Morgunblaðið - 31.12.1970, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.12.1970, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐEÐ, FTMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1970 Sjötugur í dag: Matthías Oddsson Móhúsum Á gamlársdag verður Matthí- as Oddsson, Móhúsum, Garði 70 ára. Þá hefur hann í nær háilla öld skilað merkum og farsælum störfum sem húsasmíðameistari og verkstjóri í heimabyggð sinni og raunar nokkuð þar út fyrir. Matthías fæddist síðasta dag aldamótaársins 1900 að Guð- laugsstöðum, Garði. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Tómasdóttur og Oddur Bjöms- son, er þar bjuggu þá, en flutt- ust síðan að Presthúsum. Hann óist upp í Garðinum og hefur verið heimilisfastur þar alla tið. Hann lærði húsasmiðaiðn og einnig eins og þá tíðkaðist öll venjuleg störf. Matthías er vel greindur, hug kvæmur og handlaginn við öll störf til sjávar og sveita. Garð- urinn er aðallega sjávarútvegs- byggð, en Matthías dvaldi einn- ig nokkur æskuár sín í sveit, hjá móðursystur sinni. Svo lengi sem ég man var hann eftirsóttur til allra starfa, og sérstaklega ef vandasamt var t.d. við bygg- ingarstarfsemi. Fljótt varð hann bæði við byggingarframkvæmd- ir, fiskveiðar og fiskiðnað svo sem þau störf gerðust á hverj- um tíma. Hann var landformað- ur á bát okkar bræðra v.b. Ægi GK. 8, 23 tonna bát, sem kom nýbyggður frá Danmörku 1933 og þótti þá mjög fulikominn íiskibátur. Þórður bróðir minn var skipstjóri. Með þeim Þórði og Matthíasi réðust afburða dugnaðarmenn bæði til sjós og lands, enda gekk útgerðin mjög vel. Árið 1942 var hafizt handa um að byggja frystihús I Gerð- um. Var Matthías þá ráðinn til þess að standa fyrir byggingar- framkvæmdum og taka að sér verkstjórn við fiskiðnaðinn, er byggingu væri lokið. Matthías hefur því verið samstarfsmaður og verkstjórnandi okkar bræðra 37 ár samfleytt. Þegar frystihúsið var byggt var lítið um byggingarefni vegna stríðs- ins, t.d. var ekki hægt að fá timbur. Þessu var bjargað með þvi að rífa íbúðar- og verzlun- arhús, sem faðir minn hafði byggt rétt eftir aldamót úr stein steypu, en klætt innan með timbri, einnig fékkst nokkur rekaviður til viðbótar. Þetta bjargaðist furðanlega vegna hugkvæmni og útsjónarsemi Matthíasar. Síðan hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar og endurbætur á fiskvinnslustöð- inni, eftir því sem kröfur tím- ans hafa kallað að, og hefur ávallt notazt vel af byggingar- kunnáttu og hugkvæmni Matt- hiasar. Nú standa yfir veruleg- Sextugur í dag: Leó Sveinsson eftirlitsmaður LEÓ Sveinsson, eldvamaeftir- litsmaður er sextugur. Hann er borinn í Reykjavík 31. des. 1910. Hann ólst upp í Borgarnesi og á Mýrum vestur í Álftártungu- koti til 15 ára aldurs, Hann var við búfræðinám á Hvan.neyri og einn vetur á íþróttaskólanum í HaukadaL Á yngri árum var Leó mjög vel glímiinm og ágætur sýnimgar- glámumaður. Hann hafði hraða og glímu- mannslega áferð. Hann var fríð- ur á velli og vörpulegur, enda með sterkari mörmum. Leó var glímukappi U.M.S. Borgarfjarðar í þrjú ár. Leó hef- ur verið formaður í Brunavarða- félagi Reykjavikur samtals tólf ár. Hann hefur gaman af hvers konar veiðiskap og hesta- mennsku. Leó er kvæntur Margréti Lúð- víksdóttur. Þau eiga fjórar dæt- ur og tvo sonu. Ég óska Leó og fjölskyldu innilega til hamingju með af- mælið og þakka gömul og góð kynni. Það munu margir áma Leó heilla í dag. Leó verður að heiman, enda er gamiárskvöld ekki gott til af- mælishalds. Lárus Salómonsson. