Morgunblaðið - 31.12.1970, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1970
hafði aldrei fundizt Pat vera
rétti maðurinn til að gera Kath-
leen hamingjusama. Væri
nú Kathleen komin að sömu
niðurstöðu, þá var Paul annars
vegar, að taka tillit til.
Kathleen ýtti frá sér diskn-
um, drakk það sem eftir var af
svarta kaffinu. — Ég er að
verða of sein, sagði hún og stóð
upp. Hún stanzaði hjá Hönnu
og snerti öxlina á henni. —
Hafðu engar áhyggjur, þetta
verður allt í lagi. Þetta er allt
búið Hanna.
Hanna gekk á eftir henni
og ætlaði að spyrja hana ein-
hvers frekar, en Kathleen sagði
bara: Ég vil helzt ekki tala
neitt um það núna. Og á leið-
inni í skrifstofuna óskaði hún
þess heitast að þurfa aldrei að
tala um það. Hún prísaði sig
sæla, að foreldrar hennar
skyldu ekkert vita um trúlof-
unina. Það væri hægt að láta
líta út eins og það hefði aldrei
neitt verið. Hanna mundi eng-
um segja það nema Paul. Sjálf
skyldi hún fara til Molly Beli
—- hún átti það sannarlega skil-
ið. Og svo skyldi hún segja
Jim Haines og Sadie frá því.
Það hafði ekkert verið í fram-
komu Pats, sem gæti orð-
ið henni nein huggun. Hún
hugsaði með sér, að ef hún gæti
verið eins og Hanna, sem mundi
vera alveg sama, hvað Paui
gerði eða léti ógert. Hanna
mundi hætta við karlmenn
vegna annarrar konu, eða særðs
stolts eða heimskulegs rifrildis,
en aldrei vegna beinnar
lifsreglu. Mikið átti hún gott!
En hún elskaði hann aldrei
meira en nú, er hún gekk gegn-
um skrifstofuna og svaraði ó-
sjálfrátt kveðjum þeirra, sem
hún hitti. Hún vonaði í eymd
sinni, að hann væri ekki þarna.
En hann var nú þarna og hafði
komið snemma og græni vasinn
á borðinu hennar var fullur af
liljum, viðkvæmum hvítum
klukkum sem ilmuðu af vorinu.
Hún gekk inn eins og hún
var vön og staðnæmdist
við skrifborðið hans. Hún hafði
ákafan hjartslátt og svitnaði í
lófunum. Þetta hafði verið svo
gaman á morgnana að leika
stranga húsbóndann og auð-
mjúka einkaritarann.
— Góðan daginn hr. Bell.
— Góðan dag, ungfrú Roberts.
Þér lítið vel út í morgunmálið.
— Þakka yður fyrir. Hér eru
viðtölin fyrir daginn.
— Ágætt. Látum okkur sjá.
Kvöldverður með Kathleen.
Það er þó vital, sem ég má ekki
vanrækja, ungfrú Roberts.
Svona töluðu þau venjulega
saman og hlógu. Hvers vegna má
ég ekki kyssa þig? Lestu ekki
timarit eða ferð á bió?
Hver æfður einkaritari kyssir
GLEÐILEGT
NÝÁR
þökkum viðskiptin á árinu, sem er að
að líða.
Ytir áramótin verður opið
sem hér segir
Gamlársdagur: Opið til kl. 14.00.
Nýjársdagur: Opið allan daginn.
~\^KSKUR/J
húsbóndann klukkan níu stund-
víslega.
Nei, ekki í dag. Þetta var
öðruvísi dagur og ekki góður.
Hann stóð við gluggann þegar
hún kom inn og sneri sér við,
og augnaráðið var áhyggjufullt
og kvíðið. Þetta augnaráð næst-
um reið henni að fullu.
— Kathleen!
Hún sagði: — Þú bjóst ekki
við mér. En liljumar eru indæl-
ar, Pat.
— Ég vissi ekki, hvað ég átti
að halda . . . Það er gott, að þér
skuli lika þær vel. Hann tók i
hönd henni.
Þú hefur ekkert sofið.
