Morgunblaðið - 31.12.1970, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.12.1970, Qupperneq 31
MORGUN'BLAÐIÐ, FI'MMTUDAGU'R 31. DBSEMBER 1970 31 íslenzka landsliðið í handknattleik komst í lokakeppni heims- meistarakeppninnar í handknattleik, er fram fór í Frakklandi og hafnaði þar í 11. sæti, eftir að hafa leikið 6 leiki — unnið tvo við Pólverja og Frakka, en tapað 4 — fyrir Japan, Rúss- um, Dönum og Ungverjum, en mynd þessi er úr síðast talda leiknum. Það eru hinir snjöllu leikmenn Ungverjanna þeir Fenyo og Varga, sem hafa þarna samvinnu við að snúa alvar- lega á íslenzku varnarleikmennina, þá Ólaf H. Jónsson, Sigur berg Sigsteinsson og Björgvin Björgvinsson. Ungverjarnir sigruðu í þessum leik 19:9, og áttu sinn bezta leik í keppninni. ís ■» : Akurnesingar voru tvímælalaust sterkasta knattspyrnuliðið meginhluta sumarsins og sigruðu verðskuldað í íslandsmótinu, eftir nokkurra ára hlé1. Ný gullöld knattspyrnunnar er því upp runninn á Akranesi, þrátt fyrir miður góða útkomu liðsins í leikjum sínum í Borgakeppni Evrópu, en þá keppti það við Sparta frá Hollandi. íslendingar háðu sínu fyrstu skíða- landskeppni á árinu, og fór hún fram á ísafirði í maí. Keppt var við Skota og lauk viðureigninni með glæsileg- um sigri íslendinga 63:24 stigum. — Myndin er af einum íslenzku kepp- endanna Árna Óðinssyni frá Akureyri. •' 'J ■ ■ Einn aðalviðburður íþróttahátíðar- innar var landskeppni fimm landa í frjálsum íþróttum, sem jafnframt var riðill í Evrópubikarkeppni landsliða. Komu hingað fjölmarg- ir heimsþekktir íþróttamenn til keppni, m.a. einn heimsmethafi, Jorma Kinnunen frá Finnlandi. — Svo sem vænta mátti urðu íslend- ingar síðastir í keppninni, en Finn ar sigruðu með miklum yfirburð- um. Mynd þessi var tekin er 10 km hlaupið var nýhafið. Sigurvegari f hlaupinu var Litmont frá Belgtu, sem er í þriðja sæti er myndin var tekin. íslenzka knattspyrnulandsliðið stóð sig moð mikilli prýði á árinu. Tveir þýðingarmestu leikir þess voru við Dani og Norðmenn, og fóru báðir fram í Reykjavík. Jafntefli varð I leiknum við Dani 0:0, og má segja að þar með hafi sorgartárin frá 14:2 leiknum fræga loksins verið þerruð. íslendingar sigruðu svo Norðmenn í prýðisgóðum leik 2:0, og var það Hermann Gunnarsson, (2. f.v. í fremriröö) sem skoraði bæði mörkin. Myndin er af landsliðinu sem lék við Dani og Norðmenn og með því á myndinni er hinn dugmikli for maður KSÍ, Albert Guðmundsson, HafsteinnGuðmundsson „einvaldur“ og Ríkharður Jóns son, landsliðsþjálfari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.