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Kristins Einarssonar hrl. og Fiskveiðasjóðs íslands verður vélbáturinn Guðrún IS. 558, 3,57 smál., talinn eign Páls Siggeirssonar og Roy Shannon, boðinn upp og seldur, ef viðunandi boð fæst, á opinberu uppboði, þar sem báturinn liggur við Grandagarð, fimmtudaginn 7. janúar 1971, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Stórt fyrirtœki með skrifstofur í Miðbænum, vill ráða 2 stúlkur, stúlku til almennra skrifstofustarfa. góð vélritunarkunn- átta nauðsynleg og stúlku til starfa á götunarvél, til greina kæmi að ráða stúlku, sem vildi læra vélgötun. Umsóknum um bæði störfin, með sem fyllstum upplýsing- um, sé skilað til Mbl. fyrir 6. janúar, merkt: „Framtíð — 6826". ar breytingar vegna aukinn- ar fjölbreytni í fiskiðnaðinum, og aukinnar kröfu um hreinlæti og vöruvöndun á okkar beztu mörkuðum. Og enn njótum við góðs af hyggindum, hugkvæmni og þeirri miklu þekkingu, sem Matthias hefur aflað sér í 70 ára lífsins skóla. Um verkstjórn Matthíasar við fiskiðnaðarstörf- in mætti skrifa lengra mál en hentar í stuttri afmæliskveðju. Ég vil þó minnast á tvö atriði, sem mér finnst mest áberandi, fyrsta er það, að þegar mest er um að vera, mikill afli t.d. berst að, eflist Matthías að dugnaði, ráðum og dáð til þess að ráða fram úr því sem að höndum ber. Hefi ég oft undrazt hvað hann hefur orðið ráðagóður til þess að koma aflanum í fljótvirkasta og hagkvæmasta verkun. Annað er það, að MaibKhías hefur reynzt afburða verknámskennari fyrir unglinga og jafnvel börn. Hafa þar komið að góðu haldi ýmsir góðir eðliskostir hans, svo sem réttlætiskennd, sanngirni og um- burðarlyndi, sem aldrei bregzt, þótt hann sé ör I lund, og geti reiðzt illa, ef ranglátlega er komið fram við hann. En þótt Matthías reiðist varir það ekki lengi, sáttfýsi og umburðarlyndi sjá fyrir því. Oftast er Matthías kátur og léttur í lund og þá helzt þegar mikið er um að vera. Hann á auðvelt með að koma auga á það sem broslegt er, og spaugilegt í tilverunni. Það hefur lengi legið í landi í Gárðinum mikil verkmenning, dugnaður og reglusemi, og minn ist ég þar ýmissa merkismanna frá barnæsku, og reyndar á undan og með okkar samtíð. Vil ég t.d. nefna Jón í Nýjabæ, Árna Boga, Einar Straumfjörð, Sigurgeir í Nýjabæ, Þorstein Árnason, Gerðum og marga fleiri. Þessir menn smíðuðu úr tré og járni flesta þarfa hluti, með svo miklum hagleik, að auk notagildis hlutanna höfðu þeir oft verulegt listrænt gildi. í uppvextinum hefur Matthías haft gott af kynnum við þessa menn og verk þeirra. En á siðustu áratugum hefur hann átt verulegan þátt í að viðhalda dugnaðar- og verkmenningar- hefð i Garðinum. Það hefur oft glatt mig að vita og sjá stundum með eigin aug- um, fóikið í Garðinum vinna af mikilli leikni, dugnaði og vinnu gleði, oft vandasöm störf. Ég minnist t.d. einu sinni, þegar ég var þar á ferð og verið var að endurbæta og byggja við, að ég sá þar marga unga pilta allt nið- ur að fermingaraldri með margs konar verkfæri