Morgunblaðið - 31.12.1970, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMJMTUDAGUR 31. DBSEMBER 1970
23
Spádómar Jeane
Dixon fyrir 1971
JEANE Dixon, bandaríska
spákonan, hefur birt spá-
dóma ársins 1971. Þeir birt-
ast hér í lauslegri þýðingu
og aliverulega styttir.
„Ég skynja árið 1971 sem
standa sameinuð — þjóðinni
allri til mesta tjóns.
Öryggislögreglan hefur
komið í veg fyrir tilræði við
Nixon og mun og gera það í
tæka tíð í framtíðinni.
Pompidou: ekki lengi við
vöid.
ár ljóssins. Með þvi á ég við
að mörg þeirra vandamála,
sem Bandaríkin og heim-
urinn allur á við að glíma
þokast nær því að leysast.
Margir hafa haft uppi
spumingar um hina árangurs
lausu herferð bandarískra
hermanna inn í stríðsfanga
búðimar í grennd við Hanoi.
Bersýnilega hef ég mælt
fyrri viðvaranir mínar um
veikan hlekk í vamarkerfi
bandarískra sveita fyrir
daufum eyrum, svo að ég
hlýt að endurtaka þær upp-
lýsingar um að ýmsar banda-
rískar hernaðaráætlanir kom
ast til andstæðinganna af
háttsettum embættismönnum í
Washington. Á því leikur
enginn vafi, að fangamir
voru færðir í skyndi úr búð-
unum eftir að þessir embætt-
ismenn höfðu komið upplýs-
ingurn þar að lútandi rétta
boðleið, á sama hátt og Sovét
ríkin fengu pata af innrás-
inni í Kambodiu eftir sömu
leiðum.
NIXON FORSETI
Á árinu 1971 mun Nixon
forseti gera að minnsta kosti
fimm breytingar á starfsliði
Hvíta hússins. Maður sá sem
ber ábyrgð á þvi að frétzt
hefur út í frá af mikilvæg-
um öryggismálum í Nixon-
stjórninni hefur hætt störf-
um. Forsetinn mun einnig
gera tvær breytingar á
stjóminni.
Forsetinn stendur and-
spænis sundraðri þjóð við
þessi áramót, fjandsamlegu
þingi og reikulli utanrikis
stefnu. En ég álít að enginn
lifandi maður geti sameinað
þjóðina nema þjóðin vinni að
því sjálf . . . og af þeim
sveiflum, sem ég finn, held ég
að ákveðin öfl muni halda
áfram að vinna að því að
þjóðinni takist ekki að
Nixon Bandarikjaforseti á
við margan vanda að glíma.
Efnahagsásland mun batna
og atvinnuleysi minnka stór-
lega. Ég fæ ekki betur séð
en efnahagur Bandaríkjanna
verði mjög traustur á kom-
andi árum.
Maria Callas mun á árinu
verða kvödd til að stjórna
einhverri mikilvægri tónlist-
arhátið. Trúlega jnun hún
verða fyrir lögsókn einhvem
tíma á árinu.
Dustin Hoffnian mun enn
auka sinn hróður á árinu
1971, en ég sé, að hann verð-
ur að sýna meiri aðgæzlu i
fjármálum, vegna þess að
stjarna hans mun fara að
lækka þegar kemur fram á
síðari hluta þessa áratugar.
En engu að síður mun hans
verða minnzt sem eins mesta
kvikmyndaleikara sögunnar.
Kórea og Víetnam. Ég
finn, að stríð og blóðsúthell-
ingar munu halda áfram énn
um hríð. Ég finn að eitthvað
illt er á seyði í Norður-
Kóreu. Hættan liggur í leyni
og mun brjótast fram á vori
komandi, ef ekki verður
gripið í taumana. 1 Vietnam
virðist mér engra stórbreyt
inga að vænta á árinu 1971
Meira stríð og meiri blóðsút
hellingar, vegna þess að So
vétríkin eru staðráðin í því
að láta okkur ekki komast
upp með að sleppa frá Asíu
fyrr en 1975.
