Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMIMTUDAGUR 31. DESEMBER 1970 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haialdur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Hyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingasljóri Árni Garðar Kiistinsson. Rítstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÁR SIGRA OG SORGAR Arið, sem er að kveðja, heiur verið gjöfult fjárhagslega, svo að nærri má segja, að um uppgrip hafi verið að ræða. Á þessu ári tókst að snúa vöm í sókn á efnahagssviðinu. Hin- ir miklu erfiðleikar íslenzkra atvinnuvega og tímabundin kjaraskerðing eru að baki. Þetta ár hefur því verið ár marg- vísliegra sigra. Bn árið 1970 er líka ár mikillar sorgar. Miklar slysfarir urðu á árinu, og slysið mikla á Þingvöllum aðfaranótt 10. júlí mun um ókominn aldur setja svip sinn á minninguna uim þetta ár. Þó verður því aldrei með orðum lýst, hvernig íslenzka þjóðin sameinaðist í sorg og bæn, er henni bárust tíðindin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, féll frá um það leyti, sem hann og ríkisstjórn hans höfðu unnið sína stærstu sigra. Á honum hafði þungi erfiðleikanna hvílt, en hann gekk glaður í lund á vit örlaganna. Hann hafði unnið sigra, einmitt þá sigra, sem hann helzt vildi vinna, sigra í þágu lands og lýðs. Árið hefur verið gjöfult. Sjávarafli hinn verðmæt- asti, sem um getur, viðskiptakjör hagstæð, stóraukin fram- leiðsla á sviði iðnaðar, efling samgangna og flestra annarra þátta atvinnulífsins, víðast næg atvinna og lífskjör nú orðin betri en þau nokkru sinni áður hafa verið. Fyrir þetta geta íglendingar verið forsjóninni þakklátir, en þó hefði þetta ekki gerzt, án þess að samstillt átak væri gert til að rétta við fjárhag þjóðarinnar eftir þau áföll, sem hún hafði orðið fyrir. Á sviði mennta og lista urðu líka merkisatburðir, þar sem hæst ber listahátíðina í Reykjavík og stórfellt átak til að efla vísindi, Háskóla Islands og stofnanir hans. Um það verður því ekki deilt, að hér er gróandi þjóðlíf. Árið 1971 Pn hvað ber nýja árið í skauti sér? Þeirrar spurningar spyrja menn um hver áramót og enginn getur gefið svar með neinni vissu. Hins vegar leyfist mönnum að geta sór þess til, hver framvindan muni verða, og þær get- gátur byggja þeir gjaman á þróuninni að undanförnu og þeim staðreyndum, sem fyrir liggja. Vonir eru taldar standa til þess, að hið háa fiskverð haldist, og ættu útflutningstekj- urnar þá að geta orðið miklar í meðalárferði, enda má segja, að meiri hugur sé nú í útgerðarmönnum en oftast áður og útgerðin rekin með meiri þrótti. Iðnaðarframleiðslan eykst hröðum skrefum og engin ástæða er til annars en ætla, að bæði á því sviði atvinnulífsins og öðrum, muni margháttað- ar framfarir verða á nýja árinu. Á sviði atvinnu- og efna- hagslífs er því bjart framundan og hagur landsmanna á að geta batnað hröðum skrefum. En nú er í tízku að tala um „lífsþægindagræðgi" og annað í þeim dúr, og þykja slíkar tilhneigingar ljóður á ráði manna. Á því hefur raunar verið vakin athygli, að áður hafi verið talað um lífsbaráttu og fremur hefði dugn- aður verið talinn til mannkosta. Jafnvel töldu menn það þjóðfélagslega nauðsyn, að í uppeldinu væri kapp á það lagt, að meta iðjusemina. Væri ekki hollt að hugleiða, hvort einhver sannindi séu ekki enn fólgin í þessum sjónarmiðum. Sagt er að æskan sé í litlum tengslum við eldri kynslóð- ir og rótleysi ríki í röðum unga fólksins. Vafalaust er þar pottur brotinn, en þess er þá að