og áhöld að vinna að byggingarframkvæmd- um. Og vinnubrögðin voru eins og fulllærðir og þjálfaðir meist- arar væru að verki. Það hefur einnig oft mátt sjá þar snilldar- handbragð við fiskiðnaðinn, og það jafnvel hjá tiltölulega ungu fólki. í fyrra eftir að ég kom úr minni einu Bandaríkjaferð, og hafði séð með eigin augum starf semi sölufélags S.H. þar, fór ég suður. Það var seint í júlí. Tvennt vakti athygli mína. Hum arvertíðin stóð þá yfir, og höfðu humarbátamir komið með nokkurn afla og verulegt magn af þeim mikla fjölda fiskteg- unda, sem oft kemur með humar- aflanum. Þegar ég sá aflann varð mér hugsað 30—40 ár aft- ur S tímann. Þá hefði sáralítið af þessum afla verið nýtt, en nú var svo til allt þetta fram- leitt í fjölda margvíslegra verð- mætra framleiðslueininga. T.d. hefði ekki þá verið nýttur hum- ar, skötuselur, langlúra og f jölda margt annað. Annað það, sem vakti athygli mína og ánægju, var að sjá þarna að störfum nokkra mjög unga pilta, allt niður í 10 ára aldur. Þeir voru aðallega við humarvélamar, snilldarverkfær in frá Sigmundi, Vestmannaeyj- um. Það var verulega ánægju- legt að sjá áhugann og ánægj- una hjá drengjunum yfir því, að hafa á valdi sínu þessar merki- legu vélar, sem þeir gátu auð- veldlega stjómað til þess að gamdraga og flokka humarinn i f jölda stærðarflokka. Ég spurði einn laglegan og snaggaralegan dreng, hverra manna og hvaðan hann væri, og sagðist hann vera frá Nýjabæ. Varð mér þá ljóst, að hann mundi vera dótturdóttursonur Jóns í Nýjabæ. Rifjaðist þá upp fyrir mér hvað ég var í þakk- arskuld við þann mæta mann fyrir aUar ánægjustundimar, sem ég hafði af því að dvelja hjá honum í smiðjunni, þegar ég var á 6—8 ára aldrinum, sér- staklega er ég fékk að stíga fýsi belginn í smiðjunni hans, og þannig stjórna eldinum. En Jón mótaði rauðglóandi járnið að vild. Það var mér ævintýraheim- ur. Það er enginn vafi á þvi, að það er þroskandi fyrir unga drengi, að fá tækifæri til þess að læra að vinna margvísleg störf við þeirra hæfi undir stjórn og leiðbeiningu góðra manna. Auk þess er þetta vís- asiti veguriinn til þess að ala upp dugmikið, reglusamt fólk með verkkunnáttu og verkmenn ingu. Matthías hefur haft ánægju af að leiðbeina ungu fólki til verknáms og starfa. Matthías er kvæntur Guðrúnu Þorleifsdóttur frá Hofi i Garði og eiga þau einn son Þorleif, sem er tannlæknir á Suðumesj- um. Ég þakka Matthíasi áratuga ánægjulegt og farsælt samstarf og vináttu.' Ég óska honum og fjölskyldu hans farsældar á komandi tímum. Matthías verður fjarverandi á afmælisdaginn. Flnnbogi Guðmundsson. Sjötugur er í dag Matthías Oddsson, verkstjóri, Móhúsum í Garði, en hann er fæddur að EITT hundrað og sex íslendingar hafa farizt af slysförum á árinu, þar af 10 erlendis. Þrjátíu og fimm manns drukknuðu og fórust í sjóslysum, 32 fórust í umferðarslysum, þar af fimm er- lendis, með íslenzkum flugvélum erlendis fórust 4 og einn íslend- ingur fórst í flugslysi erlendis. Þá týndust eða urðu úti 13 manns og sjö fórust í eldsvoðum. Á áriinu heiflur 108 mianinis verið bjairgað úr háska; 27 úr strönid- uðum skipum, 22 frá drulkkniuin við land, 16 úr eidsvoðum, 10 firá drulkikinun í rúmisjó og 10 úr bii- uim sem ulltu. Hér fler á eftic Skýrsla Sly&a- vamafélags