Morgunblaðið - 31.12.1970, Qupperneq 18
18
MORÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG-UR 31. DESEMBER 1970
r
|Verkfalla. Væri ekki verðugt
! verkefni að ganga til móts
i ihver við antnan, eins og bræð-
ur á sama báti, og leita hald-
betri ráða til þess að fyrir-
byggja óhappadeilur? Ég er
eikfci svo bamalegur, að ég
viti ekki, að silíkri málaleitan
verður umsvifalaust vísað á
bug af ýmsum sjálfskipuðum,
pólitískum fyrirsvarsmönn-
um verkalýðs. En eiga slíkir
að svara fyrir íslenzkan
verkalýð? Samtímis leyfi ég
mér að segja við forsvars-
menn atvinnurekenda: Bjóðið
þið verkamanninn velkominn
til hlutdeildar í ykkar mikla
striti og erfiðleikum.
„Allir vetur enda taka“, og
eins fór í vor. Samið var 19.
júní til næsta árs, 1. septem-
ber 1971.
S veitarst j órna-
kosningar
Fylkt var liði til sveitar-
stjómakosninga í lok maí.
Ekki er örgrannt um, að
vinmudeilur hafi beinlínis
verið notaðar sem þáttur í
pólitískri flokkabaráttu. Er
það Ijótur leikur, en sökina
bera þeir pólitísku broddar,
sem enn ríkja í íslenzkri
verkalýðsbaráttu, en fjara þó
út í æ ríkari mælí sem slíkir.
Þetta má ekki misskiljast svo,
að enn séu ekki ágætir for-
ingjar í verkalýðsbaráttu,
enda þótt þeir séu í mikils-
verðu pólitísku fyrirsvari.
Enda ætti svo ætíð að vera.
En það á ekki að rugla sam-
an reitum. Ágætur Sjálfstæð-
ismaður getur verið jafn
mikilsverður fyrrisvarsmaður
verkalýðs og ágætur „vinstri“
maður, eða hvað menn vilja
nú kalla slíka.
Um úrslit sveitarstjóma-
kosninganna ætla ég aðeins
að minna á, að Sjálfstæðis-
flokkurinn var vissulega sig-
urvegari í þeirri glímu.
Eins og oft áður, vöktu úr-
slitin í Reykjavík mikla at-
hygli. Sigurinn liggur í hug-
skoti fólksins, alúð þess og
ræktarsemi við þær hugsjón-
ir einstak'limgsframtaks og
virðmgu fyrir persómuleika
einstak'linganna, sem vegur
höfuðborgarinnar er gmnd-
vallaður á.
í heild eru úrslit sveitar-
stjómakosninganna merkust
fyrir það, hversu mikil ítök
og ráð Sjálfstæðismanna eru
víða, að segja má um gjör-
vallt landið. Mönnum er Ijóst,
að traustum fótum stendur
rammur flokkur sveitar-
stjómafulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Ekki er þetta nýtt,
en kosmimgaúrslitin em aug-
ljósari staðfesting þess en áð-
ur.
Viðvörun
ríkisstjórnar
Eftir vaxandi verðbólgu að
gjörðum kjarasamningum í
vor hefir því verið haldið
fram, að ríkisstjómin hefði
átt að grípa í taumana. Allir
virðast þó sammála um, að
hennar sé ekki að grípa inn í
kjaradeilur. Engu að síður
kom hún á framfæri við deilu
aðila þeirri hugmynd, að
1 auphækkunum yrði stillt í
Lóf með hliðsjón af því, að
ríkisstjórnin myndi þá stuðla
að hækkun gengis íslenzku
krónunnar, þar sem árferði
og viðskiptakjör væru með
bezta móti. Slíkt gaeti stuðlað
að gagnverkandi jöfnuði í
þjóðarbúskap, báðum aðilum
vinnumarkaðarins til hags-
bóta.
Eigi var tilmælum ríkis-
stjómarinnar sinnt. Um
sinnuleysið vom báðir aðilar
sammála. Eftir á vilja sumir
flíka því, að ríkisstjóminni
hafi ekki verið full alvara í
þessari málaleitan. Það er
rangt. Það var ekki hátt-
ur Bjama, forsætisráðherra,
Benediktssonar að hafa slík
alvörumál í flimtingum.