Á árinu munu Sovétríkin
slást í lið með Kínverjum i
laod-bainidairíslkum áróðri siin-
um. Mun verða mynduð fylk
ing í þessu augnamiði með
þátttöku kommúnista í Norð-
ur-Víetnam, Laos, Kambódíu,
Norður-Kóreu og Kína. En
áætlun þeirra mun ekki
heppnast, þar sem Bandarík-
in eru vel á verði. Ég sé að
Nguyen Kao Ky er undir
heillastjörnu á árinu og fyr-
ir hans áhrif mun þyrmt
mörgum lífum bandarískra
hermanna.
Vísindi. Miklar framfar-
ir verða í vísindum á árinu
og rannsóknum hvers konar,
og byggjast á þeim niður-
stöðum sem háfa fengizt við
könnun geimsins. Munu þess-
ar rannsóknir verða til mikill
ar gæfu fyrir mannkynið og
leiða til þess að unnt verð-
ur að lækna ýmsa sjúkdóma,
sem hingað til hafa verið
taldir ólæknandi.
Flugvélarán verða ekki
eins tíð og á árinu 1970, en
þau munu þó verða framin
öðru hverju. Mannrán verða
einnig framin og hafa hinar
verstu afleiðingar.
Miðausturlönd. Ég sé styrj
öld i Miðausturlöndum. Ég sé
hvemig sovézkur áróður fær
ist í aukana við skæruliða
Palestínu . . . Sýrlendingar
hafa uppi yfirgang við Jór-
dani . . . Hussein konungur
verður valdaminni og Jór-
danía mun æskja frekari
hjálpar frá Bandarikjamönn
um. Sovétríkin eru staðráðin
í að neita okkur um olíu frá
Miðausturlöndum, en Banda
rikjamenn kunna að hafa
mótleik, sem gæti bjargað
Jane Fonda: stefnir á vit
hörmunga.
málunum. Strax og Sovétrík-
in hætta aðstoð við Palestínu
skæruliða munu þeir leggja
niður vopn. Anwar Sadat
verður ekki lengi við völd.
F-riðarviðræður á árinu 1971
verða ekki árangursríkar.
Ég sé ekki neitt sérstakt
landsvæði fyrir Palestínu-
menn.
SALT viðræðunum verður
haldið áfram og munu Banda
rikjamenn skipa nýja full-
trúa til að taka þátt í þeim.
Við munum ekki taka þátt í
neinum fundum sem varða ör
yggi Evrópu.
Suður-Anieríka. Mér hefur
jafnan fundizt og finnst það
enn, að Fiedel Castro sé til-
tölulega valdalítill á Kúbu.
Moskva hefur töglin og
hagldirnar þar. Ég finn að
Salvador Allende verður
ekki lengi við völd í Chile,
varla lengur en árið út. Ekki
hef ég trú á því að eldflauga-
og kafbátastöðvum óvinanna
verði komið upp í Chile í ná-
inni framtíð. Ég finn að loft
er lævi blandið i Chile.
Óeu-ðir. Stúdentar munu
áfram láta til sín taka, en þó
verður ókyrrðin ekki eins
mikli og verið hefur.
Náttúruhamfarir. í síðari
hluta ágústmánaðar verða
miklar náttúruhamfarir, sem
munu kosta eins mörg manns
líf og valda jafn miklu tjóni
og í Perú og Pakistan á
þessu ári. Mér hefur ekki
tekizt að finna enn í hvaða
heimshluta þetta mun gerast.
John V. Tunney, nýkjör-
inn öldungadeildarmaður frá
Kaliforníu og sonur hnefa-
leikarans fræga, hefur til að
bera töfrahæfileika stjórn-
málamanns sem viðheld-
ur vinsældum hans. Ágæt
söguþekking hans kemur
honum að notum i öldunga-
deildinni og gerir honum
kleift að setja fram raunhæf
ar kenningar. Rannsóknir
sem hann hefur gert munu
bera góðan ávöxt i síðari
hluta ágústmánaðar. Hann
mun geta sér mjög góðan orð
stír á opinberum vettvangi og
verður sendiherra einn góð-
an veðurdag. En hann verð-
ur að vera varkár í ferðalög
um og má aldrei taka neina
áhættu.
