Morgunblaðið - 31.12.1970, Síða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DBSEMlBER 1970
15
Betri afkoma
sjávarútvegs
Hækkun útflutningsverðmæta
— Betri afli — Samtal við
Má Elísson, fiskimálastjóra
-— Þetta ár er betra hvað afla
brögð snertir en sl. ár, sagði
Már Elísson, flskimálastjóri er
Mbl. spurði hann um afkomu
Oiskveiðanna á árinu, sem er
að ljúka.
— Mest munar í ár um þorsk
aflann, sem til nóvemberloka
er orðinn 25 þúsund tonnum
meiri en hann var á sama tíma
í fyrra, en þá var þorskafl-
inn um 430 þúsund tonn. Einn
ig munar um loðnuaflann, sem
var 20 þúsund tonnum meiri
nú í nóvemberlok en í fyrra.
Síðan koma til ýmsar smærri
einingar, eins og rækja og hum
ar, sem hafa veiðzt nokkru bet
ur en í fyrra. Og loks er það
hörpudiskurinn, sem er svo til
nýr liður, en af honum hafa
veiðzt 3000 tonn á móti 400 tonn
um á öllu sl. ári. Aflaaukningin
hefur því orðið um 5% miðað
við 1969.
— En hvar má skipa afla
þessa árs, ef miðað er við fleiri
ár?
— Okkar afli náði hámarki
árið 1966, svaraði fiskimála-
stjóri. Þá var aflamagnið 1240
þúsund lestir, en 1968 féil það
niður i 600 þúsrnjd lestir. Við
erum sem sagt að vinna okkur
upp aftur eftir að síldin brást.
Þó þorskaflinn hafi í ár verið
betri en oft áður og hahn er
venjulega verðmætasti hluti
aflans, þá mun hann ekki t.d.
ná þorskaflanum 1964.
— En við verðum að gera grein
armun á því, að landað verð-
mæti og útflutt verðmæti aflans
er ekki það sama, og útflutt
verðmæti er nú verulega hærra
en áður. Hagstæð þróun hef-
ur orðið á erlendum mörkuð-
um og flestar afurðir okkar
hafa hækkað verulega í verði.
Otflutningsverðmæti sjávar-
afurða er u.þ.b. 2000 milljón-
um króna meira fyrstu 9 mán-
Már Elísson.
uði þessa árs, en það var á
sama tíma á árinu 1969. En töl-
ur fyrir allt árið liggja ekki
fyrir. Ef framleíðsluaukning-
in er tekin, þá áætlum við
verðmæti framleiðslu sjávar-
afurða fyrstu 9 mánuði árs-
ins um 2200 milljón krónum
hærra ert var á sama tíma 1969.
Verðmæti framleiðslunnar er
þá um 30% meira en það var
árið 1969. Að vísu eru afla-
brögð lélegri og framleiðslan
minni síðustu mánuði ársins,
svo að endanlega hlutfallstalan
þarf ekki að vera svona há.
Og birgðir munu vera minni
nú en í lok tímabilsins í fyrra.
En ég vil leggja áherzlu á, að
það er miklu fremur þessi
hækkun á útflutningsverðmæti,
sem skapar sjávarútvegi betri
afkomu nú en áður heldur en
aflabrögðin sjálf.
— Hvemig gengu fiskveið-
arnar á árinu?
— Vertíðin gekk vel og loðnu
vertíðin einnig, borið saman
við fyrri ár. En aflabrögð í
Hjörtur Hjartarsou.
biða eftir endurbatanum, og
það er fyrst á árinu 1970, að
hans gætir að nokkru ráði eft-
ir tveggja ára samdrátt, sam-
fara stórfelldari fjármagns-
skerðingu í sambandi við geng-
isfellingamar. Þó að magnvelta
verzlunarinnar hafi aukizt til
muna, liklega um rúm 12%,
hefur hún varla náð markinu
frá því, að samdrátturinn hófst.
Aukningin hefur, eins og að
líkum lætur, orðið mest á hin-
um varanlegri neyzluvörum,
svo sem heimilistækjum og hús
búnaði, og langmest á bifreið-
um. Á daglegum neyzluvörum
hefur aukningin orðið mun
minni.
— Almennur innflutniingur á
árinu 1970 hefur aukizt mik-
ið, miðað við fyrra ár, einkum
á síðustu mánuðum, og í lok
nóvember var hann orðinn um
29% meiri að c.i.f. verðmæti
(líklega um 25% af f.o.b. verð-
mæti), en á sama tíma í fyrra.
— Hagstæð skilyrði útflutn-
ingsframleiðslunnar og bætt
kjör i viðskiptunum við útlönd
hafa orðið tiíl þess, að hagstæð-
ur viðskiptajöfnuður og
greiðslujöfnuður muni nást á
árinu 1970. Áætlað hefur verið,
að viðskiptajöfnuðurinn verði
hagstæður um 1300 millj. kr.
og greiðslujöfnuðurinn nokkru
minna.