— Nei, Pat.
— Það gerði ég heldur ekki.
Þetta var hreinasta viti. Jæja,
við erum bæði búin að sofa á
þessu — eða öllu heldur vera
andvaka. Þér getur ekki verið
alvara, Kathleen.
Mér hefur ekki snúizt
hugur, sagði hún.
— En það hlýtur þér að hafa
gert. Þú getur ekki staðið þarna
og sagt mér, að þú elskir mig en
getir ekki gifzt mér vegna þess,
hvernig ég rek fyrirtækið mitt.
Það er ekkert vit í slíku, elskan
min.
— Jú, mér finnst vera fullt
vit í því.
Hann sagði og var enn í vafa:
— Þú verður að hlusta á mig.
Og meðan hjarta hennar sagði,
að auðvitað yrði hún að hlusta,
að það væri ósanngjamt gagn-
vart honum, ef hún geri það
ekki, að hún yrði að gefa hon-
um tækifæri til að standa fyrir
máli sínu. En hanu sagði bara:
— Þú hefur engar sannanir.
Og eftir að hafa sagt þetta
lagði hann allar sannanir, sem
hún þurfti í hendumar á henni.
Hún var þögul en horfði á
hann sorgbitnum augum. Hann
herti sig upp og varð æstur.
— Hafðu ekki svona hátt,
sagði hann, eins og hann hefði
verið að atyrða krakka, — það
getur heyrzt til okkar.
— Sama er mér!
Þér má ekki vera sama.
Hún þagnaði og hugsaði sig um.
— Ég get ekki verið hér áfram,
Pat, það væri alveg óhugsandi
. . . Ég get fundið einhverja i
staðinn fyrir mig ■ einhverja,
sem hæfir þér betur.
— Já, en . . . Hann leit á hana
skelídur, en sagði aðeins: — Er
það þá sama sem, að ég eigi
ekki að sjá þig framar?
Hún sagði hóglega — Við get-
FÓÐURVÖRULISTI M.R./ARAMÓT 1970—1971
• Kúafóðurblanda M.R., mjöl eða kögglar
• Búkollu-kúafóðurblanda, mjöl
• Dönsk kúafóðurblanda A, kögglar
• Sauðfjárblanda, mjöl eða kögglar
• Beitarblanda M.R. fyrir sauðfé
• Hænsnamjöl M.R., varpmjöl
• Hænsnamjöl B
• Blandað hænsnakom
• Kögglað varpfóður M.R. heilfóður
• Byrjunarfóður lífkjúkl., mjöl
• Vaxtarfóður Irfkjúkl., kögglar
• Byrjunarfóður holdakjúkl., mjöl
• Vaxtarfóður holdakjúkl., kögglar
• Grisagyltufóður M.R., kögglar
• Eldissvínafóður M.R., kögglar
• Hestafóðurblanda M.R., mjöl eða kögglar
• Maismjöl
• Maiskurl
• Heill mais
• Byggmjöl
• Bygg, heilt
• Hveitikorn
• Hafrar
• Hveitiklíð
• Sojamjöl
• Hveitifóðurmjöl, nýmalað
• Cocura steinefnablanda 4 og 5
• Kúafóðursalt
• Saltsteinar
• Kalkmjöl
• Vitoskal
• Dikalsiumfosfat
• Fóðurlýsi
FÓÐURKAUPENDUR ATHUGIÐ!
M.R. hefur nú fjölbreyttasta úrval fóðurs á landinu.
YFIR 30 FÓÐURTEGUNDIR
Fjölbreytni þýðir, að M.R. getur uppfyllt fleiri og fjölbreyttari óskir fóðurkaupenda.
Gerið öll fóðurkaup á einum stað, þar sem úrvalið er mest: hjá M.R., það er hagkvæmast.
Óilum viðskiptavinum okkar þökkum við viðskiptin á liðnu
ári og vonum að komandi ár verði bændum og öðrum
landsmönnum sem gjöfulast.
M.R. ÓSKAR
ÖLLUM LANDS-
MÖNNUM ÁRS
OG FRIÐAR!