Pierre Trudeau mun vaxa
að áhrifum og vinsældum í
Kanada, sýnir festu þegar
nauðsyn krefur og Kanada
mun blómgast og dafna i ein-
drægni undir hans stjórn.
Georges Pompidou Frakk-
landsforseti helzt ekki lengi
við völd, ekki eins lengi og
hann hefur hug á. Skuggi de
Gaulles mun lengi hvíla yfir
Frakklandi og yettvangi al-
þjóðamála.
Angela Davis, yfirlýstur
kommúnisti og stuðningskona
Svörtu pardusdýranna, sem
ákærð hefur verið fyrir hlut
deild í morði, mun ekki njóta
gæfu á nýja árinu. Þótt hún
sé bráðvel gefin sér hún ekki
hinar illu hliðár kommúnism-
ans. Að lokum hefnist henni
fyrir þennan dómgreindar-
skort. Seint og um síðir ger-
ir hún sér grein fyrir því að
kommúnisminn getur ekki
sigrað í Bandarikjunum.
Ramsey Clark, fyrrum
dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna, hverfur af vett-
vangi stjórnmálanna, en
heldur nokkrar ræður öðru
hverju frammi fyrir öfga-
fullu frjálslyndu fólki.
Janet Fonda stefnir á vit
hörmunganna. En ekki þarf
það að gerast, því ef hún
beitir þeim hæfileikum, sem
guð hefur gefið henni i þágu
annarra og í jákvæðum til-
gaingi bíður hennar glæsileg
framtíð.
Rokksöngvarar. Ég nefni
engin nöfn, en hörmung-
ar bíða nokkurra vinsælla
rokksöngvara á nýja árinu
vegna eiturlyfjaneyzlu. Þeir
Jeane Dixon
verða ekki margir, en í hópi
þeirra verða ágætir skemmti-
kraftar.
James Buckley, nýkjörinn
öldungadeildarmaður íhalds-
manna í New Yark-ríki, verð
ur góður þingmaður og getur
sér góðan orðstír. En hann
mun mæta harðri andstöðu
valdamikilla stjómmála-
manna i ríkinu og mun það
standa honum fyrir þrifum
fyrst um sinn.
Martha Mitchell, kunn sam-
kvæmiskona í Washington,
heldur áfram að segja það
sem henni býr í brjósti. Um-
mæli hennar fá mikið rúm í
blöðunum, enda „kemur
vizka úr munnum pólitískra
viðvaninga."
Elliott L. Rochardson, ný-
skipaður ráðherra heilbrigð
ismála, menntamála og vel-
ferðarmála, kemst að raun
um það að tilburðir til að
vera frjálslyndur nægja ekki
til að hemja það þunglama-
lega skrifstofubákn sem
hann hefir verið settur yfir.
Ég finn það á mér að á þessu
ári mun hann reyna að um-
breyta ráðuneytinu og gott
muni af því leiða.
Ednnind S. Muskie, öld-
ungadeildarmaður demó-
krata frá Maine, fær gífur-
legan frama á afmæli sinu á
nýja árinu og r annað skipti
í haust, en dreifðar fréttir
verða honum óhagstæðar í
nóvember. Ég hef enn ekki
fengið boð um það að hann
verði forsetaefni 1972, en
vonast til að fá jákvæðari
strauma síðar. Hins vegar
hef ég fengið vissu fyrir þvi
að Muskie hefði orðið ágæt-
asti læknir ef hann hefði lagt
það starf fvrir sig og fengið
margháttaða viðurkenningu,
enda hefur hann til að bera
marga ágæta hæfileika.
John Lindsay, borgar-
stjóri i New York, mun eng-
an viðvaningsbrag sýna á
nýja árinu þótt drengjalegur
sé í útliti. Hann fær margt
að glima við á nýja árinu.
Öskukallar gera honum enn
eina glennu og upp kemst um
hneyksli í húsnæðismálum og
undirtónninn verður kyn-
þáttalegur. Háværar kröfur
um að eitthvað verði að gera
til að hamla gegn eiturlyfja-
neyzlu verða enn háværari.
Muskie lilýtiir frania.
Dustin Hoffnian eykur liróð-
ur sinn.