Sé litið fram á næsta ár,
er varla við því að búast, að
sami árangur náist af sjávar-
vöruframleiðslunni og á þessu
ári. Þó svo, að þorskafli geti
orðið nokkru meiri, er þess
ekki að vænta, að hið háa verð-
lag á freðfiski á Bandaríkja-
markaði haldist til lengdar. Á
hinn bóginn má enn búast við
aukningu útflutnings á iðnaðar
vörum.
Allar horfur benda til þess,
að innflutningur muni aukast
talsvert á árinu 1971, þótt í
minna mæli verði en 1970. Enn-
fremúr má gera ráð fyrir, að
þjónustujöfnuður verði ekki
eins hagstæður, vegna aukinn-
ar gjaldeyrisnotkunar umfrám
aúkningu gjaldeyristekna. Þeg-
ar á hvort tveggja er litið, er
liklegt, að viðskiptajöfnuðurinn
snúist aftur í óhag, og að með
neikvæðum greiðslujöfnuði
gangi nokkuð á gjaldeyriseign
bankanna.
sumar voru tregari og ógæftir
hafa mjög hamlað veiðum í
haust. Svo síðari hluti ársins
1970 verður sennilega lakari en
1969 hvað aflabrögð snertir.
— Þegar svona er borin sam
an afkoma áranna, þá þarf að
sjálfsögðu að taka tillit til
stærðar fiskiskipastólsins sagði
fiskimálastjóri. 1 ársbyrjun
1966 er fiskiskipastóllinn t.d.
79 þúsund brúttó rúmlestir, og
þá er aflinn 1240 þúsund lestir.
1 árslok 1970 er fiskiskipaflot
inn líka um 79 þúsund brúttó
lestir, en þá er aflinn ekki nema
690 þúsund lestir til nóvember-
loka. 1 fyrra tilvikinu er það
mest sildin, sem gerir aflamis-
muninn, én hún var ekki eins
verðmæt.
— Hvað telurðu að hafi
merkilegast gerzt á sviði fisk-
veiða á árinu?
— Það sem ég tel að hafi
verið þýðingarmest á erlend-
um vettvangi, er mikið umtal
um hættulegt ástand fiskstofn-
anna á Norður-Atlantshafi og
ýmsar aðgerðir til bjargar.
Helztu aðgerðir I þvi efni er
samkomulag, sem náðist um að
draga úr sókn I fiskstofnana á
ýmsum sviðum við austur-
strönd Ameríku. Einnig náðist
samkomulag um friðunarráð-
stafanir í sambandi við síldar-
stofnana í Norðursjónum og
norsk-íslenzka sildarstofninn. 1
þeim efnum er mjög fylgt for-
dæmi þvi, sem Islendingar gáfu
með einhliða ráðstöfunum sín-
um. Einnig hefur mikið verið
rætt um friðunaraðgerðir í
Barentshafi, en samkömulag hef
ur ekki náðst. Stendur þar
Framhald á bls. 22
Góður afli.
Lágar nettó-
tekjur bænda
—• segir Halldór Pálsson,
búnaðarmálast j óri
„Þetta ár hefur verið afar
kalt ár,“ sagði Halldór Páls
son, búnaðarmálastjóri. „Ekki
mjög illviðrasamt og má segja
stundum fremur góðviðrasaml;.
Þvi getur mörgum fundizt ár-
ferðið hafa verið betra en það
í reynd var.
Síðastliðinn vetur var ákaf-
lega langur og erfiður; lengst
af frostharður og gekk frost
djúpt í jörðu. Hlákur voru
sjaldan og náðu blotar ekki að
má burt skammdegissvellin,
sem i kuldatíð vorsins lágu á
túnum fram I apríl, maí og
sums staðar jafnvel fram í júní.
Þessi svelíl oillu gífiunleigu kali
og vintist altlt nýtt kal árs-
ins vera svellakal. Langmest
áberandi var það við ísafjarð-
ardjúp og í Strandasýslu —
þar verst norðantil, en einnig
mikið í úthéruðum norðan- og
norðaustanlands og á spildum
inn til dalbotna. Þá var og
áberandi kal á sumum býlum í
ofanverðri Ámessýslu og einn-
ig á jörð og jörð um Faxa-
flóa- og Breiðafjarðarsvæðið.
Vorið varð áframhaldandi
kalt og það sem verra var, að
ákaflega úrkomusamt var
seinnipart maí og fyrripart
júní. Varð þvi mjög slæm sauð-
burðartíð og mikið um lamba-
vanhöld, einkum þar sem fé lá
úti um sauðburð.
Þrátt fyrir sæmilega veðr
áttu, er líða tók á júní, spratt
jörð afar hægt, nema á Suðaust
urlandi. Sláttur hófst í júnílok
og gekk heyskapur vel í þrem
ur sýslum suðaustanlands;
Skaftafellssýslum og S-Múla
sýslu, og einnig sæmilega á
Fljótsdalshéraði, en annars
staðar á landinu voru tún
Halldór Pálsson.
óvíða slegin fyrr en eftir miðj
an júli og sums staðar ekki
fyrr en í ágústbyrjun. Hey
verkuðust yfirleitt vel, þar sem
tíð var hagstæð, og urðu hey
sérstaklega miklu betri sunnan
lands og vestan en var í fyrra.
Heyfengur ársins nú varð
minni í heild en mörg undan-
Framhald á bls. 22