• •
Orlaganóttin
Inn í allt þetta mannlega
tafl, til og frá, sem ég hefi
gjört að umtalsefni, grípa ör-
lögin óþyrmilega.
Að morgni 10. júlí var for-
sætisráðherra landsins allur,
örendur með eiginkonu og
bamungum dóttursyni í
bmna á Þingvöllum.
Mér ber enn að votta þjóð-
inni þakkir fyrir djúpa og
einlæga samúð, sem hún
sýndi við þennan ægilega
sorgaratburð.
Framvinda
mála
Eins og að líkum lætur var
úr vöndu að ráða innan rík-
isistjómar og fyrir Sjálfstæð-
ismenn sérstaklega.
Sjálfstæðismenn vildu, að
efnt yrði til alþingiskosninga,
svo mikið fannst þeim að við
hefði bmgðið í einu og öllu.
Sjálfstæðisflokkurinn, eða
þingflokkur hans og mið-
stjóm, var þar um á einu
máli að lokum, þótt hinu sé
ekki að leyna, að sumir töldu
haustkosningar álitamál. Eigi
varð efnt til þingrotfs og kosn-
inga, nema báðir stjómar-
flokkar væm um það sam-
mála, en því var ekki að
heilsa. Fór því sem raun ber
vitni og ekki þarf um að fjöl-
yrða.
Varð því að taka til hend-
inni, undirbúa þinghald og
kosningar vorið 1971.
Það féll í minn hlut að
mynda formlega nýtt ráðu-
neyti, áður en þing kæmi
saman. Þetta var í raun og
vem furmleg stjómskipuleg
athöfn utan þess að nýr ráð-
herra var kvaddur til starfa.
Það var sögulegt-að því leyti,
að hinn nýi dóms- og kirkju-
málaráðherra var fyrsta kon-
an, sem settiist í ráðherrastól
á íslandi, frú Auður Auðuns.
Um val ráðherrans var þing-
flokkur Sjálfstæðismanna
einhuga.
Áður en hér var komið
sögu hafði ríkisstjóm unnið
að sameiginlegri íhugun víxl-
verkandi áhrifa kauphækk-
ana og verðlags til vaxandi
verðbólgu. Sem kunnugt er
var haft um það samráð við
fulltrúa verðalýðs og vinnu-
veitenda. Verður það ekki
rakið nú, en upp var staðið
án samkomulags, sem reynd-
ar gat ekki orðið að formi,
en hefði getað orðið efnis-
lega. Tók þá ríkis&tjómin
sínar ákvarðanir um ráðstaf-
anir til verðstöðvunar og at-
vinnuöryggis, sem nú liggja
fyrir sem lög frá Alþingi.
Hafði ég tjáð þinginu, þegar
það kom saman, að ríkis-
stjómin myndi upp á eins-
dæmi sitt leggja fram tillögur
til úrbóta með stuðnings-
flokkum sínum, ef aðrir vildu
ekki slást í förina.
Mér finnst óþarft, að ég
tjái mig svo nokkru nemi hér
um deilumál verðstöðvunar,
hver hafi haft rétt fyrir sér
eða rangt. Við höfum gjört
það á Alþingi og þjóðin á
þess kost að dæma. En árétta
má eftirfarandi:
Grundvöllur kjarasamninga
í vor var, að laun þau, sem
um var samið, mættu halda
kaupmætti sínum samkvæmt
umsaminni verðtryggingu,
þ.e. vísitöluuppbót. Launin,
sem um var samið halda fylli-
lega kaupmætt: sínum, og
meira til. Kaupmáttur launa
hefir ekki í annan tíma ver-
ið meiri en nú samkvæmt
niðurstöðum Kjararannsókn-
amefndar.
Þetta eru svo einfaldar
staðreyndir, að sérhver mætti
skilja. En svo einfaldar sem
þær em og jákvæðar, munu
þær því miður vera mistúlk-
aðar af sumra hálfu.