gæta, að oft ber meira á Mal- colmunum litlu en hinum, sem töggur og festa er í. En þrátt fyrir það er nauðsynlegt á umbrotatímum að reyna að efla samhug fólksins og skilning á þeim skyldum að standa vörð um lýðræði í vályndri veröld. Líklegt er, að á nýja árinu verði barizt allharkalega í þingkosningum og enginn veit nú, hver úrslit þeirra verða né hvemig stjórn landsins verður háttað að þeim loknum, en allir góðviljaðir menn hljóta að vona og treysta að festa fái áfram að ríkja í íslenzkum stjómmálum landi og lýði til blessunar. Með þeim orðum óskar Morgunblaðið landsmönnum öll- uxn gleðilegs nýjárs. 0BSERVER >f OBSERVER Rússar leita vina á Ítalíu Eftir Dev Murarka UNDANFARIÐ hafa sovézkir „diplómatar“ einkum beint atbygli sinni að Vestur- Þýzkalandi í sambandi við stefnu Bonnstjórnarinnar um að bæta sambúð V-Þýzka- lands og kommúnistaríkj- anna. Því fer þó fjarri að Rússar láti önnur V-Evrópu- ríki lönd og l«ið og er ftalía eitt dæmi um það. Á undan- förnum mánuðum hefur það komið skýrt fram að Sovét- stjómin bindur meiri vonir um nánara stjórnmálasam- starf við Ítalíu en nokkurt annað land í V-Evrópu og þróunin í innanríkismálum Ítalíu gefur Rússum æ sterk- ari ástæður til slíkra hug-leið- inga. f ljósi þessa kemur mik- ilvægi tveggja heimsókna háttsettra sovézkra embættis- manna til ftalíu í sl. mánuði berlega fram. Fyrst kom Grómýkó utan- ríkisráðherra So-vétríkja'nina í heimsólkn til Rámaíborgar um miðjan nóvember. Að lokirmi þeirri heiimsólkn lögðu sov- ézkir stjórnmiálafrétt’aritarar mjög ríka áherzlu á, að ít- alsfca stjórniin væri mjög á sama máli og Sovétstjórnin í málum einis og Víetnam, Mið- Austurlönduim svo og nauðsyn þess að haldia ráðsteÆnu um öryggismál Evrópu. Þá létu fréttaritararnir að því liggja, að umdirrituin griðaisáttmála Sovétríkjanna og V-Þýzka- lands hefði haft góð áhrif á Ítalíu. Á hæla Grómýkós kom svo semdineínd háttsettra eim/b- ættismanma undir forustu A. J. Pelshes úr stjórnmála- ráðin'u. Sendimefindin dvaldist í hálfan mánuð á Ítallíu í boði ítalska fcomimúniista- flokksins, ræddi við leiðtoga hans og heimisótti fjölda borga og staða og kyninti sér málefni og sitöðu flokbsims. I yfirlýsingu að heiimsókminni lokimni kom margt athygflis- vert fram, en mairigt vair líka látið ósagt, eða aðeins látið að liggja. Sambandið milll'i heimsókn- anmia tveggja er óneitainlega stjómmálalegs eðlis. Ráða- menn í MoSkvu eru að vísu ánægðir með vinstriþróunina í innan- og utanríkismálum Ítalíu, en fininat hún þó efcfci fullnægjandi, þó að „ýmisar aðgerðir í utanríkismálum að undamförnu haifi stefint að betri oig mánairi samviininu við sósíalistísku ríkin“, eins og einin sovézfcur stjónnimála- fréttaritari komst að orði. Með tiíliti til þróuiniariminar í ítölskum stjórnmálium telur sovézka stjórnim næsta ör- uggt, að það sé aðeins tírna- spursmál, þar til ítallski kommúnistaflokkuriinn tekur þátt í stjórnarmyndun í laind- iniu og þá fyrst má búast við að ráðaimenn í Kreml verði ánægðir. Það þarf þó alls efcki að verða, að ítalskir kommún- istar í stjóm myndu fara að ráðum og óskum sovézíkra ráðamanma. íta'Lskir kommún- istar hafa frá því að Krúsjeff flutti leyniiræðuna á 20. flokksþiniginu í marz 1956, verið fremstir í hópi end- urskoðunarsimnaðra kommnún- ista og hafa oft verið mjög á öndverðum meiði við Sovét- stjórmina, t. d. um Tékkó- Slóvakíu og meðferðina á SolShenitsyn. Hvaið samSkipti Kínverja og Sovétmamma Skiptir hafa ítalskir koirnm- únistar ha'ldið