur runnið til fólks erlendis, sem orðið hefur fyrir fáheyrð- um áföllum. En eins og kunn- ugt er hefur Hjálparstofnunin einnig á stefnuskrá sinni að- stoð innanlands, þegar sérstök óhöpp ber að höndum, og svo þátttöku í uppbyggingu I þró- unarlöndum. Næst var spurt um kirkju- sókn hér á landi. Og biskup svaraði: -— Engin statistík liggur fyr- ir um þetta. Þær upplýsingar, sem ieitað hefur verið eftir und- anfarin tvö ár um kirkjusókn og liggja fyrir á skýrslum ná ■ yfir of skamman tíma til þess að unnt sé að draga ályktanir af þeim enn sem komið er. Ég hef áhuga á því að afla gagna um þetta, sem geti gefið ein- hverja bendingu um þróunina I þessu efni, enda á það að vera unnt með góðri liðveizlu presta og meðhjálpara. En annað get ég bent á út frá skýrslum: Þátt taka i altarisgöngum hefur á liðnum árum aukizt allveru- lega. Og að lokum spurðum við um æskuna og kirkjuna. Biskup sagði: — Á þessu sviði hafa nokkrir nýir starfsþættir komið til á undanförnum árum, svo sem sumarbústaðastarfsemi og ung mennaskiptin, hvort tveggja já- kvætt og ánægjulegt. Félags- starfsemi ungs fólks í sumum söfnuðum er athyglisverð, en þyrfti að vera almennari og við tækari. Það er gott að vinna með ungu fólki og því fer f jarri, að æskan sé upp og ofan fráhverf því að ræða kristin sannindi og stírnfa að kristin- dómsmálum, ef rétt er að henni farið. MORGUNBLAÐIÐ hefur að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir lesendur að grípa til um ára- mótin. Slysadeild Borgarspítalans er opin aiian sólarhrimginn, simi 8J212. Slökkvistöðin í Reykjavik, sími 11100 i Hafnarfirði sími 51100. Lögregian í Reykjavik sími 11166, í Kópavogi sími 41200 og í Hafnarfirði sími 50131. Sjúkrabifreið i Reykjavík sími 11100, i Hafnarfirði simi 51336. Læknavarzla. Læknastofusr sér fræöinga og heimilislækna eru lokaðar á gamlársdag og nýárs- dag. Nætur- og helgidagavarzla er í sima 21230. Tannlæknavarzla. Að venju gengst Tannlæknafélag íslands íyrir neyðarvakt um hátíðarnar. Vaktin er í Heilsuverndaxstöð Reykjavíkur, sími 22411 og verð ur hún opin á gamlársdag frá kl. 14 til 16 og á nýársdag frá kl. 17 til 18. Að öðru leyti er vaktim opin eins og venjulega alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 17 til 18. Lyfjavarzla verður i AustuT- bæjar apóteki og Holts Apóteki gamlársdag frá kl. 09,00 til kl. 23,00 og á nýársdag frá kl. 10 til kl. 23. Næturvörður verður á þeim tíma, sem apótekin emu lok uð í Stórholti 1, simi 23245. Messur sjá Dagbók. Útvarp. Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðimu. Sjónvarp. Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðimu. Rafmagnsbilanir tilkynnist í BÍma 18230. Símabilanir tilkyninist í sima 05. Hitaveitubilanir tilkyninist i sima 25524. Vatnsveitubiianir tilkynnist í sima 35122. Matvöruverzlanir loka kl. 12 á hádegi á gamlársdag og eru lok aðar á nýársdag. Margar hverj- ar eru og lokaðar laugardaginn 2. janúar vegna vörutalningar. Sölutumar loka á gamlársdag kl. 16 og leyfilegt er að hafa þá opna á nýársdag. Þeir söluturnar sem tengdir eru biðskýlum SVR verða opnir til kl. 17 á gamlárs- dag. Bensínafgreiðslur verða opnar til kl. 15 á gamlársdag. Á nýárs dag verða þær lokaðar. Mjólkurbúðir verða opnar frá kl. 08 til kl. 13 á gamlársdag, en lokaðar á nýársdag. Strætisvagnar Reykjavíkur verða í förum á gamlársdag á öllum leiðum samkvæmt venju- Framhald á bls. 8 Nauðungaruppboð Eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs í Kópavogi verða bif- reiðarnar Y- 880, Y-1305, Y-1307, Y- 1398, Y-1421, Y-1889, Y-1967, Y-2059, Y-2663, Y-2772, G-3046 seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs föstu- daginn 8. janúar 1971, kl. 15. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. NÁTTÚRU- SÖNGVARINN PÉTUR KRISTJÁNSSON HLJÓMPLATAIM MARG- UMTALAÐA MEÐ PÉTRI KRISTJÁIMSSYIMI SÖNGVARA NATTÚRU er nú komin til LANDSINS OG FÆST I HELZTU HLJÓMPLÖTUVERZLUNUM LANDSINS. LÖGHM A PLÖTUNNI ERU „BLÓMIÐ SEM DÓ" OG „VITSKERT VERÖLD". TEXTAR OG LÖG SAMIÐ AF EINARI VILBERG. Laufaútgáfan óskar ykkur gieðilegs árs. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.