Þj óðarf r am-
leiðsla
og tekjur
Aðrar veigamiklar stað-
reyndir efnahagsmála, sem
vert er að minnast á, eru
þessar:
Lítum á þjóðarframleiðslu
og þjóðartekjur. Aukning frá
fyrra ári í hlutfallstölum er
þessi:
1969. Af þessari aukningu út-
flutnings stafar um þriðjung-
ur af útflutningi á áli, sem
er ný útflutningsframleiðsla
á íslandi.
Ekki er talið ólíklegt, að
greiðslujöfnuður í viðskipt-
um við útlönd verði hagstæð-
ur á þessu ári um 1.500 millj-
ónir króna, en íslendingar
hafa aldrei haft hagstæðari
jöfnuð á neinu ári.
Alþingi
að verki
Þing kom saman að venju
fyrri hluta október. Störf
þess fram til þessa hafa ein-
kennzt af löggjöf um ráðstöf-
un til verðstöðvunar og at-
vinnuöryggis og afgreiðslu
fjárlaga fyrir 1971.
Hvort tveggja þessara stór-
mála hafa hlotið farsæla af-
greiðslu. Ýmis önnur meiri-
háttar mál eru í meðförum
og sum þegar afgreidd. Mér
eru efst í huga orkumálin, en
lög um virkjun Lagarfoss
voru afgreidd fyrir jól og lög
um virkjun Hrauneyjarfoss
og Sigöldu eru í seinni deild
og verða afgreidd. Vitaskuld
eru mörg önnur gagnmerk
mál til meðferðar, en tæpast
verkefni að rekja nú. Fram-
undan bíða stór viðfangsefni,
þar sem eru veigamikil ný-
mæli og breytingar á skatta-
lögum. Alþingi er seinvirkt,
það verður að játast. En öllu
máli skiptir, að þegar það lýk
ur störfum, verði með sanni
sagt, að vel hafi verið unnið.
Vissulega má breyta starfs-
háttum Alþingis til bóta,
bæði þingsköpum og stjórn-
1. Þjóðarframleiðsla
2. Þjóðartekjur*)
3. Meðalmannfjöldi ársins
4. Þjóðarframleiðsla á mann
5. Þjóðartekjur á mann
Bráðab. Áætl-
tölur un
1966 1967 1968 1969 1970
8.8 •t-2.1 -f-6.0 2.0 6.6
8.5 -^7.0 -f-7.1 3.0 11.5
1.7 1.6 1.3 0.8 1.5
7.0 -1-3.6 -f-7.2 1.2 5.0
6.7 -f-8.5 -f-8.3 2.2 9.9
ir, þá bið ég menn að stilla
skap 'sitt og spyrja sjálfa sig:
Frá hverju var horfið?
Launakerfi ríkisins var hrun-
ið til grunna. Það hefir verið
byggt upp að nýju. Enginn
hefir sagt, að hið nýja kerfi
standi ekki til bóta, en þess
var ekki lengur kostur um
hina gömlu flík.
Hagnýting
auðlindanna
Eigi verður við þessi ára-
mót gengið á snið við þá mik-
ilvægu staðreynd að nýir
áfangar eru framundan í nýt-
ingu auðlinda landsins.
Viðurkenning annarra
þjóða á réttindum þessarar
eyþjóðar til landgrunnsins og
auðæfa þess er sennilega
r dkilvægust, en jafnhliða fer
hagnýting auðlinda okkar á
jarðvarma og fallvötnum. Þar
á að fara saman áræði til at-
orku og virðing fyrir landinu.
Um það er enginn efi.
Það er fullkominn mis-
skilningur, sem stundum
heyrist, að við Islendingar
þurfum að sækja undir sam-
þykki Breta eða nokkurs ann-
ars um útfærslu landhelgi
okkar. Hitt er rétt, að við höf
um í samningi við Breta sagt,
að við séum ætíð reiðubúnir
að leggja undir alþjóðadóm-
stól hugsanlega deilu um
réttindi okkar. Þetta er sómi
lítillar þjóðar, en í því felst
mikilvæg skuldbinding stór-
þjóðar í skiptum við hina
minnstu þjóð, og slíkri skuld-*-
bindingu neitaði Stóra-Bret-
land áður að hlíta í landhelg-
isdeilu 1952. Það er ástæða til
þess að aðvara þá stjómmála-
menn hér á landi, sem annað
hvort hafa ekki skilið mikil-
vægi samninga okkar við
Breta um landhelgismálin
1961 eða vilja ekki skilja það
af pólitískri grunnfærni.
Til
Sjálfstæðis-
manna
*) Að meðtöldum áhrifum breyttra viðskiptakjara.
Fall þjóðartekna árin 1967
og 1968 hefur breytzt í mikla
aukningu 1969 og 1970. Bæði
árin til samams er áætlað að
framleiðsla aukiist um 8.7%
og tekjur um 14.8%.
Sé litið yfir lengri tíma,
eða síðastliðinn áratug, hefur
þjóðarframleiðslan aukizt um
54%, eða vaxið um 4.4% á
ári að jafnaði.
Áætlað er, að framleiðslan
í sjávarútvegi hafi aukizt
að magni til um 8% árið
1970. Útflutningsverð hefur
farið hækkandi á öllum teg.
sjávarafurða eða hækkað um
22%. Miðað við metórið 1966
er framleiðslumagnið um
21% minna en þá, en um 10%
vantar upp á að gjaldeyris-
verðmæti ársins 1970 nái því,
sem það var árið 1966.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
jókst iðnaðarframleiðslan,
fyTÍr utam ál og kísilgúr, um
8%% árið 1969 og áætluð
aukning 1970 er 10%. Áætlað
útflutmingsverðmæti áls og
kísilgúrs (fob) er 1.1610 millj-
ónir eða 414% þjóðarfram-
leiðslunmar.
Fyrstu níu mánuði ársins
1970 var útflutningur um
50% meiri en á sama tímabili
skipunarákvæðum. Hvort-
tveggja hefir verið og er til
athugunar.
Mikilvægar
sættir
Ég balla mikilvægar sættir
þá kjarasamninga opinberra
starfsm anna við ríkið, eða
fjármálaráðherra fyrir þess
hönd, sem nú hafa verið
gjörðir. Það er mjög merkur
viðburður að samkomulag
hefur tekizt um gjörsamlega
nýtt launakerfi ríkisstarfs-
manna, byggt á kerfisbundnu
starfsmati.
Ég þykist þess fullviss, að
báðir aðilar muni fá mikla'
skömm í hattinn úr ýmsum
áttum. Það má því ekki
minna vera en ein rödd heyr-
ist til þakkar þeim mönnum,
fulltrúum B.S.R.B. og fulltrú-
um ríkisstjórnar, fjármála-
ráðherra og hans liði. Ég er
sannfræður um, að hér hefir
verið unnið á báða bóga af
kostgæfni, góðum vilja og
geysilegum dugnaði.
Þó að margir séu sárir og
vondir, aðrir að vísu ánægð-
Að lokum vil ég segja
nokkur orð til Sjálfstæðis-
manna.
Þeir hafa átt því láni að
fagna að hlíta forystu mikil-
hæfuistu manna. Frá stofnun
flokksins, fyrir rúmum fjöru-
tíu árum, eru þeir þrír for-
ingjamir: Jón Þorláksson,
Ólafur Thors og Bjami Bene-
diktsson. Ég hafði vissulega
ætlað, að við Bjami gætum
runnið okkar skeið til enda
saman. En örlögin spyrja
hvorki þig eða mig.
Yið höldum Landsfund að
liðnum páskum, á byrjandi
sumri, væntanlega hefst hann
sumardaginn fyrsta, þann 22.
apríl. Munum við þá fylkja
liði til þeirrar kosningabar-
áttu, sem framundan er.
Látum ekki fánann falla.
Heild flokks og þjóðar skal
metin í verðleika hverrar
persónu. Það er hollt vegar-
nesti að vinna þrotlaust í
hreinskilni og án sérhlífni
fyrir því, sem hver veit bezt.
Ég óska íslendingum öllum
árs og friðar á komandi ári
og Sjálfstæðismönnum still-
ingar og styrktar eftir hið
þyngsta áfail.