uppi sjálf- stæðri steímu, þó að þeir haíi sýnt málstað Sovétríkjanma meiri saimúð. Hlutverk sovézku sendi- nefindarinnar var því aðal'Iega að reyna að sameima hug- sjónamál flokkanina. Hin sam- eiginlega yfirlýsimig í lolk heimisóknarinnar segir ekki mikið um þessi mál, ammað en að viðræðunnar hafi ein- kennzt af vimáttu, kurteisi og hreinskidni. Þetta bendir til að Skipzt hafi verið á skoðunum um hin ýmsu mál alþjóða- kommúniismans, án þess að gefa til kynma að menm hafi verið sammá'la um allt. Það er þó ljóst að Sovét- stjórmin mum hvetja ítali mjög í öllu því er viðkemur (Observer áskilim.) öll réttindi OBSERVER >f OBSERVER að losa um temgslin við NATO og Mfclega eru ítalsíkir og sovézkir kommúnistar á eimiu máli um þetta atriði. Em það eitt er efcki nóg því að fleiri flofcka þarf til og sovézkir stjórnmálafréttaritarar hafa bent á, að enn eru uppi mjög sterkar raddir á Ítalíu, sem mæla gagn sMkum aðgerðum. Sovétmenn gera sér eimmlig greim fyrir himmm sterku við- skiptasamiböndum ítaia við hin V-Evrópurikim og mikil- vægi þessara saimbanda. Á himrn bógimn bemda þeir einmiig á að Ítalía hefur þá sérstöðu meðal V-Evrópuþjóða, að húm kaiupir mlikið af hraefmi frá kammúnistalönduinum, sem hún notar til að fram’leiða vörur, sem síðan eru seldar til V-Evrópu. Þessi inmflutn- ingur frá komimúnjistaríkjum- um hefur átt sinn stóra þátt í hinmi stórauknu útflutnings- verzilun ftala. Sovétstjórnin hvetur niú mjög til au'kinma yiðsfcipta Ítalíu og kommúmistariikjamma, auk þess sem Sovétríkin sjáílf viinna að stóra'ukmum við- skiptum vi'ð Ítal'íu. Fiat-verk- smiðjurmar, sem byggja á í Togiliatti á böfckum Volgu munu kosta hundiruð millj- óna dolfliara. Á sl. ári vair umdirritaður sammimigur um sölu á 6 milljörðum kúbik- metra af gasi árllega frá Sovétríikjumuim til ftaflííiu. í skiptum fyrir ítalskar iðn.að- arvörur. Ítalía er mú 4. stærsta viðskiptaþjóð Sovétrikjanmia í V-Evrópu og á hlutur hemm- ar eftir að aulkast enm, skv. viðskiptasaimmimgi, sem gildir þar ti'l 1974. Rússar vomia því að aukim viðsfcipti Sovétríkj- a.nna og ftaMu verði til þess að ftalía fimmii efcki tilfimmam- lega til, ef húm ákveðiur að yfirgefa NATO. Háttsettir embættism'emm í Mosfcvu Sögðu eftir beimisókn Gróm- ýkós til Rómaborgair „Við- Skipti hafa áhrif á stjórnimál, alveg eirns og stjórmmál hafa áhrif á viðskipti". Hver er “ maðurinn? 1 S V Ö R : 1. Edward Heath, forsætisráð- herra Bretlands. 2. Gunnar Jarring, sáttasemjari S.Þ. 3. Muhammed AM, hnefaleikari. 4. Trudeau, forsætisráðherra Kanada. 5. Gomulka, fyrrv. leiðtogi Pól- lands. 6. Edward Kennedy, öldungar- deildarþingmaður. 7. Spiro Agnew, varaforseti Bamdarikjanna. 8. Per Borten, forsætisráðherra Noregs. Jackie Onassis. Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Willy Brandt, kanslari V-Þýzkalands. Nicolae Ceausescu forsætis- ráðherra Rúmeníu. 13. Yasser Arafat, leiðtogi skæru liða í Jórdaníu. 14. De Gaulle. 15. Nasser. 16. Bernadetta Devlin, þimgmað- ur frá írlandi. 17. Alexander Solzhenitsyn, Nóbelsverðlaunaskáld. 18. Golda Meir, forsætisráðherra fsrael. 19. Richard Burton, kvikmynda- leikari. 20. Ringo Starr, bítill. 21. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands. Hver var atburð- urinn? S V Ö R : 1. Perú. 2. Pólland 3. Pakistan 4. Geimfararnir í Apollo 13. — Á leið til tunglsins. 5. Nigeria (Biafra). 6. Flugvélaræningjar sprengdu flugvél í loft upp skammt frá Amman í Jórdaníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.