íslamds um þetta: BANASLYS A. Sjóslys og drukknanir Með skipuim, sem fiórust 6 Við árdkstur skipa í rúmsjó 2 Fállu útbyrðis í rúmsijó 6 DrulklkniU'ðiu við land, í höÆnium, ám og vötnium 21 35 B. Banaslys í umferð Ekið á vegfarendur 10 Ekið út atf bryggjum, brúm og þjóðvegum 12 Féllu út úr bifreiðum 2 1 biflreið, sem fauk í stormi 1 Vegna vellbu á dráttar- vélium 2 Guðlaugsstöðum í Garði 31. des- ember árið 1900. Foreldrar hans voru þau hjónin Oddur Bjöms- son og Guðbjörg Tómasdóttir. Matthías á nú langan og anna saman starfsdag að baki og hef- ur lagt gjörva hönd á margt bæði til sjávar og sveita. Ef stiklað er á stóru má geta þess, að á æskuárum dvaldist Matthí- as um skeið austur i Hruna- mannahreppi og vann þar al- menn sveitastörf, en frá 16 ára aldri hefur hann mátt heita heimilisfastur suður í Garði. Fyrr á árum var Matthías á vertíð á vetrum en stundaði tré og húsasmíðar um sumur. Matt- hías sá um byggingu Hraðfrysti húss Gerðabátanna árið 1942, gerðist þar verkstjóri, er fyrir- tækið tók til starfa 18. marz 1943, og hefur gegnt því starfi síðan. Hæfileikar og eðliskostir Matthíasar hafa dugað honum vel. Hann hefur ætíð verið létt- ur í spori, árrisull og eljusam- ur, glaðlyndur og vinafastur. Ungur að árum varð hann önd- vegissmiður og verklagni, kunn- áttusemi og fyrirhyggja hafa gert honum kleift að gegna verkstjórastarfinu með miklum ágætum í tæpa þrjá áratugi. Hann hefur yndi af góðum kveð skap og kann fjölda af ferskeytl um. Matthías er kvæntur Guðrúiniu ÞorfleiiflsdótitJur frá Hofii í Garði. Soruur þeirra er Þorlteifur tammlL og kona hans er Eva Marie, (f. Bauer), er einnig tannlæknir. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjá syni. Uppeldisdóttir Guðrúnar og Matthíasar, Guð- rún Guðmundsdóttir, er búsett í Bandaríkjunum- Þegar við stöldrum við um áramót og horfum til liðins tíma, hlotnast okkur oft meiri glögg- skyggni en endranær á raun- veruleg verðmæti lífsins. Um þessi áramót er okkur, vinum Matthíasar Oddssonar, ljóst, að hann er einn af okkar mætustu samferðamönnum. Hann hefur orðið vitni að ótrúlegum fram- förum og breytingum á högum þjóðarinnar, hefur sannarlega lagt fram sinn skerf og má lita ánægður yfir farinn veg á þess um tímamótum. Matthías hefur lengst af verið heilsuhraustur, og ber aldurinn vel og er enn i fullu starfi. 1 dag berast Matthíasi einlæg ar árnaðaróskir frá Garðbúum, vinum, samstarfsmönnum og öðr um, sem unnið hafa undir hans stjórn, hvaðanæva af landinu. Lifðu heill, kæri vinur. C. Flugslys Með ísl. flugvéliuim ertendis 4 4 D. Banaslys af ýmsum ástæðum Af byltum 6 Af efldsvoða 7 Slys á vininustöðum 3 Vegina vedltu á vételeða 1 Týndiuist eða urðu úti 13 Af voðaskoti 2 Af eitri 1 Vegnia raflosts 1 34 íslendinigar í umtflerða.r- slysum eiflemdis 5 íslenidinigur í fluigsiysi eifliendis 1 6 Alls 106 FÓLKI BJARGAÐ ÚR HÁSKA 1970 Úr strömduðuun skipuim 27 Frá dnulkknum í rúmsjó 10 Úr brenmiaindi skipi 4 Frá drúkkmun við larnd 22 Frá eldsvoða í lamdi 16 Frá að verða úti 3 Úr bifireiðum, sem uiltu 10 Frá snijótflóði og hrumi 5 Frá eitrun 5 Úr jökuflsprumlgu 1 Úr fiugslysi 5 Kári Sigurbergsson. 106 íslendingar hafa farizt á árinu 1970 27 